Morgunblaðið - 09.06.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1954, Blaðsíða 16
VeðurúlUi í dag: NA-gola. — Bjart veður. 128. tbl. — Miðvikudagur 9. júní 1954 jög f jölmenn og ónægjuleg hvítu sunnuferð Heimdullur Vegleg háfíðahöld Sfélf- dæðhmanna í Veshnannaeyium. 300 MANNS tóku þátt í Hvítasunnuferð Heiindallar með Es-ju til Vestmannaeyja. Ferðin var í alla staði hin ánægjulegasta og félaginu til mikils sóma. Ungir Sjálfstæðismenn í Vestmanna- eyjum tóku á móti Heimdellingunum og efndu til fjölbreyttra hátíðahalda. LAGT AF STAÐ VIÐ SONG ÆTTJARÐARLJÓBA Eftir hádegi á laugardag fyrir hvítasunnu lagði 300 manna hópur Heimdellinga upp í för til Vestmannaeyja með m.s. Esju. Er skipið lagði frá bryggju tók hljóm sveit Kristjáns Kristjánssonar, sem slegizt hafði með í förina, að leika ættjarðarlög, og hinn fjöl- menni hópur æskufólks tók und- ir og lagði syngjandi úr höfn. Út Faxaflóann var siglt í blæjalogni og sólskini en þátttakendur styttu iTOn’skemmtí' nTeð ’eftirhermum’ ar. Loks flutti svo ræðu Sigfús Johnsen, kennari, sem hvatti æskuna til að fylkja sér um Sjálf- stæðisflokkinn og stefnu hans. 1500 MANNS Á SKEMMTUNUM Á dagskrá voru einnig fjöl- breytt skemmtiatriði. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar lék, Adda Örnólfsdóttir, Ólafur Briem og Torfi Tómasson sungu dægur- lög, Verzlunarskólanemendur sýndu leikþátt og Karl Guðmunds sér stundir með dansi og söng, og listamenn, sem með voru á skip- inu, gerðu sitt til að förin mætti írá upphafi verða sem ánægju- legust. ffEIMDELLINGUM FAGNAÐ f EYJUM Til Vestmannaeyja kom ferða- fóllcið klukkan rúmlega 11 um kvöldið, en mikill mannfjöldi hafði þá safnazt saman á bryggj- unni til að fagna Heimdellingun- urn. En stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum bauð fararstjórninni til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu þá þegar um kvöldið Þar var skipzt á kveðjum og rædd sam- eiginleg áhugamál. GUÐSÞJÓNUSTA UM BORÐ Hvítasunnudagur rtmn upp bjartur og fagur, og strax kl. 8 um morguninn lagði skipið úr }öfn og sfglt var umhverfis Vest- lannaeyjar, en leiðsögumaður sV.ýrði þátttakendum frá örnefn- um og sögu eyjanna. Hjálpaðist allt að við að gera þessa siglingu sem ánægjulegasta og hátíðleg- asta, en henni lauk með því, að guðsþjónusta var haldin um borð. Séra Jóhann Hlíðar predikaði og flutti mjög hugljúfa ræðu. Hátíð- leiki þessarar stundar mun seint líð'a úr minnum þeirra, er á hlýddu. SAMKOMUR FUS f VESTMANNAEYJUM Eftir hádegið skoðuðu Heim- dellingar helztu mannvirki í landi, fiskiðjuver o. fl., en kl. 5 hófst skemmtun Félags ungra Sjáifstæðismanna í Sjálfstæðis- húsinu. Samkomuna setti Þórar- inn Þorsteinsson, form. félagsins og bauð Heimdellinga sérstaklega vclkomna. Jóhann Hafstein, alþm., flutti ræðu, en hann var í förinni með Heimdellingum. Ræddi hann um þátt Sjálfstæðisflokksins í þróun stjórnmálanna þau 25 ár, sem liðin eru frá stofnun flokksins og baráttu flokksins fyrir helztu framfaramálum þjóðarinnar á þessu tímabili Lauk hann ræðu sinni með því að hvetja æskuna til að fylkja sér sem mest undir merki Sjálfstæðisflokksins og færa honum þannig þá beztu gjöf sem hægt væri nú á 25 ára afmæli ílokksins. Þá talaði einnig Þorvaldur Garðar Kristjánsson, form. Heim dallar. Ræddi hann um Sjálfstæð- isstefnuna og sýndi fram á, hvernig hún ein getur tryggt framfarir og velmegun þjóðarir.n Var skemmtun þessi síðan end- urtekin um kvöldið. En eftir mið- nætti hófst dansleikur, sem stóð fram eftir nóttu. Alls sóttu um 1500 manns þessar samkomur ungra Sjálfstæðismanna, sem all- ar tókust afburðavel. BJARGSIG í HERJÓLFSDAL Kl. 10 að morgni á annan í hvítasunnu lögg Heimdellingarn- ir af stað í göngu á Helgafell, en eftir hádegið var ekið í fjölda vörubifreiða um Heimaey og skoð aðir markverðustu staðir. Endaði sú ferð í Herjólfsdal, en þar sáu þátttakendur bjargsig. MANNFJÖLDINN HYLLIR ÆTTJÖRÐINA Að afloknum kvöldverði hófst dansleikur á bryggjunni við skips hlið/og var dansað Þar til Esjan lagði frá kl. 10. Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, form. Heimdall- ar, þakkaði þá Vestmannaeying- unum móttökurnar, en mikill fjöldi þeirra hafði safnazt saman við höfnina. Mannfjöldinn hyllti ættjörðina með kröftugu húrra- hrópi, og ættjarðarsöngvar voru sungnir meðan skipið lagði úr höfn. 50 ár eru Ii5in !rá sfofnun íslands- banke í GÆB voru 59 ár liðin frá því að íslandsbanki hóf starfsemi sína. Var það 8. júní árið 1904. Stofnun bankans hafði stórfellda þýðingu fyrir þróun íslenzkra atvinnuvega, ekki sízt sjávarút- vegsins. Árið 1930 kom til mikiila póli- tískra átaka um bankann og var þá nafni hans breytt og Útvegs- bankinn h.f. stofnaður. Hefur hann eins og kunnugt er starfað síðan. Skógræktarfélag Ámesinga ksupir Snæfoksstaði í Grímsnesi LAUGARDAG fyrir hvítasunnu festi Skógræktarfélag Árnesinga kaup á jörðinni Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Mikið af landi jarðarinnar er vaxið beitikjarri.. Kaupverð jarðarinnar er 110 þúsund krónur. Seljendur eu erfingjar Ingva Jóhannessonar og eru búsettir i Reykjavik og Keflavík. Ingvi bjó lengi á jörðinni, en núvcrandi ábúandi er Sveinbjörn Jónsson, er væntanlega murs sitja jörðina áfram. Skógræktarfélag Árnesinga i valið þessa kjarri vöxnu jörð til Enskur fopri siijidi á þýzkan fogara SEYÐISFIRÐI — Á hvítasunnu- dag kom hingað þýzkur togari, sem enskur togari hafði siglt á við Langanes s.l. laugardag. — Skemmdist togarinn nokkuð ofan þilja, og verður gert við hann hér á Seyðisfirði. — Skipstjórinn á hinum þýzka togara kvað hinn enska hafa siglt í burtu eftir áreksturinn, án þess að hafa samband við sig, Virtist honum, að enski togarinn hefði skemmst meira. —F>-éttaritari. hefur unnið að því á undanförn- um árum að koma sér upp græði- reitum í 15 hreppum sýslunnar. En mikið hefur borið á því, að erfitt er að fá góðan gróður í þessum upprennandi græðireit- um, þar sem gróðurinn nýtur jekki skjóls og vindar af öllum áttum næða á liinum ungu plöntum. Þess vegna hefur félagsstjórnin Þing S.Í.B. seft í gær ÞING Sambands ísl. barnakenn- ara var sett í Melaskólanum í gær af formanni sambandsstjórnar, Arngrími Kristjánssyni. Snorri Sigfússon, námsstjóri, var kjörinn fyrsti forseti þings- ins. Prófessor Richard Beck, sem var gestur >úð setningu þingsins, flutti snjallt ávarp. Fyrsta málið, sem tekið var til umræðu í gær, var um náms- efni í barnaskólum. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki n. k. föstu- dag. — Þingfulltrúar eru 60—70. að koma þar upp sitkaskógi. Skógræktarfélag ÁrnesingEj hefur sýnt lofsverðan áhuga og fyrirhyggju í starfi sínu með þessum jarðarkaupum og er nu í ráði að hefjast þegar handa um gróðursetningu trjáplantna I þessu víðlenda kjarrlendi og setja þar upp vandaða girðingus um nokkra hektara lands á völd- um stað í landi jarðarinnar, svo hægt sé að koma þar upp sam- felldum nytjaskógi hið fyrsta. Hagstæður vöru- skiptajöfnuður í APRÍLMÁNUÐI varð vöru- skiptajöfnuðinn hagstæður um' 6,4 milljónir króna. Verðmæti út- fluttrar vöru nam 62,9 millj., en innflutningurinn 56,1 millj. kr, Það sem af er árinu, er vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæðup um 20,1 millj. kr. — Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 112,5 millj. kr. Margskonar sj völlrnn um hvítasunnuna Skrílslegar aðfarir ölvaðra unglinga. a Þinff’ O u* FERÐIN TIL MIKILS SOMA Heimdellingarnir fengu hið á kjósanlegasta ferðaveður á heim- |. leiðinni og skemmtu sér við dans IKVEIKJUR OG SPJÓLL M HVÍTASUNNUNA voru margskonar spjöll framin í Þjóð- garðinum á Þingvöllum. Snemma á laugardagskvöld tók mikið að bera á ölvun unglinga á staðnum. Voru það smáhópar drengja á aldrinum 15—18 ára á að gizka, sem aðallega höfðu sig í frammi. Reikuðu þeir ofurölvi umhverfis gistihúsið Valliöll og einstaka þeirra reyndi jafnvel að fletta sig þar klæðum. Engir löggæzlu- menn voru þarna viðstaddir fyrst í stað. En nokkru eftir kvöldmat komu tveir lögregluþjónar á vettvang. Reyndu þeir að hafa hemil á hinum drukknu unglingum. En allt kvöldið og fram á nótt héldu þeir áfram að reika um staðinn. Sofnuðu sumir þeirra á víðavangi og lágu þar um nóttina. fram eftir kvöldi, en til Reykja- víkur kom Esja kl. 7 í gærmorg- un. Hafði ferðin öll verið hin á- nægjulegasta og öllum, sem að henni stóðu til mikils sóma. Mót- tökur Vestmannaeyinganna, prúð mennska þátttakendanna og vel- vilji skipshafnarinnar hafði þar i allt lagzt 4 eitt. <*>■ A MANNVIRKJUM En hinir ölvuðu unglingar létu ekki við þessi afrek sitja. Um nóttina og næstu nótt frömdu þeir ýmiskonar spellvirki í Þjóð- garðinum. Brotinn var niður með grjótkasti kassi með reglum um umferð og hegðun á Þing- Við brottför Esju frá Reykjavík. völlum. Mölvað var utan úr steinstólpum, er standa sinn hvoru megin við veginn heim í Þingvallabæ og stórgrýti, sem stóð ofan á þeim, velt burtu. — Þrívegis var kveikc í kjarri og mosa innan Þjóðgarðsins. Þá voru og brotnar nokkrar árar í bát- um þeim, sem leigðir eru út á ána og vatnið. Nokkur brögð voru einnig að því að rifinn væri upp skógur og hann notaður til skrauts á bifreiðar. Er það gam- alkunnur ósiður, sem reynt hef- ur verið að uppræta. FAGURT VEÐUR — MIKILL MANNFJÖLDI Veður var hið fegursta á Þing- völlum á laugardag og hvíta- sunnudag, hægviðri, sólskin og upp í 21 stigs hiti. Kom mikill fjöldi fólks á staðinn á hvíta- sunnudag og naut þar góðviðris- ins. Gistihúsið í Valhöll tók til starfa fyrir hátíðina og mun það starfa í sumar með svipuðum hætti og áður. Var þar allmargt gesta. Mikil raun mun öílum, sem til sáu, hafa verið að fram- ferði unglingahópa þeirra, er fyrr greinir. En þeir voru at- hafnasamastir í drykkjulát- um sínum og spellvirkjum á laugardags og sunnudagsnótt, Var þjóðgarðsvörðurinn, séra Jóhann Ilannesson, svo önnuna kafinn vegna þeirra, að hanrj varð að vaka alla aðfaranótl hvítasunnudags. Komst haniíj fyrst til náða kl. 7 um morg- uninn. í forystugrein blaðsins 8 dag eru þessir atburðir gerðií nánar að umtalsefni. SKAKM0TK) í PRAG BLAÐINU höfðu ekki borizí neinar nýjar fréttir frá Prag- mótinu, seint í gærkvöldi, en 7» umferðin var tefld á mánudags- kvöidið og 8. umferðin í gær- kveldi. I dag og kvöld verða bið- skákir tcfldar. í 7. umferðinni tefldi Friðrilti við Ungverjann Kluger, en Guð- mundur við Svíann Lundin. — I 8. umferð átti Friðrik að teflav við Basyonui, Egyptalandi, og Guðmundur við Sajtar, Tékkó- slóvakíu. — Ekki er ósennileg* að skákir þessar hafi farið í bif3 og frétta bví ekki að vænta fyrs, en á morgun. (Sjá grein á bls. 9) Skákeinvigið KRISTNES VtFELSTAÐIR 30, leikur Vífilsstaða: He5—h5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.