Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 2
!I MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1954 ] 1 Biskup og vígslubiskuparnir, sr. Friðrik J. Rafnar (t. v.) og df. Bjarni Jónsson ganga úr kirkju að lokinni vígslu. Að baki þeiM standa, talið frá vinstri, dr. Karl E. Lungquist, vígsluvottarnir sr. Jón Auðuns, dómprófastur og sr. Þorsteinn Jóhannesson prófastur, Lengst til hægri er dr. Haraldur Sigmar. j — Biskupsvígslan 1 Leiðsögn kirkju og kristni sé traust Ifrjti standi ávallt vörð um lielgustu ■' og háleiíustu siðakeiiningarnar ftæða kirkjumáiafáðherrans Steingríms Sfeinþórs sonar í kvöidveizlunni að Hótel Borg YÍGSLA nýs biskups er merkur aiburður, ekki aðeins í sögu kirisju og kristindóms, — það er alburður, sem markar stærri eða minni spor í þjóðlífið allt og verður því ávallt skráður á spjöld sogunnar, sem einn af mestu markasteinum þai’. Á hátíðastundu verður oss því lilið um öxl til mikilhaefra kirkju höfðingja þjóðar vorrar, og gagn- merk störf þeirra og seillarík áiuif á trúarlífið og þjóðlífið allt, e»u oss lifandi í huga. Það er hverjum Islendingi bæði gagn- lcgt og hollt að skyggnast þar um bekki og njóta leiðsagnar sög- unnar. Hér er þó hvorki staður né tími til að staldra þar lengi við. En við þetta tækifæri nú minnumst vér sérstaklega með virðingu og þakkarhug fyrrver- andi biskups, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, sem féll frá fyrir aldur fram. Hann var til hinztu stundar brennandi í andanum fyr u málefni kirkjunnar og efl- jngu guðskristni í þessu landi, öruggur talsmaður góðs málefnis og allra manna vinsælastur. En lífið nemur ekki staðar. Maður kemur í manns stað. Og í dag gleðjumst vér yfir því, að mikilhæfur maður hefur tekið biskupsdóm á íslandi, marg- reyndur í störfum í þjónustu kirkjunnar, kunnur fyrir mikil afskipti sín af fræðslu- og upp- eldismálum, áhugasamur og virk- ur þátttakandi og forystumaður 1 ýmsum félags- og mannúðar- málum, innan kirkju og utan, lærður vel og víðsýnn. Hins nýja biskups bíða miktl og fjölþætt störf sem æðsta valds- manns þjóðkirkju íslands, og víðar dyr og verkmiklar munu h'onum opnast, því að kirkjan er lifandi stofnun og hlýtur sam- kvæmt eðli sínu að vera öðrum þræði stríðandi kirkja. Hún berst til sigurs hinum hæstu hugsjón- um, ekki með báli og hrandi, heidur með vopnum kærleika og trúar. Mikill vandi er því biskupi vorum á herðar lagður, en vér þykjumst mega sjá, að þeim vanda sé hann vel vaxinn. Mér er það ljóst, að íslenzka þjóðin á kirkjunni mikla þökk að gjalda að fornu og nýju, enda má með nokkrum rétti segja, að kirkjan hafi í þrengri merkingu verið þjóðin og þjóðin kirkjan. Sá atburður, sem mestur ljómi staí'ar af í sögu þjóðarinnar ætla ég að sé Kristnitakan á Alþingi ár 1000. Þjöðin skiptist þá í tvo harðsnúna flokka, kristna menn og heiðna. Ekki var þá annað sýnna, en þjóðin klofnaði í tvö ríkí og borgarastyrjöld bfytist út í landinu. Af því varð' þó ekki. Sp eki Þorgeirs Ljósvetningagoða I og manngöfgi Halls af Síðu, mannsins, er mac meira allt það, er vel var gert, tókst að firra þjóðina vandræðum. Vafalaust hcfur kristin trú hvergi verið lög- tekin á jafn virðulegan hátt og hér á landi. Hinir vrtrustu menn sörndu frið, af því að þeir sáu og viðurkenndu, að Kristindóm- urinn var sigrandi afl. Nokkur ákvæði fornra laga skyldu að vísu haldast. Lengra varð ekki sljórnvizku komizt. En það sýnir víðsýni og stjórnvizku hinna fornu höfðingja og skilning þeirra á mannlegu eðli, að þeir létu það ekki, eins og á stóð, valda friðslitum og hindra sættir, heldur semja um að hvorir fengju að halda nokkru. Kristni- takan á Þingvöllum árið 1000 er lýsandi atburður. Ég nefni annað dæmi úr Kirkju sögunni, sem ber vitni um mikla yíðsýni og gerhygli. Frá því er sagt, að Gissur bisk- up ísleifsson hafi orðið skörug- lega við ósk Norðlendinga um að annar biskupsstóll yrði settur í Norðlendingafjórðungi. Hann leit ekki á eiginhagsmuni, heldur á nauðsyn friðarins og hvað bezt myndi duga Kristninni í þessu landi og hvað hentaði stjórn- málalega eins og þá var ástatt. Þess er og fagurt að minnast í þessu sambandi, að Illugi prest- ur stóð upp af föðurleifð sinni og gaf Hólastað til biskupsseturs „fyrir guðssakir og heilagrar kirkju.“ En fyrr hafði Gissur biskup gefið Skálholti mikil lönd og lausafé og kveðið svo á, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland væri byggt og Kristni mætti hér haldast. LJpphaf kristninnar í landi hér er glæsilegt> og lærdómsrík er sú saga öll, enda höfðu vitrir menn og göfugir um málin fjallað. — Áframhaldið varð að vísu ekki ávallt jafn glæsilegt, enda gerist margt á langri leið — hartnær 1000 ára sögu kristninnar í landi voru. En hitt er víst, að þegar kristin trú tók að festa rætur í hugum þjóðarinnar, varð heiðinn siður að þoka. Með kristindómnum kemur nýr siður, ný menning vex í landinu, byggð á grund- velli hans> nýtt afl gegnsýrir állt þjóðlífið. Og kristindómnum er það að þakka, ásamt fornbók- menntum vorum, að þjóðin gafst ekki upp á öldum fyrr í harðri baráttu fyrir fjöri og frelsi. 6 FLUGVÉLAR LEITUÐU Flugvélin vr á leið frá Hólma- vík til Reykjavíkur er þetta óhapp vildi til, en klukkan var að ganga 11 er flugumferðar- stjórnin á Reykjavíkurflugvelli, gerði nauðsynlegar neyðarráð- stafanir og voru þá sendar flug- vélar til að leita hennar. Fóru tvær frá Reykjavík og fjórar frá Keflavíkurflugvelli. FLAKIÐ FINNST Vestur í Dalasýslu höfðu menn orðið varir við flugvélina og var hún þá á suðurleið. — Um kl. 1,30 í fyrrinótt kom Karl Eiríksson flugmaður, auga á flakið þar sem það maraði í kafi í suðurenda Hítarvatns. — Skömmu seinna sá hann mennina, sem skrifuðu í sandinn stafina OK, sem merkti að þeir væru óslasaðir. — Einnig höfðu þeir kynnt bál. Karl varpaði niður til þeirra hjúkrunargögnum, gerði flugum- ferðarstjórninni aðvart. Þyril- vængja frá varnarliðinu var um þefcía leyti á leið til Reykjavíkur, frá Keflavíkurflugvelli, og fór hún vestur og sótti ílugmennina, sem voru Ríkarður Jónatansson frá Hólmavík og Ingimar Svein- björnsson héðan ur Reykjavík. Höfðu þeir skrámast lítilshátt- ar er flugvélin skall á grunnu vatninu og brotnaði þá mjög mikið. Kirkjunni hefur að vísu mis- jafnlega tekizt á ýmsum tímum að gegna sínu veglega hlutverki. Hafa oft verið uppi mismunandi sjónarmið og harðar deilur geis- að. í lýðræðis þjóðfélagi telst og slíkt eðlilegt og sízt um að sak- ast. En hitt er víst, að mikla blessun hefur kirkja og kristri veitt þjóðinni og verið menn- ingarvaki og framfara. Og marga merka og mikilhæfa menn hefur kirkjan átt, er verið hafa í senn andlegir höfðingjar og þjóðskörungar. Þjóðin hefur jafnan sett von sína og traust á kirkjuna. Enn, og ef til vill aldrei frekar en nú á öld hinnar miklu tækniþróun- ar, er tvennt nauðsynlegt, ef framtíð þjóðarinnar og sjálfstæði á að standa föstum fótum: I Að leiðsögn kirkju og kristni sé traust. Að hún ávallt standi vörð um helgustu og háleitustu 1 siðakenningar og trúarhugmynd- ir kristninnar — og að hún verndi og verji hinn eitt þúsund ára gamla menningararf vorn — tungu vora og þjóðerni — sem er helgasta eign hverrar þjóðar. Fylgi hin íslenzka kirkja trúlega dæmi sinna beztu og vitrustu kirkjuhöfðingja frá fyrri tímum og starfar í anda þeirra, mun þjóðin hlíta leiðsögn hennar. Herra biskup íslands! Ég veit að ég mæli fyrir munn allra allra þeirra virðulegu gesta, er hér eru viðstaddir — já, ég veit að ég mæli fyrir þjóðina alla, þegar ég nú ber fram þá bæn að hollvættir íslands að fornu og nýju styðji yður og styrki í hinu háa og veglega embætti, er bév hafið verið vígður til í dag. Megi blessun Guðs fylgja yður og störfum yðar. Ég bið alla viðstadda að lyfta glösum og drekka skál herra Ás- mundar Guðmundssonar, biskups Islands. Hreyfill flugvélarinnar stöðv- aðist er flugvélin var yfir norður hluta vatnsins, en hvergi er hægt ag nauðlenda þarna, nema við suðurenda þess. Þangað komst flugvélin ekki og féll því í vatn- ið. Hún mun vera gjörónýt. — Þeir félagar Ríkarður og Ingi- mar áttu flugvélina í félagi. „Leikir aldar- imiar4i sýndir hér í vikumti STJÓRN Knattspyrnusambands Islands hefur tekizt að fá hingað til Reykjavíkur kvikmynd frá knattspyrnukappleikjunum milli Ungverjalands og Bretlands, sem fram fóru í Lundúnum og í Búdapest ,en þessir leikir hafa hlotið nafnið: Leikir aldarinnar. Sem kunnugt er vann Ung- verjaland báða þessa leiki, í Lundúnum 6:3 og í Búdapest 7:1. Hér er um að ræða óvenju ítar- lega og fróðlega knattspyrnukvik mynd og tekur sýning leikjanna rúman klukkutíma. Knattspyrnusambandið mun ár degis í dag láta setja ísl. texta í myndina, en síðar í vikunni verð- ur byrjað að sýna myndina í Gamla bíói. Framh. a/ bls. 1 lásu vígsluvottar ritningarkafla, fyrstur sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskup á Akureyri, þá sr. Jakob Einarsson, prófastur að Hofi, þá sr. Þorsteinn Jóhannes- son, prófastur í Vatnsfirði og loks sr. Jón Auðuns dómprófast- ur í Reykjavík. Á milli ritninga- kaflanna var sunginn sálmur. BISKUPSVÍGSLAN Að því búnu hófst sjálf biskups vígslan. Framkvæmdi hana dr. theol. Bjarni Jónsson vígslu- biskup. Lauk henni með því að vígslubiskup afhenti hinum ný- vígða biskupi biskupskrossinn. Var síðan sunginn sálmurinn „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“. Þá flutti biskupinn yfir íslandi prédikun, og er hún birt á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Síðan hófst altarisganga með því að sunginn var sálmurinn „Hér kem ég seki syndaiinn“. Til altaris gengu biskup, nánustu ættmenni Dr. theol. Magnús Jónsson lýsir vígslu. hans, vígsliuvottar og eirlendir fulltrúar. Síðan var sunginn sálm urinn „Jesú, sem að dauðann deyddir“. Að lokum var svo flutt tónbæn og blessun og þjóðsöng- urinn var sunginn. Dr. Páll ís- ólfsson lék eftirspil. Fyrir altari þjónuðu Björn Magnússon prófessor og sr. Ósk- ar J. Þorláksson. Að athöfninni lokinni gengu prestar fylktu liði með biskupa í fararbroddi til Alþingishúss- ins. Lauk þar með þessari virðu- legu og hátíðlegu athöfn, sem stóð í tæpar 3 klst. KVÖLDBOÐ 1 KIRKJUMÁLARÁÐHERRA Kl. 7 um kvöldið hófst svo bo8 kirkjumálaráðherra og frúar hang að Hótel Borg. Yar það haldið til heiðurs hinum nývígða hiskupl Sátu það auk heiðursgestanna, forsetahjónin, ríkisstjórnin, íor-t setar Alþingis, prestar Og ýmsií aðrir gestir. ji Dr. theol Bjarni Jónsson fluttf þar stutta borðbæn en Steingrímur Steinþórssoii, kirkjumálaráðherra, bauð gest- ina velkómna og flutti ræðu, sertí birtist hér í blaðinu í dag. AúK hans töluðu dr. Carl E. Lund- quist, framkvæmdastjóri Lúth'. erska heimssambandsins, dr. Har- aldur Sigmar, dr. Richard Bech, dr. Alexander Jóhannesson há- skólarektor, Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, sr. Jón Auðuns dómprófastur, ,^r. Sveinbjörxs Högnason, prófastur og að lokumí biskupinn yfir íslandi, herra Ás- mundur Guðmundsson, sem þakK aði þann heiður, sem sér hefði verið sýndur og bað íslenzkrí kirkju og þjóðinni í heild bless- unar Guðs. j ______________^ » Happdræíti Sjáifstæðisflokksins ÞAR SEM endanlegt uppgjöu hefir ekki borizt frá umhoðs- mönnum, heíir verið ákveði® að fresta drætti í Happdraetti Sjálfstæðisflokksins um eina viku. Dregið verður mánudaginn 28. þ. m. j Miðar, sem berast til baka, frá umboðsmönnum, eru seld- ir í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, sími 7100. [ Barna myndasÝning- unni lýkur í kvöld é í DAG er síðasti dagur sýning- arinnar á ævintýramyndum barna. ' Áformað hafði verið að loka sýningunni í fyrrakvöld, en vegnít mjög mikillar aðsóknar þann dag var sýningin framlengd um tvo' daga og lýkur henni í kvöld kl. 10. Er þess að vænta að bæjarbúar. noti í dag þetta síðasta tækifærl til að skoða þessa skemmtilegd sýningu á æfintýramyndum eft- ir börn í 45 löndum. í sýningar- salnum eru til sölu vandaðaT, upplímdar litprentanir á nokkr- um myndum barnanna. JJ Flugmennirnir sluppu lítt meiddir. flusvélin brotnaði SJ Tveggja sæfa flugvél brotnar í Hítarvafni ASUNNUÐAGSKVÖLD hrapaði lítil flugvél, sem í voru tveir menn, í Hítarvatn. — Báðir sluppu þeir lítt meiddir, en flug- vélin eyðilagðist. — Mennirnir voru sóttir í þyrilvængju frá varn- arliðinu, á slysstaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.