Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 9
I Þriðjudagur 22. júní 1954 MORGCNBLAÐIÐ 9 * + * Prédikun á 1. sd. e. þrenn. 1954 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Prédikun biskupsins yfi íslandi, dr. Guðspjallið: Lúk. 12, 13—21. I Faðir á himnum. Leið þjóð vora og kristni í lífsstríði komandi ára og alda. Rlessa oss einnig öllum þcssa stund. Gef mér mátt til að flytja 1 fagnaðarerindi sonar þíns. FAGNAÐARBOÐSKAPUR Jesú ei svo mikill og undursamlegur, að hann felst jafnframt í þyngstu áminningarorðum. Þannig er það t. d., er Jesús Bpyr: „Hvað stoðar það manniim að eignast allan heiminn og fyrir- gjöra sálu sinni? Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?“ í þessu er sú hugsun fólgin, að gildi hverrar mannssálar sé óendanlega mikið Jafnvel umkomuminnsti smæ)- inginn á jörðu er meira verður en allur ytri heimurinn, Öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. Svo er það einnig, er Jesús Eegir um afstöðu Farísea til sín: „Sérhver jurt, er minn himneski faðir hefur eigi gróðursett, mun upprætt verða.“ í jákvæðri mynd boða orðin, að eigi er allt fall- valt. Allt, sem Guð gróðursetuv. .Varir — grær um eilifð. Og svo er það enn í guðspjalli dagsins, sem ég las, dæmisögunni um ríka heimskingjann. Hann hugði, að hann væri auðugur maður og myndi njóta lífsins enn um mörg ár. Það var allt blekk- >ng. Ágirndin bjó honum sálar- tjón. Líf hans var ekki tryggt með eigum hans. Hann var í raun og veru blásnauður og bágstadd- ur. En í niðurlagi sögunnar er það nefnt, sem eitt gildir: Það að vera ríkur hjá Guði, eða eins ©g þýða má úr frummálinu: Rík- ur á Guðs vegi, ríkur á veginum til Guðs. Mönnunum stendur sú auðlegð til boða, sem leiðir þá hærra og hærra til Guðs, eilíf, óþrjótandi. „Ríkur hjá Guði“ er markið, Ásmundar Guðmundssonar, við bisk- upsvígslu i Dómkirkjunni s.l. sunnudag sem Jesús setur mannheimi. Ekki ríkur að eigin dómi. Það er ekki nóg að ssgja sjálfur likt og stend- ur i Opinberunarbókinni: „Ég er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einskis“ og vita ekki, ,,að þú ert vesalingur og aum- ingi og fátækur og blindur og nakinn.“ Það, sem mannheimur er fyrir Guði, það er hann í raun og veru, annað ekki. Oft hefur hann líkzt og líkist enn ríka heimskingjanum. — Ágirndin hefur ráðið, til fjár og valda, taumlaus barátta verið háð um jarðargæðin. Menn hafa orð- ið auðugir að löndum og ökrum og korni og hlöðum og lagt undir sig náttúruna og öfl hennar. Tækniframfarir hafa orðið undra miklar og ýmist valdið blessun eða bölvi. Margir hafa orðið rík- ir á þessa heims vísu, en meir en helmingur mannkynsins sveltur enn í dag og helreykur grúfir yf- ir rústum styrjaldarinnar miklu. Þjóðir heims greinast í öndverða flokka, og stríðið kalda, haturs og tortryggni, grefur í milli megin- djúp. Lífsskoðunin er efnisbund- in, útsýnin eins og hjá unganum í egginu, sem hefur skurn þess fyrir himin. Mannheimur vill vera ríkur. En vill hann vera ríkur hjá Guði? Skilur hann, að Guð hefur ekki sk'apað þessa jörð til þess að vera vígvöll dýrslegrar keppni um efnisgæðin, heldur að uppeldis- stofnun fyrir heilan heim af mannssálum? Skurn efnishyggj- unnar verður að bresta, upD- gönguaugu sjást, útsýn fást á alla vegu, himins víðar hallir birtast, því að líka fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem ekki trúa á annað. Hvernig má þetta verða? Hinn nývígði biskup, herra Ásmundur Guðmundsson, flytur prédikun. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Riskupshjónin, frú Steinunn Magnúsdóttir og herra Ásmundur Guðumndsson. Myndin er tekin í Alþingishússgarðinum að lokinni vígsluathöfninni. — (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.) Hvernig getur fátækur mann- heimur orðið ríkur hjá Guði? Ég er ekki í neinum vafa um svarið; Hjálpin verður að koma fra Jesú Kristi sjálfum. Hann hefur orð eilífs lífs, sem hrífur frá dauða og tortímingu. Og hana hefur trúað kirkju sinni fyrir því orði. Andi hans býr í henni. Þannig er kirkjan enn í dag lík- ami hans hér á jörð. En með orð- inu kirkju á ég ekki við embætt- ismannastofnun, heldur lifandi samfélag fylgjenda Krists um alla jörð af hvaða þjóð og tungu sem er. Þeir eru nú að vakna til skyldu sinnar og hlutverks að standa saman, hvað sem stjórnmálaskoð- unum, kynþáttum og öðru slíku liður. Kirkjudeildirnar taka að nema kaR Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Samstarf er hafið, presta, kennara og annarra upp- alenda, kristinna manna í hvaða stöðu sem er, að því marki að tryggja heimsfrið með því að innræta öllum bróðurhug: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Samtökin teygja sig einnig hingað norður, já, um all- an hnöttinn. í hverju landi Hans orð og andi er alltaf lifandi að semja frið. Þetta samstarf er að vísu þrótt- minna enn heldur en skyldi og í ýmsu fálmandi tök. En djúp alvara býr að baki, svo að frjóvg- aður vísir getur í krafti Krists orðið mikið tré, er breiði lim yfir jörðina. „Ég er vínviðurinn," sagði hann, ,,þér eruð greinarn- ar“. Það er kirkja Krists, sem fær stöðvað styrjaldir til endi- marka jarðar. Það er hún, sem megnar að láta rætast spádóms- orðin fornu um þjóðirnar: Þær munu smíða sér plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða gegn annari þjóð, og ekki skulu þær temja ssr hernað framar. Það er kirkja Krists, sem býr yfir kraítinum til þess að láta æðsta draum mannkynsins verða að veruleika — heimþrána til Guðs, sem er lífsins kjarni. Það er kirkjan, sem getur leitt mann- kynið á Guðs vegu. Það er hún, sem fær auðgað mannheim svo, að hann verði ríkur hjá Guði. . Til þess verður kirkjan að sameinast, allir, sem eiga Jesú Krist að leiðtoga og frelsara og syni Guðs, — verða heilög píslar- vættiskirkja eins og í upphafi, fús til að fórna öllu fyrir riki friðarins og kærleikans, trú himneskri hugsjón frumkristn- innar: Heimsríkið er orðið Drottins vors og Krists, og hann mun ríkja um aldir alda. Jesús setur jafnframt hverri þjóð hið sama mark: Ver þú rík hjá Guði: | Lifir íslenzka þjóðin eftir því boði? I Hún er auðugri nú að jarð- neskum eignum en hún hefur nokkru sinni áður verið, stór- auðug miðað við fyrri aldir. Verklegar framfarir hennar og afköst eru á síðustu áratugum orðin líkari æfintýri en veru- leika — meiri en öll fyrri ár hennar frá landsnámsöld. Kirltj- an fagnar framförunum og biður þess, að þær megi stöðugt fara vaxandi. Vissulega eru þær mjög mikið gleðiefni, alveg eins og það fyrir sitt leyti, er ríki bóndinn orti mörk- ina, fékk mikla Uppskeru og vildi rífa niður gömlu hlöðurnar og reisa nýjar og miklu stærri undir jarðargróðann. En festir þjóðin eins og hann allan hug sinn við það og hyggur að launum á hóg- lífi og nautnir? Ef svo er — þá er hún nauðulega stödd, heimsk, fátæk hjá Guði, ráfandi á veg- inum burt frá honum, í skelfi- legri hættu: að bíða tjón á sálu sinni. Þetta er ekki sagt til dóms- áfellis, heldur til varnaðar og sjálfsprófunar, og til þess að vér gjörum oss það ljóst, að ekki er síður þörf á því hér en úti um heim, að kirkjan — félag krist- inna manna í landinu — sé sam- einuð og samtaka til andlegs bjargræðis. Sú eining fæst ekki með þeim hætti, að allir kirkjunnar menrs verði sammála í trúarskoðunum. Höfundur tilverunnar hefur sýnti það, að hann vill sem mesta fjöl— breytni og auðlegð bæði í nátt- úruheiminum og andlegu lííi mannanna. Engir tveir menn 1 víðri veröld eru sama hugar um allt og hafa vísast aldrei veriS- frá öndverðu, ekki heldur 1 kristnisögunni. Auk þess gildii* hér hið sama sem hvarvetna ann- ars staðar í heiminum, að flókn- ar Kristfræði og guðfraSði kenn- ingar og útlistanir stoða yfirleitfc ekki neitt. Þær verða flestum steinar fyrir brauð. Þær skyggja oft á í stað þess að skýra. Til er önnur miklu ágætail leið. Leið einingar að baki ólík- um skoðunum. Leið, sem boð- endur kristninnar á íslandi hafa farið öld af öld og vakið svo' þjóðinni kynslóð eftir kynslóð bá trú, er bjargað hefur lífi hennar. Við vígroða Sturlungualdaiv áþján, nauðir, Svarta dauða, elda, ísa, harðrétti, hungur verður þ6 aldrei svo svart yfir sorgarranni. að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Lágreist og fátækleg baðstcfa blasir við mér i fannþaktri skóg- arhlíð í afskekktum firði um vetrarskammdegi. Inni á einu rúminu situr miðaldra móðir meíí barnahóp í kringum sig. Hún e** að segja þeim sögu. Svipur henn - ar er mildur og fagur, og um- hverfis ríkir heilög kyrrð. Börn- in mæna öll á hana leiftrandi augum. Eitt þeirra lýsir þannig síðar þessaxi stund: Ég man eitt kvöld við þitt móðurkné um myrkt og þegjandi rökkurhlú — þú kunnir sögur að segja: - • Ég horfði yfir björg og hvítan sand, ég horfði yfir á Zíon og Kanaanis- land, ég horfði á Guðs hetjuna deyjr. Um slíka boðun Krists á ís- lenzka kirkjan að sameinast, þv£ að kristindómurinn er einfal'e mál, eins og Kristur segir sjálf- ur: Ég vegsama þig, faðir, heria himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta fyrir spekingum oK hyggindamönnum og opinberaðt það smælingjum. Og Páll postuli, hálærður guðfræðingur, kvaðsfe ekkert vita til sáluhjálpar annaf* en Krist. Einn af prestum vorrar þjóðar hefur sagt svo frá reynslu. sinni á þessari leið: „Þeir höfðu. reist í kringum Jesú heila skjald- borg af setningum og kenning’- um, sem ég botnaði ekkert í og gat ekki séð í gegnum. En það, sem ég gat ekki, það gerði hann, Drottinn Jesús sjálfur, með sín- um heita kærleika og sinu sterku aðdráttarafli. Þó að ég sæi hanu. ekki nema eins og í þoku og gegnum hjúp, þá sá hann lönguix mína. Og hann rauf mannhring- inn, braut niður skjaidborgin.i, kom á móti mér og bauð mér leiðsögn sína. Það var hjálpin." Kirkjan verður í orði og verki að kosta kapps um, að Kristur sé sjálfur boðaður, krossfestur og upprisinn, hverju barni þjóð'- arinnar, ungu og gömlu, eða, eins og Páll postuli komst aS orði „uppmálaður fyrir augum, yðar.“ Þegar dýrðarmynd hanfl blasir við augum þjóðarinnar, verður öllu borgið. Þá ná áhril' hans inn á hvert. svið þjóðlífs- ins og gefa einnig annari aug- légð vorri gildi, Ijós og )iti og fegurð, eins og morgunljóm- inn endurspeglast í daggarperl- unum. Því að Kristur er sól hing andlega heims, og það er eðli sólarinnar að skína og ylja, vekja, hressa, lífga; hvarvetna þar sem geislar hennar lýsa, tsp hún aflvaki kærleikans, en skuggar úlfúðar og haturs skríða í felur. Vandamál leysast sjálf- krafa, er fram er boðið: ADt mitt er þitt, en ekki heimtað: Allt þitt er mitt. ÍÞá rís Sólareyjan, Thule, að L Framh. á bls. 10. j /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.