Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 1
411 árganfftu 147. tbl. — Föstudagur 2. júlí 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins Háskólanum í gær 35 erlendir fullirúar sækja það IGÆRDAG hófst búnaðarmót íslandsdeildar norræna búfræði- félagsins N.J.F. (Nordisk jordbruksforskeres forening). Setning mótsins fór fram í hátíðasal Háskólans og voru þar viðstaddir full- trúar frá öllum Norðurlöndunum, sendiherrar Norðurlanda hér, ráðherrar o. fl. Mótið mun standa yfir til 10. júlí. Mótið var sett af Páli Zóphón- íassyni búnaðarmálastjóra, for- manni íslandsdeildar N.J.F., og Steingrímur Steinþórsson, land- búnaðarráðherra, flutti ávarp. LJÓÐ OG LAG I TILEFNI AÐ MÓTINU Að ræðunum loknum söng blandaður kór undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Var meðal ann- ars sungið lag eftir dr. Pál, sem hann hafði samið við ljóð eftir Árna G. Eylands, sem hann orkti í tilefni þsssa búnaðarmóts. Því næst flutti Árni G. Eylands er- indi um búnað á Islandi. Því næst söng kórinn undir stjórn dr. Páls, þjóðsöngva allra Norð- urlandanna. FYRIRLESTRAR í gær fluttu erindi, af erlend- um fulltrúum, Karsten ívarsen tilraunastjóri, Danmörku, um þýðingu búfjáráburðar við rækt- un á norðlægum slóðum. Dr. S. Berge prófessor, Noregi, um inn- flutning búfjár til Noregs og þýð- ingu hans. í gærkvöldi snæddu fundar- menn miðdegisverð í Þjóðleik- hússkjallaranum í boði landbún- aðarráðherra. - Framh. á bls. 7 Það var ekki nema oiursfi sem mælti I HANOI 28. júní: — Viðræður um ' vopnahlé í Indó-Kína sem áttu * að hefjast í Indó-Kína í dag, var frestað vegna ósamkomulags ! milli Frakka og fulltrúa Viet- Minh um fyrirkomulag. Fulltrú- arnir áttu að koma saman í hlut- lausu þorpi um 40 km frá Hanoi og ræða um hernaðarleg atriði vopnahléssamningsins að beiðni Genfarráðstefnunnar. — Sagt er að fulltrúar Viet-Minh séu ó- ; ánægðir meg það hverjir hafi verið valdir í frönsku samninga- nefndina. Yfirmaður Frakkanna við viðræðurnar er „aðeins“ ofursti að tign, en Viet-Minh send ir hershöfðingja. Meira þurfti ekki til. Viet-Minh fulltrúarnir vilja ekki mæta til fundarins á meðan svo er. — Reuter-NTB ®® Kjarnorka til rafmagns LUNDÚNUM, 1. júlí: — í fyrra- dag var tekið til notkunar kjarn- orkuver í Sovétríkjunum, sem framleiðir rafmagn til ýmissa nota. Er verið 5000 kw að stærð. Bretar hafa einnig í undirbúningi samskonar kjarnorkuver í North- Humberland og mun það verða 10 sinnum kraftmeira en rúss- neska verið. Það tekur til starfa innan tveggja ára. Fara nú fram rannsóknir í þessu skyni í kjarn- orkurannsóknarstöð Breta, Har- well. Bandaríkjamenn hafa einn- ig haft svipaðar rannsóknir á prjónunum og hafa þeir þegar notað kjarnorkuna til framleiðslu rafmagns í friðsamlega þágu. — Reuter-NTB Tivoli kveikti ljósin KAUPMANNAHÖFN, 1. júlí — Öll ljósin í hinum stóra og fagra skemmtigarði Hafnarbúa, Tivoli, voru tendruð í dag, þegar sól- myrkvinn gekk yfir borgina. Var það gert meir í gamanskyni, en að þess þyrfti með vegna dimmu sökum myrkvans. Sólmyrkvinn náði hámarki sínu í Höfn í fyrra- dag kl. 13,45 eftir dönskum tíma. Blikuðu þá öll ljós garðsins í fögrum litum, og var sem nótt væri. — Reuter-NTB. Frá sefningu norræna búfræðingamótsins í gær Þyngisl þá um vopnahléshorfur Frá Reuter-NTB 4r PARÍS, 1. júlí. — Franska herforingjaráðið í Indó-Kína gaf út tilkynningu um það í morgun, að ákveðið hefði ver- ið að flytja burt sveitir Frakka frá neðri hluta Rauð- ársléttunnar. Hingað til hafa hersveitir Frakka verið á víð og dreif í virkjum um slétt- una, en hún er frjósamasta hérað landsins og kvíslast að Rauðárflóa og kvíslast Rauðáin um víða óshólma, er að sjónum dregur. — Fyrir ströndinni eru margar eyjar og hafa Frakkar einnig yfir- gefið þær. Á sléttunni er mjög þéttbýlt og búa þar um 2 millj. manna. Herir Frakka hafa í allan dag verið að hörfa í áttina til Hanoi, sem stendur alllangt frá hafi á miðri sléttunni og hafa kommúnistar víðast hvar fylgt fast eftir og ráðizt inn í bæi og þorp jafnskjótt og síðasti franski hermaður- inn yfirgaf staðinn. — Tilgangurinn með því að hverfa af sléttunni er sá, að tryffgja vígstöðuna enn betur við Hanoi-borg og sérstaklega að halda opinni samgönguleið- inni milli hennar og hafnar- bor.garinnar Haiphong. ★ Út frá herfræðilegu sjónar- miði eru menn í París og Washington sammála um, að þessi skipan hafi verið vitur- leg, en mjög óttast menn, að hún geti haft alvarlegar stjórnmálalegar afleiðingar. Brottflutningur liðsins af sléttunni er sá stórkostlegasti, sem átt hefur sér stað síðan styrjöldin hófst. Uppreisnar- menn kommúnista hafa næst komizt Hanoi, er þeir tóku í dag herskildi borgina Phaiden, 110 km fyrir sunnan borgina. ★ Almennt er talið í höfuðborg- um Vesturálfu, að horfur versni nú mjög í styrjöldinni í Indó-Kína fyrir Frakka. — Jafnframt er talið, að mjög muni nú þyngjast róðurinn fyrir Mendes France og menn hans að ná sæmilegum vopna- hlésskilmálum í landinu. Myndir þessar eru frá setningu Norræna búfræðingamótsins í hátíðasal Háskólans í gær. Efst til vinstri er Páll Zóphóníasson, búnaðarmálastjóri, í ræðustól, þá Steingrímur Steinþórsson, landbún- iðarráðherra og til hægri Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi. Fyrir neðan er mynd úr salnum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Flugskip frú Murz? Áhöfn og farpegar brezkrar vélar sjá fljúgandi disk Lundúnum, 1. júlí. — Frá Reuter-NTB. SVO virðist, sem hinir fljúgandi diskar séu þeir draugar, sem illa gengur að kveða niður. Flugstjórinn á stratocruserflugvél, sem kom tilLundúna í dag frá New York sagði, að áhöfnin hefði á leiðinni séð ókennilegan hlut á lofti, sem hann væri sannfærður um, að væri ekki gerður af mannahöndum. kennilegu hlutir voru horfnir þegar hún kom á staðinn. Áhöfn vélarinnar og allir far- þegarnir skýra svo frá að einnig þeir hafi séð hlutinn. Hermemi mjólka kvniar .p RÓM, 1. júlí: — Undanfarna tvo mánuði hefur staðið yfir verkfall í Ferrara-héraðinu á Pósléttunni. Verkfall þetta er undan rifjum kommúnista sprottið og er svo heiftúðugt, að fjöldi húsdýra og mikil verðmæti eru í hættu. I gær komu hersveitir til héraðsins til þess að hirða um 40 þús. naut- gripi, sem eru í bráðri hættu. 100 ^eru þegar dauðir af vanhirðu og af 2.500 er mjög dregið. Her- mennirnir eiga að mjólka kýrnar og fóðra þær. I gær gerði lögreglan árás á verklýðsskrifstofu kommúnista og handtók 40 áróðursmenn. — Reuter-NTB Trumami úr hættu KANSAS CITY, 1. júlí: — Tru- man fyrrum Bandaríkjaforseti er nú úr allri hættu og braggast óðum. I dag sagði hann hlæjandi við lækninn: Jæja, lasm. ekki læt ég enn bilbug á mér finna. Truman er nú 70 ára gamall og hafði hann unnið af kappi miklu að ritun endurminninga sinna og var veikur fyrir. Tekin var úr honum gallblaðran og botnlanginn. — Reuter-NTB í 6000 METRA HÆÐ Flugstjórinn hefur þegar sent flugumferðarstjórninni og stjórn flugfélags síns skýrslu um mál þetta. Hann skýrir svo frá, að hann hafi verið í 6000 metra hæð yfir Labrador, þegar hann sá svart- an ókennilegan hlut á lofti, kringlóttan að lögum. Hlutur þessi virtist í sífellu skipta um lögun, stundum var hann hnött- óttur, en brátt varð hann langur og strendur, og stundum leit hann út sem handfang á síma- áhaldi. ENGIN VÉL Flugstjórinn setti sig þegar 1 samband við næstu radarstöð og spurðist fyrir um, hvort nokkrar vélar væru í nágrenninu, en stöð- in sá enga aðra vél en þá brezku. Bandarísk þrýstiloftsvél var þeg- ar send á vettvang, en sinir ó- AUGLYSINGAR sem birtast eiga í Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag Norrænt búnaðarmót hófst í Frakkar hörfa af Rauðársléttunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.