Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 2
3 MORGUNBLAÐI9 Föstudagur ?.. júlí 1954 lióðum úthlutað undir á ' ellefta hundrað íbúða I m eru fli ráðsf §fosiar marpr ióðir undir f jöihýSishús Churchiil og Eisenfiower hiffasf ÞAÐ hefur verið gert að áróð- ursefni gegn meirihluta bæj- Sustjórnar að hafa samþykkt út- lilutun 49 loða undir hús, sem ■euistaklingar fái til umráða. í þessu sambandi er rétt að geta þess að umsóknir um einlyft 5í.ús, sem lágu fyrir, þegar út- lilutunin fór fram voru um 750. l>að er því ljóst að þó úthlutað «é lóðum undir aðeins 49 hús af um 750 umsóknum er ekki unnt *ð' segja að með því sé umsókn- *im einstakra manna gert hátt •undir höfði. Miklu fremur mætti segja hið gagnstæða. Af þeim 49 mönnum, sem lóðir þessar fengu, munu, samkv. laus- ílegri athugun 17 eiga íbúð eða hús fyrir, en til þess geta auð- •vi-tað legið margar og fyllilega «ð(ilegar ástæður að menn þurfi að skifta um bústað enda losn- ar þá það húsnæði, sem þeir menn hafa haft og er orðið þeim ohentugt, til ráðstöfunar fyrir aðra. Nú er það svo, að ekki er gert xáð fyrir að þau 49 hús sem reist vorða á þessum lóðum séu ■þannig, að í þeim búi aðeins ein fjölskylda. Er áætlað að í þessum tmsmn verði samtals 75—109 ítmðír. Frá 1. október s. 1. hefur verið •úthlutað lóðum, þar sem byggja má um 950 íbúðir og að við- hættum þeim 49 lóðum, sem (getið er um að framan eru íbúð- irnar alls orðnar á eilefta hundr- að. Enn eru til ráðstöfunar marg- ar iöðir fyrir fjölbýlishús (blokk- 5> ), þar sem byggja má hundruð íhúða. RÆTT UM LÓÐAÚTHLUX- UNINA í GÆR Óskar Hallgrímsson, ftr. Al- Jiýðuflokksins í bæjarstjórn, Ikvaðst á bæjarstjórnarfundi í (gær ekki vilja samþykkja úthlut- ■un hinna 49 lóða. Lét hann svo scm öllum lóðunum hefði verið úthíutað til stuðningsmanna onoirihluta bæjarstjórnar og virt- ist þetta vera aðalástæðan fyrir því að hann vildi ekki samþykkja uthlutun lóðanna, sem var gerð Bkv. íillögu lóðanefndar. Borgarstjóri benti á að hér hcfði verið mikill vandi á hönd- um vegna fjölda umsóknanna, scm nam mörgum hundruðum. Hitt væri misskilningur að stuðn- irigsmenn meirihluta bæjarstjórn ti< hefðu einir setið að lóðunum Giæsiíepr lang- ferSanagR feklnn SÉRLEYFISHAFI á leiðinni Reykjavík — Hólmavík, Ingvi Gtiðmundsson frá Akranesi, hef- ur keypt sænskbyggðan áætlun- arvagn til áætlunarferða'nna og fcr nýi bíllinn í fyrstu ferð sína í dag til Hólmavíkur, en þangað eru ferðir tvisvar í viku. Bíllinn er Volvo og tekur 29 tfai þega í sæti. Aftast í honum er mjög rúmgóð farangurs- geymsla og allur er billinn sér- lcga bjartur og rúmgóður, í fáum Orðum sagt hinn glæsilegasti lang íerðavagn, svipaður mjög nýj- ustu vögnum Strætisvagna Reykjavíkur. Ingvi benti á það, sem hann •taldi sérlega athyglisvert, en það er hljóðeinangrun, og þótt diesel- ■vcl sé í vagninum verður ekki vart titrings þegar vélin er í lausagangi. Vagninn er tvílitur, jgulur og brúnn. Loftræsting er igóð og hægt er að hita vagninn jupp I kuldum á skömmum tírna. Og nefndi sem dæmi að sá maður, sem næstur hefði verið Óskari Hallgrímssyni á lista bæjarstjórn- ar í vetur hefði fengið eina lóð- ina. Borgarstjóri sagði ennfrem- ur að andstaða kommúnista gegn úthlutun lóðanna mundi byggj- ast á sömu ástæðu og mótbárur Óskars Hallgrímssonar enda kom það fram síðar á fundinum. í þessu sambandi kvað borg- arstjóri rétt að minna á að flokks sjónarmið hefðu einatt verið ofar lega á baugi hjá þeim flokki þeg- ar um úthiutun lóða hefði verið að ræða. Nefndi hann sem dæmi að þegar úthlutað hefði verið, á sínum tíma lóðum á eftirsóttum stað í Hlíðunum hefðu komm- únistar gert eina tillögu til breyt- inga og hefði hún verið sú að koma að einum manni úr þeirra flokki, sem hefði átt hús fyrir. Þannig hefði minnihlutinn sjálfur haft efst þau sjónarmið við út- hlutun lóða, sem hann væri nú að víta meirihlutann fyrir, að ósekju. Úthlutun lóðanna var síðan samþykkt með 8 atkv. gegn 7. Mynd þessi var tekin í Hvíta húsinu, er þeir Churchill og Eisenhower heilsuðust áður en fundiR þeirra hófust. Á milli þeirra stendur bandaríska forsetafrúin. Gesfir Þjóðleikhú: vora yfir 100 þús. s. 1. ár Sýningar voru 221 — Verkefnin alls 16 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hafði alls 221 sýningu á síðasta starfsári, þar af átta utan Reykjavíkur, og voru sýningargestir samtals 101.435 á leikárinu. 99.628 í Reykjavík og 1807 úti á landi. FLESTAR sýningar urðu á Pilti og stúlku, samtals 50 og flestir sáu það leikrit eða samtals 29.991 maður eða um 600 sýn- ingargestir að meðaltali á sýn- ingu. NÆST FLESTAR sýningar urðu á barnaleikritinu Ferðin til tunglsins, samtals 31 sýning, og sáu það 19.148 gestir eða um 617 að meðaltali á sýningu. Sæti leikhússins eru tölusett 661. Að meðaltali hafa um 459 manns verið á sýningu á leik- árinu. Um 140 manns hafa komið fram á leiksviði Þjóðleikhússins á leikárinu, í stærri og smærxi hlutverkum. Verkefni leikhússins voru alls 16 á leikárinu, 12 leikrit, ein óperetta, tvennir hljómleikar og ein listdanssýning. Bæjarsljórn kýs í stjórn Samvinnusparisjóðsins Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var kosið í stjórn Sam- vinnusparisjóðsins. Kosnir voru Gunnar Thoroddsen af D-lista, sem hlaut 8 atkv. og Hallgrímur Sigtryggsson af B-lista, sem fékk 5 atkvæði og borinn var fram af fulltrúa Framsóknarflokksins og studdur af kommúnistum og Þjóð varnarmanninum. A-listi, Alþýðu flokksins, hlaut 2 atkv. Ennfremur voru kosnir 2 vara- menn og hlutu kosningu þeir Jóhánn Hafstein og Þorlákur Ottesen. Endurskoðendur sjóðsins voru kosnir: Hjörtur Pétursson endur- skoðandi og Ólafur Jóhannesson prófessor. t um heimilishjálp gerð á fundi bæjarstjórnar í gær Abæjarstjornarfundi í gær bar horgarstjóri fram frumvarp að samþykkt um heim- iiishjálp í Reykjavík. Hlutverk heimilishjálmarinn- ar er að veita hjálp á heim- ilum, þegar sannað er með vott- orði læknis, ljósmóður eða á ann- an hátt, sem forstöðukona heim- iiishjálparinnar metur gildan, að hjálpar sé þörf um stundarsakir vegna sjúkdóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. Hjálpin skal að jafnaði ekki veitt um lengri tíma í senn en 14 daga. Borgarstjóri fylgdi frv. úr hlaði. gerði hann grein fyrir því að heimilisbjálp hefði verið starf- rækt á vegum bæjarfélagsins um nokkurra ára skeið. Hefði sú hjálp verið undir stjórn frú Helgu Níelsdóttur ljósmóður og aðal- lega ætluð sængurkonum en hér væri stofnað til víðtælcari hjálp- ar og ætti hún að vera undir stjórn Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar og forstöðu- konu. Skv. nýlegum lögum frá Alþingi um heimilishjálp greiðir ríkissjóður halla, sem verða kann af starfseminni að % en bæjarsjóður að %. Frumvarpið var samþykkt ó- breytt. Forsetinn heimsótti Olafsfjörð í fyrradag Óiafsfirði, 1. júlí. ^ pORSETAHJÓNIN komu hing- Ókeypif sýning í KVÖLD klukkan 8 ætla finnsku leikfimisnillingarnir að hafa sýn- ingu að Hálogalandi fyrir börn og unglinga og verður aðgangur ókeypis. Loftleiðir undirbúa að til Ólafsfjarðar í opinbera heimsókn í gærdag og voru í fylgd meg þeim forsetaritari og ur. Forsetinn kom með varðskip- jaukna vörufiulninga inu Þór. Klukkan 2 stigu forsetahjónin hér á land og tók bæjarstjórn og embættismenn á móti þeim á bryggjunni, en þar var mikill mannfjöldi samankominn. Síðan var ekið um bæinn, sem var fánum skrýddur og fram í sveitina, en forsetahjónin nutu leiðsögu Ásgríms Hartmannsson- ar bæjarstjóra. Klukkan 4 skoðuðu forsetahjón in sundlaugina, en þar fór fram sundsýning. Þessu næst var geng- ig til barnaskólahússins og þar færði lítil stúlka í þjóðbúningi. forsetafrúnni blómvönd. Fram fór í skólanum fimleika- og dans- sýning. Þá var sezt að kaffi- drykkju í boði bæjarstjórnar og stjórnaði bæjarstjóri hófinu og bauð forsetahjónin velkomin með ræðu. Forsetinn þakkaði með ræðu og minntist jafnframt ætt- jarðarinnar. Aðrir ræðumenn í hófinu voru Þorvaldur Þorsteins- son forseti bæjarstjórnar, Bern- harð Stefánsson, séra Ingileifur Þorvaldsson og Sigursteinn Magnússon skólastjóri. Milli ræðna sungu menn ættjarðarlög. Hóf þetta sátu um 100 manns. Að þessu loknu fór forsetinn í stutt- ar heimsóknir til bæjarstjóra, bæjarfógeta og sóknarprestsins. Klukkan 7,30 kvöddu forseta- hjónin Ólafsfjörð og héldu til varðskipsins. Þar á bryggjunni flutti Sigurður Guðjónsson bæj- arfógeti kveðjuávarp, en forseti þakkaði með ræðu. Mikill mann- fjöldi var þá saman kominn á bryggjunni til ag hylla forseta- hjónin. — Yeður var mjög óhag- stætt, en batnaði þó heldur er á daginn leið. til New York ! ENDA ÞÓTT vöruflutningar mecl millilandaflugvélum Loftieiða hafi verið með mesta móti f síðastliðnum júnímánuði, eða rúm 11 tonn, þá hafa félagintl sífellt borizt beiðnir um vöru-< flutninga til og frá Bandaríkj-< unum, sem ómögulegt hefuri reynzt að verða við og hefuí tvennt einkum valdið. Hið fyrra, að oftast hafa flugvélarnar verifS þéttsetnar farþegum frá NeW, York og hið síðara, að ómögulegtl var að fá leigða viðunandi vöru-* geymslu á flugvelli þeim, sem félagið notar í New York. Nýlega hefur félaginu tekizi að fá leigða rúmgóða vöru«: geymslu á International flug- velli, þar sem Loftleiðir hafa bækistöðvar sínar, og má þv| gera ráð fyrir að vöruflutningaí stóraukizt á næstunni, einkum með haustinu, en þá er líklegi að farþegastraumurinn verðl minni milli meginlanda Evrópu og Ameríku. 3 millié EINN af lengstu bæjarstjórnar- fundum sem haldnir hafa veriff á Akranesi, stóð yfir frá kl. 5 á miðvikudag til kl. 0,30 eftir mið- nætti. Aðalmálið var fjárhags- áætlun bæjarins, sem lögð var fram á fundinum. Samkvæmt! henni, eins og hún var lögð fram, er gert ráð fyrir að útsvörin | ár nemi kr. 6.403,000 krónum, nema horfið verði að því ráði að lækka þessa upphæð með lán- töku. Útsvör 1953 námu kr. 3.0 milljónum. Við uppgjör bæjarreikning- inganna síðastl. ár kom í ljós að útistandandi útsvör til bæjarins voru 1,5 milljón kr., en sú upp- hæð mun þó hafa lækkað veri^ lega síðan. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.