Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. júlí 1954 MORGVNBLAÐID 5 í veitir hreyflinum aukna orku, mýkri og þýðari gang Bifreiðaframleiðendur leitast sífellt við að aukai orku bifreiðahreyfla og gera þá sparneytnari. Auðveldasta leiðin til þess að gera þetta er að auka þjöppunarhlutfallið. Meðaltal þessa hlutfalls í nýjustu gerðum bifreiða er 7:1 og ástæða er til að ætla að það hækki verulega á næstunni. Þessi þróun er afar mikilsverð fyrir hif- t reiðaeigendur, en hún hefur leitt af sér tvö vandamál, sem nauðsynlegt er að kom- ið sé í veg fyrir, en það eru: Glóðarkveikja af völdum glóandi kolefnisútfellinga i brunaholinu og skammhlaup í kertum. Á meðan hreyfillinn í bif- reið yðar er í gangi mynd- ast að staðaldri kolefnisútfell- ingar, er setjast til í brunahol- inu. Hitinn, er fram kemur við þjöppun eldsneytisins, veldur glóðarmyndun í útf'ellingunum. Myndin í miðið sýnir útfelling- ar, er teknar hafa verið úr hreyfli, er notað hefur venju- legt benzín. Þær hafa verið hitaðar í deiglu, en við það myndast í þeim glóð, og reyk leggur upp frá þeim. Útfell- ingarnar í deiglunni til hægri, sem hitaðar hafa verið við sama hitastig, eru teknar úr hreyfli, er notað hefur Shell- benzin með I. C. A. Efnið í hinu endurbætta benzíni hefur algjörlega komið í veg fyrir glóðarmyndun í útfeilingunum. 3Glóandi kolefnisagnir í brunaholi, kveikja í eldsneytisblöndunni, löngu áður en bullan kémst í efri dástöðu, eins og sýnt er á myndinni til vinstri. Þetta er það, sem nefnt er glóðarkveikja. Með því að hindra glóðarmyndun í útfellingunum, kem- ur I.C.A. algjörlega í veg fyrir glóð- arkveikju. Það kviknar því í elds- neytishleðslunni á réttum tima, eins og sýnt er á myndinni til hægri. — Hreyfillinn fær því upphaflega orku sína og gangurinn verður áberandi þýðari. 4Glóffarkveikja orsak- ar ójafnan gang í hreyflinum. Myndirnar hér að ofan skýra hvers vegna. Á myndinni til vinstri sést, að þegar gangur hreyfilsins er hljóðritaður í til þess gerðu tæki, kemur í Ijós óregla í línuriti strokka nr. 5 og 6. Það sýnir, að í þessum strokkum á sér stað glóðarkveikja. — Eldsneytið kemur því ekki að gagni, og afleið- ingin verður orkutap og ójafn gangur. Á mynd- inni til hægri sést, að með þvi að nota Shell- benzín með I.C.A., hefur algjörlega verið komið í veg fyrir glóðarkveikju. Við það fær bifreiðin aukna orku, eldsneytið kemur að fullum notum og endingartími hreyf- ilsins eykst. m ~Í ICfl 5Kolefnisútfellingar gcta einnig vald- iff skammhlaupi í kertum. Á mynd- inni til vinstri er sýnd postulínsein- angrun úr kerti, er tekið hefur verið úr bifreið, er notað hefur venjulegt benzín. Útfellingarnar hafa bráðnað og myndað samfellt lag, á einangrunina, er veldur skammhlaupi í kertinu. — Postulínseinangrunin á myndinni til hægri er tekin úr bifreið, sem notað hefur Shell-benzín með I.C.A. Kolefnis- útfellingarnar eru þar lausar í sér, og rafmótstaða þeirra mikil. Einangrunin kemur því að fullu gagni. Enginn neisti myndast t kertinu á myndinni til vinstri, þar eð rafstraumurinn leitar til jarðar eftir kolefnis- útfellingunum, sem safnazt hafa á einangrun kertisins. Þegar hreyfillinn hefur geng- ið nokkurn tíma á Shell-ben- zíni með I.C.A., hefur rafmót- staða útfellinganna aukizt og kertið gefur góðan og kröft- ugan neista (miðmyndin). — Berið einnig saman mæling- una á rafmótstöðuhæfni kert- anna á myndinni til hægri. Kertið til vinstri hefur mjög litla rafmótstöðu vegna út- fellinga, sem safnazt hafa á postulínseinangrun þess. Það myndar því veikan eða alls engan neista. Kertið til hægri hefur eðlilega rafmótstöðu, þar eð I.C.A. hefur breytt efnasamsetningu útfelling- anna. Kertið myndar því góð- an og kröftugan neista. Sannfærist af eigin rann — Notið Shell með I.C.A. Er þér hafið tekið Shell-benzín með I.C.A. tvisvar á bifreiðina, munið þér finna, að hreyfillinn skilar meiri orku og gengur þýð- ar, en hann hefur nokkru sinni gert síðan hann var nýr. MiðEiríkjafceppni í knattspyrnu fer fram á íþróttavellinum í dag 4. júlí kl. 8.30 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir á íþróttavellinum í dag frá kl. 1. Móttökunefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.