Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 7
[ Sunnudagur 4. júlí 1954 MORGIJNBLAÐIÐ 7 I Julius Raab9 rikiskaiislari Áusturríkis Encfyrskcdunarsfarfið — Dugr.aður m samheldni ausfurrísku þjéðarinnar — Örugg handleiðsla Italsbr kvikmyndir eru frá- brugðnar Holiywood-kvikmyndum í ÍTALÍU er mesta kvikmynda- fyrirtæki Evrópu og eitt af stærstu slíkum fyrirtækjum heimsins. Árið 1953 voru gerðar í Bandaríkjunum 370 langfilmur, í Ítalíu 145, í Frakklandi 111 og í Englandi '36. í stærstu atriðum eru ítalskar kvikmyndir mjög líkar öðrum kvikmyndum. Þær fjalla um ást, tnunað og glæpi. ítalir sjálfir eru jafnvel orðnir leiðir á þessum kvikmyndum og segja, “við vitum allt um ástir og fegurð, við viljum fá óskammfeilnar kvikmyndir eins og gerðar eru í Hollywood". Núverandi stjórn Ítalíu, reynir að berjast á móti útbreiðslu áróð- urskvikmynda, sem margar hverjar eru gerðar í beinu áróð- ursskyni fyrir kommúnista, þótt þær séu sýndar og auglýstar und ir fölskum fána, eins og til dæm- is kvikmyndir Vittorio de Sica. WARNER-BRÆÐUR Það sem athyglisverðast er við ítalskar kvikmyndir, er hinn al- þjóðlega frarnleiðsla þeirra. Eins og til dæmis Warner-bræður, sem eru nú að framleiða söguljóða- legs eðlis kvikmynd Helen of Troy. Þeir semja sínar kvik- myndir í svipuðum anda og „Quo Vadis“ o. s. frv. Þeir hafa mikið fyrir áð velja leikara í myndir sínar og kosta ærnu fé þar til. í vetur hafa þeir t. d. ferðast mjög víða bæði í Ítalíu og öðrum löndum til þess að finna unga stúlku í hlutverk, og tókst það að lokum. Hún varð að vera 19 ára og hafa sama augnalit og háralit, sem þeir höfðu hugsað sér. LEIKARAR FLUTTIR INN Það er ýmislegt sem kemur til greina við ítalska kvikmynda- gerð. Warnarbræður verða að nota lírur til kvikmyndagerðar í Ítalíu, en stjórnin vil.1 ekki leyfa þeim að fá þeim skipt í dollara. — Þeir verða því að nota hvern gjaldeyri í hverju landi svo sem sterlingspund í Englandi, franka í Frakklandi o. s. frv. •— Þess vegna hafa þeir alþjóðlegan samning til þess að geta kvik- myndað í ólíkum löndum í Ev- rópu. Þeir fullgera kvikmyndirn- ar í Ítalíu, ekki vegna gjaldeyr- isskorts, heldur vegna þess, að það er léttara fyrir þá að vinna að þeim þar en í öðrum löndum. ítalska stjórnin og ítalskt verzl- unarráð hefur gefið þeim leyfi til þess að flytja inn árlega 20— 30 enska leikara og nokkra amer- íska sérfróða menn um kvik- myndagerð. Þar að auki hafa þeir árlega í þjónustu sinni um 8 þús. ítalska menn sem vinna á ýmiss- an hátt að kvikmyndum, svo allir eru ánægðir, nema ef til vill ítalskar kvikmyndastjörnur og ensku leikararnir. SÉRSTAKT FYRIRKOMULAG Öll lönd nema Bandaríkin hafa gert ráðstafanir til þess að vernda kvikmyndaframleiðslu sína. Að- ferðir ítala eru nokkuð sérstæðar í því efni. Er farið er á kvik- myndasýningu i Ítalíu, eru borgð- uð 25 sent fyrir aðgöngumiðann. En af þeirri upphæð borgar ítalska stjórnin tvo þriðju hluta til baka ti.l framleiðandanna. Vegna hvers stjórnin lækkar ekki þessa upphæð, og framleið- andinn hækkar ekki sína, er ekki ljóst. En vitað er að erlendir framleiðendur gefa engan ágóða, þótt verðið sé nákvæmlega það sama. ítalskir kvikmyndaframleið- endur hafa verið beðnir að borga arðinn af kvikmyndum sínum samstundis, en ekki yfir allt árið í einu, eins og gert var síðasta ár. Erlendir kvikmyndaframleið- Framh. á bls. 12 Julius Raab fæddist árið 1891 í Sankt Poelten í suðurhluta Austurríkis. Faðir hans og afi voru báðir byggingameistarar. — Raab'er maður einkar þægi- legur í viðmóti og hreinræktað- ur austurriskur millistéttarmað- ur. Það er eklcert stórborgaralegt við hann né heldur glæsilegt. Hann er manna óbrotnastur og yfirlætislausastur i framgöngu, en eljumaður mikill og kænn stjórnmálamaður. Hann stundaði nám í menntaskóla einum í Aust- urríki og síðan í Verkfræðinga- skólanum í Vínarborg. Hann gegndi herþjónustu í heimsstyrj- öldinni fyrstu og var gerður und- irliðsforingi. AFSKIPTI AF STJÓRNMÁLUM Þegar á háskólaárunum voru stjórnmálin farin að heilla hann. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk, gerðist hann meðlimur kristilega lýðræðisflokksins. Þar komst hann fljótt til metorða og naut þar fylgis og atbeina þá- verandi foringja flokksins, dr. Seipel. Árið 1927 var hann kos- inn þingmaður fæðingarbæs síns, Sankt Poelten, og var hann þingmaður þar til árið 1934, er dr. Dolfuss rauf þingið. En þar með var ekki stjórn- málaferill hans á enda. Á tíma- bilinu frá 1934 til ’38, þegar Dol- fuss og Schuschnigg gerðu til- raun til að endurspegla ríki Mussolinis í austurrísku þjóð- félagi, lét hann enn að sér kveða á stjórnmálasviðinu. Raab hefur alla tíð látið verzl- unar- og viðskiptamál til sín taka, og árið 1934 stofnaði hann verzlunarfélag. Síðasta mánuð- inn, sem Austurriki var sjálf- stætt ríki (veturinn 1937—’38), ' gerðist hann verzlunar og við- | skiptamálaráðherra i hinni skammlífu stjórn Schuschniggs. ÓHREINN SKJÖLDUR Eins og gefur að skilja er þessi ráðherradómur svartur blettur á stjórnmálaferli Raabs, og þá ekki síður það, að skömmu eftir 1930 gerðist hann meðlimur í Heim- wehr, sem var óháð stjórnmála- liðsveit undir forystu Starhem- berg prins. Liðsveit þessi varð seinna aðal gróðrarstía fyrir starfsemi og atferli fazista. Andstæðingar Raabs nefna þetta enn í dag sem sönnun þess, að hann sé fazisti í raun og sann- leika. En fylgjendur hans halda því fram, að hann hafi frá upp- hafi barizt gegn fazistastarfsemi innan Heimwehr-flokksins. Því til sönnunar benda þeir á, að hann hafi staðið uppi í hárinu á Starhemberg og yfirgefið flokk- inn löngu fyrir 1938. Raunin er aftur sú, að á þessu tímabili var markalínan milli hægrisinnaðra íhaldsmanna og „heiðarlegra“ fazista í Mið-Ev- rópu heldur óskýr. Og Raab hef- ur alla tíð verið hægrisinnaður íhaldsmaður. ítalskir leikarar: Anna Magnani og Massimo Garotti. ENDURREISNARSTARFIÐ Hvað sem segja má um hlið- hollustu Raabs við „austurríska fasismann“, þá er það víst, að , nazismi freistaði hans aldrei. ' Þegar Hitler hernam Austurríki, ríkismönnum Menn hafa ef iil vill gert sér vonir um, að þes'si „stjórnmálalega kurteisi“ Raabst fengi áorkað því sem sjö áia. samningaþóf fjórveldanna hafðx ekki getað haggað — þ. e. samn- ingum við Austurríki og afnám hersetu landsins. Hafi svo verið- gerði Berlínarráðstefnan sl , febrúar út um þær vonir, og un«V- ; anfarnar vikur hefur samkomw- lagið milli Rússa og Austurríkis- manna sízt farið batnandi. Dr. Julius Raab gerði Raab enga tilraun til að stíga í stjórnarsængina með aust- urriskum nazistum. Hann lagði stjórnmálin á hilluna og gerðist meðlimur í byggingarfyrirtæki einu. Þess má geta, að hann bjargaði á laun fólki, sem ofsótt var vegna stjórnmálaskoðana eða kynþátta. En þegar í aprílmánuði, árið 1945, kastaði hann sér á ný út í stjórnmálaiðuna og hafa völd hans og áhrif farið æ vaxandi síðan. Hann gerðist endurreisn- arráðherra í stjórn dr. Renner, og var það fyrsta ríkisstjórnin i landinu eftir stríðið. Ástandið var í fyllsta máta kyrkingslegt — land og þjóð niðurbæld af hörmungum og óförum stríðsins og stjórnin samsteypa sundur- lausustu flokka og einstaklinga. En starf stjórnarinnar var í senn giftudrjúgt og einstætt. Hún bauð byrginn öllum þeim mörgu örð- ugleikum, er að steðjuðu, og hafði innan árs reist stoðir að lýðræðislegu og skipulegu stjórn- arfari landsins. Einnig var Raab einn af stofn- endum hins nýja íhaldsflokks Austurríkis og stjórnandi iðnað- armála innan hans. Hann hefur frá upphafi verið atkvæðamesti maður flokksins og gerðist for- maður hans árið 1951. „HVERSDAGSMABURINN" RAAB Stjórnmálaferill Raabs mætti ef til vill kallast hversdagslegiM*. Hvorki er hann afburða stjóriv- málahugsuður, framúrskararuli ræðuskörungur né píslarvottwr stjórnmálaskoðana sinna eins og" fyrirrennari hans, dr. Figl. Fn. hann er harðger, duglegur og iff- inn millistéttarmaður. Hann er þegar kominn á efri ár, en er enifc við sæmilega heilsu. Samt sem. áður hefur þessi maður, sem til skamms tíma hefur lítið borið 4 á opinberum vettvangi, orðiét einvaldur flokks síns. í hópi hinna æðstu og stæltustu stjórn- arerindreka stórveldanna virðit.t hann óþvingaður og heimakom- inn. Hann býr yfir einhverjnt innra þreki og öryggi, þesst maður. S „HESTAMANGARINN" RAAB Þrek hans og öryggi er án efa. ávöxtur af rólyndi og kænskis: hins stælta og reynda stjórnmála- manns. Nánustu vinir hans og að- dáendur hafa gefið honum viðus— nefnið „hestamangari“. Hann tsr einstaklega laginn samningamað- ur og á það til að „hafna“ tiF- boði, sem hann í rauninni þekkist, en fær svo „aukaþóknun", þegar hann „neyðist“ til að taka þvv Við samningaumleitanir beinúr hann athyglinni eindregið aðt smávægilegum atriðum og læt- ur sem sér sé mest umhugað iua þau, en skýtur inn, eins og s£ tilviljun, því sem hann mestH. varðar. Þannig er hann hættu- legur andstæðingum sínum, þvi að þeim er ómögulegt að reikna- hann út. RAAB GERIST RÍKISKANSLARI. — SAMBÚÐIN VIÐ RÚSSA Skýringin á því, að Raab var kjörinn ríkiskanslari snemma á árinu 1953 liggur aðallega í að- stæðum innan flokksins. Hér komu horfur í utanríkismálum ekki til greina, enda hafði Raab litla reynslu á því sviði. En mál- unum hagaði þannig til, að stjórn armyndun Raabs bar að um svip- að leyti og stjórnarmyndanir Eis- enhowers í Bandaríkjunum og Malenkovs í Ráðstjórnarríkjun- um. — Margvíslegar breytingar fylgdu í kjölfar þessara umskipta innan stórvelda heimsins. Ein þeirra var sú, að sumarið 1953 slakaði hernómsstjóri Rússa í Austurríki skyndilega ó böndun- I um. Raab áleit það stjórnmóla- lega kurteisi og skyldu sína sem ríkiskanslara Austurríkis að fara á fund hernámsstjóra Rússa og þakka honura fyrir vikið og örva hann til frekari dáða í þessa átt. Þetta gerði hann án samráðs við vesturveldin og afleiðingin varð sú, að seinni hluta sumarsins og haustið 1953 átti hann í stöðugt nánara samningamakki við Rússa fyrir hönd Austurrikismanna. — Þannig tefldi Raab djarfar en nokkur annar stjórnmálamaður í Evrópu og það alveg upp á eigin spýtur. Þessir samningar hafa án efa leitt til aukinnar tilhliðrunar- semi Rússa gagnvart Austur- AÐEINS AUSTURRÍSKUR STJÓRNMÁLAMAÐUR FRÁ SANKT POELTEN Raab er undarlegt sambland aif kænsku og óeigingirni. Kona han,*» er sjúklingur, og eiga þau hjón. engin börn. Honum er ekki sýnfc um peninga né heldur þjóðfélags— lega upphefð og persónuleg völd; Ekki er honum gjarnt að berasfc á í starfi sínu. Hann er elju- maður mikill og vinnur að jafn— aði 14 klst. á dag. í stjórnmála- starfi sínu og viðskiptalífi hafa. honum boðizt óteljandi tækifæri til að berast á og komast í mikil efni. Öll þessi tækifæri hefuir hann látið ónotuð. Hann lifir semv óbreyttur smáborgari, án nokk- urrar efnahagslegar velmegunar, og unir vel við sitt. Hann er ef til vill ekkert „stór- menni“, þessi giftudrjúgi leiðtogL farsæls smáríkis. En hann er~ „stór hversdagsmaður“ og góður sonur ættjarðar sinnar. í sam- kvæmi segir hann fátt, en hlust- ar Vel. Hann er ekki glæsileguir og aðsópsmikill „heimspólitíkus", heldur aðeins austurrískur stjórn,- málamaður frá Sankt Poelten, sem hefur lært ýmislegt af reyusL unni og reynir að færa sér það t nyt i baráttunni fyrir ættlandiS. (Observer), A BEZ-r AÐ AVGLfSA J» W I MORGV*>BLABim W Silvano Mangano, hin fræga ítalska kvikmyndastjarna EKKERT er það smáríkj í Ev- rópu, sem hefur átt við meiri erfiðleika og vandamál að etja eftir stríðið en Austurríki. Vegna legu landsins — á krossgötum austurs og vesturs — hefur þjóð- in orðið að þola hernám fjög- urra stórvelda, jafnframt endur- reisnarstarfinu eftir stríðið. Þrekraunir þessar hafa verið prófsteinn á þrautseigju og dugn- að austurrísku þjóðarinnar. Hún hefur sýnt fádæma samhug og skapað sér stjórnmálalegt og fjárhagslegt öryggi. Þessi átök þjóðarinnar bera einnig vitni öruggri handleiðslu dugandi stjórnmólamanna, er endurreistu og stjórnuðu hinu nýja lýðveldi landsins. Hér ber fyrst að nefna Julius Raab, sem nú er ríkiskanzlari landsins. ÆVIFERILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.