Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reykjavikyrbréf : Laugardagur 3. júlv Mynd þessa tók ljósm. Mbl. af Siglufjarðarkaupstað á 5.1. sumri. Gefur hún mjög góða hugmynd um byggð og legu þessarar höfuðborgar síldariðnaðarins í landinw. Höfuðstaður síldariðnaðarins á Norðurlandi — Merkileg tilraun í Gunnarsholti — „Aðallinn“ á kistulokinu og íslenzkrar menningar Siglufjörður og síldin NORÐIJR á Siglufirði eru menn íarnir að búa sig undir komu EÍldarinnar. Mörg sildveiðiskip hafa þegar komið þar við á leið Einni á miðin. Og þar er unnið að því að undirbúa söltunarstöðv- arnar og verksmiðjurnar undir yinnslu. Tíu sumur eru liðin síðan „kraftsíld" var síðast fyrir Norð- urlandi. Það var sumarið 1944. Þá var mikið um að vera á Siglu- firði, mikið brætt og töluvert saltað. Síldarleysið undanfarin gumur hefur leikið marga illa. En engir hafa beðið annað eins af- hroð við það og Siglfirðingar. Allt þeirra atvinnulíf byggist á sildveiðunum, bræðslu, söltun, fiutningum og viðskiptum í sam- bandi við síldarvertíðina. Verk- smiðjurnar hafa staðið auðar og svo að segja óhreyfðar heilu sumrin. Þrátt fyrir þetta vonast Sigl- firðingar alltaf eftir síldinni. Margir siglfirzkir sjómenn telja t. d. nú, að hinn mildi vetur og yor muni geta stuðlað að aukinni síldargöngu á þessu sumrL Aðrir hafa enga trú á því, en segja að hið góða skaði ekki. Ný úrræði EFTIR að síidarhaliæríð tók að herja á Siglfirðinga hafa ýmis ný úrræði verið reynd til efiingar atvinnulifi þeirra. Tveir togarar hafa verið keyptir til bæjarins og hafa þeir skapað töluverða at- vinnu, enda þótt rekstur þeirra hafi oft gengið skrykkjótt. Um þessar mundir eru þeir báðir bundnir í höfn. í október s.l. var lokið við að koma upp hraðfrystihúsi í kaup- staðnum. Hóf það þegar starf- semi og var rekið af krafti meðan hráefni fékkst framan af vetri. Lögðu togararnir þá oft upp afla sinn þar. Varð mikii atvinnubót að þessu nýja framleiðslutæki. Er frystihúsið rekið af síldarverk- smiðjum ríkisins. En ríkisstjórn- in veitti mikinn stuðning til þess að koma því upp. Á s.l. ári var afkoxna Sigl- ! firðinga í betra lagL Spratt það af síldarhrotunní, sein kom í fyrrasumar «g skapaði óvenjulega mikla atvinnu við söltun. Ennfremnr vard starf- semi hins nýja hraðfrystihúss tnikiJ atvinnubóh framtíð Rannsókn á vegarstæði SÍÐASTA Aiþingi samþykkti þingsályktunartillögu frá Einari Ingimundarsyni þingmanni Sigl- firðinga, þar sem ákveðið var að fram skyldi fara rannsókn á veg- arstæði út með Skagafirði, fyrir svokallaða Stráka til Siglufjarð- ar. Mun sú rannsókn fara fram í þessum mánuði. Er það mikið áhugamál Siglfirðinga að fá veg lagðan þessa leið ef tæknilegir möguleikar eru á því. Vegurinn um Siglufjarðarskarð er að jafn- aði ófær 8—9 mánuði ársins. Ef tiltækilegt þætti að leggja veg hina fyrrgreindu leið myndi hann verða fær mikinn hluta árs. Á Siglufirði, eins og í flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins blasa mörg verkefni við. Að lausn þeirra mun verða unn- ið á næstu árum. Kemur það m. a. í hlut hins unga þingmanns Sigl- firðinga, Einars Ingimundarson- ar, að vinna að framgangi hags- munamála þeirra. En til þess hef- ur hann að mörgu leyti góð skil- yrði. Hann er ágætlega hæfur og dugandi maður og þekkir mjög vel allar aðstæður í byggðarlagi sínu, vann þar m. a. í mörg ár í síldarverksmiðjunum á náms- árum sínum. Á þeim árum kynnt- ist hann. sérstaklega vel kjörum verkafólksins á Siglufirði og áhugamálum þess. Á hinu fyrsta þingi, sem Einar Ingimundarson sat, í'lutti hann ýmis mál, sem varða hagsmuni bæjarfélags síns. Er óhætt að fullyrða að hann muni reynast þessum höf uðstað síldariðnaðarins á Norðurlandi nýtur fulltrúi. Gæsluvistarhæli í Gunnarsholti Á SÍÐASTA Alþingi höfðu Sjálf- stæðismenn forgöngu um það, að ákveðið skyldi að nota fé, sem safnast hefur undanfarin ár í svokallaðan gæsluvistarsjóð, til þess að reisa og reka hæli fyrir drykkjusjúka menn, er ætla má að þarfnist vistar og umönnunar ' í slíku hæli um langan tíma. í I sjóði þessum var allmikið fé, en vegna stífni heilbrigðismála- stjórnarinnar undanfarin ár hef- ur það ekki fengizt notað í fyrr- greindu augnamiði. Tilfinnanleg- ur skortur hefur þó verið á slíku hæli fyrir drykkjusjúklinga. Ingólfur Jónsson heilbrigð- ismálaráðherra, hefur nú haf- izt handa á grundvelli þessara laga og ákveðiö í samræmi við tillögur sérstakrar nefndar, er hann skipaði á s.l. vetri, að Einar Ingimundarson þingmaður Siglfirðinga setja á stofn gæsluvistarhæli að Gunnarsholti í Rangárvalla sýslu. Leigir heilbrigðismála- ráðuneytið tvö íbúðarhús af Sandgræðslu ríkisins til eins árs og er til þess ætlast að liælið verði rekið þar í til- raunaskyni í eitt ár. Jafnframt er gert ráð fyrir að Sand- græðslan láti vistmönnum í té vinnuskilyrði við starfsemi hennar. Tvennskonar ræktunarstarf í GUNNARSHOLTI hefur undan- farin ár verið miðstöð sandgræðsl unnar í landinu. Þar hefur verið unnið merkilegt ræktunarstarf að því að græða upp svarta og gróð- urlausa sanda. Með hinu nýju gæsluvistarhæli verður hafin þar tilraun til þýðingarmikillar mannræktar. Þar mun verða reynt að hjálpa drykkjusjúkum mönnum til þess að sigrast á hörmulegri og niðurlægjandi ástríðu og sjúkdómi, skapa á ný sjálfsvirðingu og ábyrgðartilfinn- ingu í brjósti þeirra. Miklar vonir eru byggðar á þessari þessari nýju .stofnun. Hana er búið að vanta lengi. Drykkjusjúkir vesalingar hafa í mörg ár velzt um stræti og torg Reykjavíkur og jafnvel fleiri kaupstaða. Það hefur ekki verið unnt að senda þá á neinn stað, þar sem hægt hefði verið að gera tilraun til þess að lækna þá. Þessum mönnum verður nú fengið verk í hönd eftir því, sem kraftar þeirra og geta leyfir. Þjóðfélagið gerir sitt til þess að bjarga þeim frá tortímingu, Von- andi gefst sú tilraun vel, sem nú hefur verið hafin í Gunnarsholti. Framtíð íslenzkrar menningar FYRIR skömmu hélt menntamála ráðherra, Bjarni Benediktsson, ræðu þar sem hann gerði íslenzka menningu og framtíð hennar að umtalsefni. Komst ráðherrann að þeirri niðurstöðu að framundan kynni að vera nýtt blómaskeið menningar okkar, ef þjóðin væri sjálfri sér trú. I fotystugrein hér í blaðinu , voru þessi ummæli menntamála- ráðherra síðan gerð nokkuð að umtalsefni. Var áherzla lögð á það, eins og í ræðu ráðherrans, að hinn forni menningararfur íslendinga, bókmenntir þeirra og saga væri sá grundvöllur er ís- lenzk menning hlyti að byggjast á. Þjóðinni bæri að rækja skyld- ur sínar við fortíðina en kunna þó að hagnýta sér hið nýja, sem erlendir menningarstraumar bæru til lands hennar. Hún ætti hvorki að byggja afstöðu sína í þessum efnum á gagnrýnislausum opingáttarhætti né þröngsýnum þjóðrembingi. Þessi ummæli hafa gefið blaði kommúnista tilefni til einhverra glórulausustu geð- bilunarskrifa, sem ennþá hafa sést á síðum þess. Er þá sann- arlega mikið sagt. Einhver „sérfræðingur“ þess í menn- ingarmálum verður beinlínis óður við að sjá þá skoðun menntamálaráðherrans og Morgunblaðsins á prenti, að íslenzk menning kunni að eiga sér blómlega framtíð og að nauðsyn beri til þess að ís- lendingar standi í senn trúan vörð um fornan menningararf og kunni að mæta breyttum aðstæðum í landi sínu af festu og þroska. Hver hefur eiginlega leyjf Bjarna Benediktssyni og Morg- unblaðinu að fara að ræða um menningarmál?, spyr kommún- istablaði skjálfandi af vanmátt- ugri heift!!! Það er rétt eins og Kristinn Andrésson hafi verig skipaður páfi yfir menningarmálum ís- lendinga af sjálfum Malenkov!! Aðrir megi hvorki um þau mál hugsa, tala né skrifa. Svo bætir kommúnistablaðið við: „MikiII hluti íslenzkra. menntamanna, er hafa hag- kvæmasta aðstöðu til ritstarfa, eru sósíalistar og skrifa í mál- gögn sósíalista.“ Þarna er þá strax fengin nokk- ur skýring á æði kommúnista- blaðsins. Það segir fullum fetum, að mikil! bluti íslenzkra mennta manna séu kommúnistar og skrífi í málgögn þeirra. Þurfa þá nokkr ir aðrir að vera að sletta sér frarn i þessi mál? Hafa ekki kommún- istar fengið algera einokun á þvt að ræða menningarmál á íslandi? Það finnst kommúnistablað- inu liggja í augum uppi. t Til hvers á að nota þá einokun? EN TIL hvers myndu komm- únistar nota slíka einokun, ot þeir gætu komið henni á? Þess getur enginn hugsandi íslendingur gengið dulinn. Til þess að undirbúa jarðveginn i hugum íslendinga undir trúna á þrælkunarsfefnu kommúnista. þyrfti að ranghverfa íslenzkti sögu, brengla hugmyndir is- lenzkra manna um andlegt Og pólitískt frelsi, rjúfa tengslin milli fortíðar og nútíðar og skapa almenna fyrirlitningu fyr- ir flestu því, sem menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar hyggist á í dag. Til þess að vinna þetla „ræktunarstarf" vilja kommún- istar nota þennan „andlega að- al“, sem blað þeirra segir «>ð „skrifi í málgögn sósíalista". i ) ,,ASallinn“ á kistulokinu EN KOMMÚNISTAR hafa ekki þessa einokun og þeir munu aldrei fá hana. Yfirgnæfandi meiri hluti íslenzkra mennta- manna fyrirlítur hinn fjarstýrða flokk, slefnu hans og starfsað- ferðir. Hér eins og í öðrum. Framh á bls. 11 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.