Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 10
MORGi^RLABlB Sunnudagur 4. júlí 1954 10 \ Hefi opnað saumastofu í Vonarstræti 12. — Sauma kápur og dragtir. — Úrval af nýtízku kápu og dragtarefnum. — Hafði áður saumastofuna Díönu. Guðlaug Jóhannesdóttir, dömuklæðskeri. Húsnæði Fámenna, mjög reglusama fjölskyldu vantar góða íbúð í haust, 3—4 herbergi og eldhús. Ef einhver vildi leigja slíkt húsnæði án fyr- irframgreiðslu — mjög hárrar leigu, þá vinsamleg- ast leggið tilboð á afgr. „íbúð 1000“ —838. ÍBÚÐ TIL SOUl Stór 7 herbergja íbúð á góðum stað í bænum (steinhúsi), til sölu. Laus eftir samkomulagi. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10. júlí, merkt: „Vönduð — 847“. <■ <■ Tii sölu amerískur bíll Oldsmobile model ’47, keyrður 39000 km. — Er 1 fyrsta flokks lagi, og hefur alltaf verið í einka- eign. — Verður til sýnis á Túngötu 35 í dag, sunnudag frá kl. 1—6. Alli á sama stað Trico þurkan svíkur engan. Höfum þessar viðurkenndu þurrkur í flestar tegundir bifreiða, einnig blöð og teina. Hafið þér athugað, hvort hlutrinn, sem yður vantar í bílinn, fæst hjá Agli? H.f. Egill Yilhjálmsson, Laugaveg 118 — Reykjavík — Sími 81812. BIFREIÐAEIGENDUR* SUÐURIMESJUM! Látið smyrja bifreiðina reglulega hjá okkur. Höfum fullkomnustu tæki til bifreiðasmurn- ings. — Fljót og góð afgreiðsla. — Þaulvanir smurningsmenn tryggja yður góða og vandaða vinnu. Opið 8—12 og 13—23 alla virka daga. SMURSTÖD SUDURNESJA ytri njarðvík C-he fiJ/K’iílgnfn/intt ^/HaJtiae - DUPlOmAT DUPLOMAT L JÓSPRENTUN ARTÆKI Með þessum tækjum má taka ljósprentað afrit (photostat) af hvaða skjali sem er, á aðeins einni mínútu. FLJÓTVIRK OG EINFÖLD NÁKVÆM EFTIRRIT MIKILL TÍMASPARNAÐUR MYRKRAHERBERGI ÓÞARFT ENGIN SKOLUN ENGIN ÞURKUN DUPLOMAT tækin hafa reynzt mjög vel hér á landi og eru víða í notkun, m. a. í mörgum opinberum stofnunum, oiiufélögum, tryggingafélögum, bönkum lögfræðiskrifstofum og verzlunarfyrirtækjum. ÞEIM FJÖLGAR STÖÐUGT SEM GERA SÉR LJÓSA KOSTI ÞESS AÐ HAFA DUPLOMAT TÆKI Á SKRIFSTOFUNNI. Sýnishorn fyrirliggjandi og allar nánari upplýsingar hjá einkaumboðsmönnum á ís- landi fyrir Dr. Böger DUPLOMAT Apparate K. G., Wedel. a UMBOÐS-OGD heildverzlun Laugavegi 15 — Talsími 6788 Nokkrar hugleiðingar Framh. af bls. 6 koma til og gista frá öllum álf- ran heims. Er hér um mikið vanda .mál að ræða, sem ekki verður ’eyst nema með stóru sameig- inlegu átaki þjóðarinnar, og verð ur því ekki skotið á frest um langan tíma enn, að leysa það raál, svo að viðunandi sé, svo framarlega, sem Þingvellir eiga í framtíðinni að yera sú umferða miðstöð, sem hún hefur verið undanfarið. Skömmu fyrir síð- ustu styrjöld byrjaði Norræna félagið á því, að reisa í Kára- staðanesi norræna höll, er vera skyldi samkomustaður norrænna gesta, er til Þingvalla kynnu að koma. Var komið upp kjallara hússins, en síðan ekki söguna jneir. Er þetta mannvirki nú tal- ið einskisvirði og öllum til leið- inda, og liklegt að brjóta verði það aftur niður, ef ekki verður hirt um að ljúka því. Er leitt að svo skyldi tiltakast hjá félaginu. Löggæzla þjoðgarðsins er í höndum lögreglunnar í Reykja- vík. Er lögreglunnar mest þörf um helgar, og þá oft þörf fleiri manna en unnt er að láta í té, því enn eru þeir of margir, sem ekki virða um of helgi Þingvalla. Hefur lögreglan fengið til um- ráða nokkurn húsakost, á meðan hún er að störfum á Þingvöll- um. NÝR VEGUR AÐ ÞINGVÖLLUM Vegna ýmissa ummæla utan þings og innan um að leggja niður alla bílaumferð um Almanna- gjá, hafa verið athugaðir mögu- leikar um aðrar leiðir með veg eð Þingvöllum. Hafa verið gerð- ar áætlanir um þrjár eftirfarandi leiðir. 1. með brú yfir Hestagjá og veg þaðan að Valhöll. 2. með nýjum vegi eftir norðurbarmi Almennargjár inn á móts við efri vellina og þar niður og síðan aftur út til Valhallar. 3. með vegi um Káranes og þaðan meðfram sumarbústöðum til Valhallar. Verða allar þessar tillögur at- hugaðar gaumgæfilega áður en ákvarðanir verða t.eknar um breytingar á veginum. Allt svæði innan Þjóðgarðsins hefir veri ðljósmyndað úr lofti, og er verið að vinna að því, að kortleggja það allt og merkja þar öll örnefni og alla stíga. MÖRG VERKEFNI Af því, sem að framan grein- ir, er sýnilegt, að nefndin hefur haft mörg verkefni með höndum á undanförnum árum, sem ýmist baía verið framkvæmd eða eru í undirbúningi. svo sem: Vegagerð og gangstígar um þjóðgarðinn. Viðbætur og aukning girðinga tii öryggis fyrir trjágróðurinn innan þjóðgarðsins. Uppmælingar og kortagerð af þióðgarðinum ásamt loftmynda- korti. Gagngerð viðgerð og endurbæt ur á Þingvallabæ. Uppmæling og skipulagning su m arbústaðalanda. Uppdrættir og áætlanir um byggingu almenningssalerna. Skógræktarmál. Uppeldi trjá- plantna og útplöntun. Viðhald og umbætur á Þing- vallajörðunum. Stækkun þjóðgarðsins. Aðstoð við gerð leikvanga. Aðstoð við reksíur gistihúss- ins. Undirbúningur að endurbygg- ingu kirkjunnar. Hafa þá verið rakin hér í meg- inatriðum þau verkefni, sem nefndin hefur haft til meðferðar í sambandi við friðun Þingvalla. FRAMTÍÐIN En með þvi að vitað er, að fleiri og fleiri menn fá áhuga fyrir Þjóðgarðinum og öllu því, sem þar er að gerast, þykir rétt að gefa hér einnig yfirlit yfir það, sem hugsað er að koma í fram- ikvæmd á næstv árum, eftir því, sem fé er fyrir hendi, óg að sjálf- sögðu fara framkvæmdir eftir því hve mikið er til þeirra veitt. Eitt af því, sem er mjög að- kallandi, er að koma upp al- menningssalerni með hreinlætis- tækjum upp í Þjóðgarðinum. Það er engum til sóma sú umgengni, sem skapast við það, að slíkir hlutir skulu ekki vera þar til. Nefndin hefur látið gera upp- drátt að einu slíku húsi, sem jafnframt vseri í upplýsingastöð fyrir vegfarendur, almennings sími, og jafnvel veitingaaðstaða í smærri stíl. Hefur þessu verið ákveðinn staður nálægt íþrótta- svæðinu. En þess .utan er óhjá- kvæmilegt, að koma upp smærri hreinlætishúsum annars staðar þar í garðinum, sem umferð er mikil daglega. Verður ríkissjóður að sjá sóma sinn í því, að leggja fram nægilegt fé til þessara fram kvæmda nú þegar. ÞJÓÐGARÐURINN ÖRUGGUR FYRIR ÁGANGI FJÁR Verið er að koma upp nýrri girðingu fyrir sunnan og austan Gjábakka, til þess að skapa þar sauðfjárlaust hólf og tryggja þannig, að enginn ágangur af fé verði í Þjóðgarðinn að austan, en þaðan liggur þungur straum- ur nú eftir að fé tekur að fjölga á ný. Samhliða þessu verður haldið áfram að treysta allar girðingar að vestan og norðan, og gera garðinn þannig öruggan fyrir ágangi fjárs frá öllum hlið- um. Þá er hugsað að gera veg frá Vellankötlu og norður á aðál- veginn, svo að fara megi einnig um Þjóðgarðinn að austanverðu, og gera síðan gangstíga út frá þeim vegi á ýmsum stöðum, því að magrir þeir staðir, sem nú eru lítt sóttir vegna þess að engir stígar liggja að þeim, eru engu siður aðlaðandi fyrir gesti, en hinir, sem nú eru mest sóttir. Oss íslendingum verður jafnan að vera það mikið metnaðarmál, að vernda fornar sögulegar minj- ar á Þingvöllum, svo og þann trjágróður, sem þar er fyrir Og auka hann og prýða, eftir því, sem föng eru á, en það verður þó aldrei þetta, sem erlendir gest ir taka fyrst og fremst eftir, held- ur hitt, hvernig umgengnin er um staðinn, og með hvaða blaa þær byggingar eru, sem þar eru gerðar. Það hlýtur því að verða metnaðarmál vort, að koma þar upp þeim byggingum, sem að framan greinir, og það svo, áð þær verði þjóðinni til sóma, én til þess að svo megi verða, þarf mikið sameiginlegt átak allra íslendinga. WEGOLIN þvoltaefnið þvær allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.