Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 12
12 MORoIj (\ ULAÐiB Sunnudagur 4. júlí 1954 ^ Aðalfundur „And- vöku" AÐALFUNDUR Líftrygginga- félagsins Andvöku var haldinn að Bifröst í Borgarfirði í gær.1 Flutti Viihjáimur Þór skýrslu fyrir hönd félagsins, en fram- kvæmdastjóri þess, Jón Ólafsson, gaf yfirlit yfir starfsemina á síð- asta ári. Á árinu voru gefin út 652 líf- tryggingaskírteini og var trygg- i ingaupphæðin yfir 10 milljónir króna. Var þetta 4. árið, sem Andvaka starfar á alíslenzkum grundvelli og hefur trygginga- stofninn á þessu tímabili vaxið úr 9,9 milljónum í 52 milljónir, iðgjöldin aukizt úr 211.000 í 1,2 milljónir og tryggíngasjóður vax- ið úr 2,7 milljónum í 5,2 milljón- ir. — ífalskar kvik- myndir Framh. af bls. 7 endur hafa orðið að borga hálfa milljón lírur til ítalska ríkisbank- ans fyrir hverja kvikmynd, sem þeir hafa flutt inn til ítalíu. Það er borgað á 10 árum. CINECITTA Stærsta og voldugasta kvik- myndafyrirtækið í Ítalíu Cine- citta, sem var stofnað fyrir stríð- ið af einstaklingi. Þegar hann dó, gat enginn einn maður tekið við stjórn fyrirtækisins, svo að Fasistaríkið kom til sögunnar. — Cinecitta er nú þess vegna ríkis- og dreifingar fyrirtæki, sem skapar ríkinu miklar tekjur, sem. það lætur aftur á móti renna til iðnaðarfyrirtækja sinna. Fr- lendir kvikmyndaframleiðendur segja samt sem áður, að fyrir- tækið sé ekkert afbragð annarra á sama sviði, þótt það sé stórt og voldugt. Kvikmyndirnar séu ekki vel gerðar, og sérstaklega séu miklir gallar í tali og öllum hljóðum, en það stafi mikið af því, að ítalir hrópi alltaf meðan verið sé að taka kvikmyndimar í stað þess að tala. Þrátt fyrir allt, eru kvikmynd- ir, sem gerðar eru í Róm mjög ólíkar Hollywood-kvikmyndum. ítalskar kVikmyndastjörnur álíta sig ekki eins fínt fólk og Holly- wood-stjörnur, og láta ekki gera sér sumarhús, sundlaugar ög ann- an álíka munað. Þetta fólk lætur sér nægja að hafa þokkalegar íbúðir handa sjálfu sér og fjöl- skyldu sinni, sem oft eru þó nokkuð stórar hegar allir frænd- ur og frænkur eru talin með. Síeipnfchikarinn Þetta er Sleipnisbikarinn, heið- ursverðlaun sem veitt eru á Landsmófi hestamanna fallegasta stóðhestinum. Þcssi bikar er tví- mælalaust mesti og veglegasti verðlaunabikar hér á landi. Um bikarinn verður keppt á hesta- sýningunni á Landsmóti hesta- manna, sem haldið verður að þessu sinni á Akureyri dagana 10.—11. júlí. Stóðhesturinn Hreinn frá Hólum hreppti bikar- inn á síðasta landsmóti. — Úr dagleaa Framh. af bls. 8 nú yfir og breytir smám saman öllu lífi og tilveru alls mann- kynsins .... En í þetta sinn er það ekki líkaminn, sem hefur stigið niður til jarðarinnar, held- ur andi sannleikans, ef svo má að orði komast. Þag er skoðun okkar og fuilvissa, að Sweden- borg haí'. ”°rið kjörinn til þess að boða hann á jörðinni, og í þeim anda störfum við.“ U R A VIÐGERÐIR Bjöm og Ingvar, Vesturgötu 16. — Fljót afgreiðsla. — ÓLAFUR JENSSON verkfræðiskrifstofa Þinghólsbraut 47, Kópavogi. Sími 82652. LILLU- kjamadrykkjar duft. — Bezti og ódýr asti gosdrykk- urinn. H.t. Efnagerð Reykjavikur. KEFLAVÍK, 2. júlí: — Alltaf eru Tíminn og Framsóknarmenn við sama heygarðshornið. Að vissu leyti er þeim vorkun, því nú halda þeir að akurinn sé að fuilu plægður. Þá er sjálfsagt að slá því fram að þeir sem reka verzl- un á Keflavíkurflugvelli — aö vísu með óhóflegri álagningu á vöru sína, séu Sjálfstæðismenn, en um það er ég ekki dómbær, enda skipta mig ekki máli stjórn- málaskoðanir manna, að undan- skildum kommúnistum. Fáum dögum eftir að skrif- stofustjóri hins nýja_ varnarmála- ráðuneytis, Tómas Árnason, opn- ar verzlun á Keflavíkurflugvelli, svokallaða „Varnarmálasjoppu“ finnur Tíminn ástæðu til að tala um okur „íhaldsgæðinga“ á vell- inum, það er að vissu leyti ódýr auglýsing og Framsóknarmönn- um samboðin. Staðreyndin er sú að Tómas Árnason, skrifstofu- stjóri í Varnarmáladeild utanrík- isráðuneytisins og bróðir hans, hafa opnað verzlun á Keflavíkur- flugvelli og að sjálfsögðu skrá- sett fyrirtækið og fengið til þess leyfi skrifstofustjóra Varnarmála deildar .. en fundist óþægileg samkeppnin um okrið og þá var „Tíminn“ til að hjálpa sínum, enda ekki illa í ætt skotið. Við sem erum á Keflavíkur- flugvelli vitum hvað er að gerast, enda þótt of hljótt sé um ýmsar ráðstafanir hinnar nýju yfir- stjórnar þar. — Helgi S. f Fernimgakyrtlar f verða framvegis notaðir UM nokkurn tíma undanfarið hafa ýmsir hér í bæ rætt um það, að gott mundi vera að létta fólki fermingarkostnað með því að börn yrðu fermd í hvítum kyrtl- um, sem kirkjan léti í té. Af því tilefni boðaði stjórn kirkjunefnd- ar kvenna Dómkirkjunnar for- menn kirkjukvenfélaga og prests konur safnaða þjóðkirkjunnar í Reykjavík á fund til skrafs og ráðagerða. Á þeim fundi kom í ijós, að í öllum söfnuðunum höfðu prestár, safnaðarstjórnir og kven félögin rætt málið og var mikill samhugur og áhugi á að hrinda málinu í framkvæmd. Var kosin nefnd til undirbúningsathugana, og hefir hún nú lokið störfum, lagt fram tillögur og aflað tilboða um gerð fermingarkyrtlanna. Er ákveðið að hefjast strax handa, og munu flestir söfnuðir þjóð- kirkjúnnar í Reykjavík afla sér fermingarkyrtla fyrir haustið. Kvenfélög safnaðanna, þar sem þau eru til, gefa kyrtlana og sjá um allt þar að lútandi. Rætt hef- ir verið um leigugjald fyrir kyrtlanotkun, vegna þvotta og mun nánar verða kveðið á um þag siðar. Ef kvenfélög safnaða úti um land hafa hug á að koma sér upp fermingarkyrtlum, er nefnd sú, sem kosin var til undirbúnings- athugana fyrir þjóðkirkjusöfnuð- ina í Reykjavík, fús til að veita allar upplýsingar þeim til hægð- arauka. Formaður þeirrar nefnd- ar er frú Elísabet Árnadóttir, kona séra Óskars Þorlákssonar dómkirkjuprests í Reykjavík. FULLTRÚAR á aðalfundi Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, sem lauk í Bifröst síðastliðið fimmtudagskvöld, samþykktu að heimila stjórn SÍS að sækja um leyfi til að byggja tvö ný vöru- flutningaskip og semja um smíði þeirra strax og unnt er. Á aðalfundi SÍS var Sigurður Kristinsson, fyrrverandi forstjóri, endurkjörinn formaður Sam- bandsins. Úr stjórn áttu að ganga 2 menn, þeir Skúli Guðmunds- son, fjármálaráðherra og Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri. Voru báðir endurkjörnir. Varamenn í stjórn SÍS voru kosnir Eiríkur ÞorsteinsSon, Bjarni Bja-xnason og Þórhallur Sigtryggsson. End- urskoðandi var kjörinn Ólafur Jóhannesson, prófessor og vara- endurskoðendur Guðbrandur Magnússon og séra Sveinbjörn Högnason. Þá urðu undir lok fundarins allmiklar umræður um fræðslu- starf samvinnufélaganna og voru menn sammála um nauðsyn þess að efla þá starfssemi og auka enn brautargengi samvinnuhug- sjónarinnar með þjóðinni. ISLENZK-AMERISKA FELAGIÐ Skemmtifundur Íslenzk-ameríska félagið efnir til kvöldfagnaðar í Þjóð- ieikhúskjallaranum í kvöld kl. 9 síðdegis, í tilefni Þjóð- hátíðardags Bandaríkjanna. SKEMMTIATRIÐI — DANS Óseldir aðgöngumiðar seldir við innganginn. STJÓRNIN Vetrargarðurinn. V etr argarðurinn. DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur. Miðapantanir í síma 6710 eftir klukkan 8 V. G. Gömlu dansarnir SÍMÍ ÐING^á í kvöld kl. 9. Hljómsveit Svavars Gests. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðar frá kl. 6—7. Hljómsveit leikur frá ltl. 3,30—5. SKEMMTISAMKOMA verður í Þrastarskógi sunnudaginn 4. júlí 1954. Samkoman hefst klukkan 14, með guðsþjónustu. Ræður flytja Steingrímur Steinþórsson, félagsmála- ráðherra og Richard Beck prófessor. Ávörp flytja fulltrúar frá Norðurlöndunum. Lúðrasveit leikur. Glímusýning. Dans. Ungmennafélag Islands. I kvöld skemmta ária La Garde dægurlagasöngkona (syngur og jóðlar) og Roy Bylund töframaður frá Liseberg í Götaborg. Hljómsveit Carls Billich leikur. Ferðir frá Ferðaskrifstofunni kl. 8,30. •m : i I ■ £ 1 s M A R K Ú S Eftir Ed Dodd OH, MAEK, M WE'VB BEBN | TOGETHER SO 1 LITTLE LATELY.o BUT JOHNNY 1) — Og nú hefi ég sagt þér allt af létta. — Hún er svo áhyggjufull um föður sinn, að næst brjálæði gengur. Ég verð að reyna að finna hann. 2) — Já, en eins og þú veizt, þá er það hægara sagt en gert. Það yrði geysilega erfitt ferða- lag, allt að því norður á yzta hjara heims. — Það er hverju orði sannara. Á þessum slóðum er stórhættulegt að ferðast, bæði vegna hins ofsalega kulda og vonzku veðri, sem standa oft og tíðum dögum saman. Einnig er svo gífurlega langt til manna- byggða. 3) — Seinna: Markús, komdu hérna snöffevaat — éff'barf nð tala við þig. — Hvað get ég gert fyrir þig, Sirrí mín. — Ó, Markús, við höfum verið svo lítið saman upp á síðkastið, og nú þykist ég vita, að Jói þurfi á aðstoð þinni að halda, og þá ferðu aftur frá mér. ________j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.