Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 14
1 14 MORGUNBLAÐI9 Sunnudagur 4. júlí 1954 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON Framhaldssagan 75 ráðin saman áður en Duffield li amkvæmdi refsinguna. „En við skulum sjá hvað set- xu“ sagði Duffield við Douglas og deplaði öðru auganu. „Ég væri ekkert hissa á því þó að meira Tjcri á sárum á óæðri endum næsta skólatímabil en verið hef- tir þetta.“ „Og okkar á milli sagt,“ bætti hann við, „þá sé ég ekki betur en ötl hlíðin sé vaxin þessum indæla bambusviði sem upplagður er til ídikra afnota.“ Douglas rakst á Pawley frammi á anddyrinu seinna um morgun- iun. Hvorugur þeirra mintist á uppsögn hans. Pawley tók það „cnnilega sem sjálfsagðan hlut að Jiann hefði tekið uppsögnina aft- •ir. Hann Ijómaði allur og var Jiinn kátasti. „Ég heyri að þið hafið jafnað 3neð ykkur sakirnar í gærkveldi konan mín og þér. Það þykir mér >njög gott að heyra. Svona mis- „kilningar eiga sér oft stað en }»að er alltaf hægt að jafna deil- urnar ef við tölumst við í bróð- orni.“ Douglas hafði ekki hugmynd ■ um hvað mikið Pawley vissi. Það f var meira en óþægilegt til þess að hugsa að þessi ánægjusvipur hans væri af öðrum rótum runn- irin en þeim að misklíðin hafði Vérið jöfnuð. Og þegar frú Paw- ley kom inn í borðsalinn til há- ■degisverðar, fannst honum breyt- ijitgin á henni vera auðsæ bæði íullorðnum sem börnum. Breyt- jngin var svo auðsæ að hann sá hana jafnvel yfir allan salinn. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún var ekki úþreyjufull og önug eins og henn- ar var vandi. Hún bókstaflega ljómaði af sælu. Óánægjusvipur- ínn var horfinn af andliti hennar. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði séð hana ánægða. Venju- lcga voru börnin þögul við borðið hjá henni, en nú voru þau kát og glöð. Hlátur heyrðist einnig frá borði Pawley og jafnvel frá Duffield. Aldrei hafði áður verið svo létt yfir öllum í borðsalnum eins og í þetta sinn. Sennilega Var ástæðan talin vera sú að nú Var sumarfríið brátt í nánd Douglas fékk sér ekki kaffi íneð kennurunum eftir matínn, en gekk heim í hús sitt. Síðar um ■daginn gekk hann fram og aftur um skólalóðina. Það var laugar- dagur og börnin áttu frí. Rose- tnary var að reyna að móta kött úr leir í vinnustofunni. John var að bjástra við að stækka húsið 'sitt í trénu, til þess að geta boðið jþangað fleiri gestum í einu. JSiívía var í bílskúrnum og reyndi að fá Joe til að segja sér, hvernig actti að skipta um gír í bílnum, $>ví m. a. hafði hún hugsað sér að verða bílstýra hjá Douglas. Sum •börnin voru að leik á grasflöt- inni fyrir framan skólahúsið Þau kölluðu til hans og báðu hann að vera með í leiknum. En hann fór aftur heim í hús sitt og velti Jþví fyrir sér, hvað hann ætti til bragðs að taka. Átti hann að vera kyrr við skólann eftir allt sem fyrir hafði komið, eða átti hann að leggja af stað á nýjan leik og leita gæfunnar á öðrum slóðum. Hann gat ekki tekið nokkra ákvörðun. Eftir kvöldverð kom frú Pawley aftur. Nú gætti aftur óþreyjunnar í framkomu hennar, ; en hún var annars eðlis en venju- lega. „Varstu hræddur um að ég jnundi ekki geta komið?“ „Þú hefðir ekki átt að koma“, sagði hann. „Einhver kann að hafa séð þig.“ „Ég er allt of hamingjusöm til að láta það skipta mig nokkru.“ Hún andaði ótt og skjálftinn byrj aði aftur eins og hann kæmi ein- hvers staðar úr dýpstu hugar- fylgsnum. „Ó, Douglas, því gat þetta ekki skeð fyrr? Nú höfum við eytt til einskis miklum hluta vetrarins... . “ Líkamlegar breytingar á henni voru næstum eins greinilegar og breytingin í framkomu hennar. Brjóstin á henni voru þrýstnari og rauðu dilarnir á hálsinum á henni voru horfnir. Hann sagði henni að hún yrði að fara. „Ég mundi vera kyrr til eilífð- ar ef þú biður mig um það“, sagði hún. „Ég bið þig ekki um það“, sagði hann. „Tíu mínútur í viðbót“, hún stundi við. „Elskarðu mig, Douglas?" „Nei“, sagði hann. „Þú ert hræddur við að segja það“, sagði hún. „Þú ert svo skrítinn." Áður en hún fór sagði hún: „Ó, ég gleymdi því, ég er með bréf til þín.“ Hún stakk hendinni í buxnavasann. Hann varð fullur eftirvænting- ar .. þetta gæti verið bréf með skýringum á skeytinu frá Judy. Auðvitað mundi ekkert standa í því nema endurtekning á því sem hafði staðið í skeytinu, en hann þráði að fá það samt. Hann vildi að hún hefði gert sér það ómak að skrifa honum. Frú Pawley rétti honum bréfið. Það var ekki frá Judy. .. Það var auglýsingamiði frá bókaverzl un í Kingston. Hann fleygði því í ruslafötuna. „Góða nótt, Douglas.“ Hún vafði handleggjunum um háls hans. „Góða nótt ......“ Hann hafði næstum kallað hana frú Pawley. Það var hlægi- legt. Hann gat fengið sig til að snerta hana og hann gat stillt sig þegar hún sýndi honum atlot ‘ en hann gat ekki hugsag sér að kalla hana Joan. —o— Næsta dag kom Silvía til hans í bókasafnið. Hún hafði skrifað aðra sögu. „Hún er ósköp barnaleg", sagði hún. „En þér sögðuð mér að skrifa um eitthvað, sem ég mundi eftir.“ Sagan var stutt en sú langbezta sem hún hafði skrifað og einnig sú sannasta. Hún var um stúlku, sem hét Eve. í garðinum heima hjá Eve var runni sem óx út yfir stéttina. Eve gætti þess alltaf þegar hún gekk framhjá runnan- um að láta hann ekki snerta sig, vegna þess að þá fannst henni að eitthvað illt mundi koma fyr- ir sig. Og sömuleiðis ef eitthvað kæmi fyrir runnann. Dag nokk- urn sagði faðir hennar að hann ætlaði að höggva runnann. Hann skeytti ekki mótmælum hennar. Eve var mjög reið og þar sem hún var ekki viss um að runninn gæti komig fram hefndum á fullorðn- um manni, sem væri tilfinningar- laus, þá tók hún það að sér að eyðileggja eitthvað_ fyrir honum í útvarpinu hans. Áður en faðir hennar komst að því, hætti hann vig að höggva runnann. Nú fann Eve til sektar fyrir það að hún skyldi hafa eyðilagt útvarpið Vondi kóngurinn 4 Brá hann þá sverði sínu í bræði og hjó, en það varð vind- högg, því á mýflugurnar gat hann ekki komið höggi. Þá bauð hann að sækja dýrindisábreiður og vefja þeim utan um sig, því að þá gæti engin mýfluga komizt að sér og stungið sig. Var nú svo gert sem hann sagði fyrir. En ein mýflugan settist í innhverfu innstu ábreiðunnar. Hún skreið inn í eyra konungs og beit hann þar. Hann logsveið af bitinu og eitrið læsti sig inn í heilann. Fleygði hann þá af sér ábreiðunum eins og óður maður, reif sundur klæði sín og dansaði allsnakinn frammi fyrir dátum sínum. Þeir voru menn bíræfnir og siðlausir og gerðu ekki annað en spottast að vitlausa kónginum, sem ætlaði að fara her- ferð á hendur guði sjálfum, en varð óðara yfirstiginn af einni ofurlítilli mýflugu. SÖGULOK. Til sölu 3300 ferm. lóð á fallegum stað í Kópavogi. ÁRNI GUÐJÓNSSON. héraðsdómslögmaður Garðastræti 17 — Sími 5314 og 2831 Sueinááon ver/cfrceSingur cand.potyt. /{ársnesbraut 22 sími 2290 A[töóíö^thiiÍ2ÍLauigoA ^ámaijilkmaqQA Cltbú&AÍýdiriqaA &LÁqj^andi uznkjfiŒAinquA i bqqqiriqouMJ^ÁGiói *J TIVOLI" Opnor í dng kL 2 500 kr. verðlaun fær sá, scm verður 30. þús. gesturinn í Tivoli. Kcmur í dag. — Skemmtiatrið: kl. 4. Búktal, Baldur og Konni. Munnhörputríó Ingþórs liaraldssonar Töfrabrögð, Baldur Gcorgs. Selskóparnir leika listir sínar i Tívolitjörninni. Candy-floss og blöðrur handa börnunum. 30. þús. gesturinn kemur í Tivoli í dag. Skemmtið ykkur, þar sem fjölbreyttnin STRAUBRETTIÐ MEÐ BLÁA BAIMDHVU er hægt að hækka eða lækka svo hægt er að sitja eða standa við strauningu. Þess vegna er líka hægðarleikur fyrir böm eða unglinga að hjálpa mömmu sinni við staruninguna Höfum tvær gerðir fyrirliggjandL Fást aðeins hjá okkur. \Jéla- oý ra^tœhjaverzlb umn Bankastræti 10 — Simi 2852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.