Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. júlí 1954 UORGVMBLÁBÍB Frk. Thora Friðriksson.: Qlufia Fiitsen st if tamtmaEtnsf m vm hjálparheSia Rey kfik- íngay er komii fótum vissa hlióitlistif! FOKSPJALL ÞAR SEM mér hefur veitzt sú æra að vera gerð að heiðurs- félaga Reykjavíkurfélagsins og mun ennfremur vera í hópi elztu félaganna, mætti ef til vill teljast rétt að ég rifji upp nokkrar minningar um þennan fæðingar- bæ minn meðan dagur er. Oft rek ég mig á ýmislegt í blöðum bg útvarpi, sem ég sökum langr- ar ævi þykist vita betri skil á. Oft hefur það verið nefnt við mig, að ég skrifi ævisögu mína, en því er til að svara, að sjálfs- ævisögur eru ávallt nokkuð við- sjárverðar bókmenntir, ekki sízt ef úr nokkuð miklu er að moða og margir koma við langa sögu. En ef minnið er gott er hægt að draga upp nokkrar svipmyndir, þótt minnisbækur séu ekki fyrir hendi. Ein slík mynd kom mér í hug eftir að ég hafði lesið grein í Morgunblaðinu um uppsögn Kvennaskóla Reykjavíkur 28. maí 1954. Að sjálfsögðu minntist forstöðukonan þess, að þetta yæri í 80. sinn sem skólaslit færu LandshöfSingi !i!mar Finsen er fyrstur gegndi því embætti, en á SÚ£gS£^£l£ «*- *um var stiftamtmaður á ís,a„di, og hin sö„gme„„taoa ko„a haf hans og sögu. Ef til vill er.hans Olufa, fædd Bojesen. ég einasta kona á landinu sem man eftir fyrstu setningu skólans | Kvennaskólanum. Skýrslur frá árið 1874 og hef auk þess haf1j þessurn fyrstu árum skólans hljóta að bera þetta með sér. rman arisemi náin kynni af Kvennaskólanum sögu hans og starfsferli frá upp- hafi. Mér þótti því miður, að í Söguágripi skólans láðist for- stöðukonunni að nefna frú Olufu Finsen, konu Hilmars Finsen, landshöfðingja, en hún átti mik- inn þátt í stofnun þessa skóla. Þegar í hinum fyrstu bréfum sínum til föður síns, Bojesens jústitsráðs, yfirmanns fátækra- mála í Kaupmannahöfn, æskti hún þess, að hann styrkti hana til að láta gott af sér leiða í hinni nýju stöðu hennar á ís- landi. Árið 1873, er kvennaskóla- málið var á döfinni, gekkst faðír hennar, ásamt 16 öðrum nefndar- mönnum fyrir f jársöfnun í Kaup- mannahöfn, og safnaðist tals- verð upphæð. En á þessum 8 ár- um, sem frú Olufa hafði verið stiftamtmannsfrú á íslandi, hafði hún eignazt marga enska og skoska vini sem höfðu verið gestir hennar hér og kynnzt áhugamálum hennar og áform- um. Frá þeim bárust einnig pen- ingagjafir, svo að árið 1874 gat hún lagt um 8000 krónur í hinn Bvonefnda Kvennaskólasjóð. En hinn fyrsti vísir þess sjóðs voru 200 krónur sem frú Thóra Mel- Steð hafði aflað með því að hekia sjálf gólfábreiðú, sem dregið var um S happdrætti. í þessu sambandi hefði einnig átt við að nefna þær aðrar konur, sem lagt höfðu kvennaskólastofn- uninni lið og áttu sæti í hinni fyrstu skólanefnd, en auk frú Thóru Melsteð voru þær þsssar: Frú Guðlaug Guttormsdóttir, ekkja Gísla læknis Hjálmarsson- ar, frú Ingileif Melsteð, ekkja Páls amtmanns Melsteðs, og frú Hólmfríður Þorvaldsdóttir, kona Jóns Guðmundssonar alþingis- manns og ritstjóra. Formaður þessarar fyrstu skólanefndar var frú Olufa Finsen. Hið mikla starf, sem formaður skólanefndar innti af hendi var ékki þakkað sem skyldi og kem- Ur mér þá í hug, hvort nafni hennar verði einnig gleymt á 100 ára hátíð skólans árið 1974? FRÚ OLUFA FINSEN FYRÍRMYNDAR KÚSMÓÐIR Fyrir skemmstu hefur einnig mikið verið talað um Húsmæðra- skóla íslands. Er því ekki úr vegi að ég minni á, að frú Olufa Finsen, sem sjálf var fyrirmynd- ar húsmóðir, hafði mikinn áhuga á því frá upphafi, að ungar, ís- lenzkar stúlkur lærðu matargerð Og almenn heimilisstörf, og sem formaður skólancfndar gekkst hun fyrir því að hússtjórn var gerö að skyldunámsgrein í KANTATAN VIÐ UTFOR JÓNS SIGURDSSONAR Fyrir ekki alllöngu var það útvarpið, sem minnti mig á ann- að, ekki ómerkilegra brautryðj- andastarf frú Olufu Finsen, en það var er það gaf hlustendum tækifæri til að heyra hluta af kantötu þeirri, sem flutt var hér í Dómkirkjunni við útför Jóns Sigurðssonar og konu hans 4. maí 1880. Að sjálfsögðu heyrði ég hana þá í kirkjunni, en einnig oft heima hjá henni þegar hún æfði söngflokkinn sem hún st.iórn aði. Einsöngvarar voru frú Ásta Hallgrímsson (fædd Thor- grimsen) og Steingrímur John- sen, söngkennari. Sjálfsagt hefur þetta verið í fyrsta sinn sem svo margir íslendingar voru saman komnir til að hlusta á svo vand- aðan tónlistarflutning, enda Er hún skrifar foreldrum sín- um fyrsta haustið verður henni tíðrætt um sláturtíðina, hve mik- inn vetrarforða forsjál húsmóðir á íslandi þurfi að hafa í búri sínu og hve mikinn tíma það taki að ganga frá öllum þeim mat. Siðan heldur hún áfram: „Samt hef ég ekki vanrækt píanóið mitt og músikina, þótt oft hafi ég ekki mátt vera a'3, að spila nerna stundarfjórðung í einu, en ég spila á hverjum degi, og aldrei hef ég notið þess eins og nú, að kunna að spila og syngja. Á hverjum fimmtudegi kemur frú Thorsteinsson og bræður hennar tveir* og þá syngjum við margraddað. Það gengur ágætlega og myndi gleðja ykkur eins og það gleður mig. Við höfum sungið forleik og eftir- leik úr Elverskud og nokkra sálma eftir Bsrggreen. Nú erum við að æfa Elverhöj, Don Juan Figaro og kantötu mína. Það er mjög ánægjulegt að leika á píanó ¦ fyrir þetta músikkalska fólk, sem ^&JLA SS.ÍSSJS' Iskilur hliómlist og nytur hennar og svo eru þetta svo elskulegar að frú Olufu við þetta tækifæri. Var hún sjálf höfundur kantöt- unnar og lék einnig undir, og hafði hvorki sparað krafta sína né kunnáttu til að sem bezt færi. Frú Olufa Finsen var mjög vel menntuð og hafði fengið fram- úrskarandi gott uppeldi, sérstak- lega í tónlistarfræðum. Ég hafði heyrt nokkuð af þessari þekkt.u kantötu hennar áður en hún var leikin hér í Dómkirkjunni, því að hún var æskutónverk, samið er hún var um tvítugt og hefur frú Olufa sagt mér frá því, hversu tilurð hennar var háttað. ÆSKUVERK FRÚ OLUFU FINSEN Svo vildi til, að Olufa varð veik af gulusótt um það leyti, sem Friðrik 7. Danakonungur lézt. Til hlífðar sjóninni fyrir- skipaði læknirinn, að hún skyldi dveljast í dimmu herbergi, en hún hafði þó píanóið sitt til að stytta sér stundir. Kom þá út auglýsing um að stofnað hefði verið til samkeppni um kantötu er leikin skyldi við sorgarathöfn vegna fráfalls konungsins. Nafn ungfrú Olufu Böjesen var óþekkt almenningi, en er kantata henn- ar var .einróma dæmd bezt, varð hún fræg um alla Danmörku og var upp frá því mikils metin meðal danskra tónlistarmanna. Þegar er hún kom til íslands urðu íslendingar aðnjótandi hinna miklu hæfileika hennar. og til gamans skal ég tilfæra lítið eitt úr fyrstu bréfum hennar og manns hennar, Hilmars Fin- sens, til foreldra hennar eftir að hún kom til Reykjavíkur árið 1865. manneskjur...." „ÞETTA UNGA FÓLK HEFUR BJARTAR OG HLJÓMMIKLAR RADDIR" í öðru bréfi skrifar hún: „Veturinn hefur liðið fljótt, en við höfum líka haft margt á prjónunum. í dag hef ég til dæm- is haft hjá mér bazarnefnd, sjö konur, til þess að gera þeim kunnugt þakkarbréf fyrir hið mikla framlag, 500 ríkisdali, sem bazarinn okkar lagði til spítala- sjóðsins. Þegar fyrir jólin hafði ég náð saman nokkrum konum hér í bænum: frú Thorsteinsson, frú Randrup, frú Melsteð o. fl., og farið þess á leit við þær, að við skyldum stofna bazar til ágóða fyrir sjúkrahússjóðinn. í því skyni bauð ég einnig heima- sætum, sem ég hafði kynnzt, til kvöldverðar einu sinni í viku og lékum við og sungum á eftir og skemmtum okkur eftir föngum. Stakk ég þá upp á því að tólf ungar stúlkur og tólf ungir pilt- ar skyldu koma saman heima hjá mér tvisvar til þrisvar í viku, til þess að æfa saman söngva, sem við gætum skemmt bazar- gestunum með. Þessari uppá- stungu var tekið með miklurn fögnuði og áhuga og hefur þetta unga fólk mætt til æfinga jafn- vel í ófæru veðri og engan vant- að. Steingrímur Johnsen, þessi elskulegi maður og músikalski maður, hjálpaði mér til þess að safna fjórrödduðum lögum og skrifa raddirnar. Við æfðum söngva eftir Weyse, Mozart, Kuhlau, Lindbad o. fl. og ég held mér sé óhætt ao segja að betur æfður eða myndarlegri kór hafi sjaldan heyrzt hér. Þetta unga fólk hefur bjartar og hljómmikl- ar raddir og íslendingar hafa mikla músikhæfileika. — Meðal annars æfði ég stúdentana Svein- björn Sveinbjörnsson, Lárus Blöndal og ungfrú Guðmundsson í dúettum og ykkur hefði þótt skemmtilegt að heyra gleði áheyrendanna yfir söngnum, sem bar ást og áhuga fslendinga fyrir tónlist tvírætt vitni. ' Ennfremur bjuggum við til ýmsa muni á bazarinn. Sjálf bjó ég til mjög snotran, skinnfóðr- aðan fótpoka til notkunar í kaldri kirkju. Slíkir fótpokar þekktust ekki áður hér. Húskennarinn okkar, ungfrú Marie Gede, bjó til fallega, útsaumaða slaeðu við íslenzka skautbúninginn og hús- mæður í Reykjavík og dætur þeirra gáfu okkur fallega og smekklega muni, að ógleymdum kökunum, hveitibrauðinu og rauðgrautnum, sem var framreitt og selt í stofu við hliðina á saln- um. Veggir voru skreyttir flögg- um og íslenzkum skjaldarmerkj- um. Þar á meðal var fálkamerki ættföður okkar, Lofts ríka. Var það ungur maður, sem af sjálfs- dáðum og án okkar vitundar hafði skreytt húsakynnin: Yfir dyrunum var gegnlýst spjald, sem á var skrautritað: „Hugsið um æskuna". Innst í salnum stóð píanóið mitt og uppi yfir því nafn konungs. Aftan við hljóð- færið stóð söngfólkið. Til vinstri hliðar í salnum var tombólu- borðið. Við sungum tíu mínútur í einu með tuttugu mínútna hléi á milli. Salurinn var fallega upp- lýstur og var opinn frá kl. 5—9. Allir bazarmunirnir seldust á skömmum tíma fyrsta kvöldið, svo að daginn eftir var aðeins tombóla og síðan uppboð. Vegna tónleikanna var inngangseyrir þá tvöfaldaður. Eftir áskorun margra átti að endurtaka söng- inn þriðja kvöldið, en vegna ill- viðris varð að fresta því til sunnu dagskvölds. Slíkur bazar hafði aldrei verið haldinn hér fyrr og ágóðinn aldrei verið svo mikill. Allir voru ánægðir og höfðu skemmt sér vel, en við höfðum líka lagt mikið á okkur og mér kom að góðu haldi sú æf ing, sem ég hafði ag heiman við undir- búning slíkra skemmtana. Á sunnudagskvöldið var okkur þakkað og sýndur margvíslegur heiður. Er við kcmum inn í sal- inn blasti við mjög fögur, gegn- lýst mynd af hö- pm 03: syngjandi svani og hefur sjálísagt fylgt því mikið umstang og fyrirhöfn að útbúa þetta. Þakkir þessar og alúð glöddu okkur mjög mikið. Okkur var þakkað bæði bréf- lega og á prenti, enda var nettó- ágóðinn 500 ríkisdalir." Tilefni þess að ég hef lítillega rakið þessa hljómlistarstarfsemi. frú Olufu Finsen er, eins og áðui- var sagt, kantata hennar, sem. leikin var við útför Jóns Sigurðs- sonar. Mér fannst tilhlýðilegt atí íslendingar vissu deili á höfundi þessarar kantötu og þeirri þýð- ingu, sem hann hafði fyrir söng- list okkar í þau 17 ár, sem hanik dvaldist hér á landiu NAFN HENNAR MÁ EKKI GLEYMAST Þegar tónlistarsaga íslendinga verður einhverntíma skrifuð, má, ekki gleyma nafni frú Olufu Fin- sen, sem frá byrjun vann óeigin- gjarnt starf í þágu hennar. Að* lokum skulu nefnd aðeins tvö» dæmi þessu til sönnunar, í við^- skiptum hennar við helztu söng- og píanókennara hér, eins og ég minnist þeirra frá mínum æsku- árum, svo sem Jónas Helgasoa organista og frú Önnu Péturssoiv móður dr. Helga Péturss. Jónas Helgason, járnsmiður og tónskáld, varð organisti við dóm- kirkjuna 1877 að Pétri Guðjohn- sen látnum. Sama ár kynntist ég honum, því hann kenndi líkfiv söng í barnaskóla Reykjavíkur og var ég nemandi hans í einiu vetur. Síðar var ég samkennari hans við sama skóla um nokkui"t árabil og tókst með okkur vin- átta. Minntumst við þá oft frú Olufu Finsen, sem við bæði þekktum vel og þótti vænt unu Honum var tíðrætt um nám sitt í Kaupmannahöfn og að það» hefði haft mikla þýðingu fyrir sig að hafa meðmæli frú Finseik til helztu tónlistarfrömuða Dana um þessar mundir, þeirra Hart- manns og Gade. Olúfa Finsen, sem var þekkt og mikilsvirt með- al danskra tónlistarmanna, var Jónasi án efa mikill styrkur til þess að ná þeirri menntun, sem varð mörgum íslendingum heilla- drjúg á þessum frumbýlingsár- um tónmenningar í landinu. Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta, því Jónas Helgason er svo vel þekktur á íslandi enn í dag vegnat tónsmíða sinna, þótt hin hvers- dagslegu störf þessa „músikalska járnsmiðs", eins og Handal myndi hafa kallað hann, hafi að sjálf-. sögðu fallið nokkuð í gleymsku* * Kona Árna Thorsteinssonar landfógeta og Ólafur og Stein- grímur Johnsen. SALIN I TONLISTA- STARFSEMINNI í bréfi Hilmars Finsens til tengdaforeldra sinna segir hann meðal annarra frétta: „Dóttir ykkar, Olufa, hefur einnig komizt í blöðin — ekki einungis vegna þess, að nafn hennar stóð undir áskorun um að efna til bazarstarfsemi fyrir sjúkrabúsið — en sjðar mjög lof- samlegri frásögn um bazarinn, sem lesa mátti í dagblaðinu „Þjóðólfi". Hún fær mikla viður- kenningu og í greininni er hún kölluð sálin í þessari starfsemi." EINASTI PIANOLEIKARINN Umhyggja sú og vinátta, senv hún sýndi frú Önnu Péturssonj var einnig gott dæmi þess hve annt frú Finsen lét sér um músik- kennslu í bænum. Þegar ég vaP barn, var hún einasti píanókenn- ari bæjarins og var ég nemandi hennar um skeið. Frú Anna var uppeldisdóttir Sigurðar Melsteða og konu hans ÁstrTðár,~ sem var dóttir Helga Thordarsens biskupsL Frú Ástríður hafði fengið ágætfc uppeldi og lært píanóleik erlend- is. Þessi gáfaða og skörulega. kona veitti fósturdóttur sinni einnig kennslu í. piánóleik og varð það henni ekki einungis tti. ánægju heldur og til mikila grgns. Maður hennar var Pétur | Pétursson lögregluþjónn og síðar bæjargjaldkeri, eh þetta voru þá, illa launuð störf eins og fleiri 1 þann tíð. Auk kennslunnar þurfti fr&. Anna Pétursson að hugsa um börn og heimili. Frú Finsen, sem. óllum vildi hjálpa, og ekki sízt þeim, sem voru sálufélagar henn- ar í tónlistinni, bauð því frú. Önnu að aðstoða hana við að^ bj'ggja upp kennsluaðferðir, meí> því að kenna einni telpu heima hjá frú Finsen, svo hún gætl sjálf leiðbeint henni um kennslu- aðferð. Stundum stalst ég til þesa að hlusta á þessar kennslustund- ir( því ég var heimagangur £ landshöf ðing j ahúsinu. Telpa sú, sem varð fyrir þvi happi að fá þessa tvöföldu kennslu, var yngsta dóttir Jóna Péturssonar háyfirdómara, Sig- ríður. Hún giftist síðar Geir Sae^ Framh. á bls. ia j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.