Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 7
[ Sunnudagur 18. júlí 1954 UORGUNBLAÐIB 1 Norrænu búfræðingui lir urðu hugfangnir nf ræktunur- mögukikum íslenzkrn sveitu egir Olav Klokk frá búnaðdriráskólanum að Ási Fyrrverandi háskólaritari við búnaffarháskólann að Ási, Olav Klokk og kona hans Jenny. GÖMUL KYNNI HOPI hinna norrænu búfræð- inga, er héldu mót sitt í Reykjavík á dögunum var að- eins einn, er áður hafði komið til íslands. Þessi maður hafði lengi fylgzt með þróun íslenzkra búnaðarmála, fyrrv. ritari norska landbúnaðarháskólans ag Ási, Olav Klokk. Hann hefur nú látið af störfum fyrir aldurssakir, þó hann sé aðeins 68 ára gamall. Faðir hans var búfræðiráðu- nautur á fyrri árum sínum í Romsdal, en tók við skólastjórn á búnaðarskólanum að Steini á Hörðalandi árið 1896. Þennan almenna búnaðarskóla höfðu nokkrir íslendingar sótt á árun- um þar á undan. Mun Sveinn Sveinsson er um skeið tók við skólastjórn á Hvanneyri, hafa verið meoal þeirra fyrstu. Þar var líka á yngri árum sínum Eggert Finnsson, síðar bóndi að Meðalfelii í Kjós, Jósef J. Björns- son er bæði var kennari og skóla- gtjóri við Hólaskóla og margir fleiri. En sama ár, sem Klokk heitinn tók við skólastjórn á Steini, kom þangað Sigurður Sig- urðsson frá Draftarstöðum í Fnjóskadal og hóf nám sitt þar. Hinn norski skólastjóri gerði sér brátt ljóst að Sigurður bjó yfir miklum og óvenjulegum hæfi- leikum og var tilvalinn til þess, með fjöri sínu, hugkvæmni, eld- legum áhuga, að hrífa landa sína til átaka í jarðrækt, garðrækt og allskonar framfaramálum. ~ Með þeim Sigurði og hinum unga syni skólastjórans að Steini, tókst hin innilegasta vinátta strax á fyrsta ári, og hélzt síðan alla tíð, meðan báðir voru ofar moldu. Olav Klokk komst að afloknu búnaðarnámi í mikið álit meðal landa sinna, sem grandvar og gætinn og margfróður maður í hvívetna. Tiltölulega ungur gerð- ist hann aðalritari við hinn norska landbúnaðarháskóla að Asi. En í þeirri ábyrgðarmiklu stöðu hafði hann jafnan glöggt yfirlit yfir hvað eina sem gerðist í búnaðarframförum Norðmanna. Vegna annríkis við störf sín að Ási, drógst það þó fyrir honum til ársins 1934 að hann kæmi hingað í heimsókn til vinar síns Sigurðar. En þá fékk hann lang- þráð tækifæri til að ferðast víðs- vegar um landið eftir því sem bíl- vegir þá náðu um byggðirnar. En Sigurður heitinn var leiðbein- andi hans í því ferðalagi. Eftir að félagar Klokks á bú- fræðingamótinu hurfu heimleiðis um fyrri helgi, settist Klokk að austur að Þórustöðum í Ölfusi og hefur notið þar gestrisni hjón- anna þar, Péturs Guðmundsson- ar og frú Rögnu Sigurðardóttur, er búa þar rausnarbúi sem kunnugt er, en húsmóðirin á þeim stöðum er dóttir Sigurðar fyrrv. búnaðarmálastjóra sem kunnugt er. ÁLIT LÖGFRÆÐINGANNA Ég heimsótti Klokk þar eystra um síðustu helgi og átti við hann samtal, sem að sjálfsögðu ekki var einvörðungu til þess að fræða hann um hagi íslenzks landbúnaðar, heldur allt eins mér til fróðleiks og skemmtunar varðandi búnað Norðmanna og álit hinna norrænu búfræðinga á búnaðarskilyrðum hér á landi. Klokk lét mjög af því, hve ánægjulegt og fræðandi það hefði verið að ferðast um íslenzkar sveitir með fornvini sínum, Sig- urði Sigurðssyni, fyrir 20 árum. En hann segir þessa ísland.sferð sína betri, vegna þess að hér gafst mörgum búfróðum Norðurlanda- mönnum _ tækifæri til að sjá og kynnast íslandi, — einkum land- búnaðarskilyrðunum hér. Svo lík legt er, sagði hann, að þið íslend- ingar gctiff fengið margvíslegt og varanlegt gagn af þessari heim- sókn norrænu búfræðinganna. En einmitt vegna þess, að ég kynntist íslandi og dagskrármál- um ykkar og viðfangsefnum fyrir 20 árum hef ég getað gert mér ljóst, hve gagngerðum stakka- skiptum búnaður ykkar hefur tekið á síðustu árum. Og er mér það að sjálfsögðu ánægjuefni, hve vel horfir hér í framfaraátt. SAMSTARF VIÐ NORÐMENN í SKÓGRÆKTARMÁLUM Klokk var kunnugt um sam- vinnu þá, sem komizt hefur á milli íslendinga og Norðmanna í skógræktarmálum. Og lét hann ánægju sína í ljósi yfir því, hve mikill áhugi ríkir hér á landi fyrir skógræktinni. En hann tel- ur engan vafa á, að skógarnir komi íslendingum að miklu liði í framtíðinni. „En þið megið ekki, að minu áliti, einblína allt of mikið á skóg ræktarskilyrðin norður í Troms- fylki, segir hann, vegna þess að Tromsfylki er svo norðarlega, allt riorður á 69. gráðu norðl. breiddar, svo skilyrðin eru þar til trjáræktar mun lakari en í ykk- ar Iandi.“ En ég benti Klokk á, að eðli- legt væri, að við fyrst í stað festum auga á skógunum í Troms, einmitt vegna þess hve norfflægir þeir eru, því hér höfum viff áit í stríffi viff vantrú á, aff hér geti yfirleitt vaxiff skógar að gagni. Þess vegna er það okkur hinn mesti fengur að kynnast skógun- um þar nyrðra og gera okkur grein fyrir því undir hve erfiðum skilyrðum þeir geta þrifizt. ÞAR SEM SKÓGARNIR VORU EYDDIR „Ég lít svo á“, sagði Klokk, ,.að þið getið haft beztar og gagnleg- astar leiðbeiningar af skógrækt- inni á Vesturlandinu i Noregi, t. d. á Hörðalándi, því þar hafði skóginum verið aleytt á stórum svæðum, þangað til skógrækt var tekin þar upp á síðustu öld með góðum árangri. í æsku ólst ég upp í Roms- dal og kom til sveitanna umhverf is Björgvin er ég stálpaðist. Þá hafði skóginum verið eytt þar með öllu. Tóku menn þá að gróð- ursetja þar furuskóg, er nú hef- ur vaxið svo, að hann gefur af sér J gagnvið. Og greni er þar 20—30 m. hátt er gróðursett var fyrir 60—70 árum. Svo að nú eru þessir nýskógar höggnir, til að rýma íyrir nýgræðingi. — En verðiö þið þá ekki varir við nein óþægindi frá sauðfjár- eigendum, sem sjá eftir því að haglendi þeirra er girt og friðað fyrir uppvaxandi-skóg? — Nei, á því ber ekki, vegna þess að menn telja að beitin og friðunin verði að haldast í hend- ur, því við þurfum bæði á beit- inni og skóginum að halda.' NORBMENN NJÓTA AÐSTOÐAR FRÁ SKÓGRÆKTINNI í ALASKA — Þið Norðmenn hafið eins og við Islendingar tekið upp sam- band við skógræktarmenn í Alaska? — Að sjálfsögðu, því við verð- um að leggja áherzlu á að koma upp greniskógi ættuðum frá Alaska, sitkagreni, í okkar landi. Og auk þess höfum við mikinn augastað á að útvega og rækta Alaskaöspina hjá okkur, þvi hún er tilvalin til eldspýtnagerðar. Við búnaðarháskólann að Ási hefur verið stofnaður sérstakur sjóður er nemur hálfri milljón norskra króna er á að styrkja rannsóknir ó espitrjám. Einnig hefur það verið á dagskrá að við kæmum okkur upp kynblending- um af ýmiskonar trjátegundum. Kemur þar að sjálfsögðu einnig til greina sænska risaöspin, sem Nilson-Ehle fann fyrir nokkrum árum ,en húft hefur reynzt vera óvenjulega bróðþroska. En þetta er sérstakt afbrigði aspar er hef- ur aðra kromosomtölu en venju- leg ösp. Tilraunir í þessum efnum hafa farið fram m. a. með að breyta kromosomtölunni með því að hita frjóin. Fara þessar tilraun ir m. a. fram í kynbótastöð Sví- anna í Svalöf, er reyna að koma af stað stökkbreytingu, sem ætt- geng er. KORNRÆKTIN OG KLEMENZ Á SÁMSTÖÐUM Við landbúnaðarsáskólann í Ási er mikill áhugi ríkjandi á þess- um tilraunum. Að visu bæði á sviði skógræktarinnar sem á sviði kornræktarinnar. En frægasti jurtakynbótafræðingur okkar er prófessar Vik, er hefur kynbætt vorhveititegund, sem kennd er við Ás. En mjög væri æskilegt að við Norðmenn gætum sðstoð- að ykkur íslendinga bæði í því, að fá hinar hentugustu tráteg- undir og til þess að koma korn- rækt ykkar á öruggan grund- völl. Þið hafið að sjálfsögðu ykkar ágæta Klemenz Kristjánsson við kornræktartilrounirnar, sem í mörg ár hefur staðið í sambandi við Vik prófessar og slundaði nám hjá honum fyrir allt að því 30 árum. Vegna gamalla kynna minna af íslandi og í sambandi við kunningsskap okkar Sigurð- ar Sigurðssonar búnaðarmála- stjóra hefi ég alltaf veitt þeim Islendingum eftirtekt, er leitað hafa fróðleiks og þekkingar til l'’ndbúnaðarháskó!ans okkar að Ási. Ég hef öðru hvoru átt tal við kunningja minn Vik prófessor um Klemenz og tilraunir hr.ns. Og það get ég sagt með sarmi að Klemenz nvtur mikils álits hjá prófessor Vik, sem telur Klemenz mjög grandvaran og gætinn mann er veit alltaf hvað hann segir og fullyrðir ekki neitt fyrr en hann hefur óyggjandi staðreyndir að ! byggja á. VfÐLEND RÆKTUNARLÖND SEM VESTANDAFS En svo að ég víki aítur að bú- fræðingamótinu, segir Klokk, vil ég leggja áherzlu á þetta: Norsk- ir búfræðingar og búnaðarfröm- uðir er nú sáu ísland í fyrsta sinn, segja sem svo m. a.: Þegar menn koma til íslands og fá tæki- færi til að fá yfirsýn yfir þá miklu ræktunarmöguleika sem landið býr yfir, geta menn furðað sig á, að menn skuli árum saman telja Ameríku með Kanada sitt óskaland. Hægara væri fyrir Norðmenn t. d. að renna augun- um til óræktaðra landflæma hér á landi, til að taka þair til rækt- unar. Félagar mínir hér á mótinu urðu svo hrifnir af kynnunum við framtiðarmöguleika íslenzks landbúnaðar, að í fögnuði sínum yfir kynnum þeim, vildu þeir gera sér það að reglu framvegis* á fagnaðarstundum sínum að láta sér ekki nægja að hrópa ferfallt húrra, sem okkar er siður, held- ur, minnugir á Norðurlöndin. fimm skyldu húrrahrópin vera jafnmörg til áherzluauka á fram- tíðarmöguleika íslands, hins 5. lands Norðurlanda. ÁFRAMHALD KYNNA VIÐ ÍSLAND Oft minntust þeir á að hin al- m'ennu búfræðingamót hefðu átt að vera haldin hér miklu fyrr, en. raun varð á. En nú úr því starfs- félagar mínir hafa árætt í fyrsta sinn r.ð leggja i þessa löngu ferð, er ég sannfærður um að rnótin. verða hér oftar haldin. Og þegar búvísindamenn nágrannaþjóð- anna hafa fengið ta:kiíæri til að kynnast Islandi af eigin sjón og- raun, verffur auffvcldara fyrlr ykkur íslendinga aff njóta ráðlegg- inga þeirra og leiðbeininga i þeirri erfiðu göngn er þig eigsST fyrir höndum, að byggja upp raun, hæf ísíeuzk húvísndi er geta orff- iff uppvaxándi kynsléff í landina aff Önsggu gagni. Að sjálfsögðu verður það vkkur líka mikill léttir í framtíðinni, hversu viðtökur ykkar og viðmót hefur verið heillandi og aðlað- andi fyrir gesti ykkar. Og þó vatnavextirnir í Skaga- firði trufluðu ferðaáætlun okkar og urðu okkur til ýmiskonar ó- þæginda, þegar vegurinn teptist, þá var það einmitt þessi atburðuj- sem hvað bezt sýndi okkur gesl- unum hve velkomnir við vorum. Við stóðum uppi húsnæðislausir á Akureyri er leiðin lokaðist að Hólum á fimmutdaginn í fyrri viku. En íslendingarnir er voru með í kynnisferðinni um landið gerðu sér hægt um hönd og hýstu allt ferðafólkið, um 60 manns, svo að allir urðu ánægðir við' móttökurnar er þeir fengu í hin- um akureyrsku heimilum. Ég ef- ast um að ef slík truflun hefði átt sé'r stað í bæjum Noregs, jafnvel þó að þeir væru mörgum sinnum stærri en Akureyri, gæti slíkt komið fyrir á jafn eðlilegan. og árekstrarlausan hátt og hér varð, er heimilunum var ætlað' fyrirvaralaust að hýsa þennan fjölda gesta. V. St. Tvöíalt ejler Sýnishorn á ísetningu á tvöföldu gleri. Gefur sömu ein- angrun og 5 cm. vikur. Erlend fyrirmynd. Nýkomið 3, 4 og 5 mm. gler. — Fljót afgreiðsla. GLERSALAN OG SPEGLAGERÐIN Freyjugötu 8. ÍB1JÐ/IRHIJ8 íbúðarhúsið númer 37C við Grandaveg er til sölu til broltflutnings eða niðurrifs. Húsið verður til sýnis næstu daga, frá 1—5. — Uppl. á skrifstofu Jötuns h. f., bygg- ingarvörur, vöruskemmur við Grandaveg. — Tilboð send- ist skrifstofu vorri (deild 1) fyrir 23. þ. m. Samband ísl. samvinnufélaga. At vinna Getum bætt við nokkrum mönnum til bifreiðaviðgerða nú þegar Columbus h.f. Brautarholti 20 IB ■ 9 »• »©■ ■■■■■■■• ■ ■■■■■ ■ ■ ■ IMIJAMIPMIWJ »• ■ *■ ■■■■■■•■JUk »1 » iHiiiuiillTiUlliMnnillU *,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.