Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 10
10 M ORGTJft&LAÐÍ& Sunnudagur 18. júlí 1954 Attræður á morgun: Jón Öpundsson frá Vorsabæ ÁTTRÆÐUR verður á morgun (mánudaginn 19. júlí) Jón Ög- mundsson, Lágafelli, Hveragerði, fyrr bóndi í Vorsabæ. Jón er fæddur að Öxnalæk í Ölfusi. Hann var elztur sex syst- ! kina, og er nú einn þeirra á lífi. ' Faðir hans var Ögmundur Ög- Imundsson, bónda á Bíldsfelli, iJónssonar. Móðir Jóns var Guð- I rún Ingimundardóttir, bónda á j Króki í Grafningi, Gíslasonar, j hreppstjóra á Villingavatni, Gísla !sonar. Móðir Ingimundar var !§jóðbjörg Guðnaaóttir, bónda í Reykjakoti í Ölfusi, Jónssonar. Guðni bjó í Reykjakoti á síðari hluta átjándu aldar. Hann var þríkvæntur, og átti fjölda barna. Eru afkomendur hans fjölmargir. Meðal þeirra rná nefna Jón J. Bíldfell í Winnipeg, sr. Jóhann Hannesson, þjóðgarðsvörð, Hall- dór Kiljan Laxness, rithöfund, Kristínu Ólafsdóttur, lækni og Ólaf Björnsson, prófessor. Jón Ögmundsson dvaldist á Öxnalæk þar til hann kvæntist, ] aust fyrir aidamót, Sólveigu i'íikulásdóttur, bónda í Vorsabæ, ' jislasonar. Jón hóf þá búskap í Vorsabæ, 1 >g bjó þar nær hálfa öld, en : luttist þá að Lágafelli í Hvera- . ;erði og hefur dvalizt þar síðan. Þau Jón og Sólveig eignuðust j 2 börn, og eru 10 þeirra á lifi, i '11 hin mannvænlegustu. Ragn- ] æiður í Reykjavík, Þórður, bóndi i Sölvholti í Flóa, Nikulás, tré- rnjður í, Hafnarfirði, Guðrún, ] leima á Lágafelli, Kristín, í ] lafnarfirði, Ögmundur, bóndi í ‘ forsabæ, Benedikt, rafvirki í ‘ fictoria í Kanada, Sæmundur, ' lóndi, Friðarstöðum, Hveragerði, ; iigríður, heima á Lágafelli, Ög- 3 íundur, bifreiðastjóri í Hafnar- : irði. Strnx á fyrstu búskaparárum i ínum varð Jón einn mesti áhrifa naður sveitar sinnar. Var hann ijölda ára í hreppsnefnd (lengi < ddviti), sýslunefnd, sóknarnefnd £ áttanefnd, skattanefnd, deildar- £ tjóri Sláturfélags Suðurlands, í vo að nokkuð sé nefnt. Var njög leitað ráða Jóns, og enn í egnir hann trúnaðarstörfum fyr i r sveit sína, þótt aldurinn sé orð- ian hár. Er það auðsætt, að ekki 1 efur Jón setið auðum höndum im dagana. Öll þessi störf hafa 1 rafizt mikillar vinnu, sem innt \jar af höndum jafnframt bú- skap á jörð, sem ekki getur tal- izt stórbýli. Á búskaparárum sín- r m var Jón og við sjóróðra í Þor- 1 kkshöfn fjölmargar vertíðir. Það er og víst, að vinnudagur Jóns var jafnan lengri en átta stundir. Mundi án efa mörgum okkar, sem nú erum ung að árum, þykja k,röpp þau kjör, sem alþýða anna átti við að búa um og tir síðustu aldamót, þótt ekki lengra leitað samanburðar. m skeið var Jón heilsuveill, og fur það vitanlega þyngt róður- n. Samt mun hann ávallt hafa kbmizt vel af, og er þá skylt að geta þess, að við hlið hans stóð dugmikil og góð eiginkona. Um 1930 hófst byggð í Hvera-j gerði, í landi Vorsabæjar, og er j þar nú, svo sem kunnugt er risið þorp með 570 íbúum. Er því breytt orðið umhorfs á þessum slóðum, frá því er Jón hóf bú- j skap í Vorsabæ. Jón er einn þeirra, er lifðu beztu starfsár sín á þeim tímum, sem mestar urðu framfarir á landi hér. Einn þeirra, er jafnan létu tvö strá vaxa, þar er áður óx eitt. Einn þeirra, er hafa „gengið til góðs, götuna fram eft- ir veg“. Kynni okkar Jóns eru ekki ! löng, en allt frá því, er ég fyrst leit Jón frá Vorsabæ, hefur mér orðið hugstæður hinn p' iði, hóg- væri og gáfaði öldungur, sem ! unnið hefur byggðarlagi sínu vel og dyggilega svo langan aldur. j Veit ég, að Hvergerðingar og j Ölfusingar taka undir ósk mína um heill og hamingju til handa Jóni Ögmundssyni og fjölskyldu hans á þessum tímamótum ævi hans. Grímur Jósafatsson. tþfóffir Framh. af bis. 6 Norska fimleikasambandsins og einróma samþykkt að veita for- seta íslenzka íþróttasambandsins Benedikt G. Waage, sérstök heið- ursverðlaun vegna hins háa þroska er íslenzki flokkurinn hafði sýnt á sýningunni. Sams- konar heiðursverðlaun voru veitt, fulltrúa sænska sambandsins i vegna hinna miklu menningar-1 áhrifa er Lingska leikfimin hafði haft í Noregi og vegna hinnar! háu getu er Svíar sýndu í leik- j fimi á þessu móti. Heiðursverð- | launum þessum er úthlutað 2—3: sinnum á ári og aðeins við alveg' sérstök tækifæri. Þetta er því vafalaust mikil viðurkenning fyr- ir íslenzka flokkinn. ÁHRIFAMIKIL HÁTÍÐ Norðmenn standa á gömlum grundvelli í „Turn“ áhaldaleik- fimi. „Turnlivid“ er með sterk- ust* þjóðræknis- og bræðralags- hreyfingum í Noregi. Frækinn, frómur, frár og frjáls, eru hinir 4 hornsteinar Turn-hreyfingar- innar. íslenzki flokkurinn er nú kominn heim, en honum verða lengi minnisstæð áhrif hinna fjölmennu hópsýninga, t. d. 12 hundruð kvenna, 800 húsmæðra, 800 karla og síðast en ekki sízt 400 öldunga, þar sem yngsti mað- urinn var 45 ára og elsti 77 ára. Margir öldungarnir sýndu enn réttu tökin á svifrá, tvíslá og í hringjum. Ófrávíkjanlegt skil- yrði fyrir inntöku í flokkinn var að hafa æft og tekið þátt í mót- um í 25 ár samfleitt. Allir flokkar báru það með sér að þeir nutu þess að vera með í starfinu, finna afl í armi og ólg- andi vilja. Það voru stoltir Norð- menn hinar gráhærðu húsmæður sem leikandi létt dönsuðu í gegn- um hið erfiða og samsetta pró- gram sitt undir bláum himni á grænni grasflötinrú. Það voru sannar dætur og mæður hraustra sona. Klokkakeppnin í kvenna og karla flokkum og einmennings- keppnin í kvenna og karla leik- ! fimi bar með sér að Noregur þarf ' ekki að bera kinnroða vegna ' getuleysis hinnar ungu kynslóð- ar. Vafalaust teljast Norðmenn ■ nú með snjallari þjóðum í 1 „Turn“ eða keppni leikfimi. Leik- | fimin er fegursta og f jölbreytt- I asta keppniíþróttin. Bráðum er röðin komin að þér ungi íslendingur. að sýna leikni þína, hugrekki og getu í keppni við aðrar þjóðir í leikfimi. — Ert þú viðbúinn. þú viðbúinn. (Fréttatilkynning). HÚN''lézt á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund þann 8. þ. m. Með henni er horfin sjónum vor- um ein af merkari konum þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að hverfa. Anna Guðmundsdóttir var fædd 16. okt. 1868 að Hjálmsstöðum í Laugardal, dóttir hinna merku hjóna Guðmundar Pálssonar og Gróu Jónsdóttur ljósmóður. Af systkinum hennar eru nú á lífi hinir þjóðkunnu bræður Hjör- mundur cg Páll skáld á Hjálms- stöðum. Anna giftist 28. apríl 1896 heið- ursmanninum Sveini Eyjólfssyni verkstjóra, af hinni góðkunnu Engeyjarætt. Hann lózt 27. febr. 1949. Þau h jón eignuðust sex börn, auk þess fóstruðu þau upp tvö bamabörn sín, sem þau komu öll- um vel til manns með árvekni og sleitulausu starfi. Tvo syni sína mistu þau með stuttu millibili: Harald, sem fórst með flutninga- skipinu Heklu í síðasta stríði, og Pál litlu síðar; báðir voru miklir dugnaðar og atgervismenn. I þeim mikla harmi stóð hún við hlið manns síns, þá sem endra nær, styrk og örugg, gædd bjarg- fastri trú á óskeikula og gæzku- ríka stjórn hins allsvaldanda. Anna var ein af þeim, er vakti sérstaka athygli samferðamanna sinna sakir djarfrar og hispurs- lausrar framltomu, enda svipmikil, þótt lág vexti væri. Þeir, sem kynntust henni nánar, gleyma ekki hinni leiftrandi fyndni og græsku- lausa galsa, sem ávallt fylgdi henni, en gat þó snert ónotalega, ef því var að skiota. Alla tíð var hún iðandi af lífsfjöri og hafði eins og skáldið segir: „yndi að ýta við öllu og sjá það kvika“. Anna var fjölþættum gáfum gædd, sem hún þroskaði við lestur góðra bóka og fór enginn erindis- leysu til hennar, sem vildi fræðast um menn og málefni að fornu og nýju, og hygg ég, að þar hafi hún skarað fram úr flestum þeim, er eigi voru lang-skólagengni'r. Anna min! Þú ert kært kvödd af börnum þínum, tengdabömum og barnaböraum, svo og öðru skyldfólki þínu og vinum, með djúpri lotningu og þökk fyrir allt og allt. — Vertu blessuð og æl og guð fylgi þér og annist þig um eilífð alla. Á. G. 85 ára afmæli 85 ára. Anna S. Árnadóttir frá Skógum, nú til heimilis í H;sa- vík, verður 85 ára á morgun, mánudag. Hún dvelst nú á æsku- stöðvum sínum í Axarfirði. snjomannsms. LONDON — Leiðangur sá, sem brezka blaðið Daily Mail gerði út til að finna snjómanninn, hef- ur nú geíizt upp við það verk- efni. En nú er svissneskur leið- angur að leggja af stað sömu er- inda. Sardínustofninn við Kaliforníu- strendur er í hættu vegna ofveiði I' NÝJASTA hefti Ægis, er fróð- leg grein sem fjallar um | sardínuveiðar Kaliforníumanna, sem hófu þessar veiðar fyrst árið 1916. — Voru byggðar margar verksmiðjur til að hagnýta afl- ann, sem komst upp í 750 þús. tonn á ári. — Nú er svo komið að sardínuveiðarnar eru í algerri hættu vegna ofveiði. Fiskifræðingar höfðu aðvarað fyrirsvarsmenn sardínuiðnaðar- ins, en árangurslaust, jafnvel þó sýnt væri að hverju stefni. — í 1 lok greinarinnar í Ægi um þetta mál segir svo: Árið 1953 var lagt fram frum- varp á ríkisþingi Kaliforníu um i friðun fyrir sardínuveiði. En það fékkst ekki samþykkt þá, og því j héldu veiðarnar áfram óhindrað- ar sem fyrr. Nú er svo komið, að eina ráðið til þess að tryggja framtíð sardínuveiðanna er að banna að veiða hana í nokkur ár, og síðan takmarka mjög magnið, sem veiða má. Báðherror dæmdir í fangelsi BERLÍN 17. júlí. — Anstur- þýzka fréttastofan skýrir frá því, að Karl Haman, fvrrum birgðamálaráðíierra Austur- Þýz.kalands, hafi verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir skemmd- arverk í birgðamálum landsins. Auk hans voru starfsmenn ráðuneytis hans ýmsir dæmdir í þriggja til sex ára fangelsi. Þeir voru allir álitnir sekir tim grófa vanrækslu og skemmdar- verk árin 1951—1953, þar sent þeir höfðu ekki fylgl eftir á- ætlunum stjórnarinnar um birgðamál. Gísff Guðimimhson bókbindaii 1874 — 29. maí — 1954 Gefi þér Guð í bæinn góðan og bjartan daginn. Heill sé þér hetjan Gísli, hetja í vinnusýsli. Uni’ eg við ýmis minni og öll hin fornu kynni. Ungan þig söngur seiddi söngur þér veginn greiddi. Ætíð léttur í lundu lifsglaður hverja stundu. Gleðstu nú gamli vinur. Þú göfgi aldni hlynur. Ellin þig aldrei beygi yngstu með hverjum degi. Háttprúður, hress í svörum hafandi bros á vörum. Ávallt hnyttin í orðum sem íslendingar forðum. Lyftu nú glasi, góði! Þú geymist í sögn og Ijóði. Vinsældir áttu viða, vekur söngur hrós lýða. Vorsins barn varstu lengi. Vaktir í brjósti strengi. ★ Attræður, ungur maður, í anda hress og glaður. Lipur með létta fingur, leikur á horn og syngur. Sólin er ung, ef andinn allt sigrar — hverfur vandinn. Sveinbjörn Oddson prentari. ---★----- Áttræð hetja! Ekki veill eða hörmum kafinn. Söngs við metin sit nú heill sólarörmum vafinn. Jósep S. Húnfjörð. í nóvembermánuði síðastliðn- um lagði fiskveiðiráð Kaliforníu til, að vegna algers öngþveitis í sardínuiðnaðinum, er stafaði af aflaleysi, sem ekki væri sjáanlegt að mundi draga úr í náinni fram- tíð, samþykkti þingið ályktun, sem veitti ráðinu óskorað vald til að takmarka sardínuveiðarnar við það magn, sem ætla má að núverandi stofn kynni að þola. ★★ ENSKUR hermaður, Harry Capp að nafni, tapaði biblíu sinni í orusíunni um Tobruk 1943. — Sköramu síðar var hann tekinn til fanga og sat í þýzku fangelsi til stríðsloka. En nú nýlega, 11 ávum síðar, fékk hann pakka sendan frá Bayern. í honum var biblían hans. Sendandinn var fyrrverandi flugmaður í þýzka flughernum. í bréfi, sem fylgdi með, segir hann: „Ég sendi yður hér mcð biblíuna yðar. Ég fann hana í eyðimörkuinni, og hún heíur verið mér til mikillar hjálp ar og styrktar“. Capp keypti þegar nýja biblíu, sem hann sendi Þjóðverjanum, og skrifaði með: „Ég vona af heilum hug, að á meffan þessi biblía er við lýði verði ekki nýtt stríð“. WASHINGTON, 17. júlí. — Dull- es, utanríkisráðherra, skýrði út- anríkismálanefnd öldungadeildar innar frá árangrinum af viðræð- um sínum vig Eden og Mendés- France. Formaður nefndarinnar sagði á eftir að menn hefðu í hyggju að kalla saman aukaþing til að gera ráðstafanir í Þýzka- landsmálinu, ef Frakkar neituðu að samþykkja Evrópuher. Sjötussafmæfl á SiglySirSi SJÖTUGUR er í dag Þorleifur Bessason, verkamaður á Siglu- firði. Er hann fæddur í Neðri- Skútu við Siglufjörð 1884, sonur hjónanna Bessa Þorleifssonar, hákarlaformanr.s í Héðinsfirði og Sigiufirði og konu hans, Ingi- •bjargar Stefánsdóttur. Þorieifur hefur alið allan ald- ur sinn í Pléðinsfirði og Siglu- firði. Stundaði hann lengi fram- an af hákarlaveiðar, þar til þær veiðar lögðust niður. — Síðan hefur hann stundað alla aigenga vinnu, lengst af hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Jafnan hefur Þorleifur þótt góður verkmaður, trúr og dyggur, og hollur hús- bændum sinum. Hann var kvænt- ur Hólmfríði Jónsdóttur, en hún lézt 1946. Flestir eða allir Siglfirðingar þekkja Þorleif Bessason og að góðu einu. Munu honum verða sendar kveðjur allra þeirra, sem kynnzt hafa honum, nú á þess- um merkisdegi æfiferils hans. Vinur. Leitað að gömlu gulii á hafsbotnl EDINBORG — Hertoginn af Argyll hefur ákveðið að láta halda áfram rannsókn á spanskri galeiöu, sem var í flotanum ósigrandi og fórst til forna við Skotlandsstrendur. Telur her- toginn að mikið gull sé geymt í galeiðunni á hafsbotni. ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ D ★ ★ ÐEZT AÐ AUGLÝSA í ★ ★ MORGUNBLAÐINU ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.