Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 14
MORGUFIBLAÐIÐ Sunnudagur 18. júlí 1954 ^ Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON Framhaldssagan 87 „Ég verð að segja að mér finnst l>að mjög misráðið að setja þetta oáeilbrigða stúlkubarn í hend- 'irnar á algerlega óreyndum xennara .. þó að mér hafi áður :,ý,nst það á herra Lockwood að hann væri mjög fær. En ég er ckki hingað kominn til að....“ líann hallaði sér aftur á bak til -ð heyra betur hvað Bennett var . ð segja. Það var eins og hann æri í hálfgerðum vandræðum ineð að bera fram spurningu Cennetts, hann hugsaði sig um , óða stund, ráðfærði sig svo aft- m- við Bennett. Svo sagði hann: „Mér þætti gaman að vita, ’; vort þér getið hjálpað mér, Z ockwood .... hafið þer nokkra liugmynd um, hvort nokkuð :,!;eði síðari hluta dags á laugar- <i iginn .... nokkuð sérstakt á ég við .... sem gat orsakað þetta háttarlag hennar? Ég spurði yður ■g því áðan hvort þér hefðuð séð liana sjálfa. Þér eruð auðvitað a I veg viss um að. . . . “ Hann forðaðist augnaráð Benn- etts, en hann vissi að hann mundi okki geta sagt ósatt aftur. Hann si eins og í móðu andlit foreldr- ;mna og blaðamannanna, sem r.’iðu í eftirvæntingu. „Ég sá hana“, sagði hún. „Hún kom til mín“. „Var hún eins og hún átti að scr að vera?“ „Nei“, sagði hann. „Ég hafði ekki átt von á henni, og ég var ekki einn. Þess vegna komst hún úr jafnvægi". „Ég skil ekki....“, sagði lík- ,-koðarinn. Hann sá út undan sér náfölt andlit frú Pawley. Það var eins og hún hefði minnkað og dregist -iman, eins og fólk gerir þegar '•að er að deyja. „Það var innfædd kona hjá rnér“, sagði hann. Ekkert rauf þögnina nema .krjáfið í blýöntum. Honum datt : hug að nú mundu allir gruna Ivy, svo að hann bætti við: „Kona neðan úr dalnum“. Það var engu líkara en líkskoð- o-inn iðraðist þess að hafa spurt. < fann beið eftir ráðleggingu frá T!ennett. Bennett lét ekki á henni standa. Sennilega yrði hann dómari áður en hann næði fertugs : idri. „Já, ég er eiginlega á sama mali“, sagði líkskoðarinn og kinkaði kolli. „Það hefði sparað okkur mikinn tíma, ef herra T,ockwood hefði sagt okkur þetta fyrr“. það kostað hann töluverða fyrir- höfn að koma því saman. Það hljóðaði svo: „Kæru foreldrar! Enda þótt það hafi komið í ljós að mistök þau, sem orðið hafa hér í skólanum, séu um að kenna aðeins einum meðlimi starfsliðs- ins, þá skal það yður gert það ' kunnugt, að ákveðið hefur verið í framtíðinni að hafa nánara og strangara eftirlit með börnunum. Þar með er ekki átt við að við trúum ekki lengur á hinar ný- tízku uppeldisaðferðir og við munum halda áfram að notast , við þær, þegar og eins og okkur , finnst ákjósanlegast....“ | Douglas nennti ekki að lesa meira. Hann lagði blaðið á borð- ið. j „Þetta er ágætt þarna „þegar og eins og....“, sagði hann. j Pawley lét eins og hann skildi það ekki. En brosið hvarf af vör- um hans og hann hristi höfuðið. „Ég skil ekki, hvers vegna þér , komuð ekki til mín og sögðuð mér, hvernig Silvía kom fram við yður, Lockwood. Þér vissuð að ég var alltaf reiðubúinn til að ' spjalla um hlutina, og ef við hefð- j um lagt á ráðin, þá hefði verið hægt að komast hjá öllum þess- j um vandræðum“. j „Mér þykir það leitt“, sagði j Douglas. „Ég hefði líka átt að segja yður frá innfæddu konunni neðan úr dalnum“. Pawley varð vandræðalegur á svipinn. „Eins og þér vitið skipti ég mér aldrei af einkamálum starfsliðs- ins“. Hann hándfjatlaði blýant- inn og hélt svo áfram: „Vel á minnst, ég verð að hryggja yður með þeim fréttum, að John fer | úr skólanum núna fyrir fullt og allt. Móðir hans kom hingað í | dag. Maðurinn hennar er stung- inn af með þessum kvenmanni. Hún hefur ekki ráð á að láta John vera í svona góðum skóla lengur". „Það getur verið að strangari gæzla hafi heldur ekki átí við John. Hann var. alltaf fremur fyrir það að vera sjálfstæður“. „Við ætlum ekki að gera nein- ar miklar breytingar“, sagði Pawley. „Mér finnst bara ég hafa ekki verið nógu vel vakandi. • • •“ | „Auðvitað“, sagði Douglas. „Þér verðið framvegis að reyna að sjá um að fleiri fremji ekki sjálfsmorð". ! „Jæja, þér viljið auðvitað fá að kveðja konuna mína“, sagði hann og stóð upp um leið og hann rétti honum hendina. Honum gat ekki dottið neitt viðeigandi í hug að segja og Douglas ekki heldur. Svo sagði Pawley: „Ég er viss um að þér gerið rétt í þyí að hætta kennslustörf- um, Lockwood. Ég held ag þér j séuð ekki sérlega vel til þess, fallinn". Hann brosti enn breið- j ara eftir þessi skilnaðarorð og fór út. Augnabliki síðar kom frú Paw- ley. Hún hafði ekki snyrt sig, var ellileg með dökka bauga und- ir augunum. Hún dró skeyti upp úr vasa sínum og rétti honum: „Þetta kom til þín áðan, Douglas“. Hann opnaði það. I því stóð: „Öllu lokið, kem til Jamaica fimmtánda, Judy“. Hann reif það. „Ég las það ekki núna“, sagði frú Pawley og reyndi að brosa. „Það var ekki sérlega merki- legt“. Hann tók upp töskuna. „Dougls .. ég vona að þú get- ir stundum hugsað um mig án þess að hata mig“. „Því skyldi ég hata þig?“ „Mér finnst þetta allt vera mér að kenna“. Hann hló. „Finnst þér það líka? Frú Morgan finnst það vera sér að kenna, af því að hún sofnaði, STORKARiMIR Hann var ekki lengi að tína raman pjönkur sínar. Hann hafði okki nema eina tösku meðferðis þegar hann kom. Ferðamiðarnir á henni voru ennþá lítið þvæld- ir og nýlegir. Hann lokaði tösk- unni og leit í kring um sig til að vita, hvort hann hefði gleymt nokkru. í krukku á borðinu voru nokkur frímerki, sem hann hafði safnað handa John, en gleymt að ' gefa honum. Hann fleygði þeim í bréfahrúguna. Svo hélt hann á toskunni heim til Pawleys. Pawley sat við borð sitt. Hann stóð á fætur þegar hann kom inn og brosti vandræðalega. „Þér eruð þá að fara“, sagði hann og tók upp blað um leið af borðinu, sem hann hafði verið að skrifa. „Ég ætlaði að ljúka við þetta áður en þér færuð. Mér finnst sanngjarnt ag sýna yður það fyrst“. Hann rétti blaðið að honum. í>að var bréf með mörgum út- Ijlrikunum. Auðsjáanlega hafði Danskt ævintýri 5 Þetta var mjög gott. Seinasti vængjaslátturinn var svo einstaklega fallegur og réttur, og því skal ég nú lofa ykkur að fara með mér út í mýrina á morgun. Þar kemur fleira af heldra storkafólki með börn sín. Látið nú á sannast, að ég eigi nettust börnin, og munið að kerra hnakkann. Það skartar vel og aflar álits.“ I „En eigum við þá ekki að klekkja á strákunum?“ spurðu ungarnir. | „Lofið þeim að garga, eins og þeir vilja. Þið fljúgið, hvort sem er, upp til skýjanna, og þið komið til pýramídalandsins, þegar þeir híma í kuldanum og hafa ekki svo mikið sem grænt laufblað eða eitt sætt epli.“ I „Já, hefnast viljum við,“ sögðu þeir í hljóði hver við ann-J an, og var svo aftur tekið til æfinga. Enginn allra drengjanna á götunni, sem sungu háðvísuna um storkana, var verri en sá, sem fyrstur hafði byrjað á því, og var hann þó ekki nema dálítill hnokki, ekki eldri en sex ára eða þar um bil. Ungu storkarnir héldu revndar, að hann væri hundrað ára, því að hann var svo miklu stærri eú móðir þeirra og faðir. En hvað myndu líka storkar geta ætlazt á um aldur barna eða fullorðinna? Öll hefnd þeirra átti að koma niður á bessum eina dreng, því að hann hafði byrjað fyrstur og hélt alltaf áfram. Ungarnir voru ákaflega æstir og ýfðust æ meira að því skapi sem þeir urðu stærri og eldri. Móðirin varð loksins að lofa þeim, að þeir skyldu fá hefnd harma sinna, en gat þess, að ekki myndi hún koma hefnd- inni í verk fyrr en síðasta daginn, sem þau væru í landinu. „Við verðum fyrst að sjá hvernig ykkur reiðir af við stóra flugprófið. Skyldi ykkur illa takast, svo að foringinn Ii-Iyitisóiar fyrir flatfót og þreytta fætur Léttari og þægilegri en tíðkast hefur Pósthússtræti 13 — Sími 7394 BÆNDUR OG AÐRIR, sem þarfnast 10 ha. fyrsta flokks DIESELVELAR, hvort heldur væri við heyblásara, raf- magnsframleiðslu eða annað, ættu að kynna sér kosti June Munktell, sem myndin er af. — Vélin fullnægir öllum kostum góðrar Dieselvélar. — Verðið mjög hag- kvæmt. — Leitið upplýsinga hjá umboðsmanninum. UIMiVERSAL trillubátavélarnar eru landsþekktar Vanti yður slíka vél, eins, tveggja eða fjögra cylindra, ættuð þér að tala við umboðsmanninn. Sisli cT. úöRnsan Reykjavík — Túngötu 7 — Símar 2747, 6647 INIokkru vana háseta vantar á 100 tonna mótorskip, með nýrri vél, sem fer á síldveiðar með herpinót n. k. mánudag. Uppl. í síma 9464.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.