Morgunblaðið - 31.07.1954, Síða 1
16 síður
41. árgangux«
172. tbl. — Laugardagur 31. júlí 1954
Prentsmiðja Morgxuiblaðsins.
Fyrsfs heSikopíervöilurinn í Lundúnum
I miðri London á bökkum Themesár hefur verið gerður lendingarvöllur fyrir helikoptervélar, sá
fyrsti sinnar tegundar. Ætlunin er að í framtíðinni verði helikoptervélar notaðar til þess að fljúga
inn í borgina með farþega frá aðalflughöfn Lundúna, sem er 30 km fyrir utan hana.
„Kjarnorkuvís-
indaráð Evrópu44
Frelsa verður Kína úr
klóm kommúnista
Syngmann Rhee vill sameina Kóreu
Washington 30. júlí. — Fá Reuter-NTB.
FRELSUN liins kommúniska Kína, á að vera takmark utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna, sagði Syngman Rhee í ræðu, er hann
hélt í Washington á föstudag. Hann vísaði til ræðu þeirrar, er hann
hélt í Bandaríkjaþingi, og sagði, að það hefði ekki Verið skoðun
sín né ummæli, að Bandaríkin ættu þegar í stað að hefja hernaðar-
aðgerðir gegn kínverska alþýðulýðveldinu.
STANDIÐ SAMAN
Syngman Rhee forseti var í
dag tilnefndur heiðursdoktor við
George-háskólann í Washington.
í ræðu er hann hélt við það tæki-
færi, kvað hann Bandaríkja-
menn eiga að standa saman í bar-
áttunni gegn kommúnismanum
og hafa forystu í þeirri baráttu.
Að einangra sig gæti verið þeirra
ógæfa.
aði frá kommúnistum.
Hann kvaðst hafa komið til
Bandaríkjanna með áætlun um
það hvernig mætti sameina Kór-
eu, án mikilla fórna og án veru-
legrar hættu á nýju stríði. Hann
kvaðst hafa mætt mikilli and-
spyrnu, en gat þess þó, að för
sín hefði ekki verið árangurs-
laus.
207 særðust í éeirðum
er urðu í Beirut í gær
Fólklð var að mólmæla andmúhamedsku
Beirut 30. júlí. — Frá NTB-Reuter.
SKRIÐDREKAR, brynvarðar bifreiðir og flutningabílar fullskip-
aðir hermönnum voru sendir inn í miðbik Beirut-borgar, en
þar kom til niikils uppþots og æsinga er mörg þúsund manns tóku
þátt í. Lögreglan segir að 207 manns hafi særzt í uppþoti þessu og
voru allir fluttir í sjúkrahús.
-<&
Aukafundur
verður ekki
NEW YORK, 30. júlí — Thailand
hefur tekið aftur beiðni þá er
ríkisstjórn landsins sendi Öryggis
ráðinu um aukafund sem gera
ætti ráðstafanir til að draga úr
hættu þeirri er innrás kommún-
ista í Indó-Kína, hefði í för með
sér fyrir Thailand.
Sem kunnugt er beittu Rússar
neitunarvaldi sínu gegn því að
rendinefnd S. Þ. yrði serid til
Thailands til að athuga aðstæður.
Sendiherra Thailands tilkynnti
í dag, að nú eftir að vopnahlé
væri komið á í Indó-Kína væri
málið ekki það aðkallandi að
kalla þyrfti saman aukafund.
—Reuter-NTB.
FÓLKIÐ HLÝDDI EKKI
Það var í gærdag, sem mann-
fjöldinn tók að safnazt saman.
Lögreglan gaf þá fólkinu skipun
um það í gegnum hátalara að
yfirgefa miðbæinn. Fólkið varð
ekki við þeirri beiðni, heldur hóf
æsingar, og greip þá lögreglan
til vopna sinna með fyrrgreind-
um afleiðingum.
FLUGRIT FRÁ LEBANON
ÓeirSir þessar urðu út af
flugriti, þar sem skoðunum og
stefnum Múhameðstrúar-
manna var móti mælt. Hermfc
er meðal ráðamanna í Beirut
að flugrit þetta eigi uppruna
sinn í Lebanon.
Allar verzlanir í borginni lok-
uðu á fimmtudag og enn í dag
opnaði enginn maður verzlun
stofsiað
LUNDÚNUM, 30. júlír — Full-
trúar átta Evrópulanda, sem þeg-
ar hafa yfir kjarnorkurannsókn-
arstöðvum að ráða, hafa ákveðið
að stofna „Kjarnorkuvísindaráð
Evrópu“. Löndin átta, sem hér
um ræðir eru Belgía, Frakkland,
Holland, Italía, Noregur, Sví-
þjóð, Sviss og Bretland.
— Reuter-NTB.
Atlantshafsríkin
svara sameiginlega
PARÍS, 29. júlí — Stjórnmála-
fregnritarar telja líklegt að öll
þátttökuríki Atlantshafsbanda-
lagsins sendi Rússum innan
skamms svar við tillögurn þeirra
um stofnun svonefnds öryggis-
bandalags Evrópu. Mun verða
kallað til fundar í fastanefnd
Atlantshafsbandalagsins til að
ræða sameiginlegt svar. —Reuter
SAMEINING KÓREU
Rhee ræddi um yfirráðastefnu
kommúnismans og þá hættu sem
varnarlausum Asíuþjóðum staf-
Óskar effir aukinni
hemaðarhjálp
Herfoginn skoðar
kjamorkuver
OTTAWA, 30. júlí: — Hertoginn
af Edinborg, sem nú er á ferða-
lagi um Kanada, flaug frá Ott-
awa í dag og skoðaði kjarnorku-
ver, sem er 1 120 mílna fjarlægð
frá borginni. Þetta er annar dag-
ur heimsóknar hans til Kanada.
— Reuter-NTB.
Flugvélina má sækja
á þtiðjudaginn
BERLÍN, 30. júlí — Hernaðaryfir
völd Rússa í Þýzkalandi tilkynntu
í dag, að brezka þrýstiloftsflug-
vélin, sem saknað hefur verið
síðan á fimmtudagsmorgun, hefði
lent heilu og höldnu á hernáms-
svæði Rússa.
Yfirvöldin tilkynntu að sækja
mætti flugvélina á þriðjudag.
, •—Reuter-NTB.
Atomknúnar
flugvélar
• WASHINGTON, 30. júlí. —
Kjarnorkumálanefnd Bandaríkj-
anna gaf í dag út skýrslu um
störf sín. Segir þar að birgðir
Bandaríkjanna af atomvopnum
aukizt stöðugt, og verði þau æ
fjölbreyttari og fullkomnari.
@ Samkvæmt boði Eisenhow-
ers forseta hefur nefndin unnið
að því að kjarnorkan yrði hag-
nýtt til friðsamlegra nota. Hefur
verið lokið við byggingu fyrsta
kafbátsins, sem knúin er kjarn-
orku og í smíðum eru hreyflar
í flugvélar, sem kjarnorka á að
knúa.
ð í skýrslu nefndarinnar segir
og að innan skamms verði hægfc
að nota kjarnorku í þágu iðnað-
ar, og verði hún ekki dýrari en
kol, olía og annað eldsneyti nú
er. — Reuter. *
i
af völdum
Indlaudi
WASHINGTON, 29. júlí — Syng-
man Rhee forseti Suður Kóreu
er staddur í Bandaríkjunum. Átti
hann tveggja klst. fund með
Eisenhower og mun aðalerindi
hans vera að biðja Bandaríkja-
menn um að auka hernaðarað-
stoðina við Suður-Kóreu, helzt
að tvöfalda hana. —Reuter.
Nýju Deli 30. júlí. — Frá Reuter-NTB.
GEYSIMIKIL vatnsflóð hafa gengið yfir norðurhluta Indlands
að undauförnu og valdið mikiu tjóni. Vitað er að 30 manns
hafa látið lífið, en engin leið er að gera sér grein fyrir efnalegu
tjóni að svo komnu.
Flóðin hafa nú náð hámarki og eru tekin að réna. Enn leita
hundruð báta að fólki, sem búið hefur um sig í trjákrónum og
stöðum sem hærra liggja. Hefur margt af þessu^pólki engan mat
þaft svo dögum skiptir. Flugvellir í þessum héruðum eru undir
vatni, svo flugvélar geta enga aðstoð veitt, og járnbrautar- og bíl-
vegasamband er rofið á mörgum stöðum.
Látið ekkl d> ast lengur aí
synda 200 metr %. —Gerið þa>
strax i dag.
Nigorc&gúa og Costo
Ráka eiga í erjum
Washington 30. júlí. — Frá Reuter-NTB.
FORSETI Nigaragúa, Nastasio Somoza, hershöfðingi, hefur sam-
kvæmt fregnum er borizt hafa frá höfuðborg- landsins, sent
skriðdreka og brynvarðar bifreiðir- til landamæra Costa Rica, eftiij
að landamæraverðir þar skutu niður flugvél frá Nigaragúa. i
ERFITT SAMBAND
Samband þessara tveggja Mið-
Ameríkuríkja hefur verið mjög
slæmt að undanförnu.
Sendiherra Costa Rica í Was-
hington neitar fregnum um að
flugvélin hafi verið skotin niður,
og segir að herflutningur Somoza
til landamæranna se ognun vio
Costa Rica.
ÁKVEÐNAR ÁSTÆÐUR
Sérfræðingar í málefnum Mið-
Ameríkuríkja telja ákveðnaP
ástæður liggja að baki herflutn-
I ingunum, en vilja ekki ræða
I málið frekar að svo stöddu. ■