Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. ágúst 195í"! 217. dasur ársins. Árdegisflæði kl. 10,20. Síðdegisflæði kl. 22,34. ; Næturlæknir er í læknavarðstof- 'únni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- ápóteki, sími 1618. □------------------------□ • Veðrið • 1 gærdag var hægviðri um allt dand og úrkomulaust víðast, en Bkýjað. _ . 1 Reykjavík var hiti í gær ki. 3 14 stig, á Akureyri 12 stig, á Dala- •<tanga 7 stig og á Galtarvita 11 *tig. Mestur hiti var í Reykjavík, 14 íjtig, en minnstur á Dalatanga, 7 etig. ' 1 London var hiti á hádegi í gær 22 stig, í París 25 stig, í Berlín 23 stig, í Stokkhólmi 20 stig, í Osló 17 stig, í Kaupmannahöfn 19 stig, í Þórshöfn í Færeyjum 14 stig og í New York 20 stig. D------------------------□ • Hjónaefni • i Nýlega hafa opinberað trúlofun «ína ungfrú Fjóla Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum, og Bernhard Ingimundarson, sama stað. Nýlega hafa opinherað trúlofun sína ungfrú Unnur Kristín Sum- árliðadóttir, Hverfisgötu 104 A, Iteykjavík, og Hreinn Sigurðsson, Hofteigi 46, Reykjavík. 1. ágúst opinberuðu trúlofun isítia ungfrú Sigrún E. Skúladóttir, Frakkastíg 19, og Sævar Hall- dó rsson, Hlíðargerði 2. • Brúðkaup • 1 dag verða gefin saman í hjónaband á Nesbyen í Noregi úngfrú Guðrún Skúladóttir og Knut Berg rafmagnsfræðingur. Nýlega hafa verið gefin saman 4 hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Ásdís Eysteins tdóttir kennari, Laugavegi 56, og Ásmundur Kristjánsson kennari, Kirkjuteigi 23, Reykjavík. Laugardaginn 31. júlí voru gef- in saman í hjónaband af borgar- ■dómara Þórunn Karvelsdóttir, Ytri Njarðvík, og Valur Sigurðs- son frá Norðfirði. Brúðhjónin tóku sér far með ms. Heklu til Norðurlanda sama dag. 1»; • Flugferðii • Millilandaflug: i.oftleiðir h.f.: Edda, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykjavík- ur kl. 19,30 í dag frá Hamborg og Gautaborg. Flugvélin fer héðan til New York kl. 21,30. Flugfélag Islands h.f.: Gullfaxi fer til Oslóar og Kaup- mannahafnar á laugardagsmorg- uninn. ínnanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Sauðár- króks og Vestmannaeyja (14 ferð- ir). Á morgun eru ráðgerðar flug- ferðir til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, HÓlmavíkur, Homafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Patreksf jarðar, V estmannaeyj a (18 ferðir) og Þingeyrar. Flug- ferð verður frá Akureyri til Egils- staða. • Skipairéttii • Eimshipafélag íslands h.f.: Brúarfoss kom í gær frá Pat- reksfirði. Dettifoss kom til Hull í fyrradag; fer þaðan til Reykjavík- ur. Fjallfoss kom til Hamborgar í fyrradag frá Bremen. Goðafoss kom til Leningrad 1. þ. m. frá Helsingör. Gullfoss fór frá Leith 2. þ. m.; væntanlegur að bryggju í Reykjavík um kl. 8,30 í morgun. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gær til Vestfjarða. Reykjafoss fór frá Raufarhöfn í gær til Húsavíkur. Selfoss fór frá Hull 1. þ. m. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Wismar. Tungufoss fór frá Aberdeen í fyrradag til Hamina og Kotka. Drangajökull fór frá Rotterdam í fyrradag til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Gautaborg. Esja fór í gærkvöldi austur um land í hringferð. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyr- ar. Þyrill verður væntanlega í Hvalfirði í kvöld. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í. gærkvöldi til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór frá Hamina í fyrradag áleiðis til Islands. Arnar- fell er í Álaborg. Jökulfell fór frá Reykjavík 28. júlí áleiðis til New lYork. Disarfell fór frá Amster- ! dam 2. þ. m. áleiðis til Aðalvíkur. Bláfell fór frá Reykjavík 31. júlí áleiðis til Póllands. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Sine Boye Losar á Djúpavogi. Wilhelm Nubel kemur væntanlega til Kefla- víkur í Kvöld frá Álaborg. Jan lestar sement í Rostock. Skanse- odde fór frá Stettin 1. þ. m. á- leiðis til Reyðarfjarðar. Eimskipafélag Reykjavíkur: I Katla er í Kotka. ! Leiðrétting. I 1 frétt, sem birt var í gær í blaðinu, undir fyrirsögninni: Frúrnar þrjár og Fúsi, féllu nið- ur af vangá nöfn á þremur stöð- um, þar sem leikflokkurinn sýndi á. Voru það: Seyðisf jörður, Vopna fjörður og Lundur í Axarfirði. — Eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessu. Minningaspjöld Kraböa- meinsfélags íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, öllum lyfjahúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkurapó- teki), Remedia, verzluninni Há teigsvegi 52, elliheimilinu Grund og skrifstofu Krabbameinsfélag- anna í Blóðbankanum, Barónsstíg, t sími 6047. Kortin eru afgreidd í | gegn um síma. Sólheimadrengnrinn. I Afhent Morgunblaðinu: Ása 50 kr. V. Á. 50 kr. K. F. 100 kr. þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 1—3. Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga frá kl. 1—3 e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4 síðdegis. • Gengisskráning • (Sölugengi): 1 sterlingspund ....... kr. 45,70 1 bandarískur dollar .. — 16,32 1 Kanada-dollar .......— 16.70 100 danskar krónur .. — 236,30 100 norskar krónur .. — 228,56 100 sænskar krónur .. — 315,50 100 finnsk mörk........— 7.09 1000 franskir frankar . — 46,63 100 belgiskir frankar . — 32,67 100 svissn. frankar .. — 374,50 100 gyllini ...........— 430,33 100 tékkneskar kr......— 226,67 00 vestur-þýzk mörk . — 390,63 1000 lírur.............-- 26,12 GullverS íslenzkrar krónu: 100 gullkrónur jafngilda 738,9« pappírskrónum. Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð ishúsinu er opin á föstudagskvöld-, um frá kl. 8—10. Sími 7104. — Gjaldkeri tekur þar við ársgjöld um félagsmanna, og stjórn félags ins er þar til viðtals við félags menn. Hvað kostar undir bréfin? Einföld flugpóstbréf (20 gr.): Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr 2,05; Finnland kr. 2,50; England og N.-lrland kr. 2,45: Austurríki, Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr 3,00; Rússland, Ítalía, Spánn og Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkir, (10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.) kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður- landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann arra landa kr. 1,75. • Útvarp • 20,30 Erindi: Friðslitin 1914; síðara erindi (Skúli Þórðarson magister). 20,55 Islenzk tónlist: „Fantasi-sónata“ fyrir klarínetí og píanó eftir Victor Urbancic (Egill Jónsson og höfundurinn leika). 21,15 Úr ýmsum áttum. —■ Ævar Kvaran leikari velur efnið og flytur. 21,30 Einsöngur: Pierre Bernac syngur frönsk lög (plötur)« 21,45 Náttúrlegir hlutir: Spurn- ingar og svör um náttúrufræði (Ingólfur Davíðsson magister). 22,10 „Á ferð og flugi“, frönsk skemmtisaga;. XVIII. (Sveinn Skorri Höskuldsson les). 22,25 Symfóniskir tónleikar (plötúr): Symfónía nr. 4 í f-moll eftir Tschaikowsky (Symfóníhljóm- sveitin í Chicago leikur; Rafael Kubelik stjórnar). 23,05 Dagskrár- lok. Aflafréttir. af Akranesi AKRANESI, 4. ágúst. — 22 trillubátar voru á sjó héðan í dag. Afli þeirra var frá 500—• 1200 kgr. 3 bátar voru með handfæri og fékk einn þeirra, „Már“, tæp 3 tonn. Vélbáturinn „Aðalbjörg" kom í dag með 106 tunnur síldar, sem hún veiddi í reknet vestur í Jökuldjúpi. -- Oddur. ! ímtmm \ ■ Til sölu eru 3 og 5 herbergja íbúðir (fokheldar) á • ■ fögrum stað í Hlíðunum. ; ■ ■ ■ ■ Uppl. gefur Jón N. Sigurðsson, hrl. ; I Laugaveg 10. Sími 4934. j .........................---------------------*rnma» f.... Baíara va/ifar^} ■ r [Z Kaupfélagið Þór á Hellu, vantar nú þegar bakara. • • « a ’ a ■ :Z Upplýsingar á skrifstofu Kauptélagsins, ; . ■ a - ■ ■ ’« ■ '«*saBaa«na*aaa*»ii«aBBaa««Ma«B«a«aaaB»aaaa •■■■■•■■■:« ■■■■••■•■■■■■;t*«n»»»r *.» - ■ ; vantar í vefnaðarvöruverzlun (ekki yngri en 22 ára). a * a <5 Umsóknir sendist í pósthólf 502. a Til Skálholts: ! Frá þakklátri konu, áheit á Þor- lák, kr. 100,00; frá M. G. kr. 500,00; frá gamali konu kr. 500,00. — Með þökkum viðurkennt f. h. Skálholtsfélagsins. Sigurbjörn Einarsson. Heinidellingar! Skrifstofan er opin milli kl. 2 og 3 virka daga. • Söfnin • Safn Einars Jónssonar Í er opið sumarmánuðina daglega j f rá kl. 13,30 til 15,30. Bæjarbókasafnið verður lokað til 3. ágúst vegua sumarleyfa. ! Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga kl. 1—4 og AugEýsendyr efhugldl ísafold og Vörður er vins,ælnsta og f jölbreytt- asta blaðlð í sveiturn landsins. Kemnr út cinu sinni til tvisvar i viku — 16 síður. — O —, við skulum fara svo- lítið neðar. — f>að er orðið svo langt síðan, að við höfum gefið | þeim eitthvað til þess að tala umí! ★ Meðalið. Frú nokkur trúði vinkonu sinni fyrir áhyggjum sínum út af mann- inum sínum, hvað hann kæmi allt- af seint heim á kvöldin, þegar hann væri úti með félögum sínum. —• Maðurinn minn leið einmitt af þessum sama kvilla, en svo læknaði ég hann á svipstundu, sagði vinkonan. — Blessuð, góða! gefðu mér meðalið, sem þú notaðir. — Það var eitt kvöld, er hann kom sérsíaklega seint heim, að ég | kallaði, þegár ég heyrði að hann kom inn í ganginn: „Ert það þú, Pétur minn?“ — Hvernig gat þetta læknað hann? ■— Veiztu ekki, væna mín! að maðurinn minn heitir Guðmundur, en ekki Pétur!! ★ Læknisráðið. Maður nokkur kom til læknisins og kvartaði um kvalir í hjartanu, og læknirinn spurði: — Hvað reykið þér mikið á dag? — Svona um 15 vindla á dag, svaraði sjúklingurinn. — Það gengur ekki, góði minn? Því verðið þér að hætta, að fram- vegis megið þér ekki reykja nema 1 vindil eftir hverja máltíð. Eftir 14 daga kom sjúklingurinn aftur. — Og hvernig gengur það svo? spuroi læknirinn. — Það gengur miklu betur; takk fyrir! svaraði sjúklingurinn; en það er dálítið erfitt með þessar 15 máltíðir á dag! ★ Flest er nú til! í Bandaríkjunum bafa lengi verið við líði svo kallaðir „inn- keyrslu-veitingastaðir“ og „inn- keyrslu-kvikmyndahús", þar sem fólk getur ekið í bilum sínum og fengið bæði máltíðir og horft á kvikmyndir. Nú hefur séra James Dotson endurbyggt kirkju sína, The Millee Road Bbible Church, nálægt Lan- sing í Michigan, þannig að húri er íiú „innkeyrslu-kirkja". Söfnuð- urinn getur ekið tilúdrkju í bíln- um sínum og síðan setið í honum og hlýtt á messuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.