Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. ágúst 1954 ^ 3 1 . N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasin Framhaldssagan 9 Gredda hreyfði sig eitthvað. 2'iicole varð litið á hana. Hún liallaði höfðinu til hliðar og var niðurlút. Nicole horfði á andlit liennar. Birta lampans á skrif- borðinu við hlið hennar féll á J>að. Móðir hennar var ennþá ung, fannst Nicole. Hún hafði ekki veitt því eftirtekt fyrr. Það var kannski af því að hún skildi liana nú og sá hana í nýju ljósi. Hún var 38 ára og var ennþá fögur og ungleg. Hugur Nicoles livarflaði til Rogers Ashleigh. — Móðir hennar hlaut að hafa ver- ið yndislega fögur þegar hún yar yngri, fyrst svo mikill mað- vr hafði orðið ástfanginn af lienni. Æfintýri þeirra var und- arlegt og samt var eins og það ■væri svo langt síðan það skeði. Tilfinningarnar höfðu ekki eyði- lagt líf hennar og ekki haft var- anleg áhrif á hana. Hún’ dáðist að móður sinni fyrir það, hve xólynd hún var og hörð er á Teyndi, fyrir það að hún var ekki sífellt að barma sjálfri sér, og hún virti dómgreind hennar vegna þess að ótamið ímyndun- arafl fékk aldrei að rugla henni. Móðir hennar þekkti lífið, sjálf þekkti hún það ekki. Og allt í einu fannst Nicole eins og þungu fargi væri af sér létt. Nú hafði liún ákveðið sig, og áhyggjurnar voru roknar. Teningnum var kastað. Hún gat tekið lífinu létt- ar. Framtíðin átti að færa henni gull í greipar. Móðir hennar rumskaði. ,,Hvað sagðirðu að ég gæti farið snemma í háskólann, mamma?“ sagði Nicole. Móðir hennar brosti. — Svo ensku áhrifin hafa ekki orðið yfirsterkari. „Ertu ákveðin í að fara?“ sagði hún fagnandi. „Já“. „Ég vissi að þú mundir gera það“. Hún horfði fast á Nicole. „Þú ert hamingjusöm — ham- ingjusamari en þú átt skilið. Frá föður þínum hefur þú erft ást á öllu fögru og fíngerðu. Step- hen unni fegUrð. Þannig ert þú líka. En hann þurfti alltaf að hafa einhvern við hlið sér, sem dreif hann áfram. Þú þarft það ekki. Þú getur barizt og þú vilt berjast. Stephen lét sér nægja að dreyma. Frá honum hefurðu siðfágun og fallega framkomu. Fegurðina og hæfileikann til að nota þér fegurð þína, hefur þú frá mér. Þú hefur fengið gott veganesti, Nicole, meira og betra en þú hefur rétt til að vonast eftir. Þú átt að geta komizt langt með þeim kostum. er þig prýða. Ég vorkenni þér ekki, ef svo verður ekki. Það er sjálfri þér að kenna ef þér mistekst í lífinu. Þú varst alin upp í Brooklyn, en það ætti ekki að verða þér fjöt- ur um fót. Nú hefur þér verið skapað tækifæri, og það er þitt að fá sem mest út úr því. Ég get ekki hjálpað þér meira, en ég hef þegar gert. En ég vil gefa þér eina ráðleggingu. Áður en þú tekur ákvarðanir, þá skaltu hugsa vel, horfa á málin frá öll- um hliðum og, umfram allt, vertu hagsýn — flas er ekki til fagnaðar. Hlustaðu á ráðlegging- ar annara. Þú þarft ekki endi- lega að fara eftir þeim. Og áður en þú byrjar á nokkru, settu þér þá ákveðið takrnark, og hættu ekki fyrr en þú hefur náð settu marki. Og anað: Þegar þú rekur þig á í lífinu, þá kvartaðu ekki. Það er háttur bleiðunnar. Bleið- an er auðvirðilegasta mannteg- und, sem til er“. Hún þagnaði um stund, en sagði síðan: „Þá held ég, að ég hafi ekki meira að segja þér, ég man ekki eftir öðru“. Hún leit á Nieole og hló. „Vertu ekki svona hátíðleg á svipinn, elskan, predikuninni er lokið. En gleymdu því ekki, sem ég sagði þér. Þú ert orðin þreytt. Ég held að bezt sé að við förum að koma okkur heim“. Gredda stóð upp og gekk að dyrunum. „Bíddu hérna“, sagði hún. „Ég verð aðeins augnablik. Ég þarf aðeins að ná í kápuna mína og segja Lucky að ég sé að fara heim. Ég verð ekki lengi“. Hún lokaði dyrunum á eftir sér. Nicole var ein. Það var heitt inni í herberginu. Það var sýni- legt, að Lucky Nolan vildi hafa öll þægindi. Hún dró fótinn fram og aftur eftir þykkri gólfábreið- unni. Alls staðar var kyrrt og hljótt. Hún sá það nú, að her- bergið hlaut að vera hljóðein- angrað; hún heyrði ekki í hljóm- sveitinni. Það eina, sem rauf kyrrðina, var tifið í litlu klukk- unni, sem stóð á skrifborðinu. Hún leit á hana og sá, að klukk- una vantaði tuttugu mínútur í tólf. Dauft hljóð að baki hennar kom henni til að líta snöggt við. Maður var kominn inn í herberg- ið og hallaði sér upp að dyrun- um, sem hann hafði lokað á eftir sér. Hann hafði krosslagt hand- leggina á brjósti sér og hafði ekki augun af Nicole. Með leti- legri hreyfingu tók hann vindl- inginn, sem hafði hangið milli vara hans og blés hringmynduð- um reykjarmekki upp í loftið. „Hrifinn af skrifstofu minni?“ muldraði hann og horfði á reykjarmökkinn, sem færðist upp á við. Nicole v arð vandræðaleg og svaraði engu. Hann hló með sjálfum sér. „Þú þarft ekki að vera hrædd, telpa mín. Ég ætla ekki að éta þig. En hver ert þú eiginlega? Hvað heit- irðu?“ „Nicole Rainard". „Nicole Rainard“, endurtók hann hægt. „Dóttir hennar Greddu?" „Já“. Hann sneri sér við og þrýsti á hnapp í veggnum rétt hjá hon- um. Sterk ljós kviknuðu í her- berginu. „Komdu hingað", sagði hann. „Mig langar að sjá þig almenni- lega“. Hún gekk til hans. „Þú ert lík móður þinni“, sagði hann, og horfði rannsak- andi á hana. „Hvað ertu gömul?“ „Sautján". „Ertu að leita eftir starfi?“ „Nei“. „Mundir þú ekki vilja fá vinnu,“ „Nei“. „Hvers vegna ekki?“ „Ég er enn í skóla“. „Þú ert sautján ára. Þú getur farið að hætta í skólanum, er það ekki?“ „Ég gæti það, en ég hef ekki í hyggju að gera það“. „Hvers vegna?“ „Ég ætla í háskóla". Hann yppti öxlum óþolinmóð- , ur. „Tímasóun“, segir hann. „Þú ættir að hætta í skólanum og skemmta þér og hafa það gott á meðan þú ert ung“. „Ég ætla að gera það“, sagði hún þurrlega. i „Og samt að fara í háskóla?" . „Já, því ekki það?“ „Ef þú ætlar að grafa þig í bókum og lærdómi, þá hefurðu engan tíma til að njóta lífsins". Hún leit á hann snöggt. „Ég finn einhvern tíma til þess“. | Hann hló. „Já, kannski gerir ÚTSALA Kjólar frá kr. 100.00 Pils frá kr. 65.00 Regnkápur frá kr. 250.00 Síðbuxur frá kr. 160.00 Peysur frá kr. 50.00 Blússur frá kr. 40,00 Millipils frá kr. 22.00 Buxur frá kr. 9,50 20% afsláttur af ýmsum öðrum vörum Vesturgötu 3. - f BALLE RUPl * HEIMILISHRÆRIVÉLAR MASTER MIXER hrærivélarnar komnar aftur. Vélunum fylgja: Berjapressa. hakkavél, Pylsu- stoppari, Kökusprauta. Þeytari og tvær skálar. Einnig er hægt að fá: Kaffikvarnir — Grænmetiskvarnir — Kartöfluskrælara. og fleira. Einkaumboðsmenn: LUDVIG STORR & CO. ‘’vtOBOKnnMMisa n«« »• #■ ■»■ ■ ■ «■« *» ■ * ■ • «g**ui««HaiiiiMiiilHIHÚ|| • « aa •»&§!••■■» •••■ ■ ■ ■ ■■JUUMUMUi Grlmshóll lokanna, til þess að geta flutt eitthvað á honum með sér heim til móður sinnar. Maðurinn segist þá skuli sjá eitthvað fyrir hestinn, og tók við ho’aum. En Grímur vissi ekki um hann framar að sinni. i Nú byrjar vertíðin og róa þeir Grímur tveir á báti, og hlóðu í hvart skipti. En er að landi kom, var Grími sagt að ganga heim og hvíla sig, og vissi hann því aldrei hvað um fiskinn varð" eða hvað mikið þeir höfðu fengið í hlut, enda grenslaðist hann eftir hvorugu. Undi hann sér mjög vel, og fannst honum tíminn stuttur, og ekki vissi hann heldur, hvað á hann leið. — Ekki lagði hann mat á borð með sér. Einhvern dag, er þeir eru á sjó, bóndi og Grímur, spyr bóndi hann, hvort hann viti, hvað nú sé liðið á vertíðina eða hvað mikið þeir séu búnir að fiska. Grímur neitti því. Þá segir bóndi honum, að lokadagurinn sé á morgun, og ef við fáum eins og vant er í dag á bátinn okkar, þá höfum við fengið tíu hundruð til hlutar, en sá, sem þú varst ráðinn hjá, hefir fengið hálft fjórða hundrað. Spyr hann þá Grím, hvort hann vildi ekki vera kyrr hjá sér eða hvort hann þurfi nauðsynlega að fara heim um lokin. — Grímur segist mega til að fara heim. En er þeir höfðu fengið á bátinn, halda þeir að landi. Og daginn eftir býst Grímur til heimferðar. — Bóndi spyr Grím hvað hann vilji helzt hafa á hestinum austur, og segist Grímur ætla að flytja kvistinn og höfuðin. Bóndi spyr, hvort móðir hans þurfi ekki korns. Grímur segist ekki geta hugsað til að hafa það með sér í það skipti. Bóndi segir, að á lestunum skuli hann koma með 10 hesta með reiðingi, og geti hann þá hvort sem hann heldur vilji fengið á þá hjá sér eða lagt fiskinn inn hjá öðrum. Síðasti dagur útsökmnar er í dag Notið tækifærið. Gerið góð kaup. Vanur bifreiðastjóri óskast til að aka kranabíl. ^JiéJinn L.f. UÍRMiWiJi (IIUMUH>>UUUIjOL*ai| • k g| Jémm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.