Morgunblaðið - 08.09.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1954, Blaðsíða 11
I MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. sept. 1954 n 1 pnaa'B ■■■■■■■■■■■»•*■■»■••*• ■>■■■■■■■■• ■•■■•■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■uaaaaasfll Þakjárn vænianlegf s næstu viku FYRSTA SKÁKBRÉFIÐ FRÁ AMSTERDAM V s s s s s s s s s s s s s ■ s ■ a s s :■ : c e ■ *«iri Tökum á móti pöntunum Haínarstræti 19 — Sími 3184 .......................................■■■■■■■■■, sj. | Trésmiðir óskast f Kppmælingar- eða tímavinnu. ■ Hagstæð skilyrði fyrir sjálfstæða vinnuhópa. Benedikt & Gissur h.f,, Aðalstræti 7 B. Sími 5778. I. 0 ■ ........................MMMMMM.......■•■■■■■«■■■, Ri — ili Höfum á lager hina ágætu en ódýru þýzku rennilása Ri—Ki. — Ýmsar stærðir og litir. Björn Árnason, umboðs- og heildverzlun. Bankastræti 10 — Sími 82328. Tvo háseta vantar strax á reknet á bát frá Akranesi. Upplýsingar hjá ■ Landssambandi ísl. litvegsmanna. i! ............................................ .......................................... >! | Innheímtnmaðar Stórt verzlunarfyrirtæki óskar að ráða til sín rösk- ■ ■ an innheimtumann nú þegar. — Tilboð merkt: .! ■ „,333“, sendist afgr. Mbl. strax. . . ............................ |TI1(.Mmm.mmmmmmm.mmm>m..m.m*mm*m«>mm«mmmmm«m ! IM tf S: N Æ H I : hentugt fyrir bifreiðaverkstæði, 200—250 ferm. óskast r E til kaups eða leigu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 5 |: laugardag, merkt: „Bílaverkstæði — 322“. p 3 ■ ■ ■ Skrifsfofusfú'ikáa ■ ■ ■ ■ Heildverzlun vantar stúlku til símagæzlu og sendiferða. | ; Ritvélakunnátta æskileg. Umsókn merkt: „Skrifstofu- • | stúlka — 301“, sendist blaðinu fyrir 12. þ. m. . • . . ....................................... Bezt að auglysa í Morgunblaðiðinu — ^ eftir Guðmund Arnlaugsson IGÆRKVÖLDI barst fyrsta fréttabréfið frá Guðmundi Arnlaugssyni, fréttaritara á skákmótinu í Amsterdam. I þessu bréfi, sem Guðmundur skrifar á mánudaginn, segir m. a. á þessa leið: Það var býsna örðugt verk að útvega skákmannahópnum við- unandi húsnæði, en það mun yfir- leitt hafa tekizt vel, að minnsta kosti hef ég engan heyrt kvarta nema Norðmennina, þeir voru mjög óheppnir en nú held ég að búið sé að bæta þar úr. Þegar þess er gætt að Hollendingar hafa aðeins haft fimm vikur til undirbúnings má það teljast næstum kraftaverk hve vel úr öllu er greitt. GÓÐUR VIÐURGERNINGUR Skákmönnunum hefur verið komið fyrir á ýmsum hótelum í bænum, þeir hafa fengið í hend- ur spjöld er veita þeim rétt til að aka með hvaða sporvagni eða strætisvagni sem er. Aðalmál- tíðir dagsins eta þeir allir á sama stað, vi ðhliðina á taflstaðn- um, og er hann rikulega fram- reiddur, en matmálstímar eru aðrir en maður á að venjast: lunchinn er á tímanum frá 1—3 og er það ágætt, en miðdegis- verður er etinn að loknu tafli um iágnættið. Teflt er frá hálfsex til hálfellefu og er sá tími valinn vegna aðstoðarmanna við fram- kvæmd mótsins, en þeir stunda aðra vinnu á daginn. Að tafli loknu er sezt að snæðingi og tek- ur sú athöfn venjulega rúma klukkustund, svo að venjulega er komið’ yfir miðnætti þegar heim er komið, og þá tekur við starf, sem ekki verður frestað: athug- un biðskáka, ef nokkrar eru. — Morgunmat eta menn yfirleitt á hótelinu þar sem þeir búa, en við höfum fengið aðsetur í einka- íbúð og sjáum því um okkar morg unverð sjálf. GEYSIMIKILL SALUR Taflstaðurinn er Apollohal, geysimikil sýningarhöll, veggir úr gleri og stáli nema allra neðst, hluti af þakinu einnig. Ég minn- ist þess varla að hafa teflt í jafn- stórri höll, það hefði þá verið í Múnchen 1936, en þetta hús minn ir dálítið á þá sýningarhöll, sem þar var teflt í. í Buenos Aires hafði stóru leikhúsi verið breytt í skáksal með því að ryðja öllum stólum burt og svipuðu máli gegndi í Helsinki. Hér er gólf- flötur svo mikill, að þótt rúmt sé um þá hundrað skákmenn, sem tefla í senn, þarf ekki nema þriðjung hans til þess. — Skák- stjórnin situr í miðjum salt, svo eru hér útibú frá ferðaskrifstofu, frá sælgætis- og gosdrykkjaverk- smiðjum, að ógleymdu happ- drættinu, sem virðist jafn óum- flýjanlegt í Hollandi og heima, og á að standa straum af ein- hverjum hluta af þeim mikla kostnaði, sem rnótið hefur í för með sér. En þótt flestu sé haganlega fyrir komið, hafa Hollendingar orðið síðbúnir með sumt eins og eðlilegt er. Þannig er enn ekki búið að prenta mótskrána, og þó unnt sé að geta sér til eða lesa á töflum í skáksalnum hvað morgundagurinn beri í skauti sínu, er erfitt að fá vitneskju lengra fram í tímann. En þetta stendur allt til bóta. FRIÐRIK ÞEKKTUR Við vorum búnir að sjá nokkra af skákmönnunum á leiðinni, Svíar, Danir og Finnar komu til Amsterdam með sömu lestinni og við, og á hótelinu, sem við vor- um á fyrstu nóttina, hittum við Ungverjana. Þeir voru ekki sein- ir á sér að heilsa upp á okkur þeg ar þeir sáu Friðrik og Guðmund Pálmason. — Friðrik er orðinn þekktur í skákheiminum. í sið- asta hefti sænska stórblaðsins sem Lundin gaf okkur í lestinni, eru fjórar af skákum Friðriks frámótinu í Prag, tvær vinnings- skákir og tvær taps. Lundin, sem hefur ritað athugasemdir við skákirnar. Líkir hann honum bæði við Aljechin og Keres. MÖRG FRÆG NÖFN Að kvöldi hins 3. sept. hittust skákmennirnir í hótel Krasno- polskí og rifjuðu upp gömul kynni og stofnuðu til nýrra. — Þarna mátti sjá gamlar kempur eins og Bernstein, er var eitt mesta skákmannsefni í heimin- um um 1909. Því var fyrir hon- um spáð að hann ætti eftir að verða heimsmeistari í skák, en í staðinn varð hann lögfræðingur í París. Mikill maður á því sviði einnig, en því miður með alltof lítinn tíma til að tefla. Hanmkom alla leið norður til Helsinki í hitteð fyrra, bara til þess að horfa á töflin og fá sér létta skák sjálf- ur. Nú er hann í fylkingarbroddi Frakka og stendur sig eins og hetja þrátt fyrir aldurinn, gerði janftefli við sjálfan Gligoric í fyrstu umferð, en vann Benkner frá Saar í þeirri næstu. Þarna má einnig sjá Lokvenc, er var einn fremsti taflmeistari Vínar- borgar í þann mund er ég lærði skák og við strákarnir lásum Wiener Schachzeitung, sem stend ur okkur enn fyrir hugarsjónum sem fremsta skáktímarit heims- ins. En eitt er draumur, annað raun, þessi maður er tefldi svo snjallt á árunum um og eftir 1930, sýnir sig hér sem gamlan og lítinn karl, sem er þar að auki svo nærsýnn að hann þarf að grúfa sig alveg ofan í skákborðið, svo að óhugsanjli er að hann sjái Hollendingarnir sjálfir sjást lang nema lítinn hluta af því í einu. ar leiðir að, þeir eru allir nálægt tveim metrum á hæð Ljósmynd- arinn, sem ætlaði að ná mynd af fyrsta manni þeirra, Donner, og mestu vandræði, því að Kotoff i er með minni mönnum og náði; Kotoff hinum rússneska, komst Donner ekki nema í mitti. Þarna voru nokkrir blaðamenn og vék einn þeirra sér að okkur, hann hafði heyrt að Friðrik væri yngsti þátttakandinn á þinginu, en við gátum frætt hann um þnð að hvað sem öðrum sveitum liði ættum við annan yngri: Inga R. í Morgunblöðunum í dag (mánu- dag), eru svo viðtöl við skák- mennina og þar er Inga minnst á fleiri stöðum, svo að ég nú ekki tali um Friðrik sem er nefndur í sömu andránni og stórmeist- ararnjr. IIEIMSMEISTARAR Engir vöktu þó meiri athygli þarna en heimsmeistararnir frá Sovétríkjunum. Hvar er Botvin- nik spurðu menn, en hann var þarna ekki, aftur á móti voru hinir allir: Sniysloff, Keres Og Kotoff brosandi út undir eyru. Við sáum Botvinnik við setning- arathöfnina. Þeir eru einkenni- lega ólíkir félagarnir Botvinnik og Smysloff. Botvinnik er meðal- maður að hæð, hæglátur og sein- tekinn, næstum feiminn; Smysl- off eins og áður er sagt glaðleg- ur og síbrosandi, að vísu hæg- lætislegur líka en þó áreiðanlega miklu fljótari að kynnast mönn- um. Hann er hár maður vexti, með rauðleitt hár, baryton- söngvari. Þarna er líka Najdorf, hann er alltaf sami strákurinn, þótt hárið sé farið að grána og ansi lítið eftir af því. Hann tal- ar með öllum líkamanum, eink- anlega þó höndunum ef hann verður æstur eða ákafur, en það er hann oft. Fyrsta hitamál móts- ins kom fyrir í fyrstu umferS milli hans og Tékkans Pach- manns. Báðir voru í tímahraki og Pachmann bauð jafntefli þeg- ar hann hafði leikið 40. leik sín- um. Najdorf hugsaði sig um and- artak en hafnaði boðinu síðan og lék, en of seint vísirinn var fallinn og Pachmann krafðist vinnings. Þeir stóðu þarna eins og hanar hvor framan í öðrum, Najdorf pataði í allar áttir, Pach- mann rólegri en þó sýnilega ákveðinn í að halda sínum hlut. Yfirdómarinn prófessor Widmar var kvaddur á vettvang og kvaS upp þann úrskurð að skákin væri jafntefli, Pachmann hafði brotið af sér með því að bjóða Najdorf ■ jafntefli í umhugsunartíma hans | og þar með átt sök á því að hann fór yfir tímatakmörkin. Kemst Islaitd í aialýrilifiii i skákmólinu í ámsfirdasi! AHUGI manna á skákíþróttinni kom glöggt í ljós, er Skáksam- bandið efndi til fjáröflunar meðal almennings vegna þátttökii í Ólympíuskákmótinu í Amsterdam. Söfnunin fór langt fram úr áætlun og enn leggur hver þátttakandi í 200 m sundkeppninni fram sinn skerf til söfnunarinnar. þær nái úrslitum, er hörð barátta getur alls staðar orðið um þriðja sætið. í A-riðlinum má telja Rúss- land og Holland næsta öru.gg, en líklegt að hörð barátta geti orðið milli Austurríkis, Finnlands og íslands. í B-riðli eru Argentína og Tékkóslóvakía sterkust, í C- riðli Júgóslavía og Svíþjóð og í D-riðli Ungverjaland og Vestur- Þýzkaland. Ekki var teflt í A-riðlinum 3 gær, og nýjar fréttir frá mótinií eru því engar. Styrkleikinn í riðlunum virðist nokkuð jafn, sagði Balilur Möller, er blaðið bað um álit hans í þeim efnum. Þrjár efstu þjóðir í hverjum riðli tefla síðan í aðalúrslit- unum, en hinar 14 i aukaur- slitum. Ætia má að sterkustu þjóðunum hafi verið raðað í riðlana að nokkru leyti, enda má segja sömu sögu um þá alla fjóra: í hverjum riðli eru tvær þjóðir, sem telja má mjög sigurstranglegar, þann- ig að miklar líkur eru á að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.