Morgunblaðið - 08.09.1954, Side 14

Morgunblaðið - 08.09.1954, Side 14
MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 8. sept. 1954 ] N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasin 1 Framlialdssagan 36 og elskuleg. En sú staðreynd að hann var Ameríkumaður, hafði það í för með sér, að hún setti hann ekki í þann þrönga hóp, sem hún vildi að Iris veldi sér mann úr. Frá sjónarhóli Irisar, var England eina land veraldarinn- ar, sem nokkru máli skipti, og synir Englands voru salt jarðar- innar; hún leit á alla aðra menn sem útlendinga og um leið ekki eins mikils virði og Englendinga. „Frank Meredith er að fara, Nicole“ sagði hún. „Hann bíður , í anddyrinu til þess að fá að kveðja þig. Vertu aðlúðleg við hann, góða; hann er mjög eskulegur maður.“ Nicole sá stríðnisglampann í augum Lloyds, þegar hún gekk áleiðis til dyra. Hún sá að hann vissi eins vel og hún, hvað Iris átti við með orðalaginu „elsku- legur maður“. Hvernig hún tal- aði til Nicole sýndi, að kunnings- skapur við Meredith átti að halda sér. Hún gekk fram í anddyrið. Frank beið rétt við útidyrnar, og er hún nálgaðist, sá hún, að hann leit óþolinmóður á úr sitt. hað var sýnilegt, að honum féll illa, að vera látinn bíða — svo að hún fór sér hægt af einskærri stríðni. Hann gekk á móti henni og mælti til hennar velhugsuðu og vel orðuðu boði um hádegis- verð að tveim dögum liðnum. Lcgar hann tók upp minnisbók og skrifaði nafn hennar niður, þá hafði hún það á tilfinningunni, að honum þætti sem hann hefði sýnt henni mikla sæmd og virð- ingu. Hann stakk bókinni í vas- ann og kvaddi með gusti — eins og maður í utanríkisþjónustunni sem hefur orðið vel ágengt Og síðan hraðaði hann sér til bif- reiðar sinnar. Lloyd hitti hún fyrstan manna, er hún kom aftur inn í borð- stofuna. Hann stóð í dyrunum, sneri sér að henni og sagði: „Jæja er vinur okkar í utanríkisþjón- ustunni farinn?“ „Já, hann hefur kvatt.“ „Þáðirðu boðið?“ „Hvernig veiztu að hann bauð mér út?“ „Eg sá þessa litlu rauðu bók hans. Ég gat mér til um hitt.“ „Athugull ertu“, sagði hún með þjósti. Hann hló glettnislega. „Hvað finnst þér svona hlægi- Iegt?“ spurði hún. „Eg hugsa að þér finnist ekki síður en mér, að þessar hefð- bundnu venjur enska aðalsins dá- lítið hlægilegar." „Það eru nú ekki aðeins Eng- lendingar, sem hafa í heiðri hefð- bundnar venjur — Ameríku- rnenn geta nú stundum verið skrítnir líka.“ „Já, vissulega geta Armeríu- rnenn verið svo. En það eru að- eins mjög fáir.-Flestir Ameríku- menn unna frelsi sínu meir en svo, að þeir vilji binda sig við ákveðna persónu, aðeins vegna þess að það eykur á virðingu þeirra, að hafa sézt í fylgd með henni. Ameríkumenn eru þannig, að þeir eru með stúlku aðeins ef þá langar til þess — ef svo er ekki þá sjást þeir ekki með henni. Þannig er það ekki hér. Frank Meredith er maður í góðri stöðu. Hann er áhrifamaður, og hvað er mikilsverðara fyrir hann en að komast í góð efni.“ Hún andvarpaði óþolinmóð. „Ekki veit ég, hvers vegpa við stöndum hér og ræðum Frank Meredith, Mér finnst hann ekki vera skemmtilegt umræðuefni." „Finnst þér það ekki?“ j „Ó, Lloyd. Þú ert einkennilegur í kvöld. Hvað er að þér?“ Hún brosti blíðlega til hans. „Þú ert þó ekki afbrýðissamur?“ „í garð hvers — Frank Mere- diths?“ Hann hló aftur. Síðan varð þögn. „Eigum við ekki að gleyma þessu öllu saman? Það er einhver að leika „Skuggavals- inn“. Við skulum dansa.“ Hann tók um hendi hennar og leiddi hana fram í autt anddyrið. | Hann þrýsti henni að sér í dansinum. Þau voru laus við um- heiminn — hérna í hálfrökkri anddyrisins. Varir hans snertu hár hennar — og hún brosti. Allt í einu fann hún að hann ^ hætti að hugsa um dansinn og sleppti henni. „Fari það norður og niðui“ sagði hann. „Sjáðu þarna“. I Hún sneri sér við og sá hvar , Gerry og Richard stóðu í dyrun- 1 um, Gerry, stríðnislegur á svip, ; handlék hálfreyktan vindling í ákafa; Richard, rjóður af ergelsi, . horfði löngunaraugum á hana. „Skemmtirðu þér vel, Fenton?“ spurði Gerry. j Nú fann hún allt í einu, að ! hún elskaði Lloyd — hún vissi að hún hafði gert það vikum sam an. Og hún fann það á sér, að . hann hefði tjáð henni ást sína þetta kvöld, ef Gerry og Richard hefðu ekki truflað þau. Hún ótt- aðist, að þegar hann segði henni, að hann elskaði hana, þá mundi | hann biðja hennar. Hún fylltsist kvíða. í speglinum horfði hún á handa hreyfingar Ellen er hún burstaði hár hennar. Nicole varð hugsað um frelsi sitt, og unni því meir en nokkru sinni áður. Hún vildi vera frjáls — að minnsta kosti eitt ár ennþá. Það myndi hann ekki vilja. Hann mundi ekki vilja bíða. En hún ætti engra kosta völ. Hún var enn of ung til að gift- september næstkomandi, þegar hún yrði tuttugu og eins árs. Hún strauk hendi sinni eftir brún snyrtiborðsins, og hugsaði um það, hvort hann myndi skilja hana — hún vonaði að hann myndi gera það. Hann var ekki ósanngjarn; hann vissi hve mjög hún elskaði lífið og hve gaman henni þótti að njóta þess. Hann var þannig, að hann myndi skilja hennar sjónarmið ekki síður en sín eigin. Hann var ekki maður, sem flanaði að neinu. Hann vildi vera viss um allt, sem hann legði út í. Hún brosti lítið eitt, er hún allt í einu mundi, að hann hafði aldrei ennþá sagt að hann elsk- aði hana — hvað þá, að hann hefði beðið hennar. En hún var áhyggjulaus. Hún hafði lært að þekkja hann á þessum tveimur árum. Hann mundi biðja hennar — það var hún fullviss um. 7. kafli. Ákaft lófaklapp kvað við í leik húsinu og þung tjöldin féllu fyrir sviðið. Nicole var í öðrum heimi af hrifningu og ánægju yfir leikn- um La Source, er hún sneri sér að Gerry og sagði dreymandi. „Þetta var dásamlegt." Hann var á sama máli — því er hann sá hrifningarsvipinn á Nicole hafði hann ekki kjark í sér til annars. Fólkið hvarf smám saman úr stúkunum umhverfis þau. Hann leit í kringum sig, en skyndilega var hurðin að stúku þeirra opnuð. Gerry leit við. „Bren!“ sagði hann. „Af öllum mönnum!" Komumaðurinn rétti fram hendina. „Ég hef mjög lítinn tíma, því ég er hér með mörgu fólki.“ Gerry kynnti Nicole. „Þetta er Brendan O’Faolain. Bren — ung- frú Rainard.“ Brendan brosti. „Við höfum sézt áður, ungfrú Rainard. í gær á málverkasýningunni.“ Jóhann handfasti ENSK SAGA 19. Bikarar úr gulli og silfri, gimsteinum settir höfuðbún- ingar gestanna, og hinar skrautlegu silkiyfirhafnir þeirra og viðhafnnrbúningar, allt glitraði þetta og blikaði í hinni ljómandi skæru ljósbirtu. Frammistöðumenn, hlaupandi fram og aftur, báru fram dýrar krásir. Alls voru framreiddir sex réttir matar með tuttugu tegundum krása í hverjum rétti; kjöt og fiskur, og margs konar villibráð ríkulega kryddað. Og gnægð af dýr- mætu kryddbrauði og sætindum, svo að hver gæti tekið það sem hann vildi. Enginn hafi sem sé ástæðu til að kvarta um svengd. Byrlararnir fylltu hvern tæmdan bikar á ný, og himnesk- Hinir tveir konungar töluðu mjög alúðlega saman, og júlí næsta ár. Breiðslubandalagið hefur mjög orðið til þess afréðu sameiginlega að leggja af stað til landsins helga í aprílmánuði. En þó að þessir tveir þjóðhöfðingjar gætu verið vopnbræður, mátti þó hver maður sjá, að þeir gátu aldrei orðið vinir. Enginn getur vænzt þess, að ljón og refur lifi saman í sátt og samlyndi, en þannig virtust þessir konunglegu frændur vera. Filippus var vitur maðUr og kænn, en hann var ekki ást- sæll, því að hann var kaldlyndur og fólkið þráir að hlýja sér við eld göfugrar sálar. Skömmu seinna kom nokkuð fyrir, sem breytti öllum lífsferli mínum. Einn morgun í dögun lagði Ríkharður kon- ungur af stað með hirðmönnum sínum á villisvínaveiðar í skóginum. Ég reið á eftir de Columbieres húsbónda mínum og bar veiðispjót hans, sem hann hafði til vara. í TÆKIFÆRISVERÐ ■ Skór og fatnaður ■ j lítið eitt gallað selt fyrir ótrúlega lágt verð. ■ ■ ■ Komið strax og opnað er, ■ ■ meðan úrvalið er mest. ■ ■ ■ ■ I Verzlioaiira Garðastræti 6 Heildsölubirgðir: j Urynjólpóóon &T* ^J\v varan NÆLONSOKKAR. ULLARSOKKAR ÍSGARNSSOKKAR Heildsölubirgðir: íslenzk erlenda verzlunarfélagið H.F. Garðastræti 2 og 4 — Sími 5333. ATVINNA Laghentur maður, helzt vanur, getur fengið atvinnu ! nú þegar á málningarverkstæði okkar. — Uppl. (ekki í síma) gefur verkstjórinn. RÆSIR H.F. ■ WIHUMIWW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.