Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 1
16 síður Á flokksþingi brezka Verkamannaflokksins beið Bevan algjöran ósigur fyrir Attlee. Þannig hugsar brezkur skopteiknari sér úrslitin. Hernám Þýzkalands mjög takmarkað Nítiveldafundiiuim bráfl lokið. s LUNDUNUM, 1. okt. Frá Reuter-NTB HINU níu ára hernámi Þýzkalands muni verða lokið á morgun, laugardag, í raun og | veru, en þá gefa Bretland,: Bandaríkin og Frakkland út { sameiginlega yfirlýsingu um, að ▼eita Iandinu fullt sjálfstæði í náinni framtíð. Þetta var ákveðið Á níuveldafundinum í dag. Var • tiUaga þessi samin af nefnd sér- ( (ræðinga og lögðu utanríkisráð- herrar landanna síðan blessun > sína yfir hana. Þar til landið ▼erður alveg sjálfstætt munul hernámsyfirvöldin mjög tak-1 marka hersetuna og binda hana ▼ið lítil svæði í landinu. Landið mun verða sjalfstætt strax og Þýzkaland tekur þátt í vörnum Vestur-Evrópu. Fullt samkomulag varð á fundinum um endurvígbúnað landsins. Var til laga Belgiu tekin til greina en samkvæmt henni á að víkka Brússelbandalagið svonefnda og setja á hámark um það hvað hvert land megi hafa mikinn her- afla og strangt eftirlit verður haft með framleiðslu þungra vopna, og þau alveg bönnuð á sérstök- um landssvæðum, sem þykja hernaðarlega mikilvæg. ^ Sérstakt stjórnarráð verður stofnað fyrir bandalagið, þar sem ráðherrar landanna eiga sæti og auk þess verður stofnað sérstakt þing þess, þar sem þingmenn sjö landa eiga sæti í. Löndin eru: England, Frakklandí Belgía, Hol- land, Luxemborg, Vestur-Þýzka- land og ítalía. Bretar smíða tyrsta þrýsfi loftsknúna skriðdrekann LUNDÚNUM, 1. okt. — Frá Reuter-NTB BREZKI herinn skýrði frá því í dag, að verkfræðingar hans hefðu framleitt nýja tegund skriðdreka, sem knúinn er þrýstilofti og líkist hann mjög uppfinningunni „járnrúmið fljúgandi“, — nema hvað hann getur ekki flogið. Brezka varnarmálaráðuneytið hélt i gær opinbera sýningu á skriðdreka þessum og nefnist hann í opinberum plöggum „fyrsta þungvopnið á beltum, sem er knúið þrýstilofti". Ekki hefur verið skýrt frá smáatriðum í byggingu skriðdrek- ans, en tekið er fram, að hann sé aðeins tilraunasmíði, en seinna muni verða hafin framleiðsla slíkra skriðdreka til her- og skot- færaflutninga. ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNARINNAR f CÆR: B ifreidaúth I utun til atvinnu- Bevan fallin hílstjóra aukin Hinn nýi bifreiðaskatlur verður ekki lagður á jeppabifreiðir. RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær, að hækka tölu fþeirra fólksbifreiða, sem úthlutað verður til atvinnubílstjóra í Hreyfli um 25. Verða þær bifreiðar fluttar inn frá Bandaríkjun- um. — Bifreiðastjórar annarsstaðar á landinu fá hlutfallslega inn- flutningsaukningu. Innflutningur bifreiða til atvinnubílstjóra á þessu ári verður þvi miklum mun meiri en tíðkast hefur undanfarin ár. stjarna SCARBOROUGH, 1. okt. Árs- þingi brezka Verkamanaflokks- ins lauk í dag, og hafði Clement Attlee þá unnið algjöran sigur á andstæðing sínum Aneurin Bevan, leiðtoga vinstri armsins í flokknum. Varð stefna Attlees ofan á öllum höfuðatriðum, sér- staklega var sigur hans algjör, er þingið samþykkti að styðja að endurvígbúnaði Vestur Þýzka- lands og samþykkja stefnu hægri mannanna í flokknum í Aísumál- unum. Eftir að þinginu lauk, hélt Bevan ræðu á fundi 1900 fylgis- manna sinna og endurtók hann þar hinar fyrri, heiftúðugu árásir sínar á flokksforustuna. Á þing- inu var Bevan vikið úr stjórn flokksins. Talið er nú, að Bevan reyni að vina aftur þá fótfestu, sem haipi áður átti meðal verkalýðs- hreyfingarinnar og biðla til hins óbreytta verkamannaflokksfylgj- anda. Reuter. Verkfallið breiðist út LUNDÚNUM 1. okt. — Hafnar- verkfallið í Lundúnúm breiðist nú mjög út og leggja æ fleiri verkamenn niður vinnu. Nær það nú til 10.000 verkamanna og 120 skipa. í rauninni er hér um tvö verkföll að ræða, annað þeirra verkamanna, sem vinha við los- un skipa og hitt þeirra, sem vinna að viðgerð þeirra. Er verkfallið meðal þeirra sem vinna í Viktor- íuhöfninni, Royal Alberthöfninni og King Georgehöfninni. Þau skip, sem varkfallið nær aðallega til, eru með matvæla- farm frá Bandarikjunum til Ástr- alíu. — Reuter NTB JEPPAINNFLUTNINGURINN Ennfremur ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í gær, að heimila innflytjendum jeppabifreiða að afhenda leyfishöfum jeppabif- reiða, sem fluttar verða inn á þessu ári með verðjöfnun á þeim jeppum, sem fluttir hafa verið inn á árinu frá ísrael. Mun verð jeppabifreiða því verða töluvert lægra nú en undanfarin tvö ár. ÁGREININGUR INNAN STJÓRNARINNAR Ágreiningur var um það inn- an ríkisstjórnarinnar, hvort jepparnir skyldu seldir á ísraels- verði eða á núverandi kostnaðar- verði þegar þeir eru keyptir frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Dollaraviðskipti Þýzkalands FRANKFURT, 1. október. Verzl- un Vestur Þýzkalands verður innan skamms gefin að miklu leyti frjáls til dollarasvæðisins og er búizt við, að' í febrúar í vetur verði 70% af verzluninni þangað komið á frílista. Álit sérfræðinga er, að hið aukna frjálsræði muni ekki hafa neina hættu í för með sér, heldur stuðla að því, að bæta efnahag landsins. —Reuter. Ólafur Thors forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra töldu eðlilegt, að þar sem nýr skattur hefði verið lagð- ur á innflutning annara fólks- bifreiða, þá yrði ísraelsverðið látið gilda á jeppunum. En Ing- ólfur Jónsson viðskiptamálaráð- herra og ráðherrar Framsóknar- flokksins töldu hinsvegar rétt að innflutningsverðið yrði hið raun- verulega verð þeirra. McCarran látimi WASHINGTON, 1. okt. — Hinn kunni bandaríski stjórnmálamaður. Pat McCarran, lézt í fyrradag, 76 ára gamall. Hann var fyrst kjörinn á þing 1932 fyrir demokrata og sat æ síðan á þingi. Lengi var hann formaður utan- ríkismálanefndar þingsins, en eftir að republikanar tóku við völdum varð hann að láta af því starfi. Hann var mikill McCarthysinni, fylgismaður nánara sambands Spánar og Bandaríkjanna og við hann eru hin illræmdu McCarr- anlög kennd, en þau fjalla ura það að sjómenn á erlendum skip- um þurfi sérstakt leyfi til þess að stíga á land í Bandaríkjunum. Verður þýzk útgerðarstöð stofnuð í Færeyjum? Eyjarskegqjar vilja 16 mílna landhelgi ir ÞANN 28. þ. m. birtist grein í danska blaðinu Information þar sem skýrt er frá því, að Færeyingar hyggist selja þýzku togaraútgerðarfélagi fiskvinnslu og útgerðarstöð í Færeyjum, og hafi í undir- búningi að segja upp land- helgissamningunum við Breta frá 1901, sem íslend- ingar hafa þegar sagt upp fyrír sitt leyti. ií Danski hæstaréttarmálaflutn ingsmaðurinn Niels Aarup, hefir verið milligöngumaöur um þessi viðskipti og kom hann fyrir skömmu til fær- eyska bæjarins Tveraa með þýzkum togara frá Bremen. VTar og með togaranum þýzk sendinefnd frá útgerðarsam- steypunni 4. T., en hún á um 50 togara. í Tveraa var tekið á móti togaranum með mik- illi viðhöfn og önnuðust mót- tökurnar Peter Mohr Dam, sem er einn þingmaður Fær- eyinga í danska þjóðþinginu og Ove Djurhus varaformað- ur bæjarstjórnarinnar. ★ í símskeyti frá Þórhöfn seg- ir síðan, að Dam hafi boðið Þjóðverjum útgerðarstöð í bænum og athafnasvæði til sölu. Hefur þessi afstaða þingmannsins vakið nokkra furðu í Færeyjum, segir í fregninni, sökum þess, að hann hefnr barizt skelegg- lega fyrir þeim málstað Sjálf stæðismanna eyjanna, að landhelgislínan við Færeyjaí verði víkkuð í 16 mílur úr þeim þrem, sem hún nú er. ★ í Færeyjum er nú risin upp sterk hreyfing, sem heimtar, að dansk-enska samningnum um fiskveiðitakmarkanir frá 1901 verði sagt upp og hefur sísíaldemókrataflokkur eyj- anna sent lögþinginu bréf, þar sem þessi krafa er borin fram, og málgagn flokksins í Þórshöfn hefur sagt, að færeyski demókrataflokkur- inn telji sig ekki bundinn af því, sem danskir sósíal- demókratar vilja gera í mál- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.