Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAttlO Laugardagur 2. október 1954 oramiliJaMÍ* w Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ■JÉ Íslenzkir söngkennarar mega setja merkið Biátt Hversvegna hafa Svíar vígbúizi? AÐSTAÐA Norðurlandaþjóð- anna á sviði utanríkis- og varnarmála er nokkuð mismun- andi. ísland, Noregur og Dan- mörk eru í varnarbandalagi hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Svíþjóð heldur sig utan við það og byggir afstöðu sína í orði kveðnu á hinni svokölluðu hlut- leysisstefnu. Finnland, sem neydd ist til þess að berjast með Þjóð- verjum í síðustu styrjöld og ligg- ur upp að Rússlandi, miðar utan- ríkisstefnu sína fyrst og fremst við að styggja ekki Rússa, sem hafa öflugar herstöðvar í hjarta landsins. Kommúnistar og aftaníossar þeirra hér á landi, sem þykjast vilja fylgja hlutleysisstefnunni, vitna mjög til Svía og afstöðu þeirra. íslendingar eigi að byggja sína afstöðu á svipuðum grund- velli. í þessu sambandi er það athug- andi, hvað Svíar hafa verið að gera í landvarnamálum sínum undanfarin ár. Hafa þeir snúið sér til veggjar og látið sem sjálf- stæði þeirra og öryggi væri engin hætta búin? Nei, sannarlega ekki. Senni- lega hafa fáar þjóðir Evrópu lagt jafn mikið kapp á land- j varnir sínar og einmitt Svíar.! Þeir hafa þjálfað fjölmennan ' landher, komið sér upp öflug- j um flugflota nýtízku flugvéla,' byggt herskip og kafbáta í stórum stíl og nú síðast tekið kjarnorkuvopn í þágu land- varna sinna. Hafa undanfarna daga staðið yfir heræfingar með kjarnorkuvopnum um meginhluta Svíþjóðar. Engum vitibornum manni get- ur komið til hugar að sænska kemur og notuð verða þau kjarn- orkuvopn, sem mannkynið ræð- ur nú yfir, vofir dauði og tor- tíming yfir miklúm hluta þess. En frelsisunnandi þjóðir geta ekki látið tilhugsunina um slíka ógæfu halda sér frá öllum ráð- stöfunum til verndar sjálfstæði sínu og öryggi. Varnarundirbún- ingur þeirra miðar fyrst og fremst að því takmarki, að koma í veg fyrir að til styrjaldar komi og beitingar þeirra drápstækja, sem nútímatækni hefur skapað. Samtök eins og Atlantshafs- bandalagið vinna þannig mark víst að því, að útrýma árásar- hættunni, koma í veg fyrir að hin eyðandi öfl styrjaldarinn- ar losni úr læðingi. Sænska þjóðin hefur kosið að standa utan við þau á grund velli hefðbundinnar hlut leysisstefnu sinnar. En hún hefur ekki látið hjá líða, að leggja sinn skerf að mörkum til verndar frelsi sínu og þar með friði og öryggi í Norður- álfunni. Tillaga Edens ieysir vandann ÞÝZKI tónlistarkennarinn Paul Nitsche, sem dvalið hefir hér undanfarinn hálfan mánuð á vegum Söngkennarafélags ís- lands og fræðslumálastjórnarinn- ar hélt heimleiðis í morgun. Hann hefir eins og þegar hefir verið getið unnið hér að kennslu og leiðbeiningum við söngkenn- aranámskeiðið, sem staðið hefir yfir s. 1. tvær vikur. Þótti ís- lenzku söngkennurunum þeir vel hafa veitt, er þeim tókst að fá hann hingað, þar sem Paul Nitsche er viðurkenndur meðal hinna allra færustu manna á sínu sviði í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hann hefir á hendi söng- og S tónlistarkennslu við menntaskója í borginni Bergisch Gladbach, • rétt hjá Köln, jafn- framt því sem hann kennir einn- ig við tónlistarháskólann í Köln sjálfri. — Þá er hann og afbragðs söngmaður. UNNIÐ ÓSLEITILEGA Mbl. átti í gærdag samtal við hr. Nitsche um dvöl hans og starf hér á íslandi og viðhorf í þýzkum tónlistarmálum, einkum að því er varðar kennslu og iðk- anir tónlistar meðal barna og unglinga. Á ofangreindu námskeiði hef- ir hann að jafnaði fimm klukku- stundir á degi hverjum unnið jöfnum höndum að því að leið- beina kennurum og nemendum Samtal við þýzka tónlistarkennarann, Paul Nitsche um viðhorf í tónlistarfræðslu og starf hans hér s.l. hálfan mánuð. Paul Nitsche. um beitingu og þjálfun raddar- innar og hvernig bezt megi rækta og örva tónskynjun hins unga nemanda, án þess að gert sé ráð fyrir sérstökum tónlistarhæfileik um .Um 35 íslenzkir söngkenn- arar hafa sótt námskeiðið en dr. Edelstein og Róbert A. Ottósson ' NIUVELDARAÐSTEFNAN stendur enn enn yfir í Lancaster- húsi í Lundúnum. Verkefni fund- arins er að reyna að leysa úr flækju þeirri, sem hugmyndirnar um varnarher Vestur Evrópu eru komnar í. I Síðustu fregnir herma að full- trúarnir á ráðstefnunni séu nú venju fremur vongóðir um að UÍJ andi áhripar: ~-- —o—- < wíj u ii viuut vv/iiguuu uui au i þjóðin hyggi á árásarstyrjöld á það takist að leysa vandamálið. J nágranna sína, sem eru Danir, Norðmenn og Finnar. Þessar frændþjóðir lifa saman í sátt og samlyndi. Engum andlega heil- um manni dettur heldur í hug, að Svíar séu að undirbúa árás á Rússland, Pólland eða Þýzkaland. En hversvegna er hin friðsama sænska þjóð þá að vígbúast? Það sem gefur sérstaklega til efni til þess er hin merkilega til- laga Edens utanríkisráðherra Breta um að þjóð hans taki virk- an þátt í landvörnum megin- landsins. Eftir það virðist sem fullt samkomulag sé að komast á. Tilboð Edens er fólgið í því að Bretar skuldbindi sig til að hafa Ástæða þess er nákvæmlega fjögur herfylki og flugsveitir á sú sama og liggur til grund- meginlandinu til langs tíma. vallar stofnun og starfsemi Atlantshafsbandalagsins: Sví- ar óttast útþenslustefnu komm únista og hinn gífurlega her- styrk Sovét-Rússlands. Sænska þjóðin gerir sér Ijóst, að enda þótt hún þykist í orði kveðna vera hlutlaus þá er hlutleysisstefnan gersamlega ómegnug þess að vera landi hennar lífsnauðsynleg vernd og skjól. Þessvegna leggur hún á sig þungar byrðar til þess að efla landvarnir sínar. Enda þótt Svíar séu utan At- lantshafsbandalagsins leggja þeir þó sízt minna að sér en t. d. Norðmenn og Danir um uppbyggingu varna sinna. Það er talið að ein ríkasta orsök þess að franska þingið felldi Evrópuherinn hafi ver- ið að Bretar áttu ekki aðild að honum. Það kom t. d. greini- lega fram í hinni þungorðu ræðu hins aldna Herriots, að hann taldi það ekki geta stýrt góðri lukku, að Frakkar tækju nú í fyrsta sinn eftir áratugi þátt í hernaðarbandalagi, sem Bretar eru ekki aðilar að. Kvaðst hann óttast að slíkt1 gæti orðið til þess að sundra 1 þeim sterku vináttuböndum,1 sem Frakkar og Bretar hafa \ bundizt og hafa orðið örlaga- rík á miklum hættustundum. Frakkar leggja megináherzlu á Fordæmi Svía er þannig greini Þa3 til að vega upp á móti styrk- legur vottur þess, að þjóð, sem í leika Þjóðverja að Bretar styrki orði kveðnu telur sig hlutlausa hefur ekki minnstu trú á gagn- semi, hlutleysisstefnunnar. Hún telur hana þvert á móti gersam- lega þýðingarlausa og enga stoð í henni til verndar öryggi lands síns. Að sjálfsögðu er sænsku þjóð- inni það Ijóst, að ef til styrjaldar þá og standi með þeim, þegar rætt er um vandamál Evrópu og sameiningu ríkjanna í þeirri framtíðarhugmynd að sameinuð Bandaríki verði stofnuð. En sem kunnugt er hafa sameiginleg vandamál þjóðanna verið talin aðeins einn þáttur í miklu víð- tækara alþjóðastarfi. Gagnfræðaskólanum á Akranesi frestað. IBRÉFI frá raunsæismanni seg- ir m.a.: „Maður, sem ég átti tal við í gærdag, lét í ljós vanþóknun sína við mig yfir því, að hann hafði lesið í einhverju dagblaði bæjar- ins, að ákveðið hefði verið að fresta setriingu Gagnfræðaskól- ans á Akranesi vegna þess, hve mikil vinna væri við síldveiðina þar, og unglingarnir mættu blátt áfram ekki missa sig úr vinnunni til að setjast á skólabekkinn. — Manninum fannst þetta óhæfa, sem alls ekki ætti að líðast. Ég var honum algerlegá ósammála og andmælti honum samkvæmt því svo kröftuglega sem ég mátti. Þörf á hverri nýtri hönd. MARGIR þeir, sem eru hinni löngu skólaskyldu mótfalln- ir viðurkenna, að jafrivel þótt sumum nemendum verði lítið gagn af náminu sem slíku, þá eru þeir þó betur komnir innan veggja skólans heldur en í að- gerðarleysi og reiðileysi á göt- unni. Sannleikurinn er sá, að alls ekki er að jafnaði fyrir hendi næg atvinna fyrir unglinga á skólaaldri, hvorki hér í Reykja- vík né í öðrum kaupstöðum landsins. Þegar óvenjulegar fiski hrotur eða önnur óvænt atvinna kemur til gegnir öðru máli. Þá er þörf og nauðsyn á, að hver nýt hönd komi í gagnið — og ekki orkar það tvímælis að hvílíku gagni slík vinna kemur ungling- um, ekki að eins frá hinu fjár- hagslega sjónarmiði séð, heldur og með því að leyfa þeim að kynnast og taka þátt í hinu virka atvinnulífi þjóðarinnar. Grípa gæsina, meðan hún gefst. ÞESSI frestun Gagnfræðaskól- ans á Akranesi virðist mér því ekki aðeins réttlætanleg, heldur eðlileg og sjálfsögð. Enda mun hún gerð með fullu sam- þykki Akurnesinga sjálfra, sem vita hvað það gildir að grípa gæsina á meðan hún gefst. Og, krakkarnir verða áreiðanlega ekki ósprettharðari við bókina, þegar byrjað verður, fyrir bragð- ið — þeim finnst skólinn víst alveg nógu langur samt. — Við verðum að reyna að sjá hlutina eins og þeir eru. — Raunsæis- maður“. íslenzkan og áhrifin frá Dönum. IBRÉFI austan úr Rangárvalla- sýslu stendur: „Velvakandi góður! Svo sem alþjóð er kunnugt, var lýðveldi stofnað hér á íslandi 17. dag júnímánaðar árið 1944. Sú athöfn fór fram, eftir að þjóð- in hafði óskað þess með þjóðar- atkvæðagreiðslu — og þar með vorum vér íslendingar lausir við yfirráð Dana. En áhrif þau, sem við höfum orðið fyrir af margra alda sam- búð við Dani, þau gengur okkur seint að losna við. En ekki er það Dönum að kenna, heldur kæru- leysi okkar sjálfra. Hér er um að ræða móðurmálið okkar — ís- lenzkuna. Heilög reiði. VARLA lítur maður svo í bók eða blað, að ekki sé þar eitt- hvað af orðum, sem draga dám af dönskunni. Ég get til dæmis og rökstuðnings máli mínu tekið örlítið sýnishorn — úr nokkurra daga gömlu tímariti, sem ég hef verið að lesa. Það fjallar allt um „tommur" og „rör“ og verð „pr. stk.“, „4 tommu víð rör kr. 10,50 pr. stk.“ o. s, frv. Slíkt mál er harla lítið nær íslenzku heldur en dönsku. Ég fylltist heilagri reiði, er ég las þetta — rjtstjórinn naut þess, að ég náði ekki til hans. — E.R.“ hafa aðstoðað sem túlkar og á annan hátt við kennsluna. MEGA SETJA MERKIÐ HÁTT — Mér hefir mjög þótt til um, sagði hr. Nitsche, áhuga þann og starfskraft, sem ég hefi orðið var við meðal hinna íslenzku söngkennara — og þeir eru þess um komnir, hæfileika sinna vegna, að setja merkið hátt. Ég þykist sjá, að almenn tónlistar- fræðsla hér á Islandi er enn á byrjunarstigi, en mér sýnist hin þróttmikla byrjun lofa góðu um framtíðina, og ákaflega hefir starf mitt þennan stutta tíma hér verið ánægjulegt og ég vona árangursríkt jafnframt. — Hvað viljið þér segja okkur um söng- og tónlistarfræðslu f heimalandi yðar? —Hún hefir að ýmsu leyti beinzt inn á nýjar brautir á síð- ari árum, einkum eftir síðustu styrjöld. Þess hefir orðið vart, að aðsókn að hljómleikum al- mennt hefir farið minnkandi 1 Þýzkalandi síðasta áratug, þar sem hinsvegar áhugi fyrir óper- um og leikhúsi hefir stöðugt ver- ið mikill — og fer vaxandi. — Ástæðan til þessa hefir verið rak- in m. a. til þess,- að fólk lætur sér meir og meir nægja að hlusta á hljóðfæraleik heima fyrir — innan heimilisins og í hópi vina og kunningja. TÓNLISTARFRÆÐSLAN — HÆGT FARDE) AF STAÐ Þetta ástand hefir m. a. orðið til þess, að aukin áherzla er nú lögð á að vekja áhuga hinna yngstu skólanemenda á hinum ýmsu hljóðfærum. Það er farið afar hægt af stað — og námið gert sem líkast leik fyrir börnin. Þeim eru kennd lög sem saman- standa jafnvel aðeins af 3—4 tónum, þeim eru fengin einföld hljóðfæri í hendur og kennt að leika á þau: flautur, bjölluspil langspil o. fl. Allt er gert til þess að kennslan og námið sé sem bezt við hæfi hvers og eins, og að bömin hafi ánægju af því. Mikil áherzla er lögð á að kenna börnunum að hlusta á tónlist. Er það ekki sízt með tilliti til útvarpsins og þeirra miður heppilegu áhrifa, sem misnotkun þess og ofnotkun hefir í för með sér, ekki sízt fyrir hið næma og óþroskaða eyra. ÚTVARPSGLYMJANDINN SKEMMIR TÓNEYRAÐ — Það er staðreynd, sagði hr. Nitsche, að stöðugur glymjandi af tónlist, góðri og lélegri, heíir í senn þreytandi og deyfandi á- hrif á tóneymð. Þessvegna er leitast við að kenna nemendum að hlusta með réttu hugarfari á tónlist, glæða hjá þeim löngun og hæfileika til að skilja og þykja vænt um hana. — Hvað um söng og tónlist meðal námsgreina í þýzkum skólum? — Söngur og tónfræði er skyldunámsgrein í öllum bekkj- um, bæði í barna- og framhalds- skólum. Söngurinn kemur fyrst, síðan í kringum hann kennsla í tónfræði og tónlistarsögu. Eftir því sem aldur og þroski nemend- anna fer vaxandi. Tóngreining er einn verulegur þáttur í tón- listarfræðslu hinna eldri skóla- nemenda. Þá er og mikið um söngkóra og hljómsveitir innan hinna ýmsu skóla. Hefir sú hreyf- ing orðið æ sterkari á síðari ár- um meðal ungs fólks, í mennta- skólum og háskólum á eldrinum frá 15—25 ára. Annars er það eins með söng- og tónlistarkennara og aðra Framh. á bls. 12. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.