Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 4
»■€ \ • UUUUUUJIUUUIUIMUI1 MORGHTiBLAÐlB Þriðjudagur 9. nóv. 1954 S Þriðjudagur F. I. H. Þriðjudagur. DANSLEIKUR í Þórscafé 1 kvöld klu.kkan 9. Hljómsveit Karls Jónatanssonar Hljómsveit Axels Kristjánssonar Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7 og eftir kl. 8. Þriðjudagur F. í. H. Þriðjudagur. FELAGSVIST í kvöld klukkan 8,30 GÓÐ VERÐLAUN Gömlu dansarnir k! 10,30 Aðgöngumiðasala írá kl. 8. fuiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmuiuu ■ SÖNGSKEMMTUN m ■ Kristinn Hallsson ■ ■ heldur söngskemmtun í Gamla bíói fimmtudaginn • ■ 11. nóvember n. k. kl. 7,15. I ■ ■ Undirleikari FRITZ WEISSHAPPEL. ■ ■ ■ Aðgöngumiðar hjá Eymundsson Blöndai og Bóka- ; ■ verzlun Kristjáns Kristjánssonar, Bankastræti 7. Bazar Kvenfélagi-ð Heimaey heldur bazar í G. T.-húsinu miðvikudaginn 10. nóv. kl. 2. Komið og gerið góð kaup. NEFNDIN Skaftfellingafélagið í Reykjavík, heldur aðalfund sinn að Hlégarði í Mos- felssveit laugardaginn 13. nóvember kl. 9 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Minnst Eyjólfs Guðmundssonar frá Hvoli. 3. Nýir kvikmyndaþættir. 4. Dans. Skaftfellingar og gestir þeirra velkomnir á fundinn. Aðgöngumiðar eru seldir í verzluninni Gróttu, sími 4348 og í bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, sími 3135. Stjórnin. f T g b ó k I dag er 313. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3,50. Síðdegisflæði kl. 16,09. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Apótek. Næturvörður er í Lyf ja- búðinni Iðunni, sími 7911. Enn- fremur eru Ilolts Apótek og Apó- tek Austurbæjar opin dagiega til kl. 8, nema laugardaga til kl. 6. imiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimi! □- -□ Veöri ð Fiamtíðaiatvinna Karl eða kona óskast til umsjónar- og skrifstofu- starfa frá 15. nóv. — Bókhaldskunnátta nauðsyn- leg. — Uppl. í síma 2165. ■ Bifreiðaeigendur ■ ■ Hef kaupendur að 6 manna bílum. — Til sölu vörubíla ■ n og 4ra manna bíla. I m BIFREICASALA HREIÐARS JÓNSSONAR ■ Miðstræti 3A — Sími 5187 1 1 gær var vestan rok um sunn- an- og vestanvert landið með snjókomu. Var hægari suðvestan átt fyrir norðan og léttskýjað norðaustanlands. — Kl. 14_00 mældist mestur vindur 10 vindstig í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. 1 Reykjavík var hiti — 1 stig kl. 14,00, 2 stig á Akureyri, 3 stig á Galtarvita og 5 stig á Dalatanga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. 14,00 mældist 5 stig, á Da'.a- tanga, en kaldast var —3 stig, í Möðrudai. 1 London var hiti 10 stig um hádegi, 4 stig í Kaupmannahöfn, 9 stig í París, 6 stig í Bei’Iín, —3 stig í Osló, 1 stig í Stokkhólmi, 8 stig í ■ Þórshöfn og 4 stig í New York. □-------------------------□ Bssnakvak Herniorins VIÐ VANTRAUSTSUMRÆÐURNAR á dögunum kvaddi sér hljóðs formaður Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson. —. Minntist hann með söknuði og trega þeirra sælutíma, er hann hafði á hendi stjúórnarforustuna með fulltingi Alþýðuflokkáins og sár- bændi nú krata og Þjóðvarnarmenn, að skipa sér með Framsókn- arflokknum undir merki hans. Þótti flestum maðurinn brjóstum- kennanlegur í raunum sínum og lítið leggjast fyrir kappann. Þá var þetta kveðið: Oft hefur að litlu formaður Framsóknar lotið í friðlausri græðgi sinni í metorð og völd. Þó held ég að gjörvöll þjóðin í blað hafi brotið við bænakvak hans til „vinstri aflanna“ í kvöld. Þegar hann klökkur í herkonu haminn brá sér og hástöfum vitnaði og sagði :„Ó! komið til mín!“ varð þögn í salnum því þingheimur allur fór hjá sér og Þjóðvörn og kratar jafnvel blygðuðust sín. B Ú I. Alþing i Dagskrá efri deildar kl. 13,30: 1. Verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmapna; 3, umr. 2. Manntal í Reykjavík; 1. umr. 3. Vistheimili fyrir stúlkur; 2. umr. (ef leyft verður). Dagskrá neðri deildar kl. 13,30: 1. Ræktunarsjóður Islands; 3. umr. 2. Landnám, nýbyggðir og endur- byggingar 1 sveitum; 3. umr. • Afmæli • ÓO ára er í dag Guðmundur V. Elíasson, vélstjóri, Lækjargötu 14, Hafnarfirði. • Brúðkaup • . Laugardaginn 6. nóv. voru gefin saman í hjónaband af séra Birni Jónssyni í Keflavík ungfrú Björg Sölvadóttir, Vatnsnessvegi 11, og Russel D. Caauwe frá Norfolk, Nebraska, nú í flugher U.S.A. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 5. þ. m.‘ til New Castle, Grimsby, Boulogne og Hamborgar. Dettifoss kom til Reykjavikur 3. þ. m. frá New York. Fjallfoss fór frá Rotterdam í fyrradag til Hull, Leith og Reykjavíkur. Goðafoss' kom til Helsingfors 6. þ. m.; fer þaðan til Kotka, Rotterdam og Reykjavíkur. Gullfoss kom til Reykjavíkur 5. þ). m. frá Kaup- mannahöfn og Leith. Fer frá Reykjavík á morgun kl. 5 e. h. '• til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykja-1 foss er í Keflavík. Selfoss fór frá Aberdeenji. þ. m. til Gautaborgar. I Tröllafoss átti að fara frá Liver- pool í gærkvöldi til Rotterdam, Bremen, Hamborgar og Gdynia. Tungufoss var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöldi frá New York. Skipaúlgerð ríkisins: Hekla er á Vestfjörðum á suð- urleið. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag á austurleið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald- breið fer frá Reykjavik kl. 22 í, kvöld til Breiðafjarðarhafna. Þyr- ill er væntanlegur til Reykjavíkur á morgun frá Bergen. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmánnaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Gilsfjarðar- hafna. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell fór frá Húsavík í gær áleiðis til Finnlands. Arnar- fell er í San Féliu. Jökulfell er 1 væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá New York 2. þ. m. áleiðis til Reykjavíkur. Kathe Wiards átti að fara frá Stettin : 6. þ. m. áleiðis til Sigluf.jarðar. [ Tovelil fór frá Álaborg 6. þ, m. áleiðis til • Keflavíkur. Sti'entje [ Mensinga lestar í Amsterdam. I Þingeyingar! i Aðalfundur Félags Þingeyinga í Reykjavík veður haldinn í Breið- ^ firðingabúð kl. 8,30 í kvöld. Félag austfirzkra kvenna | heldur skemmtifund í lcvöld kl. 8,30 í Grófinni 1. Ungmennastúkan Lindin heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Templarahöllinni. Bazar heldur Kvenfélag Háteigssókn- ar í Góðtemplarahúsinu. í dag kl. 2. Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins heldur fund í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Happdrætti Háskóla íslands Á morgun verður dregið í 11. flokki happdrættis háskólans, 952 vinningar, kr. 461,000,00. í dag eru því síðustu forv.öð að endurnýja. Bréfaviðskipti. Séra Gunnar Norberg, Rád- mansö í , Svíþjóð, óskar eftir að komast í bréfaviðskipti við ein- hvern Islending, sem áhuga hefur á frímerkjaskiptum. Utanáskrift- in er: Kyrkoherde Gunnar Nor- berg, Radmansö, Sverige. Ungmennastúkan Hálogaiand. Fundur í Góðtemplarahúsinu kl. 8,30 í kvöld. Sólkeimadrenetirinn. Afhent Morgunblaðinu: Áheit L. H. 100 krónur. Slysavarnadeildin Hraunprýði. Fundur í kvöld. Mætið stund- víslega! Iðnnemasamhand íslands. Iðnnemar, athugið, að skrifstofa I.N.S.Í. er.opin á þriðjudögum frá ■5—7 og á föstudögum kl. 6—7. — Veitir allar upplýsingar um iðn- nám og annast fyrirgreiðslu iðn- nema. Happdrætti sjúkrahússins. Hinn 3. nóv. s. 1. var dregið í happdrætti sjúkrahússins á Sauð- árkróki. Eftirtalin númer hlutu vinninga: 58356 — 55978 — 47401 — 42290 — 8594 — 34757 — 54785 — 26830 — 10456 — 53798 — 49449 — 57172 — 50695 — 51645 —- 11628 — 44846 — 31396 — 42845 — 26173 — 55330 — 18109 —- 53537 — 48787 — 18870. — Vinninganna sé vitjað sem allra fyrst og eigi síðar en 31, desember n. k. til Ólínu Björnsdóttur, Sauð- ánkróki. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ hefur herra prófastur Sigurjón Guð.jónsson afhent mér nýlega: Frá Steinunni Skúladóttur, Suð- urgötu 104, Akranesi, áheit, 100 kr. Önnu Mathiesen, Vancouver í Kanada, g.jöf, 334,45 kr.; manni á Hvalfjarðarströnd, gjöf, 135,00 kr.; og frá frú Þórunni Sivertsen í Höfn 500,00 kr. — Eru öllum þessum og öðrum gefendum vott- aðar innilegar þakkir. -— Matthías Þórðarson. Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Minningarspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S., Austurstræti 1, sími 7757; Veiðarfæraverzl. Verðandi_ sími 3786; Sjómannafél. Reykjavíkur, sími 1915; Jónasi Bergmann, Háteigsvegi 52, sími 4784; Tóbaksbúðinni Boston, Laugavegi 8, sími 3383; Bókaverzl. Fróða, Leifsgötu 4; Verzluninni Verðandi, sími 3786; S.jómannafél 81666; Ólafi Jóhannssyni, Soga- bletti 15, sími 3096; Nesbúð, Nes- vegi 39,- Guðm. Andréssyni gull- smiði, Laugavegi 50, sími 3769, og í Hafnarfirði í Bókaverzlun V. Long, sími 9288. Heimdellingar! • Skrifstofan er í Vonarstræti 4; opin daglega kl. 4—6 e. h. Orðsending frá Landsmála- félaginu Verði. Þeir þátttakendur í Rangár- vallaferð Varðarfélagsins, sem pantað hafa myndir úr ferðinni, geta vitjað þeirra í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. • Utvarp • 18,00 Dönskukennsla; I. fl. 18,30 Enskukennsla; II. fl. 18,55 Fram- burðarkennsla í ensku. 20,30 Er- 'indi: Frá Vestur-Þýzkaíandi (Gylfi þ. Gíslason prófessor). 21,00 Tónleikar Symfóníuhljóm- sveitarinnar (útvarpað frá Þjóð- leikhúsinu). Stjórnandi: Olav I Kielland. Einleikári á píanó: Jór- I unn Viðar. a) ,,Benvenuto Cellini“, j foreikur eftir Berlioz. b) Píanó- konsert .nr. 3 í cmoll op. 37 eftir Beethoven. 22,10 Bækur og menn (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri). 22,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.). 22,35 Léttir tónar. — Jónas Jónasson sér um þáttinn. 23,15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.