Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. nóv. 1954 MORGUNBLAÐIÐ Creinargerð frá opinberum sfarfs- mönnum á Keflavíkurflugvelii vegna „HEGGUR sá er hlífa skyldi“, varð mér að orði, þegar ég sá leiðara Tímans í dag. Tilefni hins rætna Jeiðara blaðsins er bréf, sem við 29 opinberir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli sendum ut- anríkisráðherra, þar sem Wð mót mælum ýmsum ákvæðum reglu- gerðar þeirrar frá 26. október 1954, sem utanríkisráðuneytið gaf út og takmarka átti umferð ís- lendinga um Keflavíkurflugvöll. Greinargerðin, sem við send- um ráðherranum, ásamt undir- skriftum, fer hér á eftir: Fundur haldinn af ríkisstarfs- mönnum á Keflavíkurflugvelli, sem búsetu hafa innan hinnar fyrirhuguðu varnargirðingar, mótmælir eindregið reglugerð um útgáfu og notkun vegabréfa á varnarsvæðunum á Keflavíkur- flugvelli, útgefinni af utanríkis- ráðuneytinu í Reykjavík, hinn 26. október 1954, sem öðlast skal gildi 20. nóvember þessa árs. Mótmæli vor byggjum vér á eftirtöldum atriðum: 1) Vér teljum, að útgáfa reglu- gerðar þessarar eigi sér enga stoð í íslenzkum lögum. 2) Vér mótmælum harðlega þeirri skerðingu á ferðafrelsi, sem felst í áðurnefndri reglu- gerð, þar sem oss er gert að skyldu, að sýna vegabréf við ferðir til og frá lögheimili voru. Mun það algjört eins- dæmi á friðartímum, að ís- lenzkir ríkisborgarar séu krafðir þess í sínu eigin landi. Einnig má geta þess, að ekki má senda börn innan 12 ára aldurs í skóla eða annara er- inda, út af varnarsvæðinu, nema » fylgd með fullorðnum. 3) Vér teljum, að ekki sé heim- ild í 'íslenzkum lögum að krefja opinbera starfsmenn um greiðslu fyrir vegabréf sém þessi. 4) Ákvæði í reglugerð þessari um skyldur vegabréfshafa, til að bera vegabréfið á áberandi stað utan fata, brýtur í bága við reglur um notkun ein- kennisbúninga. 5) Vér teljum, að framkvæmd ákvæðis þess, í umræddri reglugerð, fer fjallar um heim- sóknir gesta. á heimili vor, verði algjörlega háð duttlung- um lögreglustjóra eða fulltrúa hans, enda virðist reglugerðin gefa tilefni til að álíta, að gestavegabréf verði aðeins gefin út á venjulegum skrif- stofutíma. Auk þess hlýtur út- gáfa þessara vegabréfa að vera svo þung í vöfum, að geStum verði gert ókleift að notfæra sér ferðir áætlunar- bíla til flugvallarins, og þar af leiðandi svo erfitt um vik og kostnaðarsamt, að jafnvel rágsskrifa ,,Tímans" nánustu ættingjar og vinir mundu hliðra sér við að koma í heimsókn. 6) Samkvæmt ákvæðum reglu- gerðarinnar, er þeim starfs- mönnum, sem búsetu hafa á varnarsvæðinu, en ekki eiga lögheimili þar, óheimilt að fá til sín gesti. 7) Vér teljum ennfremur, að sú frelsisskerðing, sem reglugerð þessi hefur í för með sér, sé alvarlegt brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um per- sónufrelsi. 8) Vér krefjumst, að reglugerð þessi komi ekki til fram- kvæmda fyrr en starfsmönn- um ríkisins og fjölskyldum þeirra hefur verið séð fyrir viðunandi húsnæði utan varn- arsvæðisins, þar eð búseta innan varnargirðingarinnar með slíkum afarkostum kem- ur ekki til greina og mundi neyða oss til þess að segja starfi voru lausu. Keflavikiírflugvelli, 1. nóv. 1954. Þorvarður Arinbjarnarson Magnús Björnsson Guðmundur Snorrason Guðmundur Matthíasson Jóhann Guðmundsson Olafur Stefánsson Emil Guðmundsson Ingimar Ingimarsson Sveinn Sigursteinsson Guðmundur Gunnlaugsson Þórður Halldórsson Ásgrímur Ragnars Ingólfur Aðalsteinsson Bjarni Jensson •Leifur Guðmundsson Elín Ingólfsdóttir Guðfinna Mathiesen Steinunn Jónsdóttir Haraldur Guðmundsson Skapti Þóroddsson Ingi Gunnarsson Kristberg Guðjónsson Bogi Þorgeirsson Valgeir Einarsson Guðjón Jónsson Guðjón S. Bjarnason Ólafur Guðjónsson Unnur Júlíusdóttir Borgþór H. Jónsson. í stað þess. að fara með bréf okkar sem trúnaðarmál, og af- greiða málið út frá því sjónar- miði, kýs ráðherrann heldur að gera það að opinberu blaðamáli með því að skrifa um það rætinn leiðara í Tímann, svo sem að framan getur. Það er ekki nóg með það, að þetta sé brot á öllu velsæmi af hálfu þessa ráð- herra, heldur tekur hann upp hátt fyrri skriffinna Timans, að ráðast með dylgjum að persónum Atvinna óskasf Ungur maður, nýkominn til landsins. með góða háskóla- menntun og nokkra reynslu í viðskiptalífinu, óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist blaðinu fyrir 12. nóv. Merkt: „Atvinna“ —916. Skrifstofustarf Skrifstofustarf getur ungur maður eða stúlka, helzt vön skrifstofustörfum, fengið nú þegar. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri í dag kl. 5— 7 eftir hádegi. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. manna hér á Keflavíkurflugvelli. Hann segir orðrétt: „Síðasta afrek þeirra Flugvall- arblaðspilta kvað vera það, að reyna að koma á samtökum meðal tiltekins hóps opinberra starfsmanna á flugvellinum um að neita að fara eftir reglum, sem nú hafa verið settar í því skyni að takmarka óþarfa ferðir íslendinga inn á flugVallarsvæð- ið. Þótt ótrúlegt megi virðast er talið að a.m.k. tveir meiriháttar embættismenn staðarins frá fyrri tíð séu framarlega í því að vilja virða þessar reglur að vettugi". Það er hér með skorað á dr. Kristinn að skríða fram úr skúmaskotinu og nafngréina þessa menn, sem hann er hér að dylgja um. Að honum er persónulega eign- aður leiðari blaðsins, vil ég leyfa mér að rökstyðja á eftirfarandi hátt: Ég var ásamt fleiri mönnum ásjáandi að því þegar hann fékk bréf okkar í hendur, opnaði það, leit yfir efni þess og stakk því í vasa sinn. Hann ber því algjör- lega persónulega ábyrgð á því ef þetta trúnaðarmál okkar og hans hefur komizt í hendur ó- hlutvandra manna, sem frekar kusu að gera úr því blaðamál, en afgreiða það á heiðarlegan hátt. Þó að við höfum lagt fram okkar mótmæli gegn reglunum, sem við teljum á fullum rökum reist, þá eru það helber ósannindi að kom- ið hafi verið af stað nokkru upp- hlaupi i þá átt að neita að fara eftir reglunum. Þetta eru vísvit- andi ósannindi, sem koma þeim einum í koll, sem hafa komið af stað slíkum bollaleggingum. Dr. Kristinn hlýtur að skilja það, að ef við, sem að bréfinu stóðum, hefðum kcsið hans að- ferð þá hefðum við afhent dag- blöðunum bréfið og, látið þau birta það í stað. þess að fá hon- um það persónulega til af- greiðslu. Að ritstjórn, eða að- standendur Flugvallarblaðsins hafi á nokkurn hátt komið ná- lægt þessu máli til þess að beita sör fyrir því, eru sömu xakalausu ósannindin. Það má telja á fingr- um sér hina eldri opinbera starfs-" menn hér á Keflavíkurflugvelli og það er ætlast til þess í Tíma- greininni að það sé hægt -að þekkja þá á dylgjum blaðsins. En það skal doktornum bent á að hann kemst ekki hjá því að bera ábyrgð á því, sem í Tímagrein- inni stendur, emfaldlega vegna þess að hún hefði ekki. orðið til nema vegna þess að hann hafi skrifað hana sjálfur eða afhent Tímamönnum bréf okkar. Ég, sem þessar línur rita, hef dvalizt á Rauðasandi, uppeldis- stöðvum dr. Kristins og ég get sagt honum það í fullri einlægni, að þessi baráttuaðferð gegn and- stæðingum*sínum var óþekkt þar, nema þá því aðeins að hún hafi flutzt þaðan á brott með honum. En ég get cinnig huggað hann með því, að af hans svo mjög svo gefna tilefni, mun þetta ekki verða síðasta blaðagreinin, sem ég kem til með að skrifa um hann og reglur hans. Ég get að lokum minnt hann á það, að hann sagði í þinginu um daginn. að reglur þær sem giltu um ferðir hersins væru leynilegt trúnaðarmál, sem hann mundi aldrei birta. En þegar honum ber ast mótmæli frá nokkrum starfs- mönnum á Keflavíkurflugvelli gegn þeim reglum, sem um ís- lendinga eiga að gilda og honum eru fengin mótmælin sem trún- aðarmál, rýkur hann upp til handa og fóta og gerir það sam- stundis að blaðamáli. Þórffur Halldórsson, póstafgrm. Fyrsta flokks SKIPSTJÚRA einfæran um mannaráðningar o. fl. vantar á ágætan rúm- lega 70 smál. línubát, sem stundar landróðra héðan á næstu vetrarvertíð. Báturinn ganggóður með nýrri vél. Útgerðin örugg. — Tilboð með helztu upplýsingum legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld n. k. merkt: „1. flokks — 898“. ..........................mm..... A. Próf í pípniögnmn Pípulagningameistarar, sem ætla að láta nemendur sína ganga undir verklegt próf í nóvember, sendi skrif- lega umsókn til formanns prófnefndar: Jóhanns Páls- sonar, Efstasundi 56, fyrir 20. þ. m. Umsókninni skal fylgja: I. Námssamningur. II. Fæðingar- og skírnarvott- orð nemandans. III. Vottorð frá meistara um að nemandi hafi lokið námi IV. Burtfararskírteini frá Iðnskóla. V. Prófgjald kr. 500,00. Prófnefndin. • a ■■■**• ■ •■••■•■■■■■■*■■■•■»•■•■•■•••'*■■»•■••**• «* Kvenfélog Neskirkju efnir til bazars og kaffisölu, sunnudaginn 14. nóv. í KR- skálanum við Káplaskjólsveg. — Safnaðarfólk og aðrir velunnarar félagsins sem vilja styðja félagið með gjöfum, eru beðnir um að koma þeim á eftirtalda staði, i Ægis- síðu 94, frú Ingibjörg Thorarensen, Víðimel 49, frú Jóna Guðmundsdóttir, Bollagörðum, Seltjarnarnesi, frú Hall- dóra Eyjólfsdóttir, Reykjavíkurveg 27, Skerjafirði, frú Elísabet Kristjánsdóttir, Hagamel 12, frú Jóhanna Þor- steins. STJÓRNIN i SEWDISVEINN óskast ■ ■ I fyrrihE&ita dags cXtffjaiú Cm uirm Vinnusfofur ■ ■ ■ Húsnæði fyrir vinnustofur óskast til kaups eða leigu. ; Þarf að vera laust um miðjan vetur eða með vorinu. I Stærð 150—200 ferm. eða meiri. — Má vera á tveim ; hæðum. — Tilboð merkt: „Vinnustofur — 897“, : ■ sendist Mbl. fyrir 15. þ. m. • ■■•aa•••■■• Beitningabalar Beitningabalar úr galvaniseruðu járni, fyrirliggjandi. — Full stærð. Oiniar ^s4cfítótóóon C9D Co. Sími 7273 I KÚKÚSMJÖL nýkomið i ■ • ■ • ■ ■ í 33 punda kössum og ■ • 130 punda kössum ! ■ ■ ■ • j Sig. Þ. Skjaldberg h.f. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.