Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 8
8 MÖKGUN BLAtfltt Þriðjudagur 9. nóv. 1954 trcgunMaMb Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigor. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði lnmmlnd*. í lausasölu 1 krónu eintakið. Án forystu Sjálfstæðisflokksins er ekki hægt ú stjórna landinu OENNILEGA er það einsdæmi j umbóta að formaður stjórnarflokks hafi hagað málflutningi sínum með svipuðum hætti og formað- ur Framsóknarflokksins gerði í vantraustsumræðunum á Alþingi s.l. fimmtudagskvöld. — Þessi flokksforingi beindi ádeilu sinni gersamlega að þeim stjórnmála- flokki, sem hefur samvinnu við bans eigin flokk um núverandi ríkisstjórn, og hefur setið í ríkis- stjórn með honum nær amfleytt s.l. 15 ár. En það var ekki nóg með það, að formaður Framsóknarflokks- ins stimplaði Sjálfstæðisflokkinn sem „sameiginlegan óvin“ „um- bótaaflanna" í landinu. Öll ræða hans gekk út á það, að hvetja núverandi stjórnarandstæðinga, hina sósíalísku flokka til þess að taka höndum saman gegn Sjálf- stæðisflokknum. Það er sannarlega ekki að furða þótt almenningi í land- inu finnist lítið til um heil- indi og drengskap formanns Framsóknarflokksins. Því hef ur margsinnis verið lýst yfir af leiðtogum og málgögnum Framsóknarmanna, að barátta tveggja síðustu ríkisstjórna Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarflokksins, hafi fyrst og fremst miðað að því að hrinda í framkvæmd ýmsum þýðing armestu framfaramálum þjóð- arheildarinnar, og þá ekki hvað sízt íslenzkrar bænda- stéttar. Það hefur einnig þrá- sinnis komið fram að um mál- efnalegum ágreining hefur ekki verið að ræða milli þess- ara tveggja stjórnarflokka um þau höfuðmál, sem stjórnin hefur starfað að á hverjum tíma. Hins vegar hafa hinir sósíal- ísku flokkar haldið uppi harðri baráttu gegn stjórnarstefnunni. Á það fyrst og fremst við um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Stjórnarandstæðingar hafa einnig deilt harðlega á núver- andi stjórnarflokka fyrir við- leitni þeirra til eflingar íslenzk- um landbúnaði. Þrátt fyrir þessar staðreyndir gerir formaður Framsóknar- flokksins það að uppistöðu ræðu sinnar, þegar rætt er vantraust á ríkisstjómina og einstakan ráð- herra hennar, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé „sameiginlegur óvinur“ Framsóknarflokksins, Kommúnistaflokksins, Alþýðu- flokksins og Þjóðvarnarflokks- ins, að hans eigin áliti, og hann hvetur hina sósíalísku flokka, sem ekki hafa getað komið sér saman um neitt nema skamm- irnar um Sjálfstæðisflokkinn, eindregið til þess að sameinast, mynda „samfylkingu umbótaafl- anria“ í landinu. Kommúnistar, Alþýðuflokæks- menn og „Þjóðvörn“, sem barizt hafa eins og ljón gegn núver- andi stjórnarstefnu, sem Sjálf- stæðismenn og Framsóknar- menn hafa mótað, það eru „um- bótaöflin" í þjóðfélaginu-, segir Hermann Jónasson. Þessi „um- bótaöfl" eiga að sameinast Fram- sóknarflokknum gegn hinum „sameiginlega óvini“, Sjálfstæð- isflokknum, sem unnið hefur undanfarin ár með Framsóknar- mönnum að framkvæmd alhliða í hinu íslenzka þjóð- UR DAGLEGA LIFINU ALMAR skriíar: ÞAÐ, SEM AF er vetrardagskrá útvarpsins, hefur yfirleitt tekizt mjög vel, dagskrárefnið fjöl- breytt og vel flutt, enda hafa allir sem ég hef átt tal við látið í ljós ánægju sína yfir útvarpinu nú og hinum nýju þáttum þess. Hafa forráðamenn útvarpsins bersýnilega lagt sig mjög fram um það að verða sem bezt við almennum óskum hlustenda, án þó að skerða í neinu listræna starfsemi stofnunarinnar. Drá. i 6i útuarpimi ^aátui uíLuí hlusta á barnatímann sunnudag- inn 31. f. m. EINSÖNGUR ÞÓRU MATTHÍASSON I Frú Þóra Matthíasson, dóttir Gunnars Matthíassonar skálds Jochumssonar, söng í útvarpið mánudaginn 1. þ. m. með undir- leik frú Jórunnar Viðar. Voru BARNATIMINN í ÞÆTTI mínum 26. okt. s. 1. komst ég þannig að orði, að þær átta lög á söngskránni, öll eftir feiagiíí , systur Helga og Hulda Valtýs- þekkt erlend tónskáld, svo sem Su spurning ris areiðanlega 1 (^ggtur hefði nú verið ráðnar til Gounod, Torelli, Debussy og hugum mikils fjölda íslendinga, ag annast barnatímann ,,að miklu Hándel. — Frú I>óra hefur af- ekki hvað sizt íslenzkra bænda, Hefur einn af starfsmönn- bragðs fagra sopranrödd, bjarta hvers konar hráskinnaleik for- útvarpsins bent mér á, að mjúka, sem hún beitir af tvio Anr» TrTinTvimlrrm vfl/^lrlzoínc' e o , ^ . . . „ « ---Ininnálln maður Framsóknarflokksins, sé £g meg þessu tekið full smekkvísi og mikilli kunnáttu. eiginlega að leika. IVTenn munu újúpt í árinni, þar eð systurnar IVIeðferð hennar a lögunum var spyrja hvers vegna Framsóknar- I sjai um barríatímann aðeins í öll með miklum ágætum og svo flokkurinn treysti sér til þéss að þriðja hvert skipti. Er sjálfsagt jöfn að varla verður gert þar sitja kjörtímabil eftir kjörtíma- ag leiðrétta þetta og bið ég vel- upp á milli. Var veruleg ánægja bil í ríkisstjórn með Sjálfstæð- yirðingar á því, hafi ég gert ein-1 að hlusta á söng frúarinnar og isflokknum, ef það sé raunveru- hverjum rangt til með tilvitnuð-! ekki dró úr áhrifunum frábær leg skoðun hans að í samvinnu um 0rðum mínum. _______ Því miður ■ undirleikur hins mikilhæfa píanó við slíkan „braskaralýð“ og gat ég ekki komið því við að leikara frú Jórunnar Viðar. „Suður-Ameríku íhald“ sé ekki hægt að koma fram neinu góðu máli? Þjóðinni getur ekki dulizt tvö- feldnin og yfirborðshátturinn í málflutningi Tímans og for- manns Framsóknarflokksins, sem tala annars vegar sífellt um á- gæti „vinstri samstarfs" en játa hins vegar að ómögulegt sé að móta nokkra sameiginlega stefnu í höfuð hagsmunamálum þjóðarinnar í slíku samstarfi. VeLd andl ábripar: Allt hjalið um stjórn“ er þess vegna gersam- lega út í bláinn. Framsóknar- menn og kommúnistar, Þjóð- vörn og Alþýðuflokkurinn geta ekki mótað neina já- kvæða stefnu, sem hægt sé að stjórna landinu eftir. Þetta er megin hluta þjóð- arinnar ljóst og það jafn- framt, að forysta Sjálfstæðis Illviðrið í gær. ÞAÐ voru ljótu aðfarirnar í höf- uSskepnunum í gærmorgun, eitt allra versta veðrið, sem kom- ið hefur síðan vetur gekk í garð. Skip og bátar lentu í villum og vinstri hrakningum og komust mörg við H1 illan leik til lands í ofsastormi og dimmviðri. Á landi olli veðurofsinn margs háttar truflunum og erfiðleikum, þjóðvegir tepptust og hér í Reykjavík var strætisvögnum og öðrum bifreiðum illfært fyrir hálku og stormi. Sumir skólar bæjarins gáfu nemendum sínum flokksins í baráttunni fyrir _ frí, það er hreint ekkert barna- hagsmunamálum alls almenn- ings í landinu er þjóðarnauð- syn. Án hennar er ekki hægt að stjórna íslandi í dag. Vanþakklæfi! ÆTLA mætti að málgagn Al- ■ þýðuflokksins sýndi formanni Framsóknarflokksins nokkurn þakklætisvott fyrir hlýleg um- mæli um flokk þess í útvarpsum- ræðunum s.l. fimmtudag. Öllum hlustendum mun það í fersku minni, að flokksformaðurinn komst beinlínis við er hann ræddi um smæð og umkomuleysi „pínulitla flokksins". En Alþýðublaðið er ekki al- deilis á þeim buxunum að þakka Hermanni Jónassyni umhyggju hans og ástúð í garð flokks þess. S.l. sunnudag gefur það mjög ljóta lýsingu á Framsóknarflokkn um um leið og það sendir „íhald- inu“ tóninn. Lýkur blaðið for- ystugrein sinni með þessum orð- um: „íhaldið er því í dag eins og ófreskja, sem kúgar varnarlausa förukonu til að þjóna sér og elska sig. Og förukonan, sem nú unir þessum ömurlegu örlögum, hét einu sinni maddama Framsókn“, gaman að vera á ferli í þvílíkum veðrum, ekkert meira en svo, að hinir fullorðnu krönglist ein- hvern veginn leiðar sinnar, hvað þá um krakkaagnirnar litlu. Má ekki koma fyrir. SLYSAVARNAFELAGIÐ gaf út viðvörun til bifreiðarstjóra um að aka varlega og víst verð- ur það ekki ofbrýnt fyrir öllum j þeim, sem ökutæki hafa undir Ljótt er að heyra. Mikið er höndum að gæta hinnar ýtrustu vanþakklæti kratanna. Þegar. varkárni, á meðan hálkan er jafn formaður Framsóknarflokks- hroðaleg á götunum og hún var ins hefur komið á móti þeim í gær. — Það hefur oft viljað brenna við að bifreiðareigendur settu ekki snjókeðjurnar á, þó að brýn nauðsyn sé til. f raun- inni ætti að taka þann bíl hrein- lóga úr umferð, sem sést keðju- með hryllingi frá þessari fórn- laus á ferð á snjóugum og hálum fúsu konu, sem þó vill gegna götum. Slíkt er sem betur fer að- hlutverki hins miskunnsama eins fátítt, en það má ekki koma Samverja gagnvart honum!! fyrir. með útbreiddan náðarfaðm sinn líkja þeir flokki hans við „kúgaða varnarlausa föru- konu“.- Og það er rétt eins og Alþýðufiokkurinn snúi sér „Naustið“ fór vel af stað. INN NÝI veitingastaður, „Naust“, fór vel af stað nú um helgina og er fólk, sem lagði þangað leið sína yfirleitt mjög ánægt með komuna þangað, þótti hin óvenjulegu húsakynni ,við- kunnanleg og þægileg, maturinn góður og verðið hóflegt eftir því, sem við eigum að venjast á þess- um sprengi-tímum, Þarna voru vín á borð borin eftir því sem hver vildi, en ekki varð sá, er þetta skrifar var við, að vín sæist á nokkrum manni. Fólk var ekki komið þarna í þeim tilgangi að drekka sig fullt, heldur til að neyta matar og drykkjar, og njóta þægilegs um- hverfis og góðs félagsskapar eins og siðuðu fólki sæmir. Á þessi nýi staður vonandi eftir að sanna í framtíðinni enn frek- ar en orðið er, að íslendingar kunna að neyta áfengis án þess að þurfa að gera sjálfum sér skömm og skaða, sé þeim veitt frjálsræði til að haga sér eins og siðaðir menn. Athugasemd. LEIKDÓMARI blaðsins vill benda á, að í greinarkorni „Leikhúsgests", sem birtist hér í dálkunum s.l. sunnudag, sé um ranghermi að ræða, þar sem sagt er að hann hafi í gagnrýni sinni látið þau orð falla, að efni leik- ritsins „Lokaðar dyr“ sé hvers- dagslegt og margtuggið. Orðin „hversdagslegt“ og „margtuggið“ hafi hann notað ekki um efni leiksins heldur um orð og ræður Beckmans en á því tvennu sé meginmunur. í leikdóminum segir: „Efni leiksins er sem áður er sagt á- deila á styrjaldaræðið, sem ríkt hefur í heiminum undanfarna ára tugi og ríkir enn og er því nær iinnulaus prédikun eins manns. --------Allt sem Beckman seg- ir er vissulega satt og rétt en , hversdagslegt og margtuggið. . , Oft dylja fögur orð illar gerðir. Þetta sama kvöld flutti' frú Una Sigurðardóttir, húsfreyja á Sunnuhvoli í Skagafirði, fnjög at- hyglisvert erindi um uppeldis- mál. Jbru það hagleiðingar gáf- aðrar og reyndrar konu, sem I hefur lært af lífinu sjálfu, og er því laus við alla hleypidóma og tískustefnur í þessu mikla vanda- I máli. I RENAISSANCE — ÚR HEIMI MYNDLISTARINNAR ÞRIÐJUDAGINN 2. þ. m. flutti Baidur Bjarnason sagnfræðingur fróðlegt erindi um Renaissance- stefnuna á 15. og 16. öld og menn- ingaráhrif hennar. Var þetta er- indi framhald af öðru erindi um sama efni, er hann hafði áður flutt í útvarpið. Það er alltaf skemmtilegt að hlusta á Baldur, þó að honum hætti stundum við óþarfa endurtekningum, því að frásögn hans er jafnan fjörleg og lifandi. ERINDI Björns Th. Björnssonar þeta kvöld um spanska listmál- arann og snillinginn Francisco José de Goya (1746—1828), var einnig fróðlegt og bráðskemmti- legt og vel samið, þó að það væri að vísu full íburðarmikið. Skraut og íburður er ágætt þar sem það á við, en jafnan verður að var- ast ofhlæði í því efni. En þetta veit listfræðingurinn auðvitað eins vel og ég. KOMIÐ í KÓNGSRÍKI DROTTNINGAR ERINDI frú Viktoríu Bjarnadótt- ur, með þessum titli, er hún flutti miðvikudaginn 3. þ. m. var um margt næsta athyglisvert. Hún hefur notað tímann vel meðan hún dvaldi í Hollandi og horft á margt með hinu glögga auga gestsins. Hún sagði það, sem vit- að er, að Hollendingar eru allra þjóða mestir blómaræktendur, og að blóm eru þar algengasta heim- ilisskrautið. Þegar hún gat þessa datt mér í hug hversu vér ís- lendingar værum staddir í þess- um efnum. Hér er mikil blóma- rækt í gróðurhúsum, upphituðum með hveravatni, og fjöldi manna eru hér miklir blómavinir og kysu ekkert frekar, en að geta alltaf haft blóm í vasa í híbýl- um sínum. En því miður geta menn hér ekki veitt sér þann munað vegna hins óheyrilega verðs á blómum, — hvernig sem því víkur við. Ég minnist þess, að vorið 1946 var ég staddur í Kaupmannahöfn og keypti þá fagrar nellikur, 10 stk. fyrir sam- tals d. kr. 1,50 eða 15 aura stykk- ið. Á sama tíma kostaði hér ein nellika kr. 5.00. — í dag kosta nellikur hér kr. 7.00 stykkið. Er ekki nokkur leið og lækka verð á blómum hér, að minnsta kosti yfir sumartímann, svo að þau geti helzt verið á hvers manns borði? OF MIKILL HÁVAÐI ÞÁTTURINN „Já eða nei“, er að verða eftirsóttasta skemmtunin I bænum síðan hann fluttist í Þjóð- leikhúskj allarann. Þátturinn síð- ast var hinn prýðilegasti um flest nema hvað gestirnir voru full háværir svo að ýmislegt fór framhjá hlustendum af þeim sökum. En það er svona að vera skemmtilegur. Það vekur heil- brigðan hlátur manna að gleði og er leitt að þurfa að amast við því. Hinir vísu menn — „snillingarnir", voru ekki eins snjallir nú sem hið fyrra skiptið, en sá sem fyrstu verðlaunin hlaut var því skeleggari. HÆSTARÉTTARMÁL ÉG HEF ekki áður minnst á þátt þennan, sem verið hefur í út- varpinu mörg undanfarin ár. Hefði þó verið full ástæða til þess, því að þátturinn er hinn fróðlegasti bæði fyrir lærða og leika, ágætlega fluttur af Hákoni Guðmundssyni hæstaréttarritara, Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.