Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. nóv. 1954 MORGVfiVLAÐIB 9 Ranglátt að jarðræktar- stvrkur geri erfiðara að G íá lán tir Ræktunarsjóði r Ur ræðu Jóns Sigurðssonar á þingi í gær. ILÖGUM um Ræktunarsjóð íslands er ákveðið að lána megi út á jarðræktarframkvæmdir allt að 60% af kostnaðarverði. Þó er sú undantekning gerð í lögunum, að ef jarðræktarfram- kvæmd nýtur jarðræktarstyrks, þá megi lán til framkvæmdar- innar úr Ræktunarsjóði ekki vera yfir 30% af kostnaðarverði. Þýzka vélin sett í dráttarbátinn. kaup á vélum og mótorum frá Þýzkalandi AA UNDANFÖRNU hefur dvalizt hér á landi dr. ing. Thomas Schmidt, forstöðumaður Norðurlandadeildar þýzku vélaverk- smiðjanna „Klöchner Humboldt Deautz“ A.G. í Köln. Dvaldi hann hér á vegum umboðsmanna verksmiðjanna hér, Hamars h.f. og bauð það firma blaðamönnum og nokkrum öðrum gestum að hitta dr. Sccmidt s. 1. föstudag. STÆRÐ OG VIÐGANGUR VERKSMIÐJANNA Dr. T. Schmidt VIÐAUKATILLAGA Þetta ákvæði taldi Jón Sig- urðsson frá Reynistað ranglátt og þörf breytinga á því. Hafði hann framsögu fyrir landbúnað- arnefnd Neðri deildar Alþingis, sem flytjur viðaukatillögu við frumvarp stjórnarinnar um Ræktunarsjóð. Eins og þegar hefur verið j skýrt frá í blaðinu er efni stjórn- 1 arfrumvarpsins það að leggja til að framlög ríkissjóðs til Rækt- unarsjóðs skuli framlengd í 10 ár. Þessu ákvæði kvaðst Jón Sig- urðsson vera alveg samþykkur. Hinsvegar gerði hann grein fyrir breytingatiliögu, sem nefndin hefur orðið sammála um. Er það varðandi það á- kvæði laganna, að ef fram- kvæmd nýtur jarðræktar- styrks, þá megi lánsfjárhæð úr Ræktunarsjóði aðeins nema 30% af kostnaðarverð, en ella mætti lána 60% af kostnaðarverði. Þetta ákvæði kvað Jón mundu hafa verið réttlátt þeg ar lögin voru sett, en siðan hefur jarðræktarstyrkur verið aukinn verulega til vissra framkvæmda en til annarra stendur hann í stað. Af því leiðir að þetta 30% hámark veldur verulegum misrétti við - Úr daglega lífinu Framh. af bls. 8 og skipulega saminn á góðu og kjarnmiklu máli. Mætti gjarnan ætla honum meiri tíma en nú er. HEIMILISÞATTUR ÞJÓÐSÖGUR Dr. Schmidt. verksmiðjunnar árið 1864 og væru verksmiðjurnar því elztu mótorverksmiðjur heims •— og eftir nýjum skýrslum væru þær aftur orðnar hinar"stærstu sinnar tegundar í heiminum. Verksmiðjurnar framleiða fyrst og fremst diesel-mótora frá 3—2000 hestöfl fyrir báta, skip, traktora, bíla, vinnuvélar o. fl. gaf viðstödd- um nokkurt yf irlit yfir störf verksmiðj- anna. — Kvað hann Nicolas A. Otto vera uppfyndinga- mann fjórgeng is mótorsins, en hann hefði FRU ELSA GUÐJONSSON flutti einnig stofnað ^1- laugardag skömmu eftir Deutz mótor- hadegið, heimilisþátt. Er her um nýmæh að ræða, sem vafalaust á eftir að verða vinsælt mjög. í þættinum á laugardaginn var rætt við frú Elsu Guðjónsson, um ýms vandamál heimilisins, svo sem herbergjaskipun, umgengni á heimilinu og skreyting þess. Leysti frúin vel úr öllum spurn- ingum, af hófsemi og skynsemi, og var auðheyrt að hún talaði af staðgóðri þekkingu um efnið. lántöku, eftir því um hvaða framkvæmd er að ræða. Leggur landbúnaðarnefnd til að ákvæðinu verði breytt svo að upphæð lána hjá Ræktunar- sjóði megi vera allt að 60% af kostnaðarverði. En njóti fram- kvæmdin styrks samkvæmt jarð- ræktarlögum, þá lækkar láns- upphæðin sem svarar framlag- inu. Húsfyliir sýningu á Filmíu- 1 FILMÍA hafði fyrstu kvikmynda- sýningar sinar á þessum vetri s.l. laugardag og sunnudag. Var húsfyllir í Tjarnarbíói á báðum sýningunum, sem var „Óði elsk- huginn“. Formaður félagsins, Jón Júlíus son, menntaskólakennari, bauð nýja og gamla meðlimi velkomna áður en sýningin hófst, með nokkrum orðum. Mikil aðsókn var að Filmíu fyrir helgina, en þá voru félags- skírteinin afgreidd. Eru nú 800 meðlimir í félaginu, eða helm- ingi fleiri en síðastliðið ár. Alla dagana, sem afgreiðsla skírtein- anna fór fram, voru að meðal- tali afgreidd tvö skirteini á mín- útu. Var stöðugt margföld bið- röð, og komust færri að en vildu. Eins og áður hefur verið skýrt frá, mun Filmía sýna kvikmynd hálfsmánaðarlega, og þá bæði láugardaga og sunnudaga. Er vit- anlega sýnd sama kvikmynd báða dagana. Verkafólksskortur í sveit- k um aldrei verið meiri en nú 1 Tveir þingmenn Sjálfstœðisflokksins benda á brýna þörf úrbóta ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins, þeir Jón Pálmason og Jón Sigurðsson hafa borið fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til þess að bændur lands- ins fái fólk til nauðsynlegustu heimilisverka. I greinargerð till. segir m. a.: HORFIR TIL VANDRÆÐA Á undanförnum 20—30 árum Mikil þörf fyrir aukalán tii bygg ingarsjóðs bænda P Jón Pálmason segir byggingarkostnað hafa þrefaldazt síðan 1946 JÓN PÁLMASON sagði í ræðu á þingi í gær, að það væri mikil þörf fyrir að hækka lán úr Byggingasjóði Búnaðarbankans frá því sem nú er. Hámarksstyrkurinn er nú 60 þúsund krónur og hefur verið svo síðan 1951. M. a. er frá þessum verksmiðjum enda margt mjög athyglisvert og lærdómsríkt, sem hún drap á. j Húsmæður ættu ekki að láta þennan þátt fara fram hjá sér. ' Samfellda dagskráin um þjóð- 1 sögur þetta sama kvöld var með vélin í hinu nýja dráttarskipi, sem verið er að smíða fyrir Rey k j avíkurhöf n. Á stríðsárunum hófu verk- smiðjurnar framleiðslu loft- kældra diesel-mótora, sem síðan afbrigðum góð. Einar Ól. Sveins- hafa farið sigurför um heiminn. on próf. og Bjarni Vilhjálmsson Er fjöldi þeirra í notkun hér á cand. mag. höfðu tekið efnið landi, enda mun álitið að loft- saman og búið það til útvarps. kældir diesel-mótorar séu ein Flutti Bjarni fyrst ágætt erindi um þjóðsögurnar og þátt þeirra í menningu og lífi þjóðarinnar og að því búnu voru lesnar nokkrar þjóðsögur, allar úrvals- góðar, en útvarpshljómsveitin lék á milli íslenzk þjóðlög í út- setningu Karls Ó. Runólfssonar. Athyglisvert var hversu prýði- lega var lesið og áttu þar lesend- ur allir óskipt mál, en þeir voru: Finnbjörg Örnólfsdóttir, Guð- björg Vigfúsdóttir, Jón Sigurðs- son skrifst.stj. Alþingis, Helgi Hjörvar og Lárus Pálsson. Þjóðsögurnar okkar eru marg- ar hverjar sígild listaverk, og fer því vissulega vel á því að þeim sé haldið að þjóðinni, ekki sízt þegar það er gert með slík- um ágætum sem í þessari sam- felldu dagskrá útvarpsins. seu mesta framför í smíði diesel- mótora s.l. 20 ár. Verksmiðjumar þýzku auka nú afköst sín. Þær framleiða nú | 1000 dráttarvélar á mánuði, einn- . ig vörubíla 3—7 tonna, jarðýtur, I mulningsvélar, vinnuvélar o. fl. Er framleiðslan mikil, enda líkar framleiðsluvaran ágæta vel hvar vetna um heim. SEYÐISFIRÐI, 8. nóv. — Undan- farið hefur verið alauð jörð hér og þýðviðri. í dag er 8 stiga hiti hérna. Verður þetta að teljast einstaklega góð tið að vetrarlagi. Bændur hafa samt fé sitt heima við, en óvíða er faríð að hýsa það. - Frumvarp stjórnarinnar um framlengingu á framlögum rík- issjóðs til landnámssjóðs og bygg ingarsjóðs var til 2. umræðu í gær og hafði Jón Pálmason, þing maður Austur-Húnvetninga, fram sögu fyrir landbúnaðarnefnd. FRAMLAG TIL NÝBÝLA- SJÓÐS NÆGJANLEGT I upphafi ræðu sinnar flutti hann ríkisstjórninni þakkir fyrir bönd landbúnaðarnefndar og sem formaður nýbýlastjórnar ríkis- ins, vegna frumvarpsins. Rakti hann það að í frumvarp- inu væri fyrst lagt til að árleg framlög ríkissjóðs sem eru %xk milljón króna, yrðu framlengd um 10 ár. Þessi framlög kvað hann fara jafnt til byggðahverfa og einstakra nýbýla og gerði ráð fyrir að óbreyttum aðstæðum þá ætti þeta framlag að vera nægi- legt. ÞÖRF BYGGINGARSJÓÐS SÍVAXANDI Þá fjallar önnur grein frum- varpsins um framlengingu á framlögum til byggingasjóðs Búnaðarbankans um 10 ár í við- bót og eru árleg framlög 2Vz milljón. Jón sagði að verkefni bygg- ingarsjóðs væri stórkostlegt og færi sívaxandi, því að hann þarf að lána til bygginga á öll- um gömlum jörðum og nýbýl- um líka. Byggingarsjóður, sagði hann, er gamall sjóður, sem lánaði fyrst mjög smáar upphæðir. — Lengi var hámarkslán á býli 6000 krónur, sem síðan var fært upp í 9000 krónur. VAR HÆKKAÐ 1946 í 45 ÞÚS. — ER NÚ 60 ÞÚS. Árið 1946 var ákvæðum þess- ara laga gerbreytt. Voru bygg- ingarlán og starfsemi öll aukin stórkostlega. Var hámark bygg- ingarlána þá sett 45 þús. kr. og gilti það til 1951, þegai- hámark- ið var sett 60 þús. kr. og hefur staðið þannig síðan. BYGGINGARKOSTNAÐUR ÞREFALDAST Jón Pálmason kvað láta nærri að siðan 1946 hefði bygg ingarkostnaður þrefaldast og væri því mikil þörf á að hækka þessi byggingarlán. Hann kvað suma þeirra er sæti eiga i byggingarnefnd og jafnvel alla, hafa tilhneigingu til að leggja til talsverða hækkun á þessu framlagi rik- issjóðs, vegna vaxandi þarfa, en þeir féllu þó frá því á þessu stigi málsins og legðu til að stjórnarfrumvarpið væri sam- þykkt óbreytt. hafa verið svo mikil brögð að því, að sveitafólk Uytji til kaupstað- anna, einkum sunnanlands, að oft hefur til vandræða horft fyrir bændur með að geta haldið búum sínum vegna fólksfæðar. Fjöldi jarða fór af þessum sökum í eyði á tímabili. Um nokkurra ára bil, var stöðvun á þessum óheilla- straum. Réðu því fjárskiptin og töluvert meiri bjartsýni í fram- tið sveitanna vegna aukinna ráð- stafana til nytsamlegra fram- kvæmda, svo sem ræktunar, húsa bygginga og samgöngubóta. MEIRI VERKAFÓLKS- SKORTUR EN NOKKRU SINNI Nú hefur aftur sótt í hið verra horf, svo að á yfirstandandi ári hefur verkafólksskortur- inn orðið svo mikill i mörgum sveitahéruðum, að aldrei hef- ur annað eins áður þekkzt t tíð núlifandi manna. Er hiff mesta neyðarástand á mörg- um heimilum af þessum sök- um. VERÐI EKKERT AÐ GERT FLYTJA MENN Á BROTT Staðreyndin, sem við augum blasir, er sú að verði þetta lát- ið afskiptalaust, eins og gert hefur verið, þá er þess skammt að bíffa, að margt af þeim f jöl menna einyrkjahóp, sem nú heldur uppi byggð í sveitum landsins, gefst upp og flytur til kaupstaðanna í von um vel borgaða atvmnu og margvís- leg þægindi sem fámenn sveitaheimili fara á mis við. SNÖGGAR RÁÐSTAFANR NAUÐSYNLEGAR Hér verður því að gera snöggar og róttækar ráðstafanir til við- unandi jafnvægis og til bjargar frá vandræðunum og áframhald- andi óheillastraum þjóðfélaginu öllu til bersýnilegs tjóns. Sjái stjórnarvöldin eigi ráð til að bæta úr þessu ástándi með inn lendum vinnukrafti, ber að leita annarra ráða, enda þótt fyrri til- raunir í þá átt hafi gefizt mis- jafnlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.