Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADI9 _ Þriðjudagur 9. nóv. 1954 — Bílakaup Framhaldasagan 88 hamingju yfir því að fá að hafa einn son sinn hjá mér, beið hún með óþreyju eftir hinum tveim- ur. Það var von á Ross heim frá skólanum. Hvernig skyldi hann líta út, hugsaði Nicole. Hávax- inn, líklega og herðabreiður eins og bræður hans. Hann var nú 18 ára eftir nokkra daga. Átján ára .... og allt í einu fannst henni hún vera orðin gömul. Ef Trá voru talin þessi bréf, sem þau liöfðu skrifað hvort öðru, þá var hún og Ross nú óþekt hvort öðru. En bréfin höfðu brúað bilið að nokkru. Hún vissi hvað Ross gerði, hvernig hann hugsaði og hverjar skoðanir hans voru til málanna. Þannig þekktu þau að nokkru leyti hvort annað. Ross var var líkur báðum bræðrum sínum. Hann var líkur báðum hræðrunum, hafa tilfinningu Ric- hards fyrir öllu fögru en var stað fastur og öruggur eins og Alan. Áætlanir hans um að fara til Cambridge myndu raskast nú, hann var næstum því 18 ára, og því sennilega tekinn í herinn. Þó fannst honum sennilegt að hann myndi feta í fótspor Richards, — flugherinn myndi einnig freista hans. Richard sagði að þeim mun yngri sem þeir væru, því betri flugmenn yrðu þeir .... Þeir vildu hafa orustuflugmennina ■unga, — það var það sem Ric- hard hafði sagt. Flugherinn var yfirfullur af ungmennum eins og Ross. Richard hélt því fram að það væri hugrekki og líkams- þróttur, sem væri þeim fyrir heztu, en Lloyd hafði verið á öðru máli. Hann hélt því fram að hugrekkið og líkamsþróttur- inn leiddi þá til glötunar. Þeir væru óstöðuglyndir á þessum aldri, sagði hann, þeir hefðu ekki stöðuglyndi eldri manna. — Ef maðurinn átti konu, sem beið hans, eða börn, að stríðinu loknu, þá hefði hann eitthvað til að lifa fyrir, þá færi hann gæti- legar, — líf hans var þýðingar- mikið og hann vildi fyrir alla muni gæta þess vel. Richard hrosti hæglátlega. Hans líf var einnig þýðingarmikið, ekki vegna þess að hann ætti eiginkonu, sem hiði hans að stríðinu loknu, held- ur vegna þess að hann var lífs- glaður. Hún leit á Gerry. Hann bar einkennisbúning sinn kæruleysis- lega. Hann var orðinn grennri nú, heldur en áður, en hann hafði ekki misst neitt af sinni öruggu framkomu. Hann virtist eldri heldur en þrjátíu og tveggja ára, en aukinn þroski hans gerði hann ögn virðulegri. Örið, sem var á milli augnabrúna hans var enn þá sýnilegt, og gaf honum enn skemmtilegt og spyrjandi út- lit. Hún vonaðist til þess að fá tækifæri til þess að ræða við hann einslega, áður en hann íæri aftur. Það var svo ótal margt, sem hana langaði til þess «að spyrja hann um. Umgengst hann enn sama fólkið? Hvar voru sameiginlegir kunningjar þeirra. Hann hlaut að geta sagt henni eitthvað um Brendan. — Skyldi hann líka vera í hernum? Og Derrick Greerson? .... Nú átti flotinn stór verkefni fram- undan. Hana langaði að vita eitt- hvað um Bentley-fólkið og Mar- ciu Tiltman. Charles hafði farið að tala um annað. er hún spurði hann um þau. Gerry mundi vita þetta, og hann dró aldrei neitt undan. Það var eins og Gerry hefði lesið hugsanir hennar, því hann sagði: „Hittir þú nokkurn af okkar gömlu kunningjum á með- an þú stóðst við í London?“ „Nei“, svaraði hún. „Ég reyndi að forðast þá“. „Ég hitti Frank Meredith“, sagði Lloyd. Richard brosti. „Meredith hef- ur mikið að gera þessa dagana .... hann situr svo lengi á gljá- fægðum skrifstofustólum, að það fer hálf illa með buxurnar hans“. Arthur, sem vegna þessara orða varð hugsað til skrifstofu stóls síns á upplýsingaskrifstofu hersins, hóstaði lítillega til að I vekja athygli á sér. „Það verða | einhverjir að sitja við skrifborð- ið, Rick“, sagði hann. „Ég býst ekki við að við kæmust langt, ef við værum allir flugmenn, en enginn væri til að ákveða hvert fljúga ætti“. Richard varð hálf kjánalegur á svip. „Fyrirgefðu, Arthur, ég hugsaði ekki út í það hvað ég sagði“. | Judy andvarpaði. „Þú ert elsku legur drengur oftast, Rick, en stundum særir þú óafvitandi til- finningar annara“. Síðan sneri hún sér að móður sinni og kvart- aði um að hún væri svöng. Og það var ákveðið að bíða ekki lengur eftir Ross og Alan, því nú var ekki fleiri lesta von fyrr en eftir alllangan tíma. | Undir borðum var ekki minnzt á hernað. Gérry hafði rétt áður en stríðið skall á komið úr langri Miðjarðarhafsskemmtiferð. j „Það var dásamlegt ferðalag", sagði hann. „Ég mundi vilja fara í annað eins um leið og lífið kemst aftur í eðlilegar skorður“. | „Þú ert ekki bugaður af á- hyggjum, Gerry“, sagði Judy. „Þú getur farið og komið þegar þú villt. Þú getur gert hvað sem þér dettur í hug. Þig binda engin bönd, ekkert sem krefst þess að þú sért á Englandi, ef þú villt heldur vera einhvers staðar ann- ars staðar“. | Gerry yppti öxlum. „Ég minn- ist samtals, sem ég átti við fá- tækan fiskimann í Penzance. — Hann hafði misst sjón á öðru auga, hann átti 9 börn, öll undir tíu ára aldri, og hann átti ekki grænan túskilding. Samt sem áður sagðist hann vera hamingju- samasti maður, sem lifði undir sólirini. Það er meira heldur en ég gæti nökkru sinni sagt við sömu ástæður". „Ánægja er hamingja, Gerry“, sagði Margaret. „Það er satt, frú Fenton", sam- þykkti Gerry“, en eini maðurinn, sem ég nokkru sinni hef hitt, sem var reglulega hamingjusam- ur var þessi fiskimaður. Það hjálpar mér ekki, nema“, bætti hann við með brosi, „að ég færi kannski að stunda fiskveiðar". „Hvers vegna ekki það?“ stakk Lloyd upp á. „Það er gaman að veiða. Það er mjög ánægjuleg dægrastytting. Sólskin og engar áhyggjur .... Það er vissulega leið að sannri lífsánægju". „Menn hafa misjafnan smekk“, sagði Gerry. „Vissulega. Ef við íhugum nán- ar um okkur hér við borðið, þá sjáum við t.d. að mesta ánægja Joan væri að heyra Alan stinga ýykli sínum í skrána. Margaret gæti ekki átt meiri ánægju að fagna, en að synir hennar, sem nú eru ókomnir, væru komnir. Rick vill ekkert nema tónlist, þá er hann ánægður og ég er það ef ég fæ að vera nálægt Nicole og Judith og ef ég kemst í veiði- ferðir“. „Judith“, sagði Gerry og leit á Judy. Judy brosti. „Ég er ekki Jud- ith, sem um er að ræða. Lloyd á við dóttur sína“. Gerry starði forviða á svip. Nicole varð fyrir svörum. „Við eigum dóttur", sagði hún lágt. Richard hóstaði af uppgerð. „Ég hefði nú kannski átt að vera búinn að segja þér frá því, en þið vitið hvernig þetta er .... ég gleymdi alveg að.... “ „Komuð þið með hana til Eng- lands?“ spurði Gerry. „Já, hún er hér hjá okkur“, sagði Nicole. „Hún er háttuð, uppi“. „Ég hefði gaman að sjá þá Höfum fil sölu: Station bíl model 1952 í mjög góðu lagi. Dodge 6 manna, model 1940 Dodge 6 manna, model 1942 Renault 4 manna, model 1946 Óskum eftir að kaupa jeppa Kaupum bíla — Seljum bíla — Tökum bíla í umboðssölu Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 6460 og 6660 Eskihfíðarskólinn tekur til starfa 10. þ. m. Börn fædd 1946 (8 ára) mæti þá í skólanum kl. 11 fyrir hádegi og börn fædd 1947 (7 ára) mæti klukkan 2 e. h. Skólastjórinn. ^xoJL JíveinAáJor) verkfrceíinqur cand.polyt. f(ársnesbraut 22 simi 22QO A(i5óío^thiIjiLkmrigaA ^ÓAnoJjiiJaxuxqaA UÍbo^úlxjóinqaA Œábqjifendi UÆAkjjúj^AinquA i bqqqinqtWJink^usbí KVENKÁPUR 09 DRA6TIR Tckið upp í dag, nýtízku vetrarkápur og svartar dragtir frá London. Stór og lítil númer. — Sér- staklega falleg snið og verðið mjög hagstætt. N.B.: Aðeins ein kápa af hverri tegund. Verzlunin HELMA Þórsgötu 14 — Sími 80354 ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■• al Jóhann handfasti ENSK SAGA 48. Aðeins konungurinn var glaður og heilbrigður, eins og hann var alltaf, veðurofsinn gat hvorki bugað matarlyst! hans né hugrekki. Hann fullvissaði okkur um að engin hætta ^væri á ferðum, því að grámunkarnir hefðu lofað að biðja fyrir honum á hverjum degi á meðan hann væri í herferð- inni. „Hugrakkur, góði Reiddi hnefi“, kallaði hann um leið og hann gekk fram hjá mér. „Þú verður að skoða þetta sem syndarefsingu. Mundu að þú ert heilagur pílagrímur." „Ef að þessu fer lengi fram“, sagði ég stynjandi, „verð ég bráðum heilagur píslarvottur." Um miðnætti slotaði rokinu, fyrir Guðs náð, og konungur lét kveikja á ljóskeri og hengja það á framstafn French la Mer til þess að leiðbeina skipunum. En flotinn var eins og sauðahjörð, sem úlfur hefir tvístrað, og þegar við komum til Kríteyjar, kom það í ljós, að tuttugu og fimm skip vantaði, þar á meðal skip það, er flutti systur konungs og heitmey hans. Konungur var svo hryggur og reiður, að því verður ekki með orðum lýst. Hann skipaði að létta akkerum og svo var haldið til Kypruseyjar ef verið gæti að skipin, sem vantaði, hefðu leitað hælis þar. Við höfð- um heyrt að keisarinn á þeirri eyju væri harðstjóri og vinur hina vantrúuðu, og við vorum mjög áhyggjufullir á meðan við vissum ekki um afdrif hinna konunglegu hefðarkvenna og félaga okkar. ■ Aigreiðslustarf ■ Afgreiðslustúlka óskast strax. Uppl. milli kl. 3 og 7 ■ ■ í veitingastofunni Adlon, Laugaveg 11. ; HÓTEL BORG STIJLKUR VANTAR Talið við yfirþernuna HÓTEL BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.