Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1954, Blaðsíða 16
Yeðurúiiif í dag: AUhvass SV. — Éljagangur. f?jPJtlrWlÍít» 257. tbl. — Þriðjudagur 9. nóvember 1954 Opinberir starfsmenn á Keflavíkurvelli svara rómi Tím ans. — Sjá grein á blaðsíðu 7. Framdi sjálfsmorð í fangaklefanum Sorglegur atburður á lögreglustöðinni. KLUKKAN 6 í gærdag kvaddi lögregiustjóri blaðamenn á sinn fund og skýrði frá því að aðfaranótt mánudags hefði einn af xnönnum þeim, er settir höfðu verið í gæzluvarðhald í kjallara lögreglustöðvarinnar, framið sjálfsmorð. Var hér um ungan mann að ræða, rösklega þrítugan utanbæjarmann, sem hefur nokkrum sinnum komizt í kast við lögregluna fyrir ölvun, en var þó engan veginn einn af þeim, sem lögreglan á í erfiðleikum með. FORSAGAN Forstjóri og yfirlögregluþjónn skýrðu blaðamönnum svo frá, að síðla sunnudagskvölds hefði lög- regluvarðstofunni borizt kvört- un frá húsi einu hér í bæ, að maður gerði þar hastarlegt énæði. Fór lögreglan á vettvang og handtók manninn ásamt fé- laga hans — ekki í húsinu, sem kvörtunin hafði borizt frá, heldur í öðru húsi, þar sem þeir höfðu einnig gert ónæði. HJÁ VARÐSTJÓRANUM Báðir voru þeir fluttir á lög- reglustöðina og færðir fyrir varð stjórann, sem kynnti' sér mál þeirra, og ákvað að þeir skyldu lara í klefa í kjallaranum. Kom ekki annað til greina vegna hins freklega ónæðis, er mennirnir liöfðu gert sig seka um, og svo hitt að hinn látni var til húsa hjá Hjálpræðishernum og þar er ekki tekið á móti drukknum mönnum. Voru þeir færðií' í kjallarann al- gerlega mótþróalaust og ekki höfðu þeir þrjózkast hið minnsta við lögregluna fyrr um kvöldið. í KJALLARANUM Er í kjallarann kom, var farið með þá eftir settum reglum — leitað á þeim að hlutum, sem kynnu að geta orðið þeim skað- legir. Er slíkt víðtekin regla, enda algengt t. d. erlendis, að fangar reyni að stytta sér aldur, kveikja í eða gera annan óverkn- að. Er tekið af mönnum ýmsir lauslegir hlutir, axlabönd, belti og annað þess háttar. Þessa nótt var „rólegt“ í kjallaranum, sex í fangagæzlu og fangavörðurinn sinnti föngunum að venju, færði þeim vatn, ef þeir báðu um o. þ, h. Hálftíma eftir að félagarnir tveir voru settir inn, leit hann t. d. inn til þeirra og þá sat sá, er nú er látinn, á bekknum í klefa sínum. Eftir það fór hann sínar föstu eftirlitsferðir. ATBURÐURINN Á 6. tímanum á mánudags- morgun var farið inn til hans. Kom þá í ljós, að hann hafði hengt sig. Hafði hann rifið ræmu úr flókateppi húðvænu og sterku, er fangar hafa. Loft op, rimlum girt, er fram á gang, og á rimlana strengt vírnet, einmitt til að varna því, að í rimlana sé hægt að Rafmangslaust í Hainarfirði í gsr HAFNARFIRÐI — Hér var raf- magnslaust í allan gærdag, og var ekki lokið við að gera við fyrr: en laust eftir kl. 9 í gær- kvöldi. Rafmagnsbilunin stafaði af því, að sjávarselta og krap settist á einangrara á háspennu- línunni skammt frá Fífuhvammi og varð að setja nýja á nokkurn kafla línunnar. Annars munu ein angrarar vera orðnir heldur lé- legir á þessum slóðum. TRILLUBAT RAK UPP í vestan rokinu, sleit nýlegan trillubát upp af legunni hér, og rak hann upp á móts við Vél- smiðju Hafnarfjarðar og brotnaði þar í spón. Annars mun ekki hafa orðið neitt teljandi tjón á eignum manna —G.E. Fárviðríð í @ær kcm eins ©@ þruma úr heíiikíru lofti Ekki kunnugt um neitt mannljén. FÁRVIÐRIÐ, sem brast á hér í Reykjavík klukkan rúmlega 8 i gærmorgun, kom öllum á óvart, jafnt veðurstofunni sem öðr- um. — Að vísu vissi hún um ferðir lægðarinnar, sem veðrinu olli, En lægðin breytti skyndilega um stefnu. Þótt veðrið skylli á eins og hendi væri veifað, er ekki kunnugt um neitt manntjón. — En skemmdir urðu á mannvirkjum. — Tvö hús stórskemmdust hér í Reykjavík. hengja nokkurn hlut. En þó óskiljanlegt sé, hefur fangan- um tekizt að koma teppinu milli rimlanna og vírnetsins og gera sér snöru. Snaran er 73 cm yfir bekknum, sem fang inn lá á. Læknir var sóttur, en þá var maðurinn örendur. Síð- an hefur rannóskn málsins staðið, henni er ekki lokið — og ekkert það komið í ljós, sem bent gæti til þess að trassa skap lögreglumannanna sé um að kenna, sagði lögreglustjóri. Því má bæta við, að blaða- menn skoðuðu allar aðstæður., SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- Virðist óskiljanlegt, hvernig LAGIÐ SqKN j Reflavík heldur Aðalfundur Sjélf- slæðiskvenna í Keflavík tekizt hefur að koma teppis- ræmunni milii rimils og vír- nets, en vegna geysilega þröngra aðstæðna á ganginum (vegna byggingarlags hússins) er ekki hægt af ganginum að sjá hvort einhverju hafi verið smeygt út fyrir ein- hvern rimlanna að innan frá. ð AKRANESI, 8. nóv. —Brim hefur verið hér nokkuð í dag og feyki- legur vindsjór. Á flóðinu um þrjú leytið var mjög sjávarhátt á Vest ur Skaganum, bví þar er.áhlað- andinn meiri, í þessari átt. Þá jókst brimið einnig töluvert. Engir bátar voru á sjó í nótt og engar skemmdir hafa orðið hér af völdum veðursins, sem vit- að er um. —Oddur. aðalfund í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík annað kvöld kl. 9 e. h. Eftir venjuleg aðalfundarstörf verður sameiginleg kaffidrykkja og kvikmyndasýning. Sjálfstæðiskonur í Keflavík eru beðnar að fjölmenna á fund- inn. — Talsverður snjór á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 8. nóv. Veður hef- ur verið ágætt hér undanfarna daga á landi, en til hafsins hefur verið stirð tíð. Lítið hefur verið farið á sjó. Fyrir nokkrum dögum setti niður hér allmikinn snjó, sem ekki hefur tekið upp ennþá. — Stefán. Sljórnmálaskóli Sjálfslæðis- flokksins haldinn á Akureyri Jr Verður settur á morgun. STJÓRNMÁLASKÓLI Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun og er hann í þetta sinn haldinn á Akureyri. Er það í fyrsta sinn, sem kólinn er haldinn utan Reykjavíkur. Hann mun standa yfir í tíu daga. Margir fyrirlestrar um ýmsa þætti stjórnmálanna verða fluttir og málfundaæfingar á hverjum degi. Þátttakendur eru rúml. 30 talsins. Forstöðumaður skólans verður Gunnar G. Schram. FLESTIR AÐ NORÐAN Félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, Vörður, hefir ann Stjórnmálanámskeið Heimdallar hefst í kvöld EINS og áður hefur verið skýrt i'rá hefur Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna, ákveðið að efna til stjórnmálanámskeiðs nú á þessum vetri. Á namskeiði þessu verður lögð áherzla á iræðslu og æfingu í ræðu- mennsku, auk þess sem hinir fær ustu menn flytja erindi um stefnu Sjálfstæðisflokksins og einstök þjóðmál. Námskeið þetta fer fram tvö kvöld í viku, á þriðjudög- um og fimmtudögum og hefst kl. 8,30 e. h. skólans, en þátttakenduy eru flestir frá Akureyri og af Norð- urlandi. Mun skólinn settur síð- azt nauðsynlegan undirbúning' ar^ hluta dags á morgun og ljúka 21. þ. m. | Fyrirlestrar verða fkittir um utanríkismál, menntamál, við- skiptamál, landbúnaðarmál, sjáv- arútvegsmál, Sjálfstæðisstefnuna og ýmis önnur efni. Erindin flytja m. a.: Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, Ingólfur Jóns viðskiptamálarááðherra og Mun námskeiðið verða til húsa í VR-húsinu í Vonarstræti. I kvöld kl. 8,30 verður nám- skeiðið sett og að því loknu mun Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, flytja erindi um ræðumennsku. Ungt fólk, sem áhuga hefur á stjórnmálum og félagsstörfum, ætti að nota þetta tækifæri og afla sér staðgóðrar þekkingar á þjóðmálunum og æfingar í fund- arstörfum, með því að taka þátt í námskeiði þessu. FÓRU FRÁ LÍNUNNI Þegar veðrið brast á, voru bátar héðan frá Reykjavík al-1 mennt á sjó. — Þeir höfðu lagt línuna um 45 mín. siglingu frá höfninni. — í skyndi yfirgáfu' þeir línuna, 25—30 bjóð og heldu j heim. — Flestir bátanna náðu landi án aðstoðar, en Sæbjörg og vitaskipið Hermóður fóru til móts við þrjá báta, sem erfiðlega gekk, vegna þess, hve dimmt var í éljunum og skyggni takmark- að. — Síðasti báturinn náði Reykja- víkurhöfn með aðstoð Hermóðs um klukkan 3 í gærdag. Var það mb. Freyja. VEÐUHSPÁIN Niðri við gömlu verbúðar- bryggjurnar stóðu þá nokkrir formenn á bátum héðan. — Tíð- indamaður Mbl. spurði þá hvort Metsala hjá ísélfi SEYÐISFIRÐI, 8. nóv. — Togar- inn ísólfur frá Seyðisfirði seldi afla sinn í gær í Bremerhayen í Þýzkalandi, sem var 200 tonn, fyrir 146.200 mörk. Mun það vera metsala íslenzkra togara í Þýzka- landi á þessu hausti. Var ísólfur eini íslenzki togarinn, sem land- aði í Bremerhaven þennan dag. Skipstjóri á ísólfi er Sigurgeir Pétursson frá Ófeigsfirði á Strönd um. Hann er aðeins 26 ára og er yngsti skipstjóri togaraflotans. Tók Sigurður við fsólfi síðastlið- ið vor, en hann var áður stýri- maður á sama skipi. Hefur hon- um gengið sérstaklega vel, t d. fyllti hann fsól f á 49 klst. við Grænland í ágúst s.l. Reykingarkofl og þurrkhjaliur brenna BORG, Miklaholtshreppi 8. nóv. — S.l. laugardag kviknaði í reyk ingakofa á Mel í Staðarsveit. — Brann kofinn til ösku með öllu sem í honum var ásamt þurrk- hjalli, sem stóð áfastur við hann. í hjallinum var timbur, bátur og sitthvað fleira, sem allt brann og ónýttist. Var bruni þessi til- finnanlegt tjón fyrir ábúandann á Mel, en hann heitir Kristján Erlendsson. f dag er hér vestanbylur, vonskuveður og fé allsstaðar kom ið í hús. Snjókoma hefur ekki verið ýkjamikil, en fer vaxandi. Verið er að setja fé á og ásetn- ingur allsstaðar í góðu lagi. veðurspáin hefði verið þannig að sjóveðri hafi verið spáð. Fyrir svörum varð Einar Sig- urðsson, skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5. — Bátarnir fengu enga spá kl. hálf fjögur í nótt, en eftir þeirri spá róum við. Ég fór þá upp á lögreglustöð og hringdi þaðan í veðurstofuna til þess að fá veðurspána, en hún var á þá leið, að NV stinningskaldi myndi verða með hvössum éljum. Það var ekkert að því að róa í slíkri spá og bátamir fóru. LÆGÐIN BREYTTI STEFNU ' Veðurstofan vissi um ferðir lægðarinnar, sem kom upp að landinu suðvestan úr hafi. — Skyndilega breytti hún um stefnu frá suðri til norðurs. Var þetta með krappari lægðum, sem hér koma. Eftir að hún kom inn yfir landið, hægði hún á sér og fór hægt yfir. Þessi skyndilega stefnubreyting og hve lægðin hægði óvænt á sér, mun hafa komið veðurfræðingunum mjög á óvart. \ LOFTNETIÐ BILAÐI / Vegna bilunar á sambandinU milli Veðurstofunnar og loft- skeytastöðvarinnar í fyrrinótt, var ekki hægt að útvarpa veður- fregnum kl. 3.30 um nóttina. Vinna féll víða niður í gær, einkum þó útivinna. Veðurolsi - en rngar skemdir í Stykkishéfani - f þingmennirnir Jóhann Hafstein, Magnús Jónsson og Jónas Rafn- ar og Gunnar Helgason, erind- reki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum gengizt fyrir slíkum stjórnmálaskóla og hefir hann jafnan verið vel sóttur og gefið hina prýðilegustu raun. Fer vel á því, að skólinn skuli í þetta sinn vera haldinn utan Reykjavíkur, í höfuðstað Norð- urlands. Varð að fresta smöl- un vegna veðurs STOKKSEYRI, 8. nóv. — í dag átti að fara fram hér lögskipuð smölun á sauðfé. Varð að fresta smöluninni vegna veðurs um ó- ákveðinn tíma. Eru bændur sem eiga fé sitt heima á túnum, óðast að koma því í hús, þar sem jarð- laust er með öllu sökum þess að í nótt og dag hefur slyddan frosið á túnunum svo féð getur ekki staðið á krafsi. — Magnús. STYKKISHOLMI, 8. nóv. morgun voru hér 11 vindstig og mikill hríðarbylur, svo illstætt er milli húsa. Engar skemmdir hafa þó orðið af völdum veðurs- ins enn sem komið er. Allir bátarnir frá Stykkis- hólmi hættu við að róa í gær, vegna veðurspárinnar, og ekki er vitað til að nokkur bátur um- hverfis Nesið hafi farið á sjó. Símalínur hafa víða slitnað og eru óðum að slitna, til dæmis er símasambandið við Ólafsvík rofið. Vegir hafa teppst vegna fannkomu út í Grafarnes og einnig í Eyrarsveit. Kerlingar- skarð mun þó fært ennþá. Áætlunarbáturinn Baldur, átti að fara til Reykjavíkur í dag, en varð að fresta förinni út af ó- veðrinu, en engum báti er fært á sjó eins og stendur. — Árni. -------------------- ) A B AKUREYRI C D E F G H #1 Wr. vm. "Æ. ÍH! Li ABCDEFGH I REYKJAYÍK 18. leikur Akureyringa: 1 Stutt hrókun. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.