Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 1954 1 Væri innflutningur bifreiða gefinn frjáls væri mikið misrétti bætt jorar heiðraðir á Kefla- víkiirfíuEvelli KEFLAVÍKURFLUGVELLI 10. nóv.: — Fyrir nokkru heiðruðu íorráðamenn Hamiltonfélagsins 30 íslenzka vöru- og strætisvagna stjóra, sem hjá fyrirtækinu vinna fyrir öruggan og slysalausan akst ur undanfarna 12 mánuði. Hjá fyrirtækinu munu vera nokkuð á annað hundrað bílstjór- ar. Verðlaunin voru næla og fylgdi henni sérstakt heiðurs- og viðurkenningarskjal. Þessa við- urkenningu til bílstjóranna þrjá- tíu afhenti ofursti í verkíræðinga deild hersins Bagnulo, fyrir hönd ráðamanna Hamiltonfélags- Þar gætir nú verstu einkenna haftakerfisins Úr ræðii Jóhanns Hafsiein á þingi. — I>AÐ ER eitt allra mesta nauðsynja- og réttlætismál með ís- * lenzku þjóðinni, að gefa innflutning bifreiða frjálsan. —' Þannig mælti Jóhann Hafstein á Alþingi í gær, er hann flutti fram- j sögu fyrir þingsályktunartillögu þriggja Sjálfstæðisþingmanna. j Líkur benda til að 15% af bílleyfum þeim, sem út hafa verið gefin í ár gangi kaupum og sölum á svörtum markaði. Úíhlutun á. leyfi verkar því í rauninni eins og úthlutun peninga.. Þannig liefur úthlutun bifreiða á sér verstu ókosti haftakerfisins. Aðalfiiiidur Landsmálaíél. Fram HAFNARFIRÐI — Aðalfundur Landsmálafélagsins Fram var haldinn 2. þ. m. Formaður fé- lagsins, Guðm. Guðmundsson, setti fundinn. Minntist hann í upp hafi nýlátins félaga, Bjarna M. Jóhannessonar. Fundarmenn vott uðu hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Jón Mathiesen, formaður Landsmálafélagsins Fram. Formaður flutti skýrslu um fé- lagsstarfið, en gjaldkeri las upp reikninga félagsins, sem voru samþykktir. Því næst fór fram stjórnarkosning. Guðm. Guð- mundsson baðst eindregið undan endurkosningu, og var Jón Mat- hiesen kosinn í hans stað. Með- stjófnendur eru þeir Gestur Gam alíelsson, Páll Böðvarsson, Stefán Sigurðsson og Sveinn Þórðarson. Til vara Guðm Guðmundsson og Páll V. Daníelsson. Endurskoð- endur voru kosnir Beinteinn Bjarnason og Kristinn J. Magnús- sop. — í fulltrúaráð Sjálfstæðis- féiaganna voru kosnir þeir Bjarni Snæbjörnsson, Guðjón Magnússon, Ólafur Tr. Einars- son, Jón Mathiesen, Páll V. Dan- íelsson og Sveinn Þórðarson. Því næst hófust umræður um bæjarmál og hafði Páll V. Dan- leis son framsögu. Að því búnu ræddi Ingólfur Flygenring alþm. um helztu mál, sem fram eru k^min á Alþ. — Fundurinn var vyl sóttur. —G.E. England vann Wales LONDON 10. nóv. — England v^nn Wales í knattspyrnu á Wembley í dag með 3 mörkum gegn tveimur. NAUÐSYNJATÆKI SÆTA ÓIIEILBRIGÐUM VIÐS KIPT AHÁTTUM Höfuðröksemdirnar fyrir að gera innflutning bifreiða frjáls- an, sagði Jóhann vera: 1) Bifreiðar eru óhjákvæmileg nauðsynjatæki í atvinnurekstri landsmanna og samgöngum og veigamikill þáttur í almennri velmegun. 2) Með frelsi í bifreiðaverzl- uninni er hægt að leiðrétta mis- rétti og óheilbrigða verzlunar- hætti, sem verið hafa þjóðinni mikill smánarblettur á liðnum ! árum. ! j MESTUR BIFREIÐAINN- i FLUTNINGUR 1941 og 1946 Þá rakti hann nokkuð hvernig I bifreiðainnflutningi hefði verið j háttað til landsins á undanförn- um árum. Hefur innflutningur I bíla verið mikill á tveimur tíma- bilum. í fyrra skiptið var það, þegar þátttaka Sjálfstæðisflokks- ins í þjóðstjórninni 1939 leiddi til þess að bifreiðaeinkasalan var af- numin. Þá voru á árunum 1940— 1942 fluttir inn um 1500 fólks- bílar og 1500 vörubílar. í síðara skiptið var það eftir að nýsköpunarstjórnin tók við völdum, að Pétur Magnússon ráðherra lagði fyrir viðskipta- ráð að veita mjög ríflega leyfi fyrir fólksbíla sem og fyrir vörubíla og jeppa. Þá var það sem á einu ári 1946 að 2134 fólksbílar og 1023 vörubílar voru fluttir inn, en samtals á árunum 1945—47 voru fluttir inn 5275 bílar. Eftir það hefur bílainnflutning- ur verið sáralítill, eða að meðal- tali 240 bílar allra tegunda á ári. En alltaf hafa gilt aðrar reglur um innflutning bifreiða en annan innflutning. BARÁTTA SJÁLFSTÆÐIS- MANNA FYRIR FRJÁLSRI VERZLUN Þá rakti Jóhann stuttlega þró- un viðskiptamála síðan flokks- stjórn Sjálfstæðismanna var mynduð 1949, en hún lagði fyrir þingið tillögur Sjálfstæðisflokks- ins þar sem lögð var megin- áherzla á að taka upp frjálsa verzlun og afnema haftakerfið. Svo tókst á árinu 1950 stjórn- arsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar í meginatriðum á grundvelli tillagna Sjálfstæðis- manna í efnahpgsmálum. Síðan, sagði Jóhann, hefur ver- ið stefnt að því hröðum skrefum að gera innflutningsverzlunina frjálsa og afnema hafta og skömmtunarkerfið, sem lýsti sér í margvíslegum ófögrum mynd- um. Er nú svo komið að um 70% alls innflutningsins er á frílista. En hvers á þá bílainnflutningur- inn að gjalda? Hvað veldur því að martröð haftakerfisins hvílir enn yfir þessari grein innflutn- ingsins og viðskiptamálanna. ÁKVARÐANIR RÍKISSTJÓJRNARINNAR Þegai' kom fram á þetta ár, hélt Jóhann Hafstein áfram, lá í loftinu að innan ríkisstjórnar- innar væri alvarlega farið að ræða um verulega rý'mkun á inn- flutningi bíla eða að gefa inn- flutninginn frjálsan Og þá var tilkynnt að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að inn skyldu fluttir á þessu ári um 1300 bílar. Af öllum bxlum, nema stærstu vörubílum og jeppum skal greiða sérstakt leyfisgjald, 100% af fob-verði. Og svo var að Iokum ákveð- ið, að öllum bílunum skyldi úthlutað af opinberum stofn- unum, vegna þess, að Fram- sóknarmenn fást ekki til að fallast á þá tillögu Sjálfstæð- ismanna að gera bílainnflutn- inginn frjálsan. Ég þykist viss um, sagði Jó- hann, að háttvirtir þingmenn munu skilja hve þýðingarmikil tillaga okkar er um að afnema þessi höft af innflutningi bif- reiða. STERK ROK SJÁLFSTÆÐISMANNA Varðandi afstöðuna til hennar legg ég áherzlu á eftirfarandi: 1) Með því hverfur úr sögunni það misrétti og svartimarkað- ur, sem rxkt hefur hér í skjóli haftanna. 2) Ríkisstjórnin hefur í hendi sér að setja þær alm. reglur um hinn frjálsa innflutning, sem nauðsynlegar teljast af gjaldeyrisástæðum á hverjum tíma eins og gildir um allar frílistavörur. 3) Það er sérstaklega athyglis- vert, að það er ekki líklegt að flciri bílar hefðu verið fluttir inn á þessu ári, með núverandi vcrðlagi, þótt inn- flutningurinn hefði verið gef- inn frjáls. 4) Það eru exigar líkur til að j frjáls innflutningur á næsta ári leiði til eins mikils inn- flutnings og ákvarðaður hef- ur verið í ár. Áætlað er að innflutningur bifreiða í ár muni kosta 33 millj. kr. í gjaldeyri. Áætla má að inn- flutningur yrði helmingi minni á næsta ári. 5) Ef gjaldeyrisþol þjóðarinnar ber bifreiðainnflutninginn í ár, þá ætti það auðveldlega að bera minnkaðan innflutn- ing næsta ár. 6) Jóhann Hafstein benti sér- staklega á það, að haftakerfið leiddi til gjaldeyrissóunar bæði vegna óhæfilegs viðhalds kostnaðar á gömlum bílum og vegna þess að bílainnkaupum er ekki stefnt á hagkvæmustu staðina. 7) Leyfisbeiðnirnar nú í sumar eru enginn mælikvarði á getu eða þörf manna til bifreiða- kaupa, en ákvarðast af hinni óheillavænlegu þróun undan- farið. Menn keppast við að ná í leyfi, margir af því að þar er um gróðavon að ræða. 8) Þá er það augljóst að Svarti markaðurinn hcfur enn haldið áfram. Er líklegt að 15% af Framh. á bls. 12 11 lústiKii eifn rétf ú spariljárbéfum Úfgreiðsíisr hefjazt eftir áramót TALIÐ er að bótagreiðslur til sparifjáreigenda skv. stóreigna- skattslögunum geti hafizt í byrjun næsta árs. Samkvæmt at- hugunum lánastofnana munu 11 þúsund manns fá sparifjárbætur. Skattstofan vinnur nú að því að rannsaka hvort allar innstæð- urnar hafi verið taldar fram á sínum tíma, en það er skilyrði fyrir bótum. Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra, greindi frá þessu i fyrirspurnartíma í Sameinuðu þingi í gær. Var spurt um það hversvegna sparifjárbæturnar hefðu ekki enn verið greiddar út skv. lögunum frá 1950, þar sem ákveðið var að 10 milljón krónur af stóreignaskattiitum skyldu fara til að bæta sparifjáreigendum tjón þeirra. KRÖFULÝSING TIL ÁRSLOKA 1953 Ráðherra sagði frá gangi þessa máls. Innköllun til sparifjáreig- enda var gefin út í júní 1953, Fyrst var kröfulýsingarfrestur settur til 25. okt. 1953, en síðan til ársloka. Alls bárust um 12 þúsund umsóknir. Innlánsstofnanirn- ar athuguðu kröfurnar og luku við það í apríl s.l. Reyndust rúmlega 11 þúsund réttar — að upphæð 28 milljón kr. í RANNSÓKN HJÁ SKATTSTOFU Þá var það skilyrði sett fyrir bótunum að innstæðufjárhæð- irnar hefðu verið taldar fram til skátts. Var skattstofunni í Reykja vík og Ríkisskattanefnd falið að sannreyna það skilyrði. Er þeirri athugun nú nýlega lokið og er þá aðeins eftir að sannprófa inn- stæðufjárhæðir og framtaldar fjárhæðir. Geta ýmis vafaatriði komið upp í sambandi við það, sem úrskurða verður. Er talið að bótagreiðslur geti ekki hafizt fyrr en í byrjun næsta árs. GÍFURLEGT VERK Ingólfur Jónsson kvaðst hyggja að þingmenn gerðu sér ljóst hve gífurlegt verk þetta væri og eðlilegt að það heíði tekið nokkurn tíma. ÞEGAR VERÐBÓLGUFLOKK- URINN ÞYKIST GÆTA HAGSMUNA SPARÍFJÁREIGENDA Fyrirspyrjandinn, sem var Gylfi Þ. Gíslason stóð upp og hafði í frammi stór orð um það, að drátturinn væri orðinn óhóf- lega langur og svo virtist sem ríkisstjórnin ætlaði sér að koma sér undan að efna skýlaus lög um þetta. Sagði hann og að það væri lítið sem kæmi í hlut hvers, þar sem 12 þúsund hefðu sótt um bætur. Kenndi hann núverandi ríkisstjórn um það að hafa leikið sparisjóðseigendur illa með dýr- Framh. á bls. 12 - Ræða Ólafs Thors á Varðarfundi Framh. af blð. 1 ættu að etja. Sérstök nefnd starfaði nú að heildaráætlun um jafnvægi í byggð lands- ins. En auk þessara mála sem ríkis- stjórnin hefur unnið að hafa fjöl- mörg önnur vandamál komið til úrlausnar hennar, sagði forsætis- ráðherra. Nefndi hann þar til að- stoð við togaraútgerðina, afla- brest vélbátanna á síldveiðum fyrir Norðuflandi, aðstoð við síldarútveginn í Faxaflóa, mæði- veikina, sem hefði nýlega komið upp í Dalasýslu og fjáröflun til margvíslegra og nauðsynlegra framkvæmda í landinu. IIVAÐ ER FRAMUNDAN? En hvað er framundan, býst ég við að mörg ykkar spyrji, sagði Ólafur Thórs. Ég segi: Að efna heitin, sem ekki er búið að efna, koma rafvæðing- unni í framkvæmd og umbót- unum í húsnæðismálunum. — Við viijum sjá tillögur okkar í framkvæmd og finna þær skapa almenningi bætta að- stöðu og aukna möguleika. Við þurfum að ljúka endurskoðun skattalaganna, koma upp sem- entsverksmiðju, sem kostar 90 milljónir króna, en mun borga sig á 10 árum, ef við fáum hagstæð lán til hennar. Við þurfum að afla fjár til Sogs- ins, fá aukið rekstrarfé fyrir iðnað og landbúnað, efla Fisk- veiðasjóð og lánastofnanir landbúnaðarins og tryggja jafnvægi í byggð landsins. Við þurfum ennfremur að fram- kvæma tillögur í mcnningar- málum og heilbrigðismálum, sem þeir ráðherrar er þau mál heyra undir hafa á döfinni. Við viljum í stuttu máli sagt sjá fyrirheit okkar breytast úr hugsjónum í raunveruleika. Ráðherrann ræddi því næst nokkuð um utanríkismálin, sem hann kvað nauðsynlegt að öll ábyrg öfl í landinu hefðu sam- vinnu um. ísland verður að vera varið, ef við viljum tryggja sjálf- stæði þess og öryggi, sagði for- sætisráðherra. FRAMTÍÐ STJÓRNARSAM- STARFSINS En á stjórnarsamstarfið að lialda áíram, spurði ÓlafuiJ Thors. Við forystumenn Sjálf- stæðisflokksins viljum það. —i Við viljum sjá hugsjónir okk- ar rætast — loforðin verða aðl efndum. Ég hygg, að flestir af aðalleiðtogum Framsóknar- flokksins vilji einnig að stjóm arsamstarfið haldi áfram. Ég tel þyi ekki miklar líkur til að það rofni í bili, enda þót® veðrabrigði séu oft snögg 3 stjórnmálum. VIÐ MUNUM GERA SKYLDU OKKAR Ólafur Thors forsætisráðherraí komst síðan að orði á þessa leið í lok ræðu sinnar: Við Sjálfstæðismenn munum gera skyldu okkar. Við munum þjóna þjóðarhagsmunum og sjá hinum miklu framtíðarmálum borgið. Við viljum eiga gott sam- starf um þau meðan það stend- ur. En við gerum okkur ljóst, að við verðum æfinlega að vera viðbúnir. Við tökum því, sem að höndum ber. Við kvíðum ekki kosningum, og komi til þeirra, munum við enn skora á þjóðina að veita okkur meirihluta að~ stöðu. Ekki vegna þess, að ábyrgð okkar, áhyggjur eða vandi minnki við það, þvert á móti mun hann vaxa. En við trúum því, að við getum bezt unnið þjóð okkar gagn er við ráðum einir, og karkinn hefur okkur Sjálfstaéð ismenn aldrei brostið, sagði Ól- afur Thors að lokum. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.