Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. nóv. 1954 MORGVNBLÁÐIÐ Siprpír Jénsson söngmeistari Fáein minningarorð Súðavík í Alftafirði. Fréttabréf úr Álftafirbi vestra: (Ljósm. Þorst. Jósefsson). Eiiiðleikar vélbátaútgerðcuinnnr — Hagstætt sum ar — Vegngerðir — Um presta og prestsetur — Tímarnir hreytast og mennirnir með Súðavík í október. SÍÐASTLIÐINN vetur var hér í Álftafirði eins og annars staðar á landinu mjög mildur og snjó- léttur. Var því óvenju auðvelt að halda opnu vegasambandi frá ísafirði út til Bolungarvíkur og inn til Súðavíkur, enda liggja þeir vegir með sjó. En fjallveg- irnir í vestur frá ísafirði, Breiða- dals og Botnsheiði, voru að venju tepptir allan veturinn vegna snjó- þyngsla. Allmiklar togaralandanir voru á ísafirði í fyrrahaust og fram í s. 1. janúarmánuð. Var hið mesta hagræði að því fyrir atvinnulíf ísafjarðarbæjar og þorpanna í Bolungarvík, Hnífsdal og Súða- vík, sem unnu fiskinn í frysti- húsum sínum. Einar Guðfinnsson, kaupm. í Bolungarvík, ha'fði þá samnings- bundna nokkra togara, sem lönd- uðu á ísafirði fyrir hraðfrysti- hús Bolungarvíkur, en hin frysti- húsinu nutu góðs af, keyptu og unnu það, sem Bolvíkingar ekki önnuðu. TOGARARNIR „REKNIR í TÚNID" Eins og frægt er orðið að ósköpum hefur fiskigengd mjög þorrið á miðum Vestfjarða hin seinni ár eða síðan 1947, sem var hin síðasta vetrarvertíð, er gaf góða veiði á vestfirzkum fiski- slóðum. Þó að eigi tæki steininn úr fyrr en með nýju friðunarlín- unni, þegar stórum svæðum land- grunnsins við vestur og suður- ströndina var lokað fyrir inn- lendum og erlendum togurum, og þeir þar með „reknir í túnið hjá Vestfirðingum". eins og einhver orðheppinn blaðamaður hefur sagt. Er nú svo komið að mjög erfitt er að fá sjómenn á vest- firzka báta, sem vilja róa að heiman og fer þeim sífellt fækk- andi. Suðureyri í Súgandafirði er þar undantekning, enda er ýmiss aðstaða þar betri en á Vest- fjörðum yfirleitt, eins og sakir standa nú. Hér vestra hefur það almennt þótt gott hin síðustu ár, þegar fiskast hefur fyrir trygg- ingu á vetrarvertíð, þ. e. 12—13 þúsund króna hásetahlutur. Á sama tíma mun meðalhásetahlut- ur í Vestmannaeyjum og í ver- stöðvunum við Faxaflóa hafa ver ið helmingi hærri eða vel það. Þar sem frelsi ríkir sættir eng- in stétt sig við svo ójafna tekju- skiptingu til langframa, ekki vestfirzkir sjómenn fremur en aðrir. Auk þess sem útgerð frá slíkum stöðum er fyrirfram dauðadæmd vegna tapreksturs, þó að henni sé enn haldið uppi með meiri og minni opinberum styrkjum og aðstoð, sem oft væri betur í té látin í öðru formi en nú er. Skal eigi meir um það rætt hér að sinni, en e. t. v. síða.r HAGSTÆTT SUMAR Síðastliðið vor var sérlega gott og hagstætt í tíðarfari og gras óvenjulega snemmsprottið. Byrj- aði sláttur því víða mun fyrr en áður, sums staðar allt að mánuði fyrr, eða í byriun júní i stað júlí, sem er hið venjulega. Nýting heyja var góð. Ekkert kom hér í Álftafjörð af hinum íslenzka til- búna áburði, og geta því bændur hér um slóðir ekki um það borið af eigin reynd hvernig hann hef- ur reynzt. En heyrst hefur frá öðrum stöðum, að hann þætti kraftminni og verri til dreifing- ar, sökum kornsmæðar, en hinn erlendi áburður, sem seldur hef- ur verið hér undanfarin ár. Eftir lok júnímánuðar var sumarið kalt og háarspretta því lítil á túnum, en vöxtur garðávaxta í meðallagi. Sala líflamba í fjár- skiptin var svipuð og undanfarin ár, eða um 400 fjár úr Súðavík- urhreppi. Auk þess keypti verzl- un Einars Guðfinnssonar í Bol- ungarvík sláturlömb hér um Álfta- og Seyðisfjörð í stærra mæli en áður. Sláturfé mun eigi hafa verið nema í tæpu meðal- lagi til frálags, þrátt fyrir gott vor og snemmsprottna haga. Hef- ur og sú orðið raun á víðar um land. Fiskur gekk á grunnmið í maí og júnímánuðum eins og jafnan fyrr, og var veiði á smábáta all- góð um tíma. Afli smábáta | (trillubáta) var þó allmiklu rýr- ari en næstliðið sumar, 1953, en þá var fiskgengd mikil í Djúp- inu fram í septembermánuð, og mergð smásíldar allt inn í fjarð- arbotna. i í VEGUR UM ALFTAFJORÐ I sumar var unnið áfram við j Álftafjarðarveg. Borið ofan í og heflað á Súðavíkurhlíð, en rutt ' með ýtu inn fyrir fjarðarbotn- inn út í Hattardali, sem standa sinn hvoru megin Hattardalsár, við suðausturhorn fjarðarins. Er , nú hægt að fara þessa leið á jepp- um eða öðrum kraftmiklum bíl- | um. Áður var lagður og ofan í . borinn vegur kominn að Dverga- steini, sem er bær á fjarðarströnd inni vestrí, í sumar komst sá I vegur að næsta bæ fyrir innan, , Svartbamri, en eftir það er að- eins ýturuðningur í Hattardali, svo sem fyrr er sagt. Auk þess var nokkuð unnið með ýtu í sýsluvegi, milli Eyrar og Kleifa í Seyðisfirðí. j Síðastliðin þrjú ár hefur hér í Súðavíkurþorpi verið unnið við byggingu vandaðs barnaskóla- húss úr steinsteypu. Er húsið enn eigi fullgert, en var þó tekið í notkun í S. 1. febrúarmánuði, ' enda þörfin brýn. I Eitt' íbúðarhús er nú í bygg- ingu hér í þorpinu, en aftur á ' móti standa noklft-ar íbúðir auð- í DAG fylgja Akureyringar ein- um elzta og merkasta samborg- ara sínum, Sigurgeir Jónssyni söngkennara og organleikara, til grafar. Hann lézt á sjúkrahúsi bæjarins aðfaranótt 4. nóvem- bers nær 88 ára að aldri. Með Sigurgeir er hniginn einn af elztu brautryðjendum íslenzkr ar tónmenntar, einn þeirra ágætu manna, sjálfmenntaðra að mestu, sem klifu þrítugan hamarinn til að afla sér þeirrar þekkingar og kunnáttu í listinni, sem auðið var á þeim tímum, og miðluðu henni síðan öðrum við hin erfiðustu kjör sem organistar, söngstjórar og kennarar í fátækum byggðar- lögum þessa lands. Kjark, trú og ást á listinni þurfti til að leggja inn á slíka braut. ar, sem fólk hefur flutt úr til annara héraða og enginn flutt inn í í staðinn. GÆFTIR STOPULAR í HAUST í haust hafa gæftir verið stopul ar fyrir - smábáta, en fiskafli nokkur þá gefur. Engir hinna stærri báta (30 lesta og þar yfir) hér við Djúp hafa enn hafið róðra, en munu nú í tilferð með það, þeir sem á annað borð verða gerðir út. Hlutatrygging er eng- in á haustvertíð. Frá Súðavík mun ganga einn 36 lesta bátur, Sæfari, og einn lítill þilfarsbátur, Gissur hvíti. Auk þess ein eða tvær opnar trillur. Annar lítill þilfarsbátur, Sigurfari, sem héð- an, hefur gengið, var rji nýlega seldur til ísafjarðar, en fyrver-- andi formaður hans og eigandi Jakob Elíasson, flutti með fjöl- skyldu sína til Akraness. Jakob er albróðir hins kunna aflamanns Jóns Björns Elíassonar, sem lengi var skipstjóri á togaran- um Surprise. .Takob er greindur maður og gegn, eins og hann á kyn til, og einn hinn harðsækn- asti sjómaður, er getur. Er því mikil eftirsjá að honum og fjölskyldu hans fyrir hið litla þorp, þar sem hann hafði nú dvalið nokkuð á annan tug ára, Jengstum sem skipstjóri á bátum Andvara h.f. Kenndi hann van- heilsu nokkurrar um skeið og hætti þá skipstjórn á stærri bát- um, en kom sér upp eigin útgerð i smærri stil. Jakob og bræður hans eru ætt- aðir af Snæfjallaströnd. Eru þeir systursynir Kolbeins í Dal, sem var mjóg kunnur maður hér við Djúp á sinni tíð. UM PRESTA OG PRESTSETUR Þá flutti og héðan á s. 1. vori séra Magnús Guðmundsson að Setbergi við Grundarfjörð, sem verið hefur prestur til Ögurþinga s. 1. fjögur ár, með aðsetri í Súða- vík. í Súðavíkurþorpi er ekki prestsseturshús og ekki heldur kirkja. Mun það hafa átt sinn þátt í brottflutningi hins unga prests, sem. er mjög áhugasamur um kristindóms- og kirkjumál og skyldurækinn í starfi. Þess má geta í sambandi við kix'kjubyggingarmál Súðvíkinga, að Súðavíkurþorp á nú í kirkju- byggingarsjóði fast að 20 þús. krónum í reiðu fé. Er það að méstum hluta gjöf frá Grími Jónssyni, fyrrum útvegsbónda í Súðavík og konu hans, Þuríði Magnúsdóttur, sem flutt eru til Reykjavíkur fyrir nokkru síðan. Núverandi prestssetur Ogur- þinga er á Hvítanesi í Skötufirði, þar sem fyrr bjó hinn athafna- sami myndarbóndi Vernharður Einarsson, er bætri þá jörð mjög og húsaði myndarlega, að nú- Framh. á bla. 12 Sigurgeir lagði hug á mörg málefni, en tónlistin átti samt ríkastan þátt í lífi hans; svo rík- an, að ég hygg að fáir hafi unn- að sönggyðjunni heitar eða jafn óeigingjarnt sem hann. Hún var j hans leiðarstjarna. Sigurgeir Jónsson fæddist að Stóruvöllum í Bárðardal, 25. nóvember 1866, sonur Jóns bónda Benediktssonar og konu hans Aðalbjargar Pálsdóttur, og þar j ólst hann upp. Hann var orðinn ! hálfþrítugur að aldri, er hann fyrst fékk að njóta nokkurrar tilsagnar í hljóðfæraleik, en vet- urinn 1891—92 dvaldist hann í | Reykjavík og lær'ði á píanó hjá frú Önnu Petersen, móður dr. Helga Pjeturss. Hann hvarf síð- an heim, og kvæntist 1895 Frið- riku Tómasdóttur frá Litluvöll- um í sömu sveit, og stundaði búskap í 10 ár áður en hann fluttist alfarinn til Akureyrar árið 1904, og hóf sitt eiginlega I ævistarf. Hartn kenndi söng og hljóðfæraleik, en brátt tók verk- svið hans til allra greina tónlist- ar, sem rúm var fyrir í fámennu bæjarfélagi. Árið 1911 tók hann [ við organistastöðu kirkjunnar af ' Magnúsi Einarssyni, og hélt því starfi í 30 ár samfleytt. Þrem ár- um síðar tók hann þátt í stofnun lítillar hljómsveitar, er hlaut nafnið Hljómsveit Akureyrar, og lék í henni á fiðlu. Enn stjórn- aði hann söngflokkum og kenndi söng við gagnfræðaskólann og barnaskólann. Linnulaust gegndi hann þessum störfum frá morgni til kvölds, og gekk jafnvel heim til nemenda, þegar börn hans, sem öll voru hneigð fyrir tón- list og fengu tilsögn í henni, þurftu að æfa sig á hljóðfæriiu Tvö barna hans, þau Gunnar og Hermína, lögðu tónlistina fyrir sig og eru nú þekktir og mikils- metnir píanókennarar í Reykja- vík eins og allir vita. Nemendur hans munu hafa skipt hundruð- um, en þeim öllum innrætti hann ást á tónlistinni, og virð- ingu fyrir meisturum hennar. Sá, sem þetta ritar, talar þar af eigin reynslu. Mér er enn í fersku minni fyrsta kennslustundin, sem ég átti hjá Sigurgeir. Ég hafði kvið- ið mjög fyrir henni, því kjark- urinn var ekki á marga fiska. Sigurgeir var þetta ljóst, en með- lagni sinni og ljúfmennsku vann hann hug minn svo gersamlega, að ég unni honum upp frá því sem föðurlegum vini og ljúfum leiðsögumanni um lendur tón- listarinnar. Vegarnesti það, sem hann gaf mér, tel ég mér hafa orðið notadrýgra en flest annað, sem ég ungur nam. Ég lærði þá að elska Mozart og Beethoven, og þó að ég enganveginn gæti talizt iðinn eða ástundunarsamur nemandi brast Sigurgeir aldrei þolinmæðin, enda þótt ástæða hefði kannski verið til, og mér virtist Beethoven á myndinni fyrir ofan píanóið hans stundum óþægilega þungur á brúnina. Oí't bar fundum okkar Sigur- geirs saman síðar, er ég kom til Akureyrar, og í hvert sinn er ég heimsótti hann streymdi frá hon- UBft sama góðvildin og hjarta- | hlýjan. Og lagvirkra handa hans ' naut ég margsinnis, eins og raun- ar allir, sem til tónleika efndu á Akureyri, því að hann stillti I strengi flygilsins og bætti úr öðrum ágöllum hans. Er ellin tók að faækja á Sigur- geir, og hann varð að hætta beinum skiptum af tónhstinni fyrir vanheilsu sakir, hagnýtti 1 hann sér þá iðn, sem hánn lærði 1 snemma í heimahúsum, að binda : inn bækur. Það voru'þó einkan- I lega nótnabækur, þvi hann tók : jaínan sárt tíl þeirra og vildi ekki vita hirðuleysislega með ' 1 þær farið. Hvert sinn, er ég fer liöndum um sónötur Beethovens, sem ég á í fögru bandi frá hans hendi, hugsa ég, að á margan 1 hátt megi að listinni hlúa. I Síðustu spor Sigurgeirs voru ' að orgelinu á spítalanum. Lengi höfðu sjúklingar þar fengið að njóta nábýlis við hann, þar e3 hann bjó í næsta húsi; og köllun sinni var hann trúr til hins sið- asta. Menn á borð við Sigurgeir Jóns son eru þjóð sinni þarfir menn. Dómar um þá dána verða ekíri nema á einn veg. í hugum þeirra, sem nutu á einn eða annan hátt umhyggju Sigurgeirs, hins góða kennara og mæta heiðursmanns, mun minning hans aldrei blikna. Við kveðjum hann með þakklæti og virðingu, er hann nú gengur : til hvíldar, lúinn eftir langan ævidag. I Árni Kristjánsson. HÓTEL BOKG I ¦ Allír salirair opnlr í fcvöld I SIGURÐUR ÓLAFSSON syngur me'ð hljómsveitinni, • svo og HAUKUR MORTHENS. =• ¦ Hljómsveit Þorvaldar Stehigrímssonar ; i * AUGIÝSÍNG ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.