Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 11. aóv. 1954 — Kópavogssöfnuður Framh. af bls. 8 marga ágæta kirkjumuni, skírn- arfont , Búðakirkju í Fáskrúðs- firði, skírnarfont í Ólafsvíkur- kirkju, ljósasúlur í Fríkirkjunni í Reykjavík, Akraneskirkju og Gaulverjabæjarkirkju. Minning- artöflu í Búðakirkju á Snæfells- nesi. Öll lofa verk þessi meist- arann og ekki sízt altaristafla sú, sem hér um ræðir. Slík rausn og höfðingsskapur hlýtur að vera nýstofnuðum og fátækum söfnuði til mikillar hvatningar og gleði.' Fyrir hönd Kópavogssafnaðar flyt ég gefandanum innilegar þakkir fyrir þessa fögru og dýr- mætu gjöf. Það er von mín sem hans að hún verði til mikillar blessunar, — túlki mál trúarinnar og auki veg kristninnar á ókomnum tím- um. Gunnar Árnason. M.s. Laprfoss fer frá Reykjavík mánudaginn 5. nóvember til vestur- og norður- landsins. í stað m.s. „Fjallfoss11. V iðkomustaðir: Patreksfjörður, Isafjörður, Sigluf jörður, Húsavík, Akureyri. Úr ÁlfSafirði Frh. af bls. 7 tímahætti. Var jörðin keypt til prestsseturs fyrir Ögurþing, þá er Vernharður lét af búskap, nokkru eftir 1930. Áður var ekkert fast prests- setur í brauðinu, én sú skipan á höfð, að einhver kirkjujarðanna í kallinu skyldi jaínan laus til ábúðar fyrir nýjan prest, er kæmi til brauðsins. Á dögum séra Sig- urðar Stefánssonar, hins kunna þjóðmálaskörungs, sem lengi þjón aði Ögurþingum og bjó á eignar- jörð sinni Vigur, hvíldi þessi kvöð á Hesti í Hestfirði. Annars bjuggu prestar fyrri alda á ýmsum jörð- um í prestakallinu, t.d. á 17. öld á Svarfhóli í Álftafirði, og hefur þá að líkindum verið þar bæna- hús eða hálfkirkja. Kirkjur Ögurþinga, að Ögri og Eyri í Seyðisfirði, hafa jafnan verið bændakirkjur þ. e. bændaeign, og jarðirnar því aldrei benefici- um. Eftir að Hvítanes var gert að föstu prestsetri hefur aðeins einn prestur setið þar, séra Óli Ketilsson, sem andaðist s 1. vor. Hann bjó þe.r með sæmd í rúm- an tug ára, unz hann lét af prestsskap sakir heilsubilunar vorið 1947. Hinn mikli vöxtur bæjanna undanfarna áratugi hef- ur átt aðalþáttinn í því, að mest- ur hluti hinna yngri embættis- manna lækna, sýslumanna og presta eru borgarbörn, sem hvorki þekkja né skilja þarfir og lifnaðarhætti strjálbýlis. Þeir vilja því fyrir engan mun gerast bændur jafnhliða embættum sín- um, eins og hinir eldri starfs- bræður þeirra, sem margir voru héraðshöfðingjar og aðal ráða- menn síns umhverfis. Við þessu er lítið hægt að gera, því að tím- •arnir breytast og mennirnir með. Jóhann. — Anglia H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS _ A RIKISINS vestur um land í hringferð hinn 16. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Akureyr- ar á morgun og árdegis á laugar- dag. Farseðlar seldir á mánudag. Framh. af bls. 9 son syngja ensk og íslenzk lög með aðstoð Fritz Weishappel. Eins og kunnugt er var Kristinn við söngnám í Lundúnum þar til í sumar. Skemmti- og kynningarkvöld Anglia verða með líku sniði og áður, en vel verður til fundar- efnis vandað hverju sinni. Lýk- ur hverjum fundi með dansi til klukkan 1 e. m. Bókasafn Anglia verður brátt opnað í húsakynnum brezka sendiráðsins í Reykjavík, en bókakostur þess hefir tvöfaldast síðan brezka bókasýningin var haldin í haust. 4 BEZT AÐ AVGLfSA jL W 1 MORGVMLADim ™ „Tópaz" enn - ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að sýna sjónleikinn „Tópaz“ enn einu sinni — í 101. sinn, þar eð margir urðu frá að hverfa á síð- ustu sýningu hans — þeirri hundruðustu. Um 200 skólabörn, sem skrifað höfðu sig á lista að sýningunni en komust ekki að. — Verður því efnt til skólasýningar á leiknum annað kvöld (föstu- dag) kl. 20.____________ - Sparifé Framh. af bls. 2 tíð og fór um það hörðustu orð- um. Ingólfur Jónsson tck þá aftur til andsvara. Hann sagði það staðreynd að langur tími hefði liðið, en ekki væri hægt að ásaka neinn fyrir það, það hefði ein- faldlega verið gífurlega mikið verk að rannsaka réttmæti krafn- anna. A3 vísu sagði hann það raunalegt að verðgildi pen- inga hefði farið minnkandi. Ekki gæti það snert við því, að ráðstfanir ríkisstjórnarinn- hefðu, eins og þá var ástatt, verið nauðsynlegar, til þess að halda við atvinnulífinu. Hitt kvað hann hins vegar koma úr hörðustu átt, þegar Gylíi og hans flokkur færu að gagnrýna stjórnina fyrir að halda ekki niðri kaupi og verðgildi, því að þeir sem þekkja til í ísienzkri þing- sögu vita að frá Alþýðuflokks mönnum hefur aldrei komið ein einasta raunhæf tillaga til að halda niðri verðbólgunni. - Bílainnflutningur Framh. af bls. 2 leyfunum gangi þegar kaupum og sölum. 9) Að lokum vék Jóhann að því að það væri ekki á vegum nokkurra einstakra manna né nefnda að skammta bílaleyfi þegar það samsvarar úthlutun peninga til þeirra sem leyfin fá. Það er ekki hægt fyrir nefndarmcnn að meta það í öllum tilfellum, hverjir hinna mörgu umsækjenda hafa í rauninni þörf fyrir bifreið og hverjir sækja um leyfi til þess að hagnast á þeim. Þetta er eitt aðalatriðið í því hvers vegna bifreiðaúthlutunin er óframkvæmanleg svo réttlát verði. Sú reynsla sem við höfum haft á'f þessum óheilbrigðu verzlun- arháttum sýnir að það er hags- munamál allrar þjóðarinnar að afnema það. Tillaga okkar, sagði Jóhann að lokum, markar ný spor í þá átt. i S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Heimsfræg amerísk stórmynd um ævi Marteins Lúther. Þessi mynd hefur hvarvetna hlotið metaðsókn jafnt I löndum mótmælenda sem annarsstaðar, enda er myndin frábær að allri gerð. Þetta er mynd sem allir þurfa að sjá. AÐALHLUTVERK: Niall MacGinnis — David Horne — Annette Carell Sýnd kl. 7 og 9. (Two Years before the mast). Hin marg eftirspurða stórmynd, byggð á samnefndri sögu eftir Richard Henry Dana, en bók þessi olli á sínum tíma byltingu að því er snerti aðbúnað og kjör sjómanna. Aðalhlutverk: Alan Ladd, William Bendix, Brian Donlevy. Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 5. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s BókhaSd — Bréfaski*!fftir ! vilja tveir ungir menn taka að sér í aukavinnu. — Hafa ■ Verzlunarskólamenntun og góða reynzlu í þessum störf- 5 um. — Upplýsingar í skrifstofutíma í síma 81236. ■ „Skaftfe!lingur“ fer til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttáka daglega. LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við ábyrgj- umst gæði. Þegar þér gerið innkaup: Biðjið um LILLU-KRYDD Molskinnshuxur ■ ■ á börn í stærðunum 1—12 ára. — Amerískar drengja- ■ húfur með skinnkanti. ; VINNUFATABÚÐÍN \ m , Laugaveg 76 — Sími 3176 Sknfstofustúlka óskast j ■ ■ ■ ■ ■ Innflutningsfyrirtæki óskar eftir starfsstúlku ■ ■ ■ ; halfan daginn. Vélritun og enskukunnátta nauðsynleg. : " " : Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudagskvöld í ■ ■ merkt: ,,Skrifstofustörf“ —944. MA2KCS Eftk 2* » I HAT WILL BE DONE IN DUE •* TIME, KAkUMA...IF OUR PEOPLE DIE, IT 15 BECAUSE THE SPIPITS WISH IT SO...WE MUST NOT OF- FEND THEMf THAT'S ENOUGH FKOM YOU, MRS. MARSH ALL ... I DON'T CARE FOR THE CHATTER OF WOMEN/ , . > WE MUST 'HAVE MEATj AkTOK... NOVY!... you MUST C/'.LL on the L SPIRITS TO HELP US FIND r FOOD NDW > f 1) — Við verðum að fá kjöt, Aktok. Þú verður að kalla á and- ana til að bjarga okkur. 2) — Það verður gert þegar rétti tíminn er kominn, Kak- uma. Ef fólkið deyr, þá er það að vilja andanna. Við megum ekki móðga þá. 3) — Þú ert ógeðslegur, Aktok. Ef þú kærðir þig nokkuð um, gætirðu bjargað lífi þeirra. Þú hefur sjálfur nóg matvæli fyrir sjálfan þig og fylgisspökustu flokksmenn þína, en þér stendur á sama hvernig fer fyrir hinu fólkinu. 4) — Nú er nóg komið, Frey- dís. Mér er ekkert um það gefið að konur tali of mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.