Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLABIB Fimmtudagur 11. nóv. 1954 Framhaldssagan 90 í lífinu og eplið, er það fellur af eplatrénu“. Gerry hló. „Ennþá sama glað- væra Nicole! Allan þann tima, sem ég hef þekkt þig, hef ég að- eins heyrt þig hrósa 5 eða 6 kon- um“. „Það eru ekki fleiri, sem eru lofs verðar“. „Þú talar hörðum orðum um stallsystur þínar, en ég dáizt að hreinskilni þinni“. Nicole beygði sig yfir Judith. Hún breiddi betur ofan á hana og kyssti hana blíðlega á ennið. „Það er líklega betra að við för- um niður, Gerry“, sagði hún. —- Hún gekk í áttina að dyrunum, en hann tók um handlegg henni. „Þegar Rick sagði mér að þú værir hérna, þá fannst mér ég verða að koma hingað og hitta þig. Nicole, ég held að þú hafir gert rétt með því að koma aftur. Mig langaði til að segja þér það. Það þurfti hugrekki til að horf- ast aftur í augu við það, sem þú hljópst á brott frá. Þú átt slíkt hugrekki í ríkum mæli og ert nógu ákveðin til þess að geta framkvæmt það sem þú vilt. — Hvað, sem skeður, þá munt þú sigra“. Hún lagði hönd sína ofan á hans. „Mig langaði til að sjá þig^eina í kvöld og tala við þig í nokkrar mínútur“, sagði hann. „Ég fæ ekki annað tækifæri til þess. Ég fer snemma í fyrramál- ið“. Augu hennar urðu stór af undrun. Hann kinkaði kolli. „Það er leiðinlegt. Ég hefði gjarnan vilj- að dvelja hér lengur, en leyfi mitt endar á morgun. Ég held að það eigi að flytja okkur síðar í þessari viku“. „Gerry, ég vildi að þú þyrftir ekki að fara“. Gerry glotti. „Því fyrr, sem við lendum í bardaga við óvininn, þeim mun fyrr held ég að þessu verði lokið.“ Hann sneri sér við og opnaði dyrnar. „Það er lík- hendinni; hann brosti afsakandi. „Ég er hræddur um að hann fari mér ekki vel, mamma. Einkenn- isbúningar óbreyttra hermanna gera það sjaldan, eins og þú veizt“. Nicole greip fast í stigahand- riðið. Ross orðinn óbreyttur her- maður. Ross, sem hún bjóst við að færi í flugherinn. Hann var nú klæddur búningi óbreytts landhermanns. Það var eitthvað bogið við þetta. Hún leit á bræð- ur hans, Richard flugsveitar- stjóra, Alan liðsforingja. Hvað hafði komið yfir Ross að láta skrá sig? I Andrew vakti athygli á sér með því að hósta. „Komdu að arineldinum, sonur minn“, sagði hann við Ross. „Þú hlýtur að vera hálf-frosinn“. Þetta varð til þess að létta hina þungu alvöru er ríkti í and- dyrinu. Fólkið gekk aftur inn í setustofuna. Andrew bætti á eld- inn. Richard, sem enn hélt á koní- aksglasinu starði á yngri bróður sinn. „Hvers vegna léztu engan vita um að þú ætlaðir að láta skrá þig? Ef ég hefði vitað það, þá hefði ég ef til vill getað komið því til leiðar að þú fengir eitt- hvert ákveðið starf". Ross hrosti höfuðið. „Ég vildi ekki fá neinar ermastrípur án þess að vinna til þeirra, Rick“. Þessir skrautlegu einkennisbún- ingar eru freistandi og girnileg- ir, en ég vil ekki bera slíkan bún- ing fyrr en ég veit að ég er þess verður". „Ég vona að það verði aldrei neitt til þess að spilla þessum rétthugsuðu hugmyndum þín- um“, sagði Lloyd. „Ég held að meiri réttsýni en þetta þekkist varla“. „í hvaða deild hersins ertu, sonur minn?“ spurði Andrew. Ross rétti úr sér og þandi út brjóstið. „Konunglega riddaralið- inu“, sagði hann. Nicole tók koníaksglasið úr hönd Richards og drakk það. Jafnt fyrir þá, sem í herinn voru skráðir og þá er heima unnu, var jólahátíðin að Fenton- Woods ógleymanleg. Sú hátíð og samvera fjölskyldunnar var ljós blettur í annars litlausri tilveru, sífelldri baráttu. Mánuðurnir næstu á eftir voru daufir og ein- mana og erfiðir. Fentons-fjöl- skyldan var engan vegin sú eina, sem átti erfiða daga. Það voru j allir. Stríðsfréttirnar urðu stöð- j ugt óhugnanlegri; það virtist svo sem sókn Þjóðverjanna ætl- aði að reynast óstöðvandi. — í aprílbyrjun voru Noregur og Dan mörk hertekin og í maí komu fréttirnar um loftárásirnar á Rotterdam, og þrjátiu þúsund manns létu lífið á þrjátíu mín- útum. Síðar gafst Leopold kon- ungur upp; Bretar og Frakkar hörfuðu. Nicole hálf skammaðist sín fyr- ir eigingjarnar hugsanir sínar. — Allir aðrir á Fenton-Woods unnu eftir mætti og hverja frístund störfuðu þeir fyrir Rauða-kross- inn. Hún gerði slíkt hið sama, en hún gerði það vegna þess að henni fannst sem hún gæti ekki annað. Judy, Joan og Margaret gerðu það vegna þess að ættjörð þeirra þarfnaðist þess. Þær störf- uðu af frjálsum vilja. Hún gerði það vegna þess að hún komst ekki hjá því; allan tímann þráði hún að komast frá þessu striti, þráði að hafa nóg af klæðum og nóg að borða og fara helzt til London með Lloyd Hún þráði líf, skemmtun og spenning. Hún lifði ekki hér að Fenton-Woods. J Þessi hversdagslegi gráleiki, þess ’ ar leiðinlegu klukkustundir með sífelldu tali um styrjöld — allt : þetta tók mjög á taugar hennar. | Hún skammaðist sín fyrir hugsanir sínar og tilfinnihgar, en hún gat ekkert við þeim gert. Enginn á búinu tók eftir þessari breytingu á henni. Öllum fannst sem var, að hún stæði sig með stökum sóma; aldrei kvartaði hún. Það virtist svo sem að hún gerði allt sem hún aðhafðist af lega betra að við förum niður. Lloyd kann að verða óþolinmóð- ur“. Er þau gengu niður stigann heyrðu þáu að bíl var ekið heim að húsinu. Joan kom þjótandi út úr setustofunni og þaut til dyr- anna. Kaldur gustur blés inn. Hitt fólkið kom fram og beið í anddyrinu. Richard hélt á koní- aksglasi í hendinni. „Flýttu þér, Alan“, kallaði Jo- an. „Ég get ekki haldið dyrun- ENSK SAGA 50 um opnum . Alan hljóp upp tröppurnar. „Bíddu augnablik“, sagði hann. „Ross er að koma“. Hann kyssti Joan og leit síðan í kringum sig. „Oll fjölskyldan samankomin! Ég bjóst ekki við slíkum mót- tökum. Gleðileg jól, öll sömun". Rödd hans var kátínusnauð; það var eins og hann vildi segja eitthvað, en gæti það ekki. Hon- um varð litið til móður sinnar. Nicole leit á Margart, sá hve alvarlegur glampi kom í augu hennar og hvernig munnur henn- ar herptist saman. Hún leit aftur að dyrunum. Ross kom inn. — Hann var grettur á svip, því hin skyndilega birta var honum ó- þægileg. Hann reyndi að líta frá einum til annars; þögnin var djúp. Hann opnaði munninn eins og hann ætlaði að fara að segja eitt- livað. „Ross, elsku drengurinn minn“, sagði hún lákt. „Ég er stolt af >ér“. Ross snerti aðra öxl sína með legt virki, sem þeir höfðu hrúgað upp úr gluggahlerum, stólum, plönkum, hurðum, tunnum og öðru slíku í voðalegu flaustri. I Margir okkar voru mjög eftir sig eftir sjóveikina. Samt ' stukkum við í hina litlu, veikbyggðu báta og rerum í flýti i til lands gegn ákafri örvadrífu. | Þegar konungur sá að menn hans voru í hættu, stökk hann útbyrðis og óð í land. Ég bar hinn mikla skjöld hans og óð á eftir honum eins hart og ég gat, þakklátur yfir því að vera að komast á þurrt, blessað landið aftur, jafnt fyrir því þó að ég ætti það á hættu að falla fyrir vopnum á næstu augnablikum. Um leið og konungur sté á land, æpti hann gríðar mikið heróp og réðist á óvinina; hann hjó svo hart og títt með hinu langa sverði sínu, að þeir tvístruðust skelfingu lostnir í allar áttir. Keisarinn leit söggvast á hann og sneri svo á flótta. „Hest, fljótt drengur,“ kallaði konungur til mín. Ég tók fyrsta hestinn, sem ég náði í, og þó að hann hefði aðeins poka fyrir hnakk og snærisístöð, stökk hann á bak og þeysti í sprettinum á eftir ísaki. „Keisari, komdu að berjast við mig!“ kallaði hann hlæj- andi, en keisarinn keyrði hest sinn sporum og flýði þeim mun ákafar. Brátt blakti fáni konungs yfir Límasól og hinar konung- legu frúr stigu heilar og hraustar á land. Konungur heilsaði hinni gullhærðu Berengaríu fagnandi og kyssti hana með ð HAFSÐ ÞER dbyrgðartryggingu? SÍMI 1700 HnwnriKO Sendiferðablfreið stærri gerð, í góðu ásigkomulagi. til sölu og sýnis í 'Uélámi&jiA, -JJamaró L.p. HEILDSÖLUBIRGÐIR: J.& rynfo óóon & JJu uaran i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.