Morgunblaðið - 17.11.1954, Side 9

Morgunblaðið - 17.11.1954, Side 9
Miðvikudagur 17. nóv. 1954 MORGVISBLAÐIÐ 9 Akvœði um hlutföku ríkissjóðs í kostnaði. Stofnun frcmhalásskóla iðnaðarmanna Stálgrindarhús Glersteypunnar í smíðum. — Eítir viku verður það orðið fokhelt. — Undir turn- grindinni verður glerbræðsluofninn, sem framleiðir 12 tonn af gleri úr 14 tonnum af hráefni á dag. — Við glerframleiðsluna verður unnið allan sólarhringinn árið um kring á þrískiptum vöktum. — Við þetta hús verður byggt síðar annað stórt hús til glervinnslu. — Eftir nokkur ár er ekki ósenni- [ÐNAÐARMÁLARÁÐHEKRA, Ingólfur Jónsson, hefur lagt fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp að heildarlöggjöf um iðnskóla á landinu. t frumvarpi þessu eru ýmsar merkilegar nýjungar og sú helzt að ríkissjóður greiðir helming stofnkostnaðar en sveitar- Félög hinn helminginn. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að sömu reglur gildi að mestu um iðnskóla og um gagnfræðastigsskóla. Þykir ekki lengur hlýða að iðfræðslan standi með öllu utan við skólakerfið og búi við lakari kost en aðrir sambærilegir skólar af hálfu opinberra aðilja. legt að rúmlega 100 manns hafi þar fasta atvinnu. (Ljósm. Mbl. Öl. K. M.) Nýr iðn"ður: ísl. glerverksmiðja sem fullnægir eftirspurninni eftir rúðugleri hér tekur til starfa í byrjun næsta árs B Y R J U N næsta árs mun nýr þáttur í iðnaði hefja innreið sína hér á landi, er Glersteypan h.f. tekur til starfa í stórri verksmiðjubyggingu við Súðarvog. — Verksmiðjan verður búin fullkomnustu vél- um og til starfa við hana, á hinum ýmsu sviðum glerfram- leiðslunnar, eru þegar ráðnir sérfræðingar. — Mun verk- smiðjan auðveldlega geta full- nægt þörfum landsins í fram- leiðslu á rúðugleri, einföldu, svo og hinu tvöfalda einangrun- argleri, sem nú ryður sér hvar- vetna til rúms. En er tímar líða fram, mun verksmiðjan geta framleitt flestar tegundir nytjavara, sem nú eru fram- leiddir úr gleri. IBL FRAIHLEIÐSLDIMIMAR MA ÍMOTA IIMIMLEIMT EFIMI • ALHLIÐA- FRAIVf LEIÐSLA A GLERVARIMIIMGI Hlutafélag til þess að koma á fót glerverksmiðju þeirri, sem hér um ræðir, var stofnað 19. júní 1951. — í gærdag átti stjórn fé- lagsins samtal við blaðamenn og skýrði formaður stjórnarinnar, Björgvin Sigurðsson héraðsdóms- lögmaður, frá tildrögum að stofnun Glersteypunnar og verk- efnum hennar. ' 1 Forsaga þessa máls er sú, að bræðurnir Ingvar S. Ingvarsson og Gunnar Á. Ingvarsson (Ein- arssonar skipstjóra), höfðu um skeið beitt sér fyrir athugunum á skilyrðum fyrir starfsgrund- velli slíkrar verksmiðju hérlend- is. Höfðu íslenzk jarðefni verið send til viðurkenndra erlendra rannsóknarstofnanna. Árangur þessara athugana leiddi síðan til þess, að nokkrir áhugamenn stofnuðu, eins og áður segir, hlutafélagið Glersteypuna. GLERGERÐAREFNIÐ INNLENT í lok ársins 1951 hafði félagið fengið lítinn ofn til glerfram- leiðslunnar og vélar til fram- leiðslu á ýmsum glermunum. — Voru þá hafnar víðtækar tilraun- ir í verksmiðjunni með notkun innlendra hráefna í gler. Árangur hinna hagnýtu til- rauna, sem framkvæmdar voru í þessari verksmiðju var sá, að bæði innlendir sérfræðingar og sérfræðingar erlendra fyrirtækja, sem aðstoðuðu við tilraunirnar, voru sammála um, að á íslandi vær jarðefni, sem ekki standa að baki hliðstæðu hráefni, sem notað er erlendis til glergerðar. Innlendu hráefnin, sem notuð verða, er glerverksmiðjan hefur framleiðslu sína, verða allt að 80% af heildarnotkun hráefna. ENDURBYGGÐ í maí 1953 var félagið komið á góðan rekspöl með framleiðslu sína, en varð þá fyrir því áfalli, Frumkvöðlarnir að stofnun Glersteypunnar, bræðurnir Gunnar og Ingvar Ingvarssynir, lögðu grundvöllinn að stofnun þessa mikla þjóðþrifafyrirtækis, að fenginni reynslu úr lítilli og ófullkominni glersteypu, sem var í bragga við Langholtsveginn og eyðilagðist í bruna. — Bræðurnir eru til vinstri: — í miðjunni er fulltrúi belgisku verksmiðjunnar, Maurice Caluwaert málafærslumaður og lengst til hægri er Björgvin Sigurðsson héraðsdómslögmaður, for- maður stjórnar verksmsðjunnar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) að verksmiðjan stórskemmdist í bruna. í samvinnu við belgiskt fyrir- tæki, Pierre Rousseau Lodelin- salt í Belgíu, sem er þekkt fyrir- tæki, er framleiðir margvíslegar vélar til glerframleiðslu, annast víðtækt leiðbeiningarstarf í gler- iðnaði og hefur reist glerverk- smiðjur víða um heim, m. a. bæði í Noregi og Finnlandi, og með aðstoð Framkvæmdabanka íslands, er félagið nú að byggja hina fullkomnu glerverksmiðju Við Súðavog. VERKSMIÐJUBYGGINGIN Verksmiðjubyggingin er tæpir 1400 ferm. að flatarmáli, er það stálgrindahús, sem keypt er í Belgíu. Grunnur verksmiðjuhúss- ins og undirstöður véla var byggt á s. 1. sumri. Bygging verksmiðjuhússins hef ur gengið mjög vel. Fyrir mán- uði var byrjað að reisa húsið. Áætlað er að lokið verði við upp- setningu véla, sem eru að mestu leyti komnar til landsins, í lok janúarmánaðar n. k. Uppsetn- ingin á byæðsluofni og vélum verksmiðjunnar munu sérfræð- ingar hins belgiska firma sjá um. RUÐUGLER — BUSAHOLD O. FL. í verksmiðjunni verður m. a. framleitt rúðugler í fullkomnustu vélum, sem nú þekkjast. Enn- fremur verður framleitt í sam- vinnu við tvær heimsfrægar verksmiðjur tvöfalt einangrun- argler í hús, en notkun þess ryður sér nú mjög til rúms, enda er að því stórkostlegur uppliit- unarsparnaður. Ennfremur mun verksmiðjan framleiða allar gerðir af flöskum, glösum, niðursuðukrukkum, netjakúlum, margar gerðir bús- áhalda o. fl. Má segja, að fram- leiðslu verksmiðjunnar verði i ætlað að fullnægja þörfum: landsins á flestum tegundum j nytjavara, sem framleiddar eru úr gleri, svo sem hvers konar búsáhöld, flöskur, netakúlur o. fl. — Er gert ráð fyrir að sólarhrings-framleiðsla verk- smiðjunnar verði a. m. k. 12 tonn af gleri. Framh. á bls. 12 Þetta nýja viðhorf gagnvart iðnskólum kemur á margan hátt fram í frumvarpinu og skal hér gerð nánar grein fyrir því. MIÐSKÓLAPRÓFS KRAFIZT 1) Það er sett sem almennt inntökuskilyrði að umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi. Með því er krafizt mun meiri undirbún- ingsmenntunar en verið hefur. Ætti það að tryggja betri mennt- un iðnaðarmanna og gefa meira tóm til að sinna hagnýtu sér- námi iðnskólans en verið hefur. Þetta inntökuskilyrði veitir iðn- skólanum samstöðu með gagn- fræðaskólum b. e. fjórða bekk gagnfræðastigsins. IÐNSKÓLAMENNTUN SAM- EINUÐ GAGNFRÆÐA- SKÓLUM 2) Það er ákveðið að stofna megi sjálfstæðan iðnskóla, þegar tala nemenda er yfir 60, en séu þeir færri en 60 skal iðnskólinn vera sérstök deild innan gagn- fræðaskóla. Gert er ráð fyrir því að þrátt fyrir þetta haldi iðn- skólinn nafni sínu og eðli. Ákvæði þetta er mjög þýðjngar- mikið, eins og kom fram í ræðu Ingólfs Jónssonar á þingi fyrir nokkru. Gefur það tækifæri til að setja á stofn iðnskóladeildir við héraðs og gagnfræðaskóla og má vænta þess, að það geti orðið að nokkru til að leysa skort dreif- Afraæliskveðja þegnsbaparins ABSTRAKT í gær, abstrakt á morgun, eða í morgun. í morgun- svefnrofóræði. Kannski einhver minning. Að kvöldi umhugsun — úr vímu dagsins — einhver skíma að muna frá stund til stundar — með erfiðisdofa höfuðs niður að eyrum. — Ennisflatartilfinning, glýja í auga — snjóhnaus á vega- brún, glitrandi skyggðan skyggn- isskuggum — skjallfletir — sér vitandi um fleti og línur og bönd afmarkananna. — Alsvartur snjór á vegamerki! Hver skilur það? — Gránar við framhjá keyrslu í hvítan snjófiöt, sem fennt hefur út á tvo kanta vega- merkisins. Neðan og aðra skálín- una. Það hefur fennt yfir stafinn, s-zetustafinn. Rauði bekkurinn, skálínan rauða hin er önnur — sézt! Hver skilur þetta? — Jú — Það er afstæðan í kring, allt um- hverfið, allur heimurinn. — Hið litla vegamerki, sem lyfti sér eins og blómstilkur Stafur merk- isins sézt ekki, það hefur fennt yfir hann. — Þið getið talað skáldlega og sagt að fönnin vega- merkisins hafi safnað í sig eins miklu myrkri úr umhveríinu eins og til stóð. Hlutfallslega af- stæðislega. — Sjónvíddar afstæðu bílstjórans að paralellogrammi uppistöðu og ívafs. Þetta myndi einnig vera mín útskýring: Del fackt. Með þökk og virðingu. Jóhannes Kjarval. býlisins á iðnlærðum mönnum, aðallega byggingarmönnum. RÍKISSJÓÐUR TEKUR ÞÁTT í KOSTNAÐI 3) Skilyrði fyrir lögmætri hlutdeild ríkissjóðs í skólakostn- aðinum eru hin sömu og í gagn- fræðastigsskólum. Engin ákvæði hafa gilt um að ríkissjóður skuli kosta iðnskóla. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að ríkið taki að sér skólakostnaðinn á sama hátt og gagnfræðastigsskólana. Ríkissjóður skal greiða helm- ing stofnkostnaðar sjálfstæðra iðnskóla. Hinn hlutann greiða bæjar-, sýslu- eða sveitarsjóðir, sem að stofnun skólans standa. Til stofnkostnaðar telst skólahús ásamt húsbúnaði og kennslu- áhöldum, svo og vinnustofur ef reknar eru, ásamt vélum og áhöldum. Ríkissjóður greiðir laun skóla- stjóra og fastra kennara. Annar reksturskostnaður greiðist af sömu aðiljum og stofnkostnaður og í sömu hlutföllum. IÐNAÐARMENN í SKÓLA- NEFND í frumvarpinu er ákvæði sem tryggir iðnaðarmönnum áhrif á skólahaldið með því að samtök þeirra eigi fulltrúa í skóla- nefndum. FRAMHALDSSKÓLI IÐNAÐ ARMANNA Þá eru að lokum í frumvarp inu ákvæði um að við iðn- skólann í Reykjavík skuli koma á fót framhaldskennslu fyrir iðnaðarmenn jafnskjótt og tök eru á. Kennsluna má miða við einstaka iðngrein eða flokk skyldra iðna og get- ur kennslan farið fram í skóla eða á námskeiðum. Framhaldsskóli þessi er ætlaður þeim, sem búa sig undir meistarapróf eða verk- stjórn í iðn sinni. Er m. a. gert ráð fyrir að veruleg kennsla verði þar í vinnustofum og til- raunastofum og einkum verði kenndar sérstakar vinnuaff- ferðir og meðferff véla, verk- færa, áhalda og efnis. Ilhriðrasamt í Dýrafirð! ÞINGEYRI, 15. nóv. — Illviðra- samt hefur verið hér undanfarið, og í nótt gerði mikið rok. Hefur heldur lygnt í dag, en ennþá er allmikið hvassviðri með rigningu. Allmikill snjór hefur verið í byggð, en er nú óðum að leysa upp. Bændur voru búnir að taka fé á gjöf fyrir riokkru, þar sem hjarn var yfir öllum högum. Er nú útlit fyrir að hægt verði að beita fé aftur, ef ekki gerir frost í hlákuna. I morgun kom hingað bátur frá Súgandafirði, Súgfirðingur, til þess að taka olíudrifið línuspil. Eru spil þessi sett í bátana hér á Þingeyri, og tekur það 1—2 daga. Hafa margir bátar og jafn- vel langt að komið hingað í sömu erindagjörðum. — Magnús. Frumvarp að heildar- löggjöf um iðnskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.