Alþýðublaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBfcAÐIÐ 0 Aiþýðuhúsið. I dag taka al|iýðaféIogin í Reykjavik vlð „Iðnó“ til eignar og umráða. Viðtal við framkvæmdastjórann, Felix Guðmundsson. Me'ð hveerju ári, sem líÖur, styrkjast samtök alþýöurmar, Þeim fjölgar stööugt, sem sjá og skilja, að það er bein skylda verkalýðsins og allrar alþýðu að neyta máttar samtakanna til Jress að ltnýja fram umbætur á lífs- kjörum hennar og vinna að því að koma jafnaðarstefnunni i framkvæmd. í Sjómannafélagi Reykjavikur eru félagsmenn ná orðnir mikið á annað þúsund. Dagsbrún er á góðum vegi með að fylla þús- undið. Framsókn. hefir um 400 meðlimi, og hin smærri félögin halda og áfram að fjölga og stækka. Húsnæðisleysið hefir þó hamlað samtakastarfi aiþýðunnar hér talsvert. Starfsemin hefir ver- ið dreifð og húsakynni oft óhent- ug. Félögin hafa árleg greitt mörg þúsund krónur í húsaleigu og hafa þó oft verið í stökustu vandræðum með að fá hæfilegt húsnæði fyrir félagafundi, skemti- samkomur og opinbera fundi1 á hentugum tíma. Alþýðusamtökin hér voru kom- in á það stig, félögin orðin svo fjölmenn og starfsemi þeirra svo margháttuð, að þeim var orðin það hin brýnasta nauðsyn að I eignast sitt eigið hús, þar sem þau gætu haldið fundi og sam- komur og haft iniðstöð allrar sameiginlegrar starfsemi. Þegar eigandi „Iðnó“ lét húsið jfalt i vor, afréð Fulitrúaráð veirk- lýðsfélaganna að reyTia að iniá kaupum á þvi. Varð samkamu- ]ag um verðið og söluskilrrfála. og samniwgur undirritaður 17. maí s. 1. í dag tekur Fulltrúaráðið við húsinu til (ignar og um- ráða. Hér eftir halda alþýðufé- lögin í Reykjavík fundi í sínu eigin húsi. Hér eftir greiða þau sjálfum sér húsaleigu. Þessi dagur er þvi merkisdagur í sögu verklýðssamtakanna hér. Felix Guðmundsson hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðuhússins. Sneri Alþýðu- hlaðið sér til hans og bað hann að segja lesendum eitthvað um húsið og fyrirætlanír húsnefnd- arinnar, en hana skipa: Frú Jónína Jónatansdóttir, Pétur G. Guðinundsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Ég hefi tekið að mér fram- kvæmdastjórn Alþýðuhsúsins, segir Felix, af þvi að ég hefi þá föstu trú, að fyrirtækið muni ganga vel og verða félögunum og starfsemi þeirra til hins mesta gagns. Við vitum allir, hve mikill bagi okkúr hefir verið að húsnæðisleysinu. Ég er viss um, að það verður alt- af talið hið mesta heillaspor, sem Fulltrúaráðið steig, cr það keypti Iðnó. Húsið stendur á ágætum stað í bænum og er .til- valin miðstöð fyrir alla starf- semi félaganna. Lóðin er svo stór, 1158 fermetrar, að hiin verður okkur áreiðanlega nægi- lega stór um langan aldur. Við jafnaðarmenn meguin ekki hugsa eingöngu um líðandi sturid, við verðum Iíka að hugsa um þá, sem taka við af okkur, verkalýðsfjelögin í framtíðinni. Auðvitað eigum við við ýmsa erfiðleika að etja fyrst í stað, meðan afborganirnar, eru mest- ar. En þegar litið er á það, að öll alþýðufélögin í bænum standa að kaupunum, þá tel ég víst, að okkiiF takist hæg- lega að yfirstíga þá. Ætlið þið að breyta húsinu nokkuð nú i haust? Húsið þyrfti "’helst að mála að utan í haust. Innanhúss hofum viö ekki ráðgert neinar breytingar i bráð. Hákanson er mesta snyrtimenni og mngengni hans og hirðing á húsinu hefir verið í besta lagi. En bekkirnir? Já, það er satt. Þeir er af- leitir. Það geta leikhúsgestir borið um. Við höfum ákveðið að fá ný sæti í húsið og þegar undirbúið það að nokkru. Ég vona að við fáum stólana ein-1 hverntíma i október. Verður húsið ekki leigt öðr- uin en alþýðufélögunum? Jú, auðvitað. Fyrst um sinn verðnr húsið rekið með svipuð- uni hætti og verið hefir; leigt til skemtana, fyrirlestra, leik- sýninga og þessháttar. Flestir þeirra, sem skift hafa við Há- konsen undanfarið, hafa óskað að skifta við okkur framvegis, og ýmsir leigjendur eru nú þegar ákveðnir. Auk þess geri cg ráð fyrir, að verklýðsfélög- in flytji starfsemi sina i húsið strax í haust. Og veitingasalan? Veitingasalan verður opin daglega frá kl.®2—6, en þegar samkomur eru í húsinu á kvöld- in verður henni auðvitað lokað fyrir öðrum en þeim, sem á samkomunni eru. Við rekum veitingasöluna sjálfir, þ. e. a. s. fyrir reikning hússins. Ungfrú Ragnheiður Einarsdóttir hefir verið ráðin til að veita henni forstöðu; hefir hún unnið að slíkum störfum bæði hér heima og erlendis í mörg ár. —- í veitingasalnum geta menn fengið að halda smáveislur, samsæti og'- þess háttar. —- Ýmsir vildu leigja af okkur veitingasalinn og fá einkarétt til að selja veitingar á skemt- unum, en við afréðum að reka veitingasöluna fyrir reikning hússins, bæði væntum við þess, að hagnaður verði á henni, og líka er hitt, að þá getum við séð um, að alt fari fram með góðri reglu og sé félöguniun, sem húsið eiga, samboðið. Ætlið þið ekki að vígja hús- ið? Svo fljótt sem því verður Við komið, verður efnt til alþýðufé- laga-samkoinu í húsinu — þvi miður er það ekki hægt í dag. —- Mátt þú gjarna kalla það vígsluhátíð. — Og að endingu: Ég er mjög bjartsýnn á' við- gang þessa fyrirtækis alþýðu- félaganna. Ég þekki þau svo vel, að ég veit, að þeim verður ljúft að leggja af mörkum það, sem til þarf til þess að Iryggja framtíð fyrirtækisins. Með því tryggja þau sér eign, sein senni- lega verður- verðmætari ár frá ári og skapa skilyrði fyrir enn meiri þroska og starfsemi al- þýðusamtakanna. — Félögun- um skilst það, að framvegis greiða þau í eigin sjóð það, sem þau láta í húsaleigu. Þegar þetta hús er orðið of lítið, get- um við bygt á lóðinni annað Alþýðuhús, miklu stærra, við hæfi alþýðusamtakanna þá. Eggert Stefánsson songvari. Á fímtudagiinn kemur ætíiajf Eggiert Stefánsson aö syngja í Gamla Bíó; Markús Kristjánsson leikur á hljóðfærið. I haust eru liðin 20 ár síðan Eggert fór fysrst til útlanda, þá 18 ára ungbmg- ur. Síðain hefir híaton dvalið að- mestu eriendis og sungiö x New Yoik, París, Luindúnum, Stokk- hólmi, Kaupmainnahöfn og víðar. Gerfr hann ráð fyxiir að halda héi n'Okkra hljómleika í haust og fara síðan til Lundúna. Síldveiðin. Siglufirði, FB„ 30. ágúst. Lagt í bræðslu hijá Goos 51 627 mál, hjá dr. Paul 52000. Söltun á Síglufirði 63 214, önnur verkun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.