Morgunblaðið - 05.01.1955, Page 16

Morgunblaðið - 05.01.1955, Page 16
Yeðurútiif í dag: Hægviðri Iðnaðarmálin 1954 Sjá grein á bls. 9. Fœr sand og möl frá sandnámi í Alfsnesi HAFINN er undirbúningur að byggingu nýrrar steypustöðv- ar hér í bæ og mun hún rísa inn við Elliðaár. Það er Sveinn Sveinsson verkamaður o. fl. sem að fyrirtæki þessu standa. Sveinn og félagar hans hafa fengið leyfi til sands- og malar- rtáms í landi Álfsness á Kjalar- nesi. Hafa þeir þar komið fyrir fullkomnum sand- og malar- hörpunartækjum og er ýmislegt með nýstárlegum brag þar efra hjá þeim, m. a. fer flutningur efnisins að hörpunartækjum nær eingöngu fram á færiböndum. ‘Voru tækin að fullu uppsett í desember og munu þeir félagar þegar hefja sölu á sandi og möl og annast um flutning efnisins ef svo er að skipta. Sagði Sveinn í viðtali við Mbl. í gær að þar efra hefðu þeir leyfi til sand- og malarnáms næstu 30 árin og sagði Sveinn svo frá að samkvæmt í*annsókn Atvinnudeildar háskól- ans væri þarna mjög gott efni og þar er mikið magn. Sveinn kvað uppsetningu hörp unartækjanna í Álfsnesslandi íyrsta áfangann í byggingu steypustöðvar. Nú væri lóð feng- in rétt austan við Elliðaárnar og yrði nú hafinn undirbúningur að byggingu stöðvarinnar. Jafn- framt munu til koma 10 tonna bílar er efnið ofan að verður flutt á til bæjarins. við ingólfshöfSa í GÆRMORGUN kom eitt af varðskipum íslenzku íundhelgis- gæzlunnar að frönskum togara, Cat Iliaug frá Boutegne, að veið- um í landhelgi v*5 tngólfshöfða. Varðskipið var w»sitan!egt til Reykjavíkur meSS teigarann í nótt. Um 100 Húsvíkingar á vertíð á Suðurlandi U Húsavík, 4. jan. M áramótin fór fjöldi fólks frá Húsavík á vertíS tfi! Suðurlands. í allt mun um 100 manns hafa farið til verstöáhra, vsð Faxaflóa. í fyrradag fóru tveir bátar héð- an, Pétur Jónsson, sem gerður verður út frá Sandgerði, og Smári, sem gerður verður út frá Keflavík. Áður var farinn Hag- barður og verður hann gerður út frá Reykjavík. Eru allir bátarnir mannaðir skipshöfnum héðan frá Húsavík, og munu vera á bátunum um 50 menn. Auk þess hafa farið milli 50—60 manns til þess að vinna við aðra bátai teffis á landi og sjó. Skömmlunanæðfar IÚTHLUTUN skömmtunarseðla ! hefur nú staðið yfir í tvo daga i Góðtemplarahúsirsu Hafa verið afhentir þar 27 þúsund skömmt- unarseðlar þessa daga. í dag er síðasti úthlutunardagurinn og er j opið frá kl. 10—5. nýrrar steypu- stöðvar undirbúin Franskur togari tekinn í lanrihelgi Að veiðum á Keflavikurhöfn Kommúnistar taka við framkvæmdastiórn ASI Fyrirvaralaus uppsögn ffyrri sffarfsmanna KOMMÚNISTAR í stjórn A.S.Í. og skósveinn þeirra, Hannibal Valdemarsson, hafa nú algerlega skipt um starfsmenn á skrif- stofu Alþýðusambandsins. Þeir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Sigurjón Jónsson, járnsmiður, Jón Hjálmarsson, erindreki og Ást- bjartur Sæmundsson, skrifstofumaður hafa verið látnir hætta störf- um, en í stað þeirra hafa verið ráðnir þeir: Hannibal Valdemarsson, Snorri Jónsson, kommúnisti og Jón nokkur Þorsteinsson frá Akur- eyri. Sigurjón Jónsson. FRAMKVÆMDASTJÓRN f HÖNDUM KOMMÚNISTA Þjóðviljinn, málgagn núverandi sambandsstjórnar, tilkynnir þess- ar ráðningar í gær og segir, að Hannibal eigi að verða fram- kvæmdastjóri, þó með þeim hætti að Snorri kommúnisti eigi að sjá um „starfsemi félaganna í Reykjavík". — Er því séð að kommúnistum er tryggð sérstök aðstaða á skrifstofu A.S.Í. Og þegar einnig er tekið tillit til þess, að Hannibal mun verða. langdvölum frá störfum í A.S.Í. J vegna þingsetu o. fl. er greinilegt að framkvæmdastjórn verður í| hendi kommúnista, enda verður Hannibal allt að sækja til þeirra og Þjóðviljinn er málgagn hans. Er ekki ólíklegt, að ýmsir stuðningsmenn Hannibals í Al- þýðuflokknum, er studdu núver- andi sambandsstjórn, telji að heldur lítið hafi lagzt fyrir kapp- ann Hannibal, að gerast svo fljótt alger fótþurrka kommúnista og leggja þannig Alþýðusambandið í hendur þeirra. Það skal tekið fram að Sig- urjóni Jónssyni var tilkynnt fyrirvaralaust að hann ætti að hætta störfum nú þegar, en eins og kunnugt er hefur Sig- urjón verið fastur starfsmað- ur A.S.Í. undanfarin ár, og kvað Sigurjón hafa mótmælt þessari fyrirvaralausu upp- sögn. Koma þessar starfs- aðferðir stjórnar A.S.Í. vissu- lega úr hörðustu átt, þar sem það hefur jafnan verið krafa verkalýðssamtakanna, að at- vinnurekendur segðu upp starfsmönnum sínum með lög- legum fyrirvara. Isaac Slern leikur í kvöfd. Ameríski fiðluleikarinn Isaac Stern kom hingað í gær frá Banda- ríkjunum ásamt undirleikara sínum Alexander Zakin. Þeir halda fyrri tónleika sína í kvöld í Austurbæjarbíó fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Á efnisskránni eru þessi verk: Adagio eftir Haydn, d-moll sónata eftir Brahms, Chaconne eftir Bach, sónata í-f-moll eftir Prokofieff, Rondó eftir Mozart-Kreisler, Gosbrunn- urinn eftir Szymanowski og La Campanelia eftir Paganini. — Tónleikarnir verða endurteknir annað kvöld. Ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, tók þessar myndir í j Keflavík, þar sem keflvískir sjómenn hafa undanfarna daga „aus- ið“ hundruð þúsunda króna verðmæti upp úr höfninni. Það cr ; geysimikil ufsaganga, sem reyndist þeim þessi fjársjóður. Sumir j bátanna fóru vart frá bryggjunni eins og t. d. m.b. Ver, sem sést I á efri myndinni. Hefur hann lagt nót sína fyrir bryggjuendann, en undir og við bryggjuna sást þá ufsatorfa, „sem var eins og veggur". — Á neðri myndinni sést örlítill hluti veiðinnar. Er sú mynd tekin í Fiskiðjunni, en þar var ufsinn bræddur. Engin uísaveiHi í Keflavík í gser kl. 1 e. h.álaugard. KEFLAVÍK, 4. janúar: — í dag tók alveg fyrir ufsaveiði hér í höfninni. Kenna sjómenn því um að það lyngdi, og segja að ufsans sé vart von aftur fyrr en gerir vestan brælu, þannig að hann leiti sér skjóls. í dag hötðu alls borizt hér á land 885 Iesíir af ufsa, en and- virði hverrar lestar eru 350 kr. Þegar mest hefir verið hafa níu bátar stundað ufsaveiðarnar, en að staðaldri hafa beir verið sjö Ægir er aflahæstur með 309 lest - ir, Ver er með 250 og Gullþór 122. enn m Kalsaveður víða erlendis SAMKVÆMT upplvsingum frá Veffurstofunni í ’ Viizt viff, að hævviðrið og veður- bl'ffan, sem veriff hefir það sem af er þes^u á-i. mw<ti ew hiP ast í einn sólarhring. Nokkuð heRr hó kólnaff í veðM. f hlvindunum undanfarna daga hefir hiti orðið mestur 12 stis G ’í’agradal í Vonnafirði), en víða var yfir 10 stiga hiti. Á hinum Norðurlöndunum hef- ir verið norð-austlæg átt að und- rnförnu og frost. Sunnar í álfunni hefir einnig verið leiðindaveður, rigningarkalsi éða slydda. SAMKVÆMT samningi, sem var undirritaður 31. okt. s.l. milli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og atvinnurekenda, verður verzlunum framvegis lokað kl. 7 á föstudögum og kl. 1 á laugar- dögum li! 30. aprí! n.k. Aðra daga eru verzlanir opnar til kl. 6 e.h. Á sama tíma er skrifstofum lokað kl. 5 e.h. sem áður, en ekki er heimilt að hafa þær opnar nema til kl. 1 e.h. á laugardögum. Þær hafa áður verið opnar til kl. 4 e.h. þá daga. Tveir sækja um SkálhoRsgreslakall TVEIR guðfræðingar sækja um Skálholtsprestakall, en umsókn- arfrestur er þar útrunninn. Eru það Þór Guðmundur Oli Guðmundsson og Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. AKURKYRI ABCDEFGH REYKJAVÍK . 44. leikur Reykvíkinga: Kd4—c5 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.