Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. jan. 1955 — Ræða borgarstjóra Málmsmiðjan HELLA h. f. Haga — Sími 1292 Hin margeftirspurðu sorplok eru nú tilbúin. — Pantanir óskast sóttar sem fyrst. •— Tekið á móti nýjum pönt- unum í síma 1292. fca rnm PILTUR EÐA 8TULKA óskast til afgreiðslu í kjötverzlun. — Upplýsingar í kjötbúð Smáíbúðanna við Breiðagerði. Verkfræðingar Vegamálastjórnin vill ráða 1—2 verkfræðinga. Launa- kjör samkvæmt kjarasamningi við ríkisstjórnina. — Umsóknir sendist fyrir 17. þ. m. til vegamálastjóra. Rafvirkjar Okkur vantar nokkra rafvirkja. — Upplýsingar á verkstæðinu kl. 5—7. JÚLÍUS B.TÖRNSSON I SÖLUMAÐUR m m ■ ■ : Vel þekkt heildverzlun, sem aðallega verzlar með j vefnaðarvörur, óskar að ráða sölumann nú þegar eða ; eftir 2—3 mánuði. — Upplýsingar um menntun, fyrri ■ : störf og meðmæli, ef til eru, óskast. — Umsóknir merkt- ■ j ar: ,.Framtíð -— 434“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir ■ ' 15. þ. m. Erum kaupendur að góðum kolaofnum Jón Gíslason, Hafnarfirði Sími 9165 ■ w+ mmm mm•■ ••• H¥M Einbýlishús Vil kaupa einbýlishús eða hálft hús á hitaveitu- svæðinu. — Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. þ. m. merkt: „Einbýlishús — 440“. : Stórt fyrirlæki vantar nokkrar ■ ■ afgreiðslustúlkur ■ ; strax. — Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist ■ j í pósthólf 361, fyrir 10. janúar n. k. ( • * ' 1 ■ ■ 1 '• ’ *' F'amh. af bls. 1 SAGA SOGSVIRKJUNAR- INNAR Saga Sogsvirkjunarinnar er í stuttu máli þessi: Árið 1930 var haft fyrsta út- boð um virkjun í Sogi, þ. e. um virkjun í Efra-Sogi, með jarð- göngum fyrir hálft rennsli Sogs- ins. Tvo tilboð komu í fram- kvæmd verksins. Reykjavíkur- bær taldi tilboðin ekki aðgengi ■ leg og hafnaði þeim báðum, en leitaði á næstu árum eftir ríkis- ábyrgð fyrir lántöku til virkjun- ar. Sú ábyrgðarheimild fékkst vorið 1933 með Sogsvirkjunarlög- unum. Á sama ári voru fengnir til starfa erlendir ráðunautar, þeir verkfræðingarnir J. Nissen, í Ósló, varðandi vélar og raf- búnað, og A. B. Berdal í Ósló, varðandi byggingarframkvæmd- ir, en Berdal hefur síðan verið ráðunautur um allar' virkjanir í Sogi. Þeir Berdal og Nissen gerðu frumáætlun um virkjun alls Sogsins í 3 aflstöðvum og tölddu heppilegast að byrja á Ljósafossi. Útboð var haft á ný haustið 1934, og náðust nokkru síðar samningar um byggingarfram- kvæmdir, kaup á vélum, rafbún- aði og virkjunarlán. LJÓSAFOSS Ljósafossstöðin tók til starfa í október 1937 með tvær vélasam- stæður og 8800 kw. afl, en fyrir var þá í Elliðaárstöðinni 3200 kw. Rafmagnsnotkunin jókst svo hröðum skrefum, að á árinu 1940 voru undirbúin kaup á 3. véla- samstæðunni í Ljósafossi. Sökum ófriðarins tókst ekki að ná þeim kaupum fyrr en í ársbyrjun 1942. Tók vélasamstæðan til starfa í ágúst 1944 með 5500 kw. afli. Á árinu 1945 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að láta reisa varastöð við Elliða- ár og jafnframt að undirbúa nýja virkjun í Sogi. Varastöð- in tók til starfa í apríl 1948 með 7500 kw. afli. Ný lög voru svo sett um virkj- un Sogsins 1946. Til undirbúnings virkjunar- innar var vandað sem bezt, og m. a. tóku jarðlagarannsóknir fyrir neðanjarðarstöð við írafoss með frárennslisgöngum undir farvegi Sogsins langan tima. Hingað til hafði Reykjavík- urbær verið einn eigandi Sogsvirkjunarinnar, en sum- arið 1949 var gerður samning- ur á grundvelli laganna frá 1946 um það, að ríkissjóður gerðist meðeigandi í Sogs- virkjuninni. Ríkisstjórnin skipar 2 menn í Sogsstjórn og á 35% í fyrirtækinu en Reykjavík skipar 3, og á 65% í því. ÍRAFOSS írafossvirkjunin var boðin út haustið 1949. Samningar voru gerðir sumarið 1950, eftir að láns- fé var fengið, en það var að mestu frá Marshall-stofnuninni og Alþjóðabankanum, auk nokk- urs framlags frá Reykjavíkur- bæ. írafossvirkjunin tók til starfa í október 1953 með 31 þús. kw. afli. Það afl, sem Sogsvirkjunin og Rafmagnsveita Reykjavík- ur hafa yfir að ráða nú, er samtals 56 þúsund kílówött. Gert er ráð fyrir, að þessi raforka nægi fram á árið 1958, en fyrir lok þess árs þarf næsta virkjun að vera tilbú- in, ef komast á hjá skömmt- un eða álagstakmörkunum. ÞEGAR SOGIÐ ER FULLVIRKJAB Jafnhliða byggingu írafoss- stöðvarinnar var unnið að undir- búningi næsta virkjunarstigs, virkjunar Efra-Sogs, með 27 þús. kw. En þegar Sogið hefur verið fullvirkjað, m. a. méð vatnsmiðl- un og fleiri vélasamstæðum í íra- foSs og Ljósafossstöðvunum, mun rafafl þess alls verða um 95 þús. kw. Sogið er talið með beztu fall- vötnum til virkjunar vegna hins jafna rennslis árið um kring. Fallhæðir stöðvanna við Sog eru þessar: Efra-Sog frá Þingvallavatni niður í Úlfljótsvatn 22 m. Frá Úlfljótsvatni niður fyrir Ljósafoss 17 m. Frá Ljósafossi niður fyrir Kistufoss 38 m. Samtals fallhæð Sogsstöðvanna 77 m. j 11. nóv. 1954 samþykkti stjórn Sogsvirkjunar að sækja um virkjunarleyfi til ríkisstjórnar- innar fyrir virkjun Efra-Sogs, og 28. des. samþykkti stjórnin að bjóða út byggingarvinnu, vélar og rafbúnað. Liggja nú fyrir fullnaðaráætlanir frá Steingrími " Jónssyni rafmagnsstjóra og Ber- dal verkfræðingi um virkjunar- tilhögun alla. I Ihvernig VIRKJUNIN VERÐUR FRAMKVÆMD | Tilhögun virkjunarinnar er hugsuð sem hér segir: 1 Milli Þingvallavatns og Úlf- Ijótsvatns er 22 metra hæðar- ( munur. Þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni verður gerð stífla. Frá vatnsinntakinu eru fyrir- huguð jarðgöng, aðrennslisgöng, 380 metra löng af sömu stærð og gerð sem frárennslisgöng íra- fossstöðvar, sem eru um 650 metrar. Göngin enda í þró í Dráttarhlíð. Aflstöðin mun standa á bakka Úlfljóts- vatns. í henni verða 2 vélasam- stæður, samtais 27 þúsund kw. Frá stöðinni verður lögð há- spennulína að írafossi. Stöðinni í Efra-Sogi verður fjarstýrt frá Irafossstöðinni, og mun ekki þurfa nema tvo gæzlumenn bú- setta þar. Um fjáröfllun til fram- kvæmdanna, sem gert er ráð fyrir að kosti um 100 milljón- ir króna, mun cg ekki ræða á þessu stigi. en vil taka fram, að nauðsynlegar lagaheimildir eru þegar fyrir hendi til lántöku og ríkis- ábyrgðar. RÚMUR HELMINGUR ÍSLENDINGA NÝTUR SOGSINS Það eru ekki Reykvíkingar einir, sem njóta góðs af hinum miklu virkjunum Sogsins, heldur Suðurlandsundirlendið, þ. e. Hafnarfjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Árnessýsla, Rangár- vallasýsia og síðar koma Vestur- Skaftafeilssýsla og Vestmanna- eyjar. En nú þegar er það rúm- ur helmingur allrar þjóðarinnar, sem fær rafmagn frá Soginu, eða nær 80 þúsundir manna af rúm- lega 150 þúsundum landsmanna. Það er von min og ósk, að svo vel takizt um fjáröflun og framkvæmdir, að virkjun Efra- Sogs verði lokið fyrir árslok 1958. STJÓRN SOGS- VIRKJUNARINNAF. Ræða sú, sem borgarstjóri flutti og rakin hefur verið hér að ofan var af því tilefni að stjórn Sogsvirkjunarinnar hefur um áramótin haft útboð á bygg- í ingarvinnu, vélum og rafbúnaði I til Efra-Sogsvirkjunarinnar. • Stjórn Sogsvirkjunarinnar skipa nú þessir menn: Af hálfu Reykjavíkurbæjar Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri formcður, Guðm. H. Guðmundsson bæjar- fulltrúi og Einar Olgeirsson en af hálfu rikisins Sigtryggur Klem- ensson og Jón Axel Pétursson. - Hslamenn Framh. af bls. 7 flytja útvarpserindi um frið og sýna hrifni mína af hverri stjórn- málanýjung. Þótt persónulegu tregðunni sé sleppt, er þetta ó- hemju tímaþjófur. Hér á öll list- ræn og andleg viðleitni í komm- únistaríkinu óskilið mál, læknar, lögfræðingar, vísindamenn og skólamenn. JÁRNTJALD INNAN JÁRNTJALDS Manni, sem er á kafi við samning meiri háttar tón- verks, er ætlað að fleygja öllu frá sér til að taka þátt í árn- aðarópum við opnun nýrrar dráttarvélaverksmiðju eða til fagnaðar gesti frá Sovétríkj- unum. Og hér ber að geta þess, að rússneskir listamenn eru fáséðir í Póllandi og eru tíðast af verri endanum, þar eð hinir beztu eru ætíð sendir til Vesturlanda. Hin leyfilegu samskipti Rússa og Pólverja eru og fóigin í opinberum sendinefndum, aldrei heim- sóknum einstaklinga. Fáir rithöfunda þeirra og leik- ritaskálda, sem finna náð fyrir j augum stjórnarinnar, geta lifað > sæmilega af þóknunum sínum. En öðru máli gegnir um tón- skáldin, þar eð örðugra er að birta áróður í tónlist. Þannig er eigi um neitt hugs- ana- eða málfrelsi að ræða fyrir listamenn í kommúnistaríkinu. Þar eð grundvallarverðmæti kommúnismans eru fölsuð, er listræn hreinskilni einskis virði. Pólverjum er að verða lífið minna virði; það er blekking og rnenn eru að blekkja sjálfa sig. Foringjarnir tala um að skapa „betra fólk“ og betri lífskjör. En sannleikurinn er sá, að komm- únisminn gerir menn hvorki betri, ríkari né sælli. - Úr daglega lífinu Framh. af bls. 8 en móðir hennar kenndi sögu áður en hún giftist. Fjöl- skyldan hafði alveg nóg fyrir sig að leggja. Samt vildi Kim vinna á kvöldin eftir skólatíma. Meðan hún var í menntaskóla vann hún í verzlun, var lyftuvörður og líka aðstoðarstúlka hjá tannlækni. — Eftir að hún kom i háskólann vann hún sem fyrirsæta með góðum árangri. Það var starf hennar sem fyrir- sæta, sem olli því að -hún fór til Hollywood og ánægja hennar af hjólreiðum varð til þess að „stjörnuveiðari“ veitti henni athygli. Hún var sem sé klædd mjög stutjum buxum, svo langir og fagrir fótleggir hennar sáust mjög greinilega og blússan, sem hún var í var ákaflega f legin.... Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í hét „Pushover“, en önnur myndin hennar hét „Phfft!“ — Þykir henni hafa tekizt ákaflega vel að leika bæði hlutverkin. Hún er ógift og býr til góðan mat og á heima í frægu hóteli, sem heitir Studio Club, en þar búa margar af hinum yngri kvik- myndadísum í Hollywood. - Neytendafélaglð Fr.amh. af bls. 9 starfsléttis og þeirra þæginda, sem rauðsynleg eru hverju heim- ili, ekki sízt vegna hins mikla skorts á heimilishjálp, sem nú er. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilniælum tií Alþingis og ríkis- StjóiTiár að þfetta mál verði tekið til éndúrskóðúfiar þegar á þVí þingi, sem nú situr. ilit Framh. af bls. 6 menn, sem hafa áhuga á íslenzk- um fræðum ættu hið fyrsta að ganga í félagið og eignast rit þess frá upphafi. Rit Rímnafélagsins verða verðmæt eign, en útgjöldin eru engum tilfinnanleg, séu þau keypt jafnóðum. Nýir félagar gefi sig fram við einhvern úr stjórn félagsins, en l?eir eru Jörundur Brynjólfsson, alþm., Arnór Guðmundsson, skrif- stofustjóri Fiskifélagsins og Ragn- ar Jónsson, hrl., Laugavegi 8. — Einnig tekur Finnur Sigmundsson, landsbókavörður við nýjum félög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.