Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlii í dag: Léttir til með NA golu og 1—Z st. frosti. 4. tbl. — Föstudagur 7. janúar 1955 Aðlifaáloftinu Sjá grein á bls. 7. Róðrar hef jast þegar í stað Samningsumleitunum haldií) áfram Undanfarna daga hafa fulltrúar Landssam- bands ísl. útvegsmanna verið á stöðugum við- ræðufundum við ríkisstjórnina og á þeim fundum verið reynt að finna starfsgrundvöll fyrir vélbátaflotann. í gær var þeim viðræð- um lokið og klukkan 11 í gærkvöldi hófst fundur í fulltrúaráði LÍÚ. Lá fyrir þeim fundi ákveðið tilboð frá ríkisstjórninni. Það tilboð var ekki samþykkt. Hins vegar var samþykkt að upphefja róðrarbannið. en viðræðunefnd LÍÚ falið að halda áfram samn- ingaumleitunum við ríkisstjórnina. Róðrar munu því hef jast þegar í stað Um 300 bátar munu í vetur stunda veiðar en við þann bátaflota starfa um 6—8000 manns. Er því þýðingarmikið að bátarnir geti notað hverja þá stund sem gefur á sjó. Kæra vegna sölu á fjörefnum Lyfsaisfélagið telur það broi á einkaleyfis- réffi þess á sölu lyfja. ÞATJ TÍÐINDI hafa gerzt að Lyfsalafélag íslands hefur stefnt Pöntunarfélagi Náttúrulækningafél. Reykjavíkur og verzl. Halla Þórarins fyrir sölu á fjörefnum og verzl. Áhöld fyrir sölu á kössum með ýmsum hjúkrunarvörum. Skömmu fyrir jólin stefndi Lyf salafélag íslands fyrrnefndum verzlunum fyrir sölu á varningi, sem félagsmenn álíta að heyri ■tindir einkaleyfisrétt lyfsala á sölu lyfja og öðrum skyldum varningi. í tilefni þessa sneri Mbl. sér til Marteins Skaftfells, for- manns Pöntunarfélags Náttúru- lækningafélagsins í Reykjavík. FJÖREÍNASAFINN ,SANASOL‘ Marteinn sagði, að Pöntunar- félaigð hefði árið 1953, hafið inn- ílutning á vökva, svonefndum „Sanasol", sem uninn er úr ýms- um ávöxtum og jurtum og inni- heldur mörg fjörefni. Árið 1949 var lyfsölum gefinn kostur á að fá Sanasol til sölu. Ekki hefðiþeir kært sig um að kaupa safa þenn- an og talið sig hafa á boðstólum jiægilega mörg önnur fjörefni af ýmsum tegundum. Pöntunarfé- lagið hefði síðan 1953 selt „Sanasol" til ýmissa aðila og saf- inn fljótlega orðið mjög vinsæll og eftirspurn eftir honum færi jiú sívaxandi. Seldi Pöntunarfélagið í fyrstu aðallega til sinna félagsmanna en síðan til annara aðila eftir því sem unt var. Ári eftir að innflutningur saf- ans hófst, hefðu svo margir lyf- salar hafið sölu á honum í lyfja- búðum sínum. Sagði hann, að NEYZLUVARA EN EKKI LYF N áttúrulækningaf élagsmenn álitu, að ,,Sanasol“ væri íremur neyzluvara en lyf. Það væri sam- ansett af ýmsum fjörefnum, sem fólk þyrfti á að halda vegna þess, að þau vantaði í fæðuna. HVÍTLAUKSPILLUR OG SÁRABINDI Blaðið hafði einnig tal af Birni Jónssyni kaupm. í verzl. Halla Þórarins og sagði hann, að sér hefði verið stefnt af Lyfsalafé- laginu vegr a sölu á hvítlauks- pillum. Verzl. Áhöld mun hafa verið kærð vegna sölu á kössum sem innihalda ýmsar hjúkrunar- vörur, svo sem smyrsli, joð og| sárabindum. SJÚKRASAMLAGID OG FJÖREFNIN Það mun vera hægt að kaupa flest fjörefnin í lyfjabúðum án lyf seðils samkv. upplýsingum frá Sjúkrasamlaginu og tekur það engan þátt í greiðslu á fjörefna- lyfseðlum. Rannsókn í málinu mun verða haldið áfram og virðist svo sem alllöng málaferli geti orðið úr máli þessu. Baldur veiB- • r J)r*Ar1l ir i „sooio Akranesi, 6. jan : EINN bátur héðan var á sjó í gær, Baldur. Fékk hann 3V2 lest og hélt beina leið af miðunum til Reykjavíkur og seldi aflann þar. Sama sagan endurtók sig í dag með þeirri breytingu þó að nú fékk Baldur 1800 kg. Hingað er von á togaranum Keflvíkingi með 120—150 lestir af fiski. Afli togarans fer bæði í frystingu og herzlu. — Oddur. Lifandi fiskur var á dekki — skspsfsóri neitar að hafa verið oð veiðum A í GÆR lauk að mestu mál- T flutningi » sambandi við rannsókn í .m^ty skipstjóraps á franska togaranum Capilaud,1 séna tckinn var í landhelgi s.l. þriðju- dag. Rannsókn málsins fór fram í Reykjavík. Dómur í málinu verður kveð- inn upp i dag. Skipstjórinn á hin- um franska togara játar að hann hafi verið fyrir innan fiskveiði- takmörkin en neitar hins vegar að hafa vcrið að veiðum þar. M.b. Vilborg á Keflavíkurhöfn. Nýr bátnr til Keflavíkur KEFLAVIK 1. JANÚAR kom hingað til Kefla víkur nýr vélbátur, m/b. Vil- borg KE 51 og var fréttamönnum og gestum boðið í reynsluferð bátsins daginn eftir. Báturinn er smíðaður í skipasmíðastöð Marsi- líusar Bernharðssonar á ísafirði og er hann gerður eftir teikningu Eggerts Lárussonar. Er báturinn smíðaður úr eik en yfirbygging hans er úr járni. Hann er 21 m. að lengd og er 47 lestir að stærð. Vél bátsins er léttbyggð GM dieselvél, 250—80 ha og er gang- hraðinn rúmar 11 mílur. Bátur- inn er búinn öllum fullkomnustu tækjum, m. a. fisksjá og dýpta- mæli. Mannapláss eru hin vist- legustu og er vel frá öllu geng- ið í hvívetna. Er rúm fyrir 6 menn í lúkar og 4 menn í káetu ' auk íbúðar skipstjóra, sem er í yfirbyggingunni. Raflögn alla annaðist Neisti h.f. en Vélsmiðj- an Þór annaðist niðursetningu véla. Eigandi bátsins er Albert Bjarnason útgerðarmaður. Er þetta sjötti bátur Alberts, sem hann fær hingað til Keflavíkur. Hann gerir nú út tvo báta: Bjarna Ólafsson og Vilborgu, en það eru nöfn foreldra hans. Eru báðir bátarnir smíðaðir á ísafirði, en alls hefur skipasmíðastöð Marsilíusar smíðað þrjá báta fyr- ir Albert. Skipstjórinn á Vilborgu er Hinrik Albertsson, sonur út- gerðarmannsins, en hann var áð- ur með Bjarna Ólafsson. Bátur- inn mun strax fara á veiðar og vertíð hefst. — Ingvar. A Samkvæmt mælingum varð- T skipsins er togarann tók, var togarinn 1,7 sjómílur innan fisk- veiðitakmarkanna. Fundu varð- skipsmcnn lifandi fisk á dekki og í Iest, augsýnilega var nýbúið að böðla vörpunni inn en hlerarnir voru enn úti er varðskipsmenm komu um borð. Mikil áherzla löeð á ö Margir báfar frá NeskaupstaS á vertíð suður i NESKAUPSTAÐ, 6. janúar: — Allir stóru bátarnir héðan eru nú að búa sig á vertíð til Suðurlands. Eru margir þeirra farnir en aðr- ir á förum. Munu í allt um 10 bátar fara til verstöðva við Faxa- flóa. Margt fólk fer einnig frá Nes- kaupstað á vertíð suður bæði með bátunum og í aðra atvinnu. Hér hefur verið fremur lítil atvinna undanfarið, aðallega við að út- búa bátana. byffgingis Bæiarspíialans J kjg u $ i r b’r ræðu dr. Sigurðar Siprðssonar AFUNDI bæjarstjórnar í gærkveldi bar Alfreð Gíslason bæjar- fulltrúi fram tillögu um að athuga hvort ekki væri unt að fá hagstæðara tilboð, en fengist hefði, um leigu á húsi, sem verið er að byggja fast við sjúkrahús Hvítabandsins, handa spítalan- j um. Taldi Á. G. að áreiðanlegt væri, að betra tilboð væri hægt að fá. Haustvertíð var hér sæmileg, svipuð og í fyrra. Afli var fremur góður til jafnaðar um 6—8 skip- pund í róðri. Um 8 bátar stund- uðu haustvertíðina. Ekki hafa smærri bátar farið á sjó nýlega héðan að undan- teknu því að tvær trillur fóru í róður fyrir tveimur dögum. Var afli þá sæmilegur. Annars eru róðrar á smábátum venjulega ekki stundaðir héðan um þetta leyti árs. — Fréttaritari. MJÖG ÓHAGSTÆTT TILBOÐ Dr. Sig. Sigurðsson bftr. tók til máls og kvað tilboð það, sem fengist helði svo óhagstætt, að allra dómi, að ekki væri unnt að taka því. S. S. kvað varhugavert að evða fé, sem nokkru næmi, til slíks, sem hér er um að ræða, nú þegar bygging bæijrspítalans er í fullum gangi. Húsið við Skóla vörðustíg yrði ekki tilbúið fyrr en eftir tvö ár, en þá færi vitan- lega að styttast þar til unt væri að taka hluta af Bæjarspítalanum í notkun. Laganemar fœrðu föngum vel fseginn jólaglaðning UM ÞESSI jól gekkst Orator, félag laganema í Háskólanum, fyr- ir því að safna bókum og nokkru af sælgæti og tóbaki til að gefa föngum á Litla Hrauni. Fór einn laganema, Jón Magnússon stud. jur., austur með þessar gjafir á annan jóladag og má geta nærri að þær voru þegnar með þökkum. BÆKUR OG JÓLAGLAÐN- ®---------------- INGUR ALLT TILTÆKT FÉ TIL BÆJARSPÍTALANS S. S. kvað mikla áherzlu lagða á að hraða byggingu bæjarspítalans sem allra mest. Sagði hann, að ef veður Hér var um að ræða um 140 nýjar íslenzkar bækur og hefur bókasafni Litla Hrauns aldrei fyrr bætzt svo góð gjöf. Þá voru og útbúnir gjafapakkar til hvers einstaks fanga með bæði sælgæti AKUREYRI ABCDEFGH ' REYKJAVÍK ! 45. leikur Reykvíkinga: ' IIa6—a2 J ekki hömluðu yrði búið að °S sígarettum í. vinna þá ákvæðisvinnu í vor,1 sem boðin var út í fyrra haust. BEZTA ÞAKKLÆTI S. S. taldi að öllu því fé, sem Félag laganema biður Morg- unnt væri, yrði að beina til unblaðið um að færa öllum 'bóka- bæjarspítalans í stað þess að útgefendum. sem lögðu fram dreyfa því fjármagni, sem til- bókagjafir, beztu þakkir fyrir það tæki væri til heilbrigðismála, hve fljótt og vel var brugðizt meira en frekast er þörf. | við og einnig sælgætisverksmiðj- S. S. kvaðst þó ekki mótfallinn unum og Tóbakseinkasölu rikis- þeirri athugun, sem tillaga A.; ins fyrir góðfúslega veittan jóla- G. fæli í sér og var hún samþykkt. glaðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.