Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 1
<&> tuiMft 16 sáður 42. árgangur 5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins emmarsklölds Líkur ærad bátagjald kipulugsins ú tandcmdi ári i ríkisstjórninni B L A Ð I N U barst eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni í gær: SÍÐAN báíaaðstoðarkcrfið var sett hefir vertíðar afli auk- izt og verðlag sjávarafurða nokkuð 'hækkað. Af þessum ástæðum telur ríkisstjórnin kleift, þrátt fyrir nokkra hækkun á útgerðarkostnaði að draga úr innflutn- ingsréttindum bátaútvegsins. Eigendur þeirra afurða, er hlunnindin hafa náð til, hafi framvegis rétt til þess að selja með álagi innflutningsskírteini fyrir 45% af andvirði báta- afurðanna í stað þess, að undanfarið hefir verið heimilt að selja með álagi skírteini fyrir 50% af útflutningsverðmæt- inu. Þessi lækkun hlunnindanna mun gilda fyrir afurðir, sem á land koma á tímabilinu 1. janúar til 15. maí 1955, þ. e. á þeim tíma sem aflavon er mest. Á hinn bóginn verð- ur, eins og verið hefir, heimilt að selja með álagi skírteini fyrir 50% af andvirði afurðanna, sem framleiddar verða á tímabilinu 15. maí til ársloka. Á þessum grundvelli standa yfir samningar milli ríkis stjórnarinnar og aðila um einstök framkvæmdaratriði, svo sem venja hefir verið undanfarin ár. yrir arangri Viðræður huldc áfram í dag ÐAG HAMMARSKJÖLD, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ræddi enn við Chou En Lai í gær og stóð samtalið í tæpar fjórar klukkustundir. Þeir ræðast við aftur í dag, en búist er við að Hammarskjöld leggi af stað heimleiðis nú um helgina. Engir blaðamenn eru í fylgd með Hammarskjöld og fregnir af viðræðunum eru þessvegna litlar. Hammarskjöld sagði frá fund- inum í skeyti til Sameinuðu þjóðanna í gær. Tilgangurinn með heimsókn Hammarskjölds er að fá lausa ellefu ameriska flugmenn, sem Kínverjar hafa fangelsað og ennfremur eðra menn, sem tóku þátt í Kóreu-striðinu á vegum Sameinuðu þjóðanna, og sem Kínverjar hafa ekki látið lausa ennþá. Verðfallið New York stöðvað íhmdúll stjornin peip í taumana LONDON, 7. jan.: — Samkomu- lag náðist í dag milli sambands járnbrautarstarfmanna og stjórn- ar járnbrautanna um launahækk anir til járnbrautarstarfsmanna. Er verkfallinu, sem hefjast átti á sunnudagskvöldið þar með end- anlega aflýst. Þegar í gærkvöldi hafði fram- kvæmdaráð járnbrautarstarfs- mannanna ákveðið að fresta verk fallinu, þar sem horfur þóttu þá á því að samkomulag um launa- hækkanir myndu takast. Lægst launuðu starfsmennirn- ir fá þær launabætur, sem kraf- izt var og aðrir starfsmenn íá verulegar launabætur.» Brezku stjórninni og þá fyrst og fremst Sir Walter Monckton, er þakkaður þessi árangur. Sú stefna, sem fram kom í áliti rannsóknarnefndarinnar er fjall- aði um verkfallsmálið í byrjun ársins var látin ráða, en hún er þessi: Þar sem Bretar hafa þjóð- nýtt járnbrautirnar, verður þjóðin að sætta sig við, að standa straum af kostnaði við „sann- gjörn laun handa þessari at- vinnustétt". Úr því að tilgangurinn var samþykktur, verður þjóðin einn- ig að fella sig við að leggja fram tækin, segir í nefndarálitinu. samvmna KHOFN, 7. jan.: — Norræna ráðið kemur saman á ráðstefnu þ. 28. þ.m. Danski þjóðþingsfulltn'rinn Bundvad, ætlar að leggja fram á ráðstefnunni tillögu um sam- norrænt sjónvarpsfélag og hafa flugfélagið SAS þar að fyrir- mynd. Bundvad ætlar einnig að leggja fram tillögur um norræna sam- vinnu um útvarpssendingar. NEW YORK, 7. jan.: — Verðbréf í kauphöllinni í New York byrj- uðu aS stíga í verði á ný í dag, j j eftir verðfallið undanfarna daga. Verðbréf í kauphöllinni stigu í verði jafnt og þétt allt síðast- liðið ár, og fyrstu daga þessa árs hækkuðu þau enn í verði og var vísitalan þ. 3. þ.m. orðin hærri heldur-en hún komst hæst fyrir verðhrunið árið 1929. En á miðvikudaginn byrjaði verðfall, sem hélt áfram á fimmtu daginn. Vakti þetta verðfall nokkurn ugg þar sem það þótti minna nokkuð á verðfallið árið 1929. Ríkisstjórnin hefir skipað nefnd til þess að rannsaka orsak- ir verðfallsins. Verðhækkunin í dag var al- menn og sum verðbréf hækkuðu í verði um allt að tvo dollara. — Reuter-NTB * Fregnir frá Indlandi herma, að stjórnmálamenn þar telji nokkr- ar horfur á að Hammarskjöld fari ekki erindisleysu, þar sem það myndi verða til álitsauka fyr • ir kínversku kommúnistanna, einkum í Asíu, ef þeir legðu fram þann skerf til friðarins í heim- inum, að láta amerísku flugmenn- ina lausa. Indverskir stjórnmálamenn telja einnig að líkurnar fyrir því, að kínversku kommúnistarnir fái I aðild að Sameinuðu þjóðunum muni aukast verulega, ef Chou j En Lai lætur undan í þessu fangamáli. LisfaháskéHnn KAUPMANNAHÖFN, í gær- kvöldi: — Ólöf Pálsdóttir, mynd- höggvari, var i kvöld saemd gull- heiðursmerki I.istaháskólans hér. Er þetta hiim mesti heiður fyrir hina ungu listakonu. — Páll. Hlaupagerpur LONDON í janúar: — Meðal þeirra sem Elísabet Bretadrottn- ing heiðraði um áramótin var John Landy, hlaupagarpurinn frá Ástralíu, sem setti heimsmet íj míluhlaupi (3 mín. 58 sek.) s.l.' sumar. Hann var sæmdur orðu brezka heimsveldisins. — Dr. I Roger Bannister, brezki mílu- hlauparinn var ekki á lista drottn ingar. Alls voru um 2000 manns sæmdir orðum. Þegar Adenauer „missti þráðinn ái HASTINGS, 7. jan.: — Efstir og . jafnir á skákmótinu, sem háð hefir verið hér undanfarið urðu þeir Keres og Smyslov, báðir Rússar. BERLIN í janúar. — Þegar Adenauer kanslari, sem orðinn er 78 ára gamall, stóð upp í þýzka þinginu þ. 17. des s.l. til þess að mæla með staðfestingu Parísar- samninganna, gerðist það í fyrsta skipti í sögu þýzka Sambands Iýðveldisins að kanzlarinn „missti þráðinn". Stjórnarandstæðingar höfðu haldið uppi látlausum árásum á samningana og kanzlarinn hafði svarað þeim hverjum fyrir sig. Eitt sinn stoð hann upp og vitn- aði til ummæla stjórnarandstæð- ings, en það sannaðist strax, að þessi ummæl voru gripin úr lausu lofti. Andstæðingarnir skoruðu á Adenauer að biðjast afsökunar en hann neitaði og sagði að sér hefði orðið mismæli. Skömmu síðar tókst einum af þingmönnum sósí- aldemókrata, Carlo Schmid, að þjarma svo að hinum aldraða manni, að hann „tapaði þræðin- um", og talaði í stundarfjórðung samhengislaust. Bonnfréttaritari þýzka blaðsins „Siiddeutsche Zeitung", Fritz Brúhl, símaði blaði sínu: „Eng- inn vafi er á því, að líkamleg heilsa stjórnarf orsetans gaf þenn ¦ stofu minni biðu mín hrærð egg og svínakjöt og bolli með kjöt- seyði. Það var allt og sumt". Frá fréttastofu kanzlarans var tilkynnt: .Kanzlarinn vildi ekki láta mikilvægi umræðunnar um1 þetta örlagamál Þýzkalands og Evrópu drukkna í öllu þessu flóði fyrirspurna og batt þess vegna fyrirvaralaust endi á ræðu sína". Og eitt kemur mönnum saman um. Enginn andstæðinga kanzl- arans taldi sig hafa ástæðu til þess að fagna yfir þessum veika stundarfjórðungi kanzlarans, eða hinum velmeintu tilraunum hans til þess að gera lítið úr atburð- inum. dr. Konrad Adenauer an stundarfjórðung tilefni til nokkurs uggs". | Adenauer lauk máli sínu og gekk þegar í stað af fundi. Á stjórnarfundi þriðjudaginn fyrir jól gerði kanzlarinn sér far um að leiða ráðherrum sínum fyrir sjónir, hver ástæðan hefði verið til þess að hann hef ði ef tir þenna: „veika stundarfjórðung" sinn,! gengið af þingfundiv ,.í hvíldar-l KHOFN, 6. jan.: — Fyrirsögn í Dagens Nyheder í morgun hljóð- ar svo: „Heitasti staðurinn í Dan- mörku: Suður-Grænland Frost hér en 2 stiga hiti í Suðurgræn- landi. í kuldunum í Evrópu undan- farið hafa 29 menn látið lífið. í Svíþjóð og í ftalíu mátti víða heyra ýlfrið í soltnurn úlfum. Beztu kvikmyndir ársins 1954 — og beztu leikararnir NEW YORK í jan. — Kvik- myndagagnrýnendur í New York hafa fellt þann úrskurð að mynd- in „Á eyrinni" („On the Water- front") með Marlon Brando sem aðalleikara, hafi verið bezta kvik mynd ársins 1954. Myndin gerist á höfninni í New York. Gagnrýnendurnir töldu einnig leik Brandos í þessari mynd bezta leik einstaks leikara á árinu 1954. Grace Kelly hlaut dóminn bezta kvikmyndaleikkona ársins, einkum fyrir leik hennar í mynd- inni „Sveitastúlkan" („The coun- try girl"). „Hlið helvítis" („The Gate of Hell"), japönsk litkvikmynd var úrskurðuð bezta erlenda mynd ársins. 16 STÓRBLÖÐ Sextán kvikmyndagagnrýnend- ur stórblaðanna í New York komu saman og felldu þenna úr- skurð í leynilegri atkvæða- greiðslu rétt fyrir áramótin. Tveggja þriðju hluta meiíi- hluta þarf samkvæmt gildandi reglum gagnrýnendanna við fyrstu fimm atkvæðagreiðslurn- ar en við þá sjöttu þarf aðeins hreinan meirihluta. í ár fór þó * svo, að ekki þurfti að greiða at- kvæði nema tvisvar um neitt þeirra atriða sem úrskurða átti. ,,Á eyrinni" hlaut strax við fyrstu atkvæðagreiðsluna 12 at- kvæði af 46. Aðrar myndir sem komu til greina voru: „Sveitastúlkan" (með Grace-Kelly og Bing Cros- by), sem hlaut tvö atkv., „Romeo og Júlía", ensk-ítölsk kvikmynd gerð í Italíu, (eitt atkv.) og „Carmen Jones" (eitt atkv.) Brando hlaut þegar við fyrstu atkv. greiðslu ellefu atkv. sem bezti leikarinn. James Mason hlaut þrjú atkv. og Edmond O'Brien og Hump- hrey Bogart fengu hvor sitt atkv., Bogart fyrir leik sinn í mynd- inni „Caine uppreisnin", Framh. á bls. 11 .1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.