Morgunblaðið - 08.01.1955, Side 1

Morgunblaðið - 08.01.1955, Side 1
16 sáður 42. árgangur 5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hammarskjöld: Líkur fyrir árangri Viðræðnr holdo óirom í dng Fmiikwæmd isátngjald eyriiskipulngsins á 'standandi ári Frétt frá ríkisstjórninni F. L A Ð I N U barst eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni í gær: SÍÐAN bátaaðstoðarkcrfið var sett hefir vertíðar afii auk- izt og verðlag sjávarafurða nokkuð hækkað. Af þessum ástæðum telur ríkisstjórnin kleift, þrátt fyrir nokkra hækkun á útgerðarkostnaði að draga úr innflutn- ingsréttindum bátaútvegsins. Eigendur þeirra afurða, er hiunnindin hafa náð til, hafi framvegis rétt til þess að selja með álagi innflutningsskírteini fyrir 45% af andvirði báta- afurðanna í stað þess, að undanfarið hefir verið heimilt að selja með álagi skírteini fyrir 50% af útflutningsverðmæt- inu. Þessi lækkun hlunnindanna mun gilda fyrir afurðir, sem á land koma á tímabilinu 1. janúar til 15. maí 1955, þ. e. á þeim tíma sem aflavon er mest. Á hinn bóginn verð- ur, eins og verið hefir, heimilt að selja með álagi skírteini fyrir 50% af andvirði afurðanna, sem framleiddar verða á tímabilinu 15. maí til ársloka. Á þessum grundvelli standa yfir samningar milli ríkis- stjórnarinnar og aðila um einstök framkvæmdaratriði, svo sem venja hefir verið undanfarin ár. DAG HAMMARSKJÖLD, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ræddi enn við Chou En Lai í gær og stóð samtalið í tæpar fjórar klukkustundir. Þeir ræðast við aftur í dag, en búist er við að Hammarskjöld leggi af stað heimleiðis nú um helgina. Engir blaðamenn eru í fylgd með Hammarskjöld og fregnir af viðræðunum eru þessvegna litlar. Hammarskjöld sagði frá fund- inum í skeyti til Sameinuðu þjóðanna í gær. Tilgangurinn með heimsókn Hammarskjölds er að fá lausa ellefu ameríska flugmenn, sem Kínverjar hafa fangelsað og ennfremur sðra menn, sem tóku þátt í Kóreu-stríðinu á vegum Sameinuðu þjóðanna, og sem Kínverjar hafa ekki látið lausa ennþá. Chorchill stjórnin greip í tnnmona LONDON, 7. jan.: — Samkomu- lag náðist i dag milli sambands járnbrautarstarfmanna og stjórn- ar járnbrautanna um launahækk anir til járnbrautarstarfsmanna. Er verkfallinu, sem hefjast átti á sunnudagskvöldið þar með end- anlega aflýst. Þegar í gærkvöldi hafði fram- kvæmdaráð járnbrautarstarfs- mannanna ákveðið að fresta verk fallinu, þar sem horfur þóttu þá á því að samkomulag um launa- hækkanir myndu takast. Lægst launuðu starfsmennirn- ir fá þær launabætur, sem kraf- izt var og aðrir starfsmenn fá verulegar launabætur. Brezku stjórninni og þá fyrst og fremst Sir Walter Monckton, er þakkaður þessi árangur. Sú stefna, sem fram kom í áliti rannsóknarnefndarinnar er fjall- aði um verkfallsmálið í byrjun ársins var látin ráða, en hún er þessi: Þar sem Bretar hafa þjóð- nýtt járnbrautirnar, verður þjóðin að sætta sig við, að standa straum af kostnaði við „sann- gjörn laun handa þessari at- vinnustétt“. Úr því að tilgangurinn var samþykktur, verður þjóðin einn- ig að fella sig við að leggja fram tækin, segir í nefndarálitinu. Horræn samvinna KHÖFN, 7. jan.: — Norræna ráðið kemur saman á ráðstefnu þ. 28. þ.m. Danski þjóðþingsfulltrúinn Bundvad, ætlar að leggja fram á ráðstefnunni tillögu um sam- norrænt sjónvarpsfélag og hafa flugfélagið SAS þar að fyrir- mynd. Bundvad ætlar einnig að leggj a fram tillögur um norræna sam- vinnu um útvarpssendingar. Werðfallið t New York stöðvað NEW YORK, 7. jan.: — Verðbréf í kauphöllinni í New York byrj- uðu að stíga í verði á ný í dag, eftir verðfallið undanfarna daga. I Verðbréf í kauphöllinni stigu ■ í verði jafnt og þétt allt síðast- liðið ár, og fyrstu daga þessa árs hækkuðu þau enn í verði og var vísitalan þ. 3. þ.m. orðin hærri heldur-en hún komst hæst fyrir verðhrunið árið 1929. En á miðvikudaginn byrjaði verðfall, sem hélt áfram á fimmtu daginn. Vakti þetta verðfall nokkurn ugg þar sem það þótti minna nokkuð á verðfallið árið 1929. Ríkisstjórnin hefir skipað nefnd til þess að rannsaka orsak- ir verðfallsins. Verðhækkunin í dag var al- menn og sum verðbréf hækkuðu í verði um allt að tvo dollara. — Reuter-NTB ÓSöfu Páisdóttur Fregnir frá Indlandi herma, að stjórnmálamenn þar telji nokkr- ar horfur á að Hammarskjöld fari ekki erindisleysu, þar sem það myndi verða til álitsauka fyr- ir kínversku kommúnistanna, einkum í Asíu, ef þeir legðu fram þann skerf til friðarins í heim- inum, að láta amerísku flugmenn- ina lausa. Indverskir stjórnmálamenn telja einnig að líkurnar fyrir því, að kínversku kommúnistarnir fái ^ e _ aðild að Sameinuðu þjóðunum ' &&& *'•3 ^ muni aukast verulega, ef Chou SBBSS B W "W En Lai lætur undan í þessu fangamáli. KAUPMANNAHÖFN, í gær- kvöldi: — Ólöf Pálsdóttir, mynd- höggvari, var í kvöld sæmd gull- heiðursmerki I.istaháskólans hér. Er þetta hinn mesti heiður fyrir hina ungu listakonu. — Páll. Beztu kvikmyndir Hlaupagarpur LONDON í janúar: — Meðal þeirra sem Elísabet Bretadrottn- ing heiðraði um áramótin var John Landy, hlaupagarpurinn frá Ástralíu, sem setti heimsmet í míluhlaupi (3 mín. 58 sek.) s.l. sumar. Hann var sæmdur orðu brezka heimsveldisins. — Dr. Roger Bannister, brezki mílu- hlauparinn var ekki á lista drottn ingar. Alls voru um 2000 manns sæmdir orðum. Þegar Adenauer „missti þráðinn Skákmétíð HASTINGS, 7. jan.: — Efstir og jafnir á skákmótinu, sem háð hefir verið hér undanfarið urðu þeir Keres og Smyslov, báðir Rússar. BERLÍN í janúar. — Þegar Adenauer kanslari, sem orðinn er 78 ára gamall, stóð upp í þýzka þinginu þ. 17. des s.l. til þess að mæla með staðfestingu Parísar- samninganna, gerðist það í fyrsta skipti í sögu þýzka Sambands lýðveldisins að kanzlarinn „missti þráðinn". Stjórnarandstæðingar höfðu haldið uppi látlausum árásum á samningana og kanzlarinn hafði svarað þeim hverjum fyrir sig. Eitt sinn stoð hann upp og vitn- aði til ummæla stjórnarandstæð- ings, en það sannaðist strax, að þessi ummæl voru gripin úr lausu lofti. Andstæðingarnir skoruðu á Adenauer að biðjast afsökunar en hann neitaði og sagði að sér hefði orðið mismæli. Skömmu síðar tókst einum af þingmönnum sósí- aldemókrata, Carlo Schmid, að þjarma svo að hinum aldraða manni, að hann „tapaði þræðin- um“, og talaði í stundarfjórðung samhengislaust. Bonnfréttaritari þýzka blaðsins „Súddeutsche Zeitung", Fritz Brúhl, símaði blaði sínu: „Eng- inn vafi er á þvi, að líkamleg heilsa stjórnarforsetans gaf þenn- stofu minni biðu mín hrærð egg og svínakjöt og bolli með kjöt- seyði. Það var allt og sumt“. Frá fréttastofu kanzlarans var tilkynnt: ,Kanzlarinn vildi ekki láta mikilvægi umræðunnar um ' þetta örlagamál Þýzkalands og Evrópu drukkna í öllu þessu flóði fyrirspurna og batt þess vegna fyrirvaralaust endi á ræðu sína“. Og eitt kemur mönnum saman um. Enginn andstæðinga kanzl- arans taldi sig hafa ástæðu til þess að fagna yfir þessum veika stundarfjórðungi kanzlarans, eða hinum velmeintu tilraunum hans til þess að gera lítið úr atburð- inum. dr. Konrad Adenauer an stundarfjórðung tilefni til nokkurs uggs“. | Adenauer lauk máli sínu og gekk þegar í stað af fundi. Á stjórnarfundi þriðjudaginn fyrir jól gerði kanzlarinn sér far um að leiða ráðherrum sínum fyrir sjónir, hver ástæðan hefði verið til þess að hann hefði eftir þenna „veika stundarfjórðung“ sinn, gengið af þingfundi: ,.í hvíldar- Kuldar KHOFN, 6. jan.: — Fyrirsögn í Dagens Nyheder í morgun hljóð- ar svo: „Heitasti staðurinn í Dan- mörku: Suður-Grænland Frost hér en 2 stiga hiti í Suðurgræn- landi. í kuldunum í Evrópu undan- farið hafa 29 menn látið lífið. í Svíþjóð og í Ítalíu mátti víða heyra ýlfrið í soltnurrj úlfum. — og beztu leikararnir NEW YORK í jan. — Kvik- myndagagnrýnendur í New York hafa fellt þann úrskurð að mynd- in „Á eyrinni“ („On the Water- front“) með Marlon Brando sem aðalleikara, hafi verið bezta kvik mynd ársins 1954. Myndin gerist á höfninni í New York. Gagnrýnendurnir töldu einnig leik Brandos í þessari mynd bezta leik einstaks leikara á árinu 1954. Grace Kelly hlaut dóminn bezta kvikmyndaleikkona ársins, einkum fyrir leik hennar í mynd- inni „Sveitastúlkan“ („The coun- try girl“). „Hlið helvítis“ („The Gate of Hell“), japönsk litkvikmynd var úrskurðuð bezta erlenda mynd ársins. 16 STÓRBLÖÐ Sextán kvikmyndagagnrýnend- ur stórblaðanna í New York komu saman og felldu þenna úr- skurð í leynilegri atkvæða- greiðslu rétt fyrir áramótin. Tveggja þriðju hluta meiri- hluta þarf samkvæmt gildandi reglum gagnrýnendanna við fyrstu fimm atkvæðagreiðslurn- ar en við þá sjöttu þarf aðeins hreinan meirihluta. í ár fór þó svo, að ekki þurfti að greiða at- kvæði nema tvisvar um neitt þeirra atriða sem úrskurða átti. „Á eyrinni" hlaut strax við fyrstu atkvæðagreiðsluna 12 at- kvæði af 46. Aðrar myndir sem komu til greina voru: „Sveitastúlkan“ (með Grace-Kelly og Bing Cros- by), sem hlaut tvö atkv., „Romeo og Júlía“, ensk-ítölsk kvikmynd gerð í Italíu, (eitt atkv.) og „Carmen Jones“ (eitt atkv.) Brando hlaut þegar við fyrstu atkv. greiðslu ellefu atkv. sem bezti leikarinn. James Mason hlaut þrjú atkv. og Edmond O’Brien og Hump- hrey Bogart fengu hvor sitt atkv., Bogart fyrir leik sinn í mynd- inni „Caine uppreisnin“, Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.