Morgunblaðið - 08.01.1955, Page 2

Morgunblaðið - 08.01.1955, Page 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 8. jan. 1955 j Skéli ísaks Jónssonar er tekinn til starfa /r r • S r E El * 9 i ny/u skolanusi Virðuleg athöfn i skólanum i gærdag IGÆRDAG vdr opinberlega tekinn í notkun hinn nýi skóli ísaks Jónssonar, en'það er nú sjálfseignarstofnun, sem foreldrar barna þeirra sem nám hafa stundað og stunda nú í skólanum, stofnuðu til árið 1946. Er skólahús þetta, sem stendur við Bólstaðar- hlíð, bæði stór og glæsilega vel úr garði gert og lýsir framkvæmda- dug þeirra, sem að byggingu þess hafa staðið. Fjölda mörgum gestum var boðið í gær til þess að vera við- staddir þegar hið nýja skólahús sjálfseignarstofnunarinnar Skóli ísaks Jónssonar var opinberlega tekið til notkunar. Voru meðal gesta Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, forseti bæjarstjórnar, fræðslumálastjóri, skólastjóri Kennaraskólans og margir fleiri forvígismenn menntamála hér á landi. Sveinn Benediktsson formaður skólanefndar, bauð gesti vel- komna, en síðan sungu nokk- ur börn úr skólanum undir stjórn ungfrú Helgu Magnúsdótt- ur fáein lög og þótti gestum að því góð skemmtun að hlusta á þau syngja þessi einföldu barna- lög. — MÐA SVEINS BENEDIKTSSONAR BORM. SKÓLANEFNDAR Síðan tók Sveinn Bene- diktsson til máls og rakti að- draganda að stofnun sjálfseign- arstofnunarinnar og byggingu skólahússins og einnig fór hann nokkrum orðum um starfsferil ísaks Jónssonar og brautryðj- endastarf hans í lestrarkennslu. —— Fyrir 30 árum, sagði Sv. Bene- diktsson m. a., er ísak Jónsson útskrifaðist úr Kennaraskólanum þekktist ekki önnur aðferð hér á landi við lestrarkennsdu, en stöfunaraðferðin. Reynsla ísaks Jónssonar varð sú þegar hann hóf kennslu í barnaskólum Reykjavíkur með stöfunaraðferð í heilum bekkjum, að árangur virtist vera harla lít- ill hjá mjög mörgum þeirra, sem ekki höfðu numið lestur áður í heimahúsum. Ðatt honum í hug að betri aðferðir kynnu að vera notaðar erlendis við lestrar- kennslu. Árið 1926 réðst hann af eigin rammleik til utanfarar til þess að kynna sér hvort svo væri. Þar kynntist hann hinni svo- nefndu hljóðaðferð við lestrar kennslu. Er það skemmst af að segja, að eftir heimkomuna til íslands árið 1926 réðst ísak í það að samræma hljóðaðferðina við lestrarkennslu íslenzkrar tungu. Árið 1932 hafði þetta braut- ryðjendastarf hlotið þá viður- kenningu, að aðferðin var tekin upp sem sérstök námsgrein við Kennaraskóla íslands og ísak ráðinn fastur kennari við skól- ahn til þess að kenna þar hversu bezt mætti haga lestrarkennslu. ~t 20 ár frá 1926 til 1945 rak ísak fyrir eigin reikning smábarna- skóla, sem síðast var til húsa í Grænuborg. Hinn 7. febrúar 1945 kallaði ísak foreldra á fund og skýrði þeim frá því, að vegna dýrtíðar sæi hann sér ekki fært að reka skólann lengur fyrir eig- in reikning. í Kom þá strax í ljós að for- eldrar, sem áttu börn í skólanum, máttu ekki til þess hugsa að skólinn yrði lagður niður. Fyrir réttum 9 árum, hinn 7. jan. 1946, var ákveðið á foreldra- fundi að efna til sjálfeignarstofn- unarinnar Skóla ísaks Jónssonar, sem hefði það að markmiði að lialda uppi skóla fyrir börn á aldrinum 6 til 8 ára. Var og ákveðið að efna til byggingar skólahúss svo fljótt sem auðið yrði. ■ Á næstu vikum lögðu foreldr- ar fram stofngjöld til sjálfseign- arstofnunarinnar samtals rúmar eitt hundrað þúsund krónur, til þess að reisa skólahúsið. Árið -1952 . fékkgt. . Ájárfe§tinggrley.fi..' Reykjavíkurbær lét skólanum í té ágæta byggingarlóð leigulaust. — Arkitektarnjr Sigurður Guð- mundsson og Eiríkur Einarsson teiknuðu skólahúsið. Ragnar Finnsson, múrarameistari og Indriði Níelsson húsasmíðameist- ari tóku að sér byggingu hússins Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri. vorið 1953. Jóhannes Zoega verk- fræðingur teiknaði hitalagnir og ákvað einangrun hússins. Sigur- jón Fjeldsted pípulagningameist- ari sá um miðstöðvarlögn og vatnsveitu. Jóhann Rönning og Baldur Skarphéðinsson rafvirki önnuðust raflögn. Málun önnuð- ust Jón Ágústsson og Sveinn Tómasson málarameistarar, en frú Kristín Guðmundsdóttir réði litavali innanhúss af mikilii smekkvísi og gaf hún skólanum fyrirhöfn sína. — Friðrik Þor- steinsson húsgagnasmíðameistari og Trésmiðjan h.f. önnúðust smíði húsgagna. Við viljum þakka menntamála- ráðherra og fræðsjumálastjóra, borgarstjóra og bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir margháttaða fyrirgreiðslu fyrr og síðar. Skólinn er nú kominn upp og kostar með kennsluáhöldum um kr. 1.450.000,00. Á sumardaginn fyrsta 1953 var byrjað að grafa fyrir grunni hússins. Að lokum sagði Sveinn Bene- diktsson: — Við foreldrar, er átt höfum og eigum börn í Skóla ísaks Jónssonar, fögnum því, að skóla- húsið er nú risið af grunni og að hér er ekki tjaldað til einn- ar nætur, heldur búið í haginn fyrir framtíðina. Þá er vel ef þessi bygging stuðl ar að því að kennsla fyrir yngstu nemendurna haldi áfram í anda ísaks Jónssonar og samkennara hans meðan þeirra nýtur við og síðan löngu eftir þeirra daga. Að lokum óska ég þess að sú kennsla, sem hér fer fram og sá skólabragur, sem hér ríkir, megi verða öðrum til fyrirmynd- ar eins og aðferð Isaks Jónsson- ar við lestrarkennsluna. Bið ég svo skólanum blessun- ar í nútíð og framtíð, RÆÐA ISAKS JONSSONAR SKÓLASTJÓRA Næstur tók til máls Isak Jóns- son skólastjóri. Hann þakkaði Sveini Benediktssyni hlýleg um- mæli. Sagðist hann vilja rifja upp það, sem ejnu sinni var, til þess að mönnum skildist hvað orðið hefði í skólamáli þessu. Hann kvaðst hafa byrjað starf sitt við kennslu smabarna strax eftir heimkomuna úr fyrstu náms ferð sjnni til Norðurlanda árið 1926 hjá þeim hjónum Ingvari Sigurðssyni skipstj. og konu hans Sigríði Björnsdóttw, sem þá bjuggu í Miðstræti 12. Þessa byrj unartilraun mætti telja mjóan vísi þess sem nú væri orðið. 6 árum síðan fluttist skólinn svo í Grænuborg og var þar til húsa alla tíð þar til s.l. vor, í skjóli Sumargjafar. Óx skólinn hröðum skrefum unz ekfeí var lengur hægt að bæta ncmendum við vegna takmarkaðs húsrýmis. Vorið 1928 stofnaði ísak svo vor- skóla sinn og starfaði hann til ársins 1940 að hernámsyfirvöldin tóku Kennaraskólann til afnota fyrir aðmirála sína, en í því húsi hafði skólinn verið til húsa. Árið 1932 varð ísak kennari við, Kennaraskólann og hefur gegnt því starfi í 23 ár á vori komanda. Hefur hann allan þann tíma bor- ið ábyrgð á stefnu og starfshátt- um æfingakennslu fyrir börn á aldrinum 6—8 'ára í Kennara- skólanum. Árið 1933 samdi hann ásamt Helga Elíassyni fræðslu- málastjóra hina þjóðkunnu les- bók fyrir byrjendur Gagn og gaman. Árið 1946 var svo komið vegna dýrtíðar í landinu að ógerningur var fyrir ísak að reka skóla sinn lengur sem einkaskóla, enda varð stórtap á honum siðustu tvö árin. Hann ákvað því í samráði við konu sína að leggja hann niður. En þar sem þeim fannst þetta ekki vera einkamál þeirra hjóna að öliu leyti, létu þau allmarga foreldra vita um þessa fyrir- ætlun sína. Árangurin var sá, sem fyrr segir, að fundur með foreldrum var haldinn og þar samþykkt stofnun sjálfseignar- stofnunarinnar Skóli ísaks Jóns- sonar. Síðan þakkaði ísak Jónsson skólastjóri Sveini Benediktssyni framkv.stj. og form skólanefnd- ar, sem hefur verið formaður hennar frá upphaíi og Gunnari E. Benediktssyni hrl. varaform. skólan. fyrir sériega óeigingjarnt starf í sambandi við byggingu skólahússins. Einnig minntist hann þess að einn aðalhvatamað- ur þessa skólamáls hefði verið Felix Guðmundsson framkv.stj. sem lézt 1. ágúst 1950. Þakkaði ísak Jónsson skólastjóri. Isak þeim öllum, sem unnið hefðu að byggingu skólahússins og starfað ósleitilega við að koma því upp og minntist þar sérstak- lega á stuðning Bjarna Bene- diktssonr menntamálaráðherra við þetta skólamál. Síðan sagði skólastjórinn: — Um leið og ég þakka ykkur kennurunum ágætt samstarf á undanförnum árum, vil ég eggja ykkur til enn meiri átaka í fram- tíðinni. Dagskipan vor sé: — Heilsum hverjum degi með eftir- væntingu og fögnuði og stefnum að því með störfum vorum, að hvert barn geti numið og starfað sér til þroska, þroska, sem leiðir af. sér einstaklingsheill og þjóð- arhamingju! Að lokum mælti ísak Jónsson: — Ég er ósegjanlega þakklátur fyrir þá aðstöðu, sem mér hefur verið sköpuð til að vinna að hugðarefnum _ mínumt og fýrif Hið nýja skólahús. þann heiður og trúnað, sem mér hefur verið sýndur. Mér hefur sannarlega hlotnast sú hamingja að fá að vinna með góðu fólki. Skóli þessi var eitt sinn einka- mál mitt. Nú er hann það ekki lengur. Segja má, að hann sé með nokkrum hætti orðinn mál kyn- slóðarinnar, og með það fyrir augum mun störfum verða hagað. Ég bið blessunar guðs yfir alla, sem nema og vinna í þessum skóla og fyrir hann, í nútíð og framtíð. RÆÐA BJARNA BENEDIKTS- SONAR MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA Að ræðu ísaks Jónssonar lok- inni talaði Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra. Sagði ráð- herrann að ísak Jónsson hefði minnst á þann mun sem væri á Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra. barnakennslunni nú og áður fyrr hér á landi, já, það væri vissulega mikill munur þar á og þannig væri þetta einnig á ótal fleiri sviðum í íslenzku þjóðlífi á þessu sama árabili. Sjálfsagt hefðu ein- hverjir fleiri séð þá þörf sem var á breyttri smábarnakennslu, en ísak hefði haft þann dug og starfsvilja sem þurft hefði til þess að koma málinu á rekspöl, séð manna bezt þörfina á aukinni starfsemi í kennslu yngstu kyn- slóðarinnar. — Við finnum það bezt, sem átt höfum börn í þess- um skóla að við eigum bágt með að hugsa pkkur uppeldi barna okkar án skóla ísaks eða annars slíks, sagði ráðherrann og bætti því við að beztu meðmælin með skólanum væri það að ef eítt barn úr fjölskyldunni væri sett til náms í honum yrði án veru- legra undantekninga raunin sú, að önnur börn í fjölskyldunni væru einnig send í hann. Það sýndi traust foreldranna til skól- ans, sama væri að segja um ást barnanna á skólanum og sá stuðningur, sem ríkisvaldið og bæjaryfirvöldin hefðu veitt skól- anum. Qg árangur þessa væri þessi fagra og myndarlega bygg- ing, sem hér stæði og yrði börn- um Reykjavíkur til góðs um alla framtíð. Sagðist ráðherrann óska að skólinn starfaði ætíð í þeim anda sem ísak Jónsson hefði mót að hann í og að foreldrar yrðu ísak og kennurum skólans ævin- lega svo þakklátir, sem þeir Jhefðu verið til þessa. Árnaði hann síðan skólanum allra heilla um ókomna da_ga. (Ljósm.: Guðm. Hannesson). RÆÐA GUNNAR THORODD- SEN BORGARSTJÓRA Að lokum tók Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri til máis og mælti nokkur órð. Kvaðst hann Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. vilja þakka ísaki Jónssyni og konu hans, skólanefnd, kennur- um svo og öðrum sem þátt hefðu átt að byggingu þessa góða skóla húss, fyrir hönd bæjarstjórnar. Hann dáðist að dugnaði og atorku þeirra allra og persónulega '.'terí hann skólanum þakklátur eins og allir aðrir þeir, er hefðu átt eða ættu börn í skólanum. Bað borg- arstjóri skólanum gæfu og geng- is um alla daga. Að lokini athöfn þessari seni fór afar virðulega fram var drukkið kaffi og skoðuð sýr ing á ýmiskonar handavinnu barna I skólanum. Skólahúsið og þá um leið sýningin verður opi) til sýnis foreldrum og þeim sem áhuga hafa á að skoða þrð, nú um helgina, kl. 10—12 og li—18. Tíló í Buriiía RANGOON 7. jan. — Tító, mar- skálkur frá Júgóslafíu er í opin- berri heimsókn hér í Burmi •— f samtali við ritstjóra ensk blaðs, sem hér er gefið út, lagði hann á það áherzlu að „friðsamleg sam vera“ þjóða væri eina bjargráðið gagnvart hinu tryllta vígbúnað- arkapphlaupi. I gómltsm húum; - r PARÍS í ian. — f skýrslu, sem lögð var fyrir franska þingið fyr- ir áramótin segir m. a: Meðal- aldur húsa í París er 83 ár. Fjórð- ungur íbúða í borginni skortir rennandi vatn. Áætlað er að 400 þús. Parísarbúa neyðist til þess að búa í einsmanns herbcrgjum á hótelum. f sveitum landsins er meðalald- ur húsa 120 ár. í sveitunum búa 20 milljónir manna, en þriðjung- ur þeirra hefur rennandi vatn í húsum sínum. f nær helming húsa í sveitum Bretagne héraðsins er enn þann dag í dag moldargólf. Fjórðungur hjóna, sem gengu í hjónaband árið 1948, hafa enn ekki fengið húsnæði. Þau búa hjá foreldrum, f hótelherbergjum eða í herbergjum, sem leigð eru með húsgögnum en án eldhúss. Það er þir.gmaður úr efnahags- nefnd þingsins sem lagði fram þessa skýrslm _ _ _ J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.