Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 8. jan. 1955 Dr. Benjamín Eiríksson: KAUPGJALDSMÁLIN OG ÞJÓÐIN HIÐ NYJA ASTAND Þau tvö tilfelli, sem rædd hafa verið hér að framan (samningar við einstakt fyrirtæki og samn- ingar fyrir heila atvinnugrein), eru ennþá nokkuð algeng, eink- um hið síðara. En þriðja tilfell- íð, sem ég mun nú koma að, hef- ur haft mesta þýðinguna nú í hálfan anr.on áratug. Þetta eru samningar, sem ákveða í einu kaupgjaldið fyrir flesta launþega í landinu, og jafnvel um leið tekjur annarra stétta, eins og t. d. bænda. Mun ég hér á eftir nefna slíka samninga allsherjarsamn- inga. Það dæmi, sem liggur næst, er kaupgjaldsbarátta Dagsbrúnar í Reykjavík. Samningar milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda- samtakanna ákveða laun al- mennra verkamanna í Reykjavík. Almenn breyting á kaupgjaldi samkvæmt þessum samningum þýðir svo til alltaf svipaða breyt- ingu á kaupgjaldssamningum allra verkalýðsfélaga í landinu. Ennfremur þýðir hún tilsvarandi breytingu á kaupgjaldi alls starfsfólks í landinu, þ. á. m opinberra starfsmanna, og að lokum á peningatekjum bænda. Venjulegast er svo opinberum styrkjum breytt fljótlega til samræmis. í stuttu máli, verðlag- ið í landinu breytist í svipuðu hlutfalli, og — að öðru óbreyttu — peningatekjur manna. Kaup- greiðslur til allra samkvæmt vísitölu reka svo smiðshöggið á fyrirkomulagið. I rá þessu eru samt þrjár und- antekningar: 1) fob-verð inn- fluttra vara helst óbreytt; 2) þeir launþegar, sem vinna fyrir hlut í útflutningsframleiðslunni hafa óbreytt kjör. Það eru jafnvel fullar líkur íyrir því, að hlutur þeirra minnki, þar sem kostnað- urinn, sem leggst á framleiðsluna innanlands (fiskverkun, keyrsla o. s. frv.), hækkar allur. Minna verður þá eftir handa þeim, ;:em framleiða „hráefnið"; hér rekast því á hagsmunir sjómanna og verkamanna; 3) verðlag erlendis á útflutningsvörum þjóðarinnar er óbreytt Með hækkun af þessu tagi ætl- ar meginhluti þjóðarinnar að skammta sér hærri tekjur í pen- ingum en áður. Verði þessar auknu tekjur teknar af atvinnu- rekendagróða, þá fer fram til- flutningur tekna frá atvinnu- rekendum tii launþeganna. (Jt af fyrir sig þarf heildareftirspurnin eftir vöru og þjónustu innan- lands ekki að aukast. En skipt- ing eftirspurnarinnar breytist: launþegarnir kaupa hlutfallslega meira af neyzluvöru en atvinnu- rekendurnir; atvinnurekendurn- ir kaupa minna af nýjum atvinnu tækjum og hafa minna fé til við- halds og endurnýjunar. Heildar- eftirspurnin eftir innfluttri vöru þarf ekki að aukast, ef þannig er í pottinn búið, þótt samsetn- ingin breytist. En ef þetta er ekki hægt? Ef atvinnuvegirnir eru þegar reknir með styrkjum, hvað þar Ja, þá er það mál, sem marg- oft hefur verið rætt opinberlega. Atvinnuvegunum er haldið í horfinu til þess að koma í veg fyrir almennt atvinnuieysi, með lánum eða styrkjum, sem fyrr eða síðar koma að greiðast með ný- myndun peninga og hafa dýrtíð- armyndandi áhrif. Þjóðin í heild skammtar sér stærri peninga- tekjur en sem svarar til þess verðmætis, sern hún framieiðir. Afleiðingarnar þekkja allir. Þær eru: greiðsluhalli við útlönd, vöruskortur, svartur markaður, sparifjármyndun minnkar eða jafnvel hættir, rekstrarhalli verð- ur hjá ríkinu og síðast gengis- lækkun eða niðurfærsla kaup- gjalds og verðlags. Hlýtur ekki einhver að spyrja: Hvers vegna er farið af stað í fyrsta lagi, fyrst þetta eru afleiðingarnar? Og all- ir þekkja þær af eigin reynslu. HVERS VEGNA ENGAR KJARABÆTUR? Ef til vill er rétt að ræða nánar þá spurningu, hvers vegna laun- þegi, sem fær 5% hækkun á kaup gjaldi við almenna launahækkun í landinu, fái engar kjarabætur — og ef nokkrar, þá hvers vegna skammvinnar. Ve^ður reynt að svara fyrri spurningunni í stuttu máli, en síðari spurningin hefur verið rædd áður. Svarið er í höfuðatriðum það, að 5% hækkun bætir ekki að- stöðu launþegans, þar sem það sem hann kaupir hækkar einnig í flestum tilfellum svipað, þ. e. 5%. Bakarinn, sem fær 5% hækk- un, þarf nú að greiða skóaranum hærra verð en áður fyrir hans þjónustu, því skóarinn fær líka 5% hækkun. Báðir þurfa þeir að greiða trésmiðnum hærra, og svo koll af kolli. Launþegarnir taka hver af öðrum hækkunina, sem þeir fengu annað hvort beint, þegar þeir selja þjónustu, eða með hærra verði á vörunni, þeg- ar þeir eru verkamenn, sem fram leiða vöru fyrir innlendan mark- að. Þeir einu, sem ekki geta þetta, eru þeir aðilar, sem taka hlut sinn af vöru, sem framleidd er fyrir erlendan markað. En sú framleiðsla er í flestum aðalatrið- um undirstaða allra atvinnu- veganna. Hún ein verður að bera hina nýju byrði, nema styrkir komi til. í rauninni má orða allar þessar röksemdir í stuttu máli þannig: íslenzka þjóðin getur ekki bætt kjör sín á þann hátt, að menn taki upp þann sig að greiða hver öðrum allar fjárhæðir með 5% álagi. Væri aðferðin fær, hefði hún þegar gert allar þjóðir ríkar. Allsherjarsamningar ákveða ekki hið raunverulega kaupgjald, heldur hið almenna verðlag í landinu, þar með framleiðslu- kostnaðinn, og því gengið á krón- unni. fjárinnstæðna í bönkum og spari- sjóðum á sama tíma. Árleg aukning í milljónum króna Mótvirðissjóðurinn Sparifé 1949 9 31 1950 91 16 1951 153 16 1952 65 93 1953 99 179 1954 jan.-sept 7 155 SPARIFEÐ OG frAmfarirnar Árið 1950 gáfu Alþýðusam- bandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja út álit samstarfs- nefndar þessara samtaka um áhrif gengislækkunarlaganna á kjör launþega og fleira. í nefnd- inni áttu sæti þeir Jónas Haralz, Kristinn Gunnarsson, Guðjón B. Baldvinsson og Magnús Ástmars- son. Meðal niðurstaðnanna var eftirfarandi- „í stutti: máli má segja, að eins og viðhorfið er nú í íslenzku þjóðfélagi, séu almennar kaup hækkanir ekki vænleg leið til kjarabótafyrir launþega. Það sem mestu ræður um slíkar kjara- bætur, eru tæknilegar, stjórn- málalegar^og félagslegar aðstæð- ur, sem launþegasamtökin aðeins geta haft óbein áhrif á. Miklar almennar kauphækkanir hafa einnig í för með sér alvarlegar truflanir á sturfsemi efnahags- lífsins og síaukna verðmætis- rýrnun sparifjár, afleiðingar, sem launþegasamtökin geta ekki látið hjá iíða að taka tillit til, er þau marka stefnu sína“. Fjórmenningarnir sögðu því, að rýrnun peningagildisins hefði alvarlegar afleiðingar, sem laun- þegasamtökin gætu ekki látið sér í léttu rúmi liggja. En frá 1950 til 1952 hækkaði hið almenna kaupgjald í landinu um kringum 60%. Síðan hefur það að mestu staðið í stað. Hinsvegar hafa tekjur verkamanna mikið aukizt vegna aukinnar atvinnu. Eftirfarandi tafla sýnir aukn- ingu Mótvirðissjóðsins frá ári til árs, ennfremur aukningu spari Lán frá Marshallstofnuninni eru ekki tekin með, né önnur erlend lán. Síðari grein Af tölunum er augljóst, að aukning rjparifjárins seinustu 2—3 áriii hefur komið 1 stað Marshall fjárins, og á að sjálf- sögðu mikinn þátt í hinum miklu framkvæmdum, sem nú standa yfir. Þann tírna, sem lítið sem ekk- ert sparifé myndaðist, er aug- ljóst að peningastofnanirnar höfðu lítið sem ekkert nýtt fé til þess að lána til verklegra framkvæmda. Má segja að fé Marshallstofnunarinnar hafi kom ið í skarðið. Sá erlendi styrkur hætti fyrrí hluta árs 1953. En í staðinn nefur komið aukinn sparnaður landsmanna sjálfra. Aukning sparifjárins er mikið hagsmunamál almennings •— einkum æskunni. Ný atvinnu- tæki þarf til þess að veita henni aukna atvinnumöguleika, og þau verða ekki keypt nema fyrir nýtt fjármagn. Unga fólkið, sem stofn- ar heimili, þarf húsnæði. Þetta nýja húsnæði verður heldur ekki byggt nema fyrir nýtt fjármagn. En til þess að menn vilji leggja fyrir sparifé, þarf traust á pen- ingunum að vera til staðar. Við höfum séð hvað gerðist á dýrtíð- artímunum. Sþarifjármyndunin hætti að mestu (sjá töfluna). En sparifjármyndunin er fyrst og fremst hagsmunamál æskunnar, eins og áður segir. Á sparifjár- mynduninni velta verklegar fram farir, atvinna og efnahagslegt sjálfstæði í framtíðinni. Það er því ekki ofságt, að málið komi launþegunum við. SKULDARAR Rýrnun peningagildisins rask- ar innihaldi allra samninga milli lánveitenda og lántaka. Skuld- ararnir þurfa ekki lengur að standa við þær skuldbindingar, sem þeir hafa samið um. Þeir endurgreiða minni verðmæti en þeir fengu að láni. Eigendur fjárins, sparifjáreigendur jafnt og aðrir, bíða tilsvarandi tjón. Trúin á gildi peninganna minnk- ar. Þetta eru verstu afleiðingar hennar, og þær eru mikið tjón fyrir launþegana. Það eru fyrst og fremst skuld- ararnir, sem hafa hag af hækkun verðlagsins. Þótt erfitt sé að finna tilfelli, þar sem launþeg- arnir hafi hag af almennum kauphækkunum (nema um sé að ræða verðbólguskrúfu af völdum yfirvaldanna), þá er enginn vandi að sjá það, að allir skuld- arar hafa mikinn hag af þeim. EIGNARÉTTURINN OG PENINGAGILDIÐ Ein lofsverðasta viðleitni hvers manns er sú, að búa sig og sína undir að ráða við erfiðleika, sem framtíðin alltaf ber í skauti sínu, t. d. sjúkdóma, atvinnuleysi og elli, svo eitthvað sé nefnt. Þetta tekur á sig ýmsar myndir. Ein er söfnun verðmæta, spörun. En ■verðmætin geymast síðan sem hús, mannvirki og framleiðslu- tæki. Fátækt hinna fátæku þjóða stafar fyrst og fremst af því að hvötin til að geyma til morgun- dagsins er veik. Eignaréttur ein- staklingsins, umráðarétturinn fyr ir því sem hann geymir til fram- tíðarinnar, hefur því geysilega þýðingu. Hann tryggir, hann hvetur. Hans vegna fást menn oft til þess að leggja hart að sér andlega og líkamlega. Eignin er trygging gegn óvissum framtíð- arinnar, og umráðarétturinn hvatning til þess að leggja að sér í öflunarskyni. Þar sem margir leggja fyrir peninga eða peningavcrðmæti er sífelld rýrnun þessara verðmæta eitur, sem etur þá trú og það traust, sem eru rætur þess meiðs sem ber uppi framfarir í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Siðgæði þjóða eins . og Þjóðverja og Frakka hefur biðið mikið tjón við slíka þróun Örvænting milli stétta Þýzkalands yfir eyðilegg- ingu verðmæta sem safnast hef- ir verið í skjóli viðurkenndra þjóðfélagsdjggða átti ríkan þátt í valdatöku Hitlers. Vilji þjóðin komast hjá langvarandi ömur- legu öngþveiti á sviði efnahags- mála og stjórnmála, hlýtur sífelld rj'rnun á gildi peninganna að eiða til gagnráðstafana. ÓHAGSTÆÐIR KAUPGJALDSSAMNINGAR Með allsherjarsamningum, sem ekkert tillit taka til aðstöðu hinna einstöku atvinnurekenda eða framleiðslugreina, afsala launþegasamtökin sér þýðingar- mestu áhrifunum á skiptingu af- raksturs framleiðslunnar. Og ekki nóg með það. Með því að knýja fram styrkjafyrirkomulag- ið hafa þeir áhrif í þá átt að leysa atvinnurekendurna frá hlut verki sínu. Þegar það fyrirkomu- lag er komið á, þá eru atvinnu- rekendunum ráðstafanir til þess að fá meiri styrk jafn gagnlegar og ráðstafanir til þess að afla nýrra tækja, bætt skipulag fram- leiðslunnar, eða leit nýrra mark- aða. Það fara að verða ánöld um það, hvað af þessu gefur mest í aðra hönd. Þá má ekki gleyma áhriíunum á gildi peninganna og efnahagslegar ^ramfarir. Það er hinn mesti misskilningur að halda að verkfall eins og það, sem for- maður Dagsbrúnar boðaði nýlega í blöðunum, sé í eðli sínu verk- fall gegn atvinnurekendunum. Það er fyrst og fremst verkfall gegn þjóðinni, en launþegarnir eru yfirgnæfandi meiri hluti hennar. STEFNAN í KAUPGJALDS- MÁLUNUM Eina leiðin til þess, að kaup- gjaldssamningar ákveði í raun og vera hvað launþeginn ber úr býtum er sú, að þeir miðist við aðstöðu atvinnurekandans (eða atvinnurekendanna, þegar um heila framleiðslugrein er að ræða). Vilii launþegasamtökin í heild hafa áhrif í þá átt að sann- gjarnt hlutfall sé milli kaup- gjalds í hinum einstöku atvinnu- greinum, þá þurfa þau að gæta þess að þau félög, sem sterkasta hali aðstöðuna, misnoti hana ekki gegn hinum veikari, t. d. land- verkamenn og farmenn gegn þeim, sem stunda fiskveiðar. Verkalýðsfélögin geta ekki ákveð ið hin almennu lífskjör. í okkar þjóðfélagi ráða tæknilegar að- stæður framleiðslunnar, sem aðal lega eru háðar myndun nýs fjár- magns, og erlendir markaðir, mestu um lífskjör. KAUPGJ ALDSBARÁTTA — VALDABARÁTTA Af framansögðu ætti að vera augljóst, að það er eitthvað ann- að en hagsmunir launþeganna, sem valda hinum víðtæku verk- föllum til þess að knýja fram almennar brevtingar á kaup- gjaldi, og þeirri óreiðu í efna- hagsmálum, sem siglir í kjölfar- ið, því ekki dettur mér annað í hug en að flestir sæmilega viti bornir menn hafi fyrir löngu síð- an komið auga á flestar þær stað- reyndir, sem ég hef minnzt á. Með hinni almennu launabaráttu eru launþegarnir ekki að berjast fyrir sínum hagsmunum. Hinn smávægilegi vinningur augna- bliksins er étinn upp margfalt, þegar frá líður af hinum skað- samlegu afleiðingum. Hvað er það þá, sem gerir að launþegarn- ir berjast tyrir samningum, sem ákveða lítið um þau atriði, sem launþegarnir halda sig vera að semja um og vilja fá fram, samn- ingum sem oft eru beinlínis and- stæðir raunverulegum hagsmun- um þeirra? Hér kemur aftur það, sem minnzt var á í upphafi þess- ara skrifa. Ekki er allt sem sýn- ist. í launþegasamtökunum geisar linnulítil styrjöld um völd yfir þeim. Eðli hinnar einkennilegu kaupgjaldsbaráttu, sem hér hefur verið rædd, verður bezt skýrð með henni. Hvernig á að ná und- ir sig forystu frá keppinautun- um, nema einhver sé baráttan? Hvernig á annars að safna liði og fylgi, velja aðstoðarforingja o. s. frv.? Hvernig á að skapa sér fylgilið og flokk í samtökun- um án einhverrar baráttu, sem fær fólkið til að skipta sér, sem skilur hafrana frá sauðunum? Frá þessu sjónarmiði verður stefnan í kaupgjaldsmálunum skilin og skynsamleg. Þessi teg- und kaupgj aldsbaráttu hættir því ekki fyrr en hin pólitíska valdabarátta innan verkalýðs- félaganna hættir. En það verður ekki fyrr en launþegar þeir, sem \:lja að launþegasamtökin séu 1.agsmunasamtök þeirra sjálfra, fá yfirhöndina innan þeirra. SAMRÆMING UM LAND ALLT Mér virðist rétt að skilja ekki við þetta mál án þess að minn- ast á aðra hlið á stefnu Alþýðu- sambandsins í kaupgjaldsmálun- um, sem minna er gaumur gef- inn, en það er sú stefna að koma á sama kaupgjaldi um land allt. Eg tel að þessi stefna sé ein af höfuðorsökunum til þess að fólk- ið hefur streymt til Reykjavíkur. Aðstaða til atvinnureksturs er óvíða jafn hagstæð og í Reykja- vík. Höfnin, iðnaðurinn, verzlun- in og greiðar samgöngur, allt er þetta mest og bezt í Reykjavík. Þó er ýmislegt úti á landi, sem gerir að atvinnurekendur vilja stundum eins vera þar með fyr- irtæki sín, einkuín útgerðarfyr- irtæki. Lægra kaupgjald hefur verið eitt.af þessu. Launþegarnir hafa sætt sig við þetta. Búseta í þorpi úti á landi er á ýmsan hátt ódýrari en í Reykjavík, t. d. hin daglegu ferðalög, klæðnaður, einkum barna, o. s. frv. Og stundum hafa daglaunamenn úti á landi smávegis tekjur af sjálf- stæðri framleiðslu eða starfsemi, sem ekki verður komið við í Reykjavík. Þeir geta haft kýr og kindur, kálgarða og stundað sjó- sókn. Þetta. ásamt því að menn una sér oft bezt í því byggðar- lagi, þar sem þeir slíta barns- skónum, nægir oftast til þess að menn sitji um kyrrt. En þegar kaupgjaldið er engu hærra í Reykjavík en annars staðar, þá er annað tveggja fyrir hendi fyr- ir atvinnurekandann: að flytja fyrirtækið til Reykjavíkur eða leggja það niður, því borið sam- an við atvirnurekendur þar hef- ur aðstaða hans versnað. Fólkið Framh. a bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.