Morgunblaðið - 08.01.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 08.01.1955, Síða 7
1 Laugardagur 8. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLAHALD í ÓLAFSFIRÐI SEXTIL ARA i DAG, laugardaginn 8. janúar I 1955, minnast Ólafsfirðingar 60 ára skólahalds, þótt heldur meira en 60 ár séu liðin frá byrj- un þess. Það er ekki ætlun mín að rita hér ýtarlega sögu skólans í Ólafsfirði, heldur stikla á stóru og þá geta að . nokkru þeirra manna, sem þar koma mest við sögu. Eins verður hér mest rætt um kauptúnsskólann, en farskól- anum sleppt að mestu. Ólafsfjörður er lítill fjörður, sem skerst inn á milli fjallanna vestanvert við mynni Eyjafjarð- ar. Hér hófst byggð þegar á landnámsöld og heldur haldizt svo að mestu síðan, þrátt fyrir harðræði útkjálkans og örðug- leika á ýmsum sviðum. Hér hef- ur búið þrautseigt og nægjusamt fólk, hér hefur það háð sina lífs- baráttu, átt sín áhugamál og bar- izt fyrir þeim og sigrað. Fyrir 60 árum fámennt byggðarlag, torf bæir, þar sem kennslan fór fram í þröngum baðstofum. Nú snotur kaupstaður, góð húsakynni og glæsilegt skólahús. ★ Ekki gat hjá því farið að þegar barnaskólahald byrjaði á Akur- eýri (1871) og Siglufirði (1883), vaknaði áhugi hjá fólki í sveitun- um við Eyjafjörð um að koma á fót barnafræðslu hjá sér. Þannig fór það hér í Ólafsfirði. Þrátt fyrir harðindin, sem hér voru á árunum 1880—90 voru hér uppi raddir um að reyna bæri að veita börnunum meiri fræðslu, en heimilin gátu látið í té. Þar kom, haustið 1893, að tveir helztu menn sveitarinnar, sr. Emil Guð- mundsson, sóknarprestur- á Kvía- bekk og Ásgrímur Guðmundsson, bóndi og oddviti á Þóroddsstöð- um, boðuðu til fundar í því skyni að koma á farkennslu í sveitinni néesta vetur og var það samþykkt í einu hljóði. Einnig var sam- þykkt að kennsla færi fram á fimm bæjum í sveitinni og börn af næstu bæium gengju til skól- ans eftir hentugleikum. Kennari var ráðinn Gisli Gestsson, ættað- ur úr Svarfaðardal, gagnfræð- ingur frá Möðruvallaskóla 1891. Hóf hann kennslu snemma á ár- inu 1894 og kenndi í 3 mánuði og svipaðan tima eftir áramót 1895, en gaf svo ekki kost á sér lengur. Veturinn 1896 kenndi hér Hart- mann Ásgrímsson (gagnfr. 1895). Hann var hér aðeins þennan eina vetur, gerðist síðar (1898) kaupmaður í Kolkuósi og bjó þar til æviloka. Eftir þetta féll kennsla niður í sveitinni til ársins 1909 og stafaði það af því að vegna fátæktar fólksins sá hreppsnefndin ekki fært að kosta skólahald á tveim- ur stöðum, en að sjálfsögðu var börnum úr framsveit og Kleifum heimilt að nota kauptúnsskólann eftir föngum. Á árunum 1909—21 var kennt á Kvíabekk 1—3 mán- uði á hverjum vetri, en frá 1921 —39 á ýmsum stöðum í sveitinni og á Kleifum. 1940 var byggt lítið skólahús við Hringverskot og kennt þar og á Kléifum til vorsins 1950 að' skólahald hætti í framsveitinni. Eftir það hafði sveitarkennarinn aðsetur á ICleif um til vorsms 1954 Nú er ekk- ert skólahaid í sveitinni eða á Kleifum, éll bö^n sækja kaup- staðarskólann. ★ Árið 1897 sezt að hér í Ólafs- firði Páll Bergsson frá Atlastöð- ub í Svarfaðardal. Þessi maður J setti, ásamt konu sinni, Svan- hildi Jörundsdóttur, sinn svip á menningar- og framfarasögu Ólafsfjarðar næstu 19 ár. Páll var gagnfræðingur frá Möðru- eftir Rögnvald Mölier Grímur Grímsson störf að útvegs- og verzlunar- málum. Vildi byrja á verzlun og smáútgerð í fæðingarsveit minni, Svarfaðardal, en var bægt burtu, ekki sjálfs mln vegna, heldur af þeirri hættu, er af því gæti leitt, að sveitaverzlun væri stofnuð. Þá var talið hættulegt að gerá mönnum of auðveld kaup á vör- um. Þá flutti ég til Ólafsfjarðar 1897 og byrjaði þar útgerð og verzlun. Þótti þetta dirfska hin mesta af efnalausum skóladreng og Ólafsfjörður þá álitinn sú mesta harðindasveit, sem ekki Sigursleinn Magnússon var honum samhent í framfara- málum og skörungur mikill. Kenndi Páll svo þarna í húsi sinu veturna 1897—98 og 1898—99 3—4 mánuði alls. Ásamt sr. Emil Guðmundssyni kom Páll því til leiðar, að sumarið 1899 var reist fyrsta skólahúsið í kauptúninu. Var það ein kennslustofa, en 1905 var önnur kennslustofa bvggð við það, og þá einnig bætt við öðrum kennara. Veturna 1900 og 1901, eftir ára- mót kenndi hér Jón Bergsson, bróðir Páls, gagnfræðingur 1899. Hann kenndi hér einnig 1903—06 starfi síðan til vorsins 1934 að hann lét af störfum vegna heyrn- ardeyfu. Auk þess gegndi hann ýmsum störfum f-yrir sveit sína, sem ekki verða talin hér. Hann var kvæntur Bjarnveigu Helga- dóttur frá Gili í Fljótum, mestu myndarkonu, og var heimili þeirra rómað fyrir þrifnað og myndarskap. Þau eignuðust einn son, sem dó ungur, en ólu síðar upp tvö fósturbörn. Grímur and- aðist 21. nóvember 1954. ★ Grímur Grímsson var mikill að vallarsýn og snyrtilegur og myndarlegur í allri framgöngu. Þekkingarþorsti hans var mikill og þekkingu sína jók hann stöð- ugt með lestri góðra bóka og fræðirita. Hann las mikið og las vel. Ég sá hann oft leggja frá sér bók og hugsa lengi efni þess, sem hann var að lesa, áður en hann hélt lestrinum áfram. Torskilin orð skrifaði hann hjá sér og leit- aði þeirra siðan í orðabókum. Þekking hans var fjölbreytt. Ilann var ágætur stærðfræðing- ur, sögufróður með ágætum og hafði yndi af heimspeki. íslenzku maður var hann mikill og talaði og ritaði gott mál. Einnig var hann vel að sér í Norðurlanda- málum og ensku. Mun hafa verið leitun að jafnvel menntuðum manni í kennarastétt á þeim tíma og Grímur var, og honum var kappsmál að lertda ekki í kyrr- stöðu. Árið 1913 kom hann sinum litlu eignum í peninga og fór til Noregs. Dvaldi hann þar í 8 mán- s v< «« væri lífvænlegt í, og var þá fyrir nokkrum árum nærri því að fara í eyði af harðrétti og úrræða- leysi. En tilraun þessi heppnað- ist vel. Ég starfaði þar nokkuð að verzlun, en einkum að útgerð — auk þess sem ég var hlaðinn — ofhlaðinn — af sveitarstjórn- armálum. Eftir fá ár varð Ólafsfjörður ein bezta útgerðarstöð í Eyja- fjarðarsýslu, einkum eftir að vél- bátaútvegur byrjaði 1905, og sima lina var lögð þangað 1908 (2 ár- um fyrr en Siglufjörður fékk síma). Þegar ég fluttist frá Ólafsfirði 1916 hofðu á þessum 19 árum 10-faldast innansveitareignir, en útfluttar ársafurðir 30-faldaSt —. (Lesb. Morgunbl. 23. tbl. 1943). ★ Enginn vafi er á því, að dugn- aður og hagsýni Páls Bergsson- ar var mikil lyftistöng fvrir Ól- afsfjörð, enda er þeirra hjóna jafnan minnst með hlýhug og þakklæti. Afskipti Páls af skólamálum Ólafsfjarðar hófust þegar haust- ið 1897. Hann hafði mikinn áhuga á því að stofna hér fastan barnaskóla, en hér var við ram- an reip að draga, því að fátækt völlum 1893. Uni tildrögin að ^ var hér mikil, og svo sú trú hjá flutningi Páls til Ólafsfjarðar og i sumum, að bókalærdómur væri dvöl hans hér, tek ég mér það ekki til nota. Páll gaf þá kost á bessaleyfi að taka upp kafla úr blaðagrein eftir hann, en þar mun ekkert ofmælt: sér sem kennara pg auk þess lán- aði hann eina stofu af sinu litla húsnæði tij skólahalds. Naut „Ég lenti, einn af mörgum, þar , hann í þessp sem öðru aðstoðar sem umbóta var mest þörf, við sinnar ágætu konu, sem jafnan Nýi barnaskólinn í Ólafsfirði. og 1913—15. 1902 kertndi hér Gísli Jóhannesson, gagnfræðingur 1900. Var hann fyrsti maður héð- an, sem Stundaði nám í Möðru- vallaskóla. ★ Þegar Jón Bergsson flutti héð- an 1900 vantaði hingað kennara eða skólastjóra. Féll það i hlut Páls Bergssonar sem hrepps- nefndaroddvita að sjá um útveg- Un hans. (Það var í verkahring oddvita á þessum tíma eða þar til fræðslulögin gengu í gildi 1907. Páll var svo form. skóla- nefndar 1908—16) Til starfans réðist Grimur Grímsson, sem síðan var hér skólastjóri í 28 ár. Ég vil minnast Grims hér með nokkrum orðum, þótt þau verði fátæklegri en skyldi. Grímur Grimsson var fæddur í Stórholti í Fljótum 15. janúar 1882. Foreldrar hans voru (Srím- ur Björnssoh, Þorleifssonar bónda í Vik í Héðinsfirði, og Ásta Gisladóttir, ættuð úr Skaga- firði. Árið 1888 fluttist hann með foreldrum sinum að Möðruvöll- um í Héðinsfirði og ólst þar upp til aldamótanna, er hann hélt úr föðurgarði að vinr.a fyrir sér til þess að geta svo komizt til ein- hverra mennta. Vann hann fyrir sér við ýmis störf, en lauk gagn- fræðaprófi ur Möðruvallaskóla (sem þá var flúttur til Akureyr- ar) 1904. Fór síðan í Flensborg- arskólann og laúk kennaraprófi baðan 1903. 3. nóvember það ár hóf har.n störf sem skólastjóri við barnasköiann hér og gegndi því uði í lýðháskólanum í Voss og fór þaðan með lofsamlegum vitn- isburði. Batzt hann vináttu við skólastjórann, Lars Eskeland og hélzt sú vinátta meðan báðir lifðu. Kennsla og skólastjórn fórst Grími vel úr hendi. Hartn var kennari af guðs náð, lipur og umhyggjusamur og mjög laginn að utskýra námsgreinarnar. Hann var elskaður og virt'ur af nemendum sínum, sem minnast hans ætíð með þakklæti og virð- ingu. Eins og áður segir voru kenn- ararnir tveir árið 1905. Það fvrir- komulag hélzt til vorsins 1917. Frá haustinu 1917 til vorsins 1920 og 1921—26 kenndi Grímur Grímsson einn, tvo fyrstu vet- urna einnig í sveitinni, einn mán- uð hvorn vetur. Má geta nærri, hversu mikið starf það hefur ver- ið fyrir einn mann að kenna 50— 60 börnum, en árangurinn varð þó vonum fremri. 1926 var ráð- inn annar kennari og 1929 sá þriðji. Nú eru 6 kennarar við barnaskólann. ★ Þegar Grímur Grímsson lét af skólastjórn tók víð' Sigursteinn Magnússon. Hann er fæddur og uppalinn á Brimnesí í Ólafsfirði. Hann stundaði fyrst nám á Hvammstanga, en var síðan nokkra vetúr kennari i Fljótúm. Fór síðan í Kennaraskólann og var því næst einn vetur i Statens Lærehöjskole í Kanpmannahöfn. Var í tVÖ ár skólastjóri í Sitðavík. Skólastjóri í Olafsfirði síðan. 1934. Hann er kvæntur Ástu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Ós- landshlíð og búa þau á Brimnesi. Sigursteinn hefur verið farsæll skólastjóri. í skólastjóratíð hans hefur starfið orðið umfangs- meira, börnin fleiri en áður, og námsgreinar fleiri. Eins og áður segir var bvggt við skólahúsið 1905. Það hús var svo notað til ársins 1920. en þá var það dæmt ónothæft" vegna kulda og lélegs útbúnaðar. Var þá keypt hús sr. Helga Árnasonar og því breytt í skólahús (2 kennslustoíur) en það hús reynd- ist einnig ófullnægjandi. Árið 1925 var hafin bygging nýs skóla- húss. Var það tvær kennslustof- ur, kennaraherbergi og gangur. Var hvor kennslustofa ætluð fyrir 24 börn, en oftast voru þar fleiri, allt að 30 börn í einu. Önnur kennslustofan var tekin í notkun fyrstu dagana í janúar 1926 en hin síðar á því ári. Skóla- hús þetta var gott það sem það náði, en revndist þegar of lítið. Voru oft miklar umræður um að byggja nýtt skólahús, sem full- nægði kröfum nútímans og væri til frambúðar. Verulegur skriður komst þó ekki á það mál fyrr en eftir 1945, og haustið 1950 var nýtt skólahús tekið í notkun. í því eru 6 kennslustofur, 3 á hvorri hæð, smíðastofa, eldhús, kennarastofa, skólastjórastofa, •vandaður leikfimissalur, búnings klefar, snyrtiherbergi, gevmslur og lítil íbúð fyrir húsvörð. Allur frágangur hússins er til fyrir- myndar. Húsið er mjög rúmgott og mun það nægja Ólaísfirðing- um fyrst um sinn, en auðvélí er að bæta kennslustofum við það, ef þörf krefur. ★ Ekki verður rakið hér, hvernig kennslu hefur verið hagað á hverjum tíma. Það hefur vitan- lega verið breytilegt, en oftast hefur verið reynt að fvlgja gild- andi námsskrám. Smábarnaskóli hófst hér árið 1930 og var fyrsti smábarnakennarinn Jón J. Þor- steinsson frá Ósbrekku, nú kenn- ari á Akurevri. Smábarnakennsí- an fór oftast fram í leiguhúsnæði við mjög erfið skilyrði. Unglinga- skóli hefur starfað hér öðru hvoru frá 1911 og nú er hér í fyrsta sinn landsprófsdeild í sam- bandi við miðskólann. Á þeásum 60 árum hafa starfað hér margir kennarar, sumir stutt, aðrir lengi. Yfirleitt má segja, að Ólafsfirðingar hafi verið heppnir með kennara sína. Ekki verður rakið hér, hvemir hafa starfað í skólanefndnrn. Skólanefndir gegna mikilvægum störfum og mæðir þá oft mikið á formönnum þeirra, sérstaklega þegar stórmál, svo sem skóla- byggingar eru á döfinni. Lengst hefur núverandi formaður fræðsluráðs, Jóhann J. Kristjáns- sin, héraðslæknir, gegnt for- mannsstörfum og hefur hann unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu skólamálanna. Þessar línur eru orðnar fleiri en ætlazt var til i upphafi, en þó stiklað á stóru og efnið hvergi nærri tæmt. Eg vil að endingu óska barnaskólanum og kaup- staðnum, sem i dag minnist 10 ára afmælis sins, allrar blessunar í framtíðinni. Riig'nvaldur TVTöiipr. , Perón og klrkjan j BUENOS AIRES — Undirbún* ingur jólanna á opinberum vett- [ vangi í Argentmu var að mestu sneyddur trúarlegri viðhöfn. Er það ef til vill bein afleiðing þess i fjandsknpar, er Perón hefir und- I anfarið sýnt kirkjunni. Geysi- stórri jötu er venjulega komið , fyrir á einu> aðaitOrgi Buenos Airés. en ekki var það gert bessi jól. Hvorki einkaútvarpsstöðvar eða rikisútvarpið spiluðu sálma eða önnur trúarlög svo að neinu næmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.