Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. jan. 1955 MORGVNBLAÐÍB 31 954 Annar kaiéasti septembermánuður síðan 1862 — segir Vefyirstofan VETRARMANUÐURNIR, jan- úar—marz voru mildir. — Á flestuni veðurathugnarstöðv- um var tíðarfar talið hagstætt j og sumsstaðar einmuna gott. Janúar var tiltölulega hlýjast- ur, hiti 2*—3° yfir meðallagi. 1 í febrúar og marz var tæplega 1* hlýrra en í meðallagi. Úrkoma var minna en venja er til á Suðvesturlandi, en víð- [ ast annarsstaðar í rúmu með- allagi. M,iög snjólétt var nema siðustu daga febrúar og fram undir niiðjan marz. Sólkins- stundir voru heldur færri en í meðaiári á Akureyri og í Reykjavik. Stormasamt var i ' janúar og febrúar. Vormánuðirnir apnl og maí voru mjög hagstæðir um allt land. Hiti v^ar yfírleitt 1—* yfir meðallagi. Úrkoma mældist meiri en í meðallagi í apríl en maí var tiltölulega þurrviðrasamur. Sól- far var heldur minna en í meðal- ári. Fyrri hluta júnírnánaðar hélzt góð tíð um allt land, en upp úr miðjum mánuði kólnaði og var þurrklítið víðast hvar. Júli- mánuður var heldur kaldari en í meðallagi og fremur úrkomusam- ur. Aðfaranótt þ. 4. gerði hret á Norðausturlandi og varð jörð Bumsstaðar alhvít. Þ. d. féll mikil úrkoma víða um land og urðu geysilegir vatnavextir og skriðu- föll í Skagafirði. Fyrri hluti ágústmánaðar var kaldur og dimmviðrasamur norðanlands og austan, en um miðjan mánuð gerði þar bezta góðviðris kafla - Beify kvikmyndir sumarsins. Sunnanlands og vest- an var allur mánuðurinn fremur hlýr og víða þurrviðrasamur. Sól- skinsstundir sumarmánuðina júní —ágúst voru 89 færri en í meðal- ári í Reykjavík og 83 færri á Akureyri. -Grem dr.Benjamíns Framh. af bls. <S hrekst síðan brott á eftir. Enda er svo komið að úti á landi haf- I ast ekki við hin stærri útgerðar- j fyrirtæki. Þau, sem þar eru, eru J flest í eigu sveitarfélaganna, sem sett hafa þau á laggirnar til þess að „skapa atvmnu". Hvort svo embættismenn eru hæfari til þess að stjórna atvinnufyrirtækj- unum en menn, sem eiga sjálfir afkomu og eignir undir rekstr- inum, er svo annað mál. 1954 Framh. af hlq. 1 Grace Kelly hlaut við fyrstu atkvæðagreiðsluna níu atkv. sem bezta leikkonan, en tvö atkv. hlaut Eva Marie Saint fyrir leik í myndinni „Á eyrinni". Hver sitt atkv. fengu: Audrey Hepburn („Sabrina"), Ava Gardner („The Barefoot Contessa"), Dorothy McGuire („Three Coins in the Fountain"), June Allyson („The Glenn Miller Story") og Dorothy Dandridge („Carmen Jones"). GRACE KELLY Grace Kelly hlaut 12 atkv. í annarri atkvæðagreiðslunni, en eitt atkv. hlaut þá Judy Garland („A Star is Born") og einnig þær Hepburn, Saint og Allyson. Elia Kazan var úrskurðaður bezti kvikmyndastjórnandi árs- ins, í einni atkvæðagreiðslu, hlaut ellefu atkv. fyrir stjóm sína á kvikmyndinni „Á eyrinni". Þetta er í þriðja skiptið sem Kazan hlýtur þenna heiður, árið 1947 var hann efstur á blaði fyrir Stjórn sína á myndinni „Gentle- man Agreement" og árið 1951 fyrir myndina „Á girndarleiðum'" („A Streetcar named Desire"). „Hlið helvítis" hlaut tíu atkv. í fyrstu atkv. greiðslu sem bezta erlenda myndin, franska gaman- myndin „Leyfisdagar hr. Hulots" („Mr. Hulots Holiday") hlaut fimm atkv. og ítalska kvikmynd- in „Brauð, ást og draumar" hlaut eitt atkv. í annarri atkvæða- greiðslu hlaut japanska myndin ellefu atkv. en „Leyfisdagar hr. Hulots" fimm atkv. Samkvæmt ameríska kvik- myndablaðinu Variety hafa tekj- ur orðið mestar af eftirtöldum kvikmyndum árið sem leið (mið- að við Bandaríkin og Kanada): White Christmas (hefir verið sýnd í þrjá mánuði, en tekjur af þessari kvikmynd nema nú þegar um 12 millj. dollara), The Caine Mutiny (tekjur 8,7 rnillj. dollar- ar), The Glenn Miller Story (tekjur 7 rrillj dollarar), Egypt- inn (6 mill. dollarar). KALDUR SEPTEMER- MÁNUDUR September var kaldur, hiti um 1°—2* undir meðaliagi. Samkv. hitamælingum frá Akureyri, er þetta. kaldasti septembermánuður þar, frá því að mælingar hófust árið 1882 að september 1918 und anskildum. Norðanl. og austan voru úrkomur tíðar og veðráttan yfirleitt óhagstæð. Fyrstu snjóar féllu þar um 12. sept. en upp úr 24. varð jörð víða alhvít nokkra hríð. Óvenju bjart var sunnan- lands og vestan og hafa aldrei mælst jafn margar sólskinsstund- ir í Reykjavík í september frá því að mælingar hófust 1924. — Sólskin mældist þar 75 stundum lengur en venja er til. Á Akur- eyri naut hinsvegar sólar 31 stundú skemur, en í meðallagi. HAUST OG VETUR Haust og vetrarmánuðurnir hafa ekki verið sérlega storma- samir, nema helzt nóvember. í október var hiti i tæpu meðal-' lagi en nóvember var tiltölulega mildur. Nokkur snjór var í byggð síðari hluta október og fyrri hluta nóvember en víðast snjólitið um mánaðamótin nóv.-des. Frost hafa aldrei verið mjög langvarandi. Fyrstu dagar des. voru mildir en nokkuð frost frá 5.—10. og snjó- koma norðanlands. Síðan voru umhleypingar um hríð og upp úr þeim stuttur frostkafli fyrir jólin. Engin stórveður hafa verið í des- ember. j (Veðuryfirlit frá Veðurstofunni) í Austnrbæjarbíói FIDLUSNILLINGURINN Isaac Stern hélt tónleika í Austurbæj- arbíói 5. og 6. þ.m. fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins. Honum til aðstoðar var hinn snjalli píanóleikari Alexander Zakin. Um þessa tónleika er nægilegt eitt orð, sem segir það sem segja þarf: FuIIkomið. Á tónleikum hjá slíkum snill- ingum fyllist áheyrandinn þeirri kennd þakklætis og hrifningar, þar sem enginn efi kemst að, — og á ekki að komast að. Við þökkum þessum göfugu snillingum komuna og segjum: Getið þið ekki komið fljótt aftur? Vikar. Filmía sýnir „Þrjózka" í dag og á morguii Hefur fengið samhljóða lof kvikmyndagajRrý^enda IDAG kl. 15 og á morgun kl. 13, sýnir Filmía í Tjarnarbíói sænsku kvikmyndina „Þrjózku", eftir Gustav Molander. í ráði hafði verið að sýna gamla sænska mynd eftir Stiller, „Hr. Arnes pengar". en af óviðráðanlegum orsökum var ekki unnt að fá þá mynd hing- að nú. ÞrynM heidur sðngskemmtun HÚSAVÍK, 7. janúar.: — Karla- kórinn Þrymur hélt samsöng í samkomuhúsi Húsavíkur í gær- kvöldi fyrir fullu húsi, við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Á söngskrá voru 12 lög eftir inn- ]_enda og erlenda höfunda. Söng- stjóri kórsins er Sigurður Sig- urjónsson og Eysteinn Sigurjóns- son. FENGIÐ MIKIÐ LOF í staðinn verður að þessu sinni sýnd „Þrjózka" og er hún frá ár- inu 1954. Myndin hefur fengið samhljóða lof kvikmyndagagn- rýnanda, enda er leikstjórinn Gustav Molander, meðal fremstu sænskra leikstjóra. Hann lærði hjá Stiller og skrifaði kvik- myndahandrit myndarinnar. „Hr. Arnes pengar". Þekktustu mynd- Húsvíkmpar feiiiu „hvíf jé!" síðasla jólaefaginii HUSAVIK, 7. janúar: — Alla jóladagana fram á þrettánda, hefur verið veðurblíða hér á Húsavík, og hafa jólaskreytingar sem gerðar hafa verið úti, notið sín mjög vel í góða veðrinu. f gærkvöldi féll svolítill lognsnjór rétt til að hylja jörðina hvítum feldi, síðasta jóladaginn. Eitt af íslenzku varðskipunum kom hér í höfn í gærkveldi rétt fyrir miðnætti, til þess að taka kost og olíu. Kl. 12 í gærkveldi var skotið af skipinu mikið af fallegum flugeldum, sem gáfu mönnum hér góða skemmtun á að horfa. Nutu flugeldarnir sín mjög vel í logninu og hreinviðrinu. Þannig enduðu jólin hér á Húsavík. — Sigurður. Géð tí5 í Borgar- fíleyfileg lyfjosala ircii eys BORGARFIRÐI eystra, 7. janúar: — Fremur mild veðrátta hefur verið hér síðan um áramót. Tals- | verðan snjó setti niður nokkru fyrir jól og tók þá fyrir alla jarð- beit. Milli jóla og nýárs tók snjó- inn unp aftur og er nú aðeins föl á jörð. | Óvenjumikið félagslíf hefur! verið hér í vetur, og þá sérstak- lega síðan á jólum. Hefur verið leikið hár þrisvar sinnum síðan á jólum og 3. janúar var haldin barnaskemmtun sem var mjög vel sótt. I Fólk er nú óðum aS fara héðan í atvinnuieit, og fer það þá helzt til Reykjavíkur, Keflavíkur og einnig til Hornafjarðar. Allmarg- ir fara á vertíð suður. Eru þegar margir farnir og aðrir á förum. Hér í firðinum er yfirleitt enga atvinnu að hafa yfir vetrarmán- uðina og leitar fólk þá venjulega til fjarlægari staða í því skyni. — Ingvar. 112 börn fæddusf á bkmmú sl, ér AKRANESI, 7. janúar: — Síðan sjúkrahús Akraness tók til starfa hefur það æ meir færst í vöxt að konur fæddu börn sin þar. Þykir það margra hluta vegna hentugri aðstaða fyrir sængur- konurnar og einnig hagkvæm- ara fyrir heimilin. Á síðastliðnu ári fæddust 112 börn á Akranesi og flest þeirra á sjúkrahúsinu. Yfir jólahátíðina voru skírð á Akranesi 35 börn. — Oddur. Frá stjórn Apótekarafélags íslands: , IMORGUNBLAÐINU frá 7. jan. er þess getið, að Lyfsalafélag íslands hafi stefnt nokkrum verzlunum fyrir sölu á fjórefn- um, hvítlaukspillum og kössum með hjúkrunarvörum. — í tilefni af þessu vill stjórn Apótekara- félags íslands taka eftirfarandi fram. j Okkur er ekki kunnugt um neitt félag er heiti Lyfsalafélag' islands. Stéttarfélag Apótekara heitir Apótekarafélag íslands. * Það skal tekið fram, til að fyrir- byggja misskilning, að á sínum tíma, áður en félagið var stofn- að, var leitað álits Björns Guð- finnssonar prófessors í íslenzku I um orðin apótek, apótekari ann- ' arsvegar og orðin lyfjabúð og lyfsali hinsvegar. Samkvæmt skriflegu áliti prófessors Björns Guðfinnssonar eru orðin lyfjabúð og lyfsali ekki fullnægjandi yfir hugtakið apótekari og apótek, og því réttara að nota þau orð í íslenzku máli. Hver og einn er selur lyf er lyfsali, t. d. Björn j Jónsson í verzlun Halla Þórarins, sem selur olíukapsla við ýmsum sjúkdómum. Hann getur kallað sig lyfsala þegar hann selur þetta ' lyf, en hann getur ekki kallað sig apótekara, til þess þyrfti hann að hafa háskólapróf. ^ í viðtali blaðsins við kaup- mennina um lyfjasölu þeirra er margt rangfært af skiljaniegum ástæðum. Það sem skeð hefur er það að kærð var hin ólöglega lyfjasala á Sanasol, Adesol, um- búðakössum er innihalda lyf, svo og gelatinköpslum er innihalda olíu til læknin,ga á vissum sjúk- dómum, og verzlún Halla Þór- arins selur sem laukþillur. j í viðtali við kaupmennina kem- ur fram að þeir álíta Sanasol og Adesol aðeins safa ýmissa ávaxta ir Molanders eru „Sweden- hielms", eftir leikriti Strind- bergs, „Intermezzo" með Gösla Ekman og Ingrid Bergman og „Eva og andlitslausa konan". UM MENNTASKÓLA- NEMENDUR í STOKKHÓLMI „Þrjózka" fjallar um mennta- skólanemendur í Stokkhólmi, ástir þeirra og örlög. Aðalhlut- verkin leika tveir yngstu leik- arar Svía, Per Oscarsson og Harriet Anderéson. Bæði eru., þau þekktir leikarar og einkum. hefur Per Oscarsson hlotið mik- ið lof fyrir túlkun sína á Hamlct í Gautaborg í fyrra. „MAN OF ARAM" Þar næsta mynd, sem Filmía sýnir heitir „Man of Aram", eftir Bandaríkjamanninn Robert Fla- herty og verður hún sýnd eftir hálfan mánuð eða dagana 22. og 23. janúar. og jurta, og sé hér aðeins um neyzluvóru að ræða. Væri svo, er ekkert við' það að athuga. En saman við þessa saft er bætt mörgum lyfjum, sem öll eru tek- in upp í lyfjaskrána og apótek- um fyrirskipað að selja eftir ákveðnum reglum. Þessi lyf eru notuð til lækninga á ýmsum sjúkdómum, og er öllum óheim- ilt að selja þau nema apótekur- um. Umbúðakassar þeir sem kært var yfir innihalda meðal annars joðáburð, sárasmyrzli er inni- heldur lyf eins og benzocain, chlorbutol o. fl., og er afgreiðsla slíkra lyfja háð ákvæðum sér- stakra reglugerða. Hvítlaukspillur. — Yfir sölu á hvítlaukspillum hefur aldrei ver- ið kært. En verzlun Halla Þórar- ins var kærð fyrir að selja Knob- lauchölkapsla, sem auglýstir hafa verið sem „Hvítlaukssafi í belgj- um, margra meina bót". Hér er um að ræða olíukapsla sem sam- kvæmt áletrun á umbúðunum eru lyf gegn margskonar sjúk- dómum, svo sem æðakölkun, of háum: blóðþrýstingi, minnisleysi, svefnleysi, magaþyngslum, treg- um hægðum, gyllinæð, gigt o. fb Að endingu viljum við taka fram að samkvæmt íslenzkum lögum eru gerðar strangar kröf- ur til apótekara um allt er varð- ar sölu og meðferð lyfja. Þegar svo kaupmenn, sem enga þekk- ingu hafa á lyfjum, fara að aug- lýsa þau sem neyzluvörur og allra méina bót, er lengra gengið en við teljum að við getum horft aðgerðarlausir á. Að sjálfsögðu stæði öðrum nær að kæra yfir þessu og hafa eftirlit með hinni ólöglegu lyfjasölu, sem á sér ^tað, því það eru talsverð brögð að því að merín fáist við sölu á lyfj- um án þess að hafa þekkingu né rétt til þess. VesfyrEfrépy bandalagið ÞRJÚ af fimmtán ríkjum í hinu væntanlegg Vestur-Evrópu banda lagi hafa staðfest Parísarsamning ana, en það éru Bretland, Nor- egur og ísland. Fulltrúadeildir franska og ítalska þingsins hafa samþykkt staðfestinguna fyrir sitt leyti, staðfesting öldunga-^ deildar ítalíuþings er talin trygg, og öldungadeild franska þingsins fær málið til meðferðai, sennilega í marz. Þýzka þingið (Bundestag) hef- ur samþykkt stefnuna, sem tekin var með gerð Parísarsarnning- anna, en endanleg staðfesting á þeim er ekki að vænta fyrr cn í feorúar. Staðfesting hefir enn ekki ver- ið samþykkt í Bandaríkjunum og Kanada og þessum löndum öðrum: Danmörku, Hoilandi, Belgíu, Luxemburg, Portúgal, Grikklandi og Tyrklandi. Heizti árangur samninganna verður stcfnun 500 þús. >nanna- þýzk hers. Ekki er gert ráð fyrir að herinn verði kominn á lagg- irnar fyrr en í lok árs 1957. irkösl PARIS, 7. jan.: — Þ. 17. janúar hefjast í París samningar Vestur- Evrópu þjóðanna um vígbúnað- armál. Það varð kunnugt í gær, að franska stjórnin ætlar aS» leggja til að stofnað verði sam-»» eiginlegt vígbúnaðarráð Frakka, Breta, Þjóðverja, ítala og Bene- luxlandanna og að ráð þetta fái vald til þess að ákveða í ýmsum greinum hvaða vopn verði fram- leidd til herja þessara landa. Er hér um að ræða nokkurskonar eftirlitsnefnd með vígbúnaði, einkum með vígbúnaði Þjóðverja. Fregnir frá London í kvöld herma að brezka_ stjórnin muni ekki telja sér fært að vera aðili* að vígbúnaðarráði, svipuðu því, sem um getur í tillögum Frakka. Öflyðu vel SANDGERÐI, 7. jam: — Héðan réru níu bátar i gærkvöldi og öfluðu vel. Voru þeir með 5—8 tonn. Þeir munu allir róa í kvöld og nokkrir fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.