Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: NA kaldi, léttskýjað. vvgmiMti 5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1955 Enginn mafur er mjélkinni betri. Sjá grein á bls. 9. Útsvörin é Akureyri áætluð 10,6 millj. kr. Sjálfstæðisfélögin þar ræða fjárhags- áæflun bæjarins n.k. mánudag. AKUREYRI, 7. janúar. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri munu efna til fundar um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1955 n. k. mánudag 10. jan. í Varðborg. Fundurinn hefst kl. 8,30 síðdegis og verða frum- mælendur bæjarfulltrúarnir Helgi Pálsson og Jón G. Sólnes. -— Fundur félaganna um fjárhagsáætlunina hefir ávallt verið fjöl- sóttur á undanförnum árum. Ólafsfjaroarkaupsfaður tiu úra Fjárhagsáætlunin liggur nú fyrir til annarrar umræðu, er haldin verður í byrjun næsta mánaðar. Niðurstöðutölurnar eru 13,6 millj. kr. Hæstu tekjulíðir eru útsvör 10,6 millj., en voru 8,7 millj. kr. í fyrra. Þess ber að gæta að núna hefir bæjarbú- um raunverulega fjölgað við sameiningu Glerárþorps við bæ- inn. Aðrir tekjuliðir eru sem hér segir: Skattar af fasteignum 1527 þús., tekjur af fasteignum 550 þús., endurgreiddir fátækra- styrkir 222 þús. og ýmsar tekjur 687 þús. Gjaldaliðir eru .sem hér segir: Vextir og afborganir af föstum lánum 643,3 þús., sFjórn kaup- Drengiirstafa!!- mikiS ú Yölefum staðarins 946 þús., loggæzla, 455 þús., heilbrigðismál 468,5 þús., grjótmulningur 300 þús., fast- eignir 782 þús., eldvarnir 444 þús., lýðtryggingar og lýðhjálp 1810 þús., framfærsíumál 1140 þús., menntamál 1291 þús., íþróttamál 261.5 þús., til nýbygg- inga 610 þús., til hlutabréfakaupa 750 þús. (hraðfrystihús). — Vignir. uisfjörður ú tíii úx kuupsfuðurnfmæll 60 ára afmæli skólahalds þar sprengju AKRANESI, 7. jan.: — A þrett- ándadagskvöld voru nokkrír drengir af Upp-Skaganum að lcika sér við stjörnuljós og sprengjur á Skagabrautinni. Kemur þá einn þeirra, Jón Vign- ir Ólafsson, sem er 13 ára, til heimilis að Skagabraut 25, með sprengju, sem hann hafði sjálfur búið til. — Kveikti hann í henni, en enginn kom hvellurinn. Laut þá drengurinn niður að sprengj- unni og blés í hana. En í því sprakk hún, og þevttist eldur og ?imyrja upp í andlit drenfísins og í augu. Skemmdist annað augað allmikið og hitt töluvert. Var hann fluttur til læknisaðgerða til Reykjavíkur í morgun. Ætti þetta að vera rækileg að- vörun til barna um að gæta lyllstu varúðar, þegar börn eru að leika sér við eldfima hluti eða sprengjur. — Oddur. Ákran@s!háfar með góSan af!a AKRANESI, 7. jan.: — 16 b^tar voru á sjó héðan í dag. Reru þeir allir kl. 1 í gærkveldi. Afli þeirra var 2—4 lestir á bát. Tog- arinn Keflvíkingur landaði hér í dag 216 lestum af fiski. Fór megnið af fiskinum í herzlu en afgangurinn í frystingu. — Oddur. Isaac Sfarn leikur í Hádtólanum HINN heimsfrægi fiðlusnillingur Isaac Stern, sem hér hefir leikið á vegum Tónlistarfélagins, leikur í dag í hátíðasal Háskólans fyrir háskólakennara, stúdenta og gesti þeirra. Tónleikarnir hefjast kl. 3 e.h. og er aðgangur ókeypis. Um meS 270 lesfir fisks fi! Siglufiarðar STGLUFIRÐI, 7. janúár: — Tog- arinn Elliði kom inn í gærmorgun með 270 lestir af ísíiski, sem fer til herzlu og frystíngar. Togarinn Hafliði, sem strand- aði í vetur, hefir verið til við- gerðar úti í Þýzkalandi að undan förnu. — St. F. Nýr báfur fil F2afeyrar OLAFSFIRÐI, 7. jan.: — A morg un, laugardag verður minnzt hér í Ólafsfirði tíu ára afmælis kaup- staðarins ásamt 60 ára afmæli skólahalds í Ólafsfirði. Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði öðluðust gildi 1. janúar 1945. Aðalástæðan fyrir því að ósk- að var bæjarréttinda var sú, að á árunum frá 1940 hafði verið hafizt handa um mikilvægar framkvæmdir, þar á meðal hafn- argerð, er erfitt reyndist að vinna að nema byggðarlagið fengi meira sjálfsforræði í málum sín- Banaslys í Silfurfúni HAFNARFIRÐI — Um sjöleytið síðd. á fimmtudag varð banaslys í Silfurtúni við Hafnarfjarðar- veg. Lítil telpa, 6 ára gömul, varð þar fyrir vörubíl og beið bana. Var hún dóttir hjónanna Ingi- bjargar Eyjólfsdóttur og Krist- jáns Hanssonar, sem eiga heima að Sveinatungu í Silfurtúni. Slysið varð skammt frá tré- smiðjunni á Silfurtiínsvegi. Ekki er enn fyllilega kunnugt með hvaða hætti slysið varð. Málið er í rannsókn. — G.E. um. Helztu framkvæmdir kaup- staðarins á þessum tíu árum hafa verið hafnargerð og bygging barnaskóla. Fyrsti bæjarstjóri var Þórður Jónsson, frá 1945—48. Síðan hefir Ásgrímur Hartmannsson verið bæjarstjóri. — Fyrsti forseti bæj arstjórnar var Þorsteinn Þor- steinsson, næst Árni Valdimars- son, þá Sigurður Guðjónsson og nú Þorvaldur Þorsteinsson. — J. Ág. (A bls. 7 er grein um 60 ára starf barnaskólans í Ólafsfirði). Hlaul U þús. kr. sskf. DÓMUR í máli franska skipstjór- ans á togaranum Cabillaud B 2398, scm tekinn var í landhelgi s.l. þriðjudag, féll í gær. Var hann dæmdur í 74 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gert upp- tækt. — Skipstjóri áfrýjaði dómn um. NÝJU OSTATEGUNDIRNAR tvær frá Sauðárkróki, smurostbox til vinstri og „kryddostsstykki" til hægri. Tvær' teffMSidir osta mgögf BÍSsrsóttar Hinn svokallaoi smurostisr selzf jafnóðum og hann kemur í verzlanir NÚ FYRIR skömmu kom á markað í Reykjavík tvær nýjar teg- undir mjólkurosta. Er það svonefndur „smurostur" og líkar hann svo vel, að hann stendur vart við í verzlununum. Alls eru þá framleiddir hérlendis 10 tegundir osta, að því er Skúli Ólafsson, forstöðumaður útflutningsdeildar SÍS, skýrði blaðinu frá í gær. 4-12 skipd. á bál KEFLAVÍK, 7. jan.: — 14 bátar reru héðan í gær sinn fyrsta róður á vertíðinni. Var afli þeirra sæmilegur eða frá 4 og upp í 12 skipd., sem Guðm. Þórðarson hafði. — Að öilum líkindum verða gerðir út héðan í vetur um 40 bátar. — Ingvar. í gær var hleypt af stokkunum nýjum bát í skipasmíðastöð Lands- smiðjunnar. Bátur þessi er 40 smálestir að stærð og er smíðaður íyrir Barða h.f. á Flateyri. Var skipinu gefið nafnið Barði. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Ireg mU HAFNARFIRÐI — Fimm bátar voru á sjó héðan í gær, og öfluðu þeir frá 5 og upp í 8 skipp. Þeir róa allir aftur í kvöld og fleiri bætast í hópinn. Enn eru ekki allir bátar tilbúnir að hefja róðra hér, en þeir munu verða 25—30 talsins. Ágúst kom af veiðum í gær með um 180 lestin — G. E; í SMÁUM STÍL ENNÞA Skúli kvað framleiðsluna á smurostinum enn litla eða 4—500 kg á viku hverri. Hann er fram- leiddur hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga en mjólkurbússtjóri þar er Sólberg Þorsteinsson. Smurosturinn er þannig fram- leiddur að blandað er saman mjög nýjum og Vel lageruðum osti. Er þetta malað og hakkað saman og hrært og bætt í það ýmsum bragðbætandi efnum. Má þannig fá ost með margvíslegu bragði. Á þessum tveim tegund- um er nú þegar eru á boðstólum er osturinn í 500 gramma pökk- unum með kryddbragði. Innan skamms mun KEA hefja fram- leiðslu á smurosti og þá mun verða meiri fjölbreytni í ,,osta- bragðinu". FALLEG INNPÖKKUN Pökkunin á smurostinum er til fyrirmyndar. „Mjólkur-smurost- urinn" er í 100 gramma alumín- umdósum. Kosta þær 3,60 í verzl- unum. Er það nokkuð hærra verð en sama magn af venjulegum 45% mjólkurosti en þess ber að gæta að enginn afgangur verður af smurostinum. Á hann kemur engin skorpa og hann harðnar ekki eins og hinir. Nýtist hann því til fulls. AðspUrðúr kvað Skúli að auk- in sala á smurosti drægi ekki frá sölu á öðrum ostategundum. — Kvað hann það reynslu annara þjóða, að sala á smurosti drægi heldur frá sölu á ýmiskonar kjötáleggi. • Hér er um nýung í mjólkur- afurðasölu að ræða, sem vert er að fagna. Hafa Skagfirðingar sýnt að auka má mjög f jölbreytni í tegundum og umbúðum, enda er full þörf á að kynna fslend- ingum fleiri tegundir osta — þessum gómsæta og eftirsótta ,,# mat meðal allra þeirra þjóða e«^ fremstar standa á sviði matvæla- framleiðslu. AKWJETRI 1 » I w w wm i_h "m BM i w ABCDEFGH HZTXJAVÍK ) Akureyri gefur. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.