Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 9. jan. 1955 Alvarlegir ágaltar koma fram í notkun DDT og p enicilÍLns ■jr TPP úr síðustu heimsstyrjöld náðu tvö undraefni mikilli út- . hrciðslu um gervallan heim i bar- áttunni við sjúkdómana. Annað þeirra var skordýraeitrið DDT, sem talið er að hafi viða komið í •veg fyrir að drepsóttir brytust út í stríðshrjáðum löndum, en hitt ■var penisillinið, sem gerði sérlega mikið gagn í styrjöldinni sjálfri, «r það var notað til lækninga á særðum hermönnum. Bæði efnin voru algerar nýj- nngar í læknavísindunum og fyrst í stað áttu menn erfitt með að trúa þeim undrum, sem þau unnu, hvernig penicillinið hindraði bólg- ur og ígerðir og hvernig hægt var a§ útrýma skordýrum með DDT og. sigrast með þeim hætti á malaríu og hvers konar öðrum sjúkdómum, sem berast með skordýrum. Þegar styrjöldinni lauk voru ibæði þessi efni viðurkennd, enda mun nærri hvert mannsbarn nú ikannast við þau. En nú eftir nok'k urra ára reynslu eru aftur teknar' að vakna upp nokkrar efasemdir um gagnsemi þeirra. Og munu læknar nú almennt fara að hvetja menn til að nota þau með meiri varúð en hingað til. Eins og allir vita, eru DDT ag Penicillin gerólík efni. DDT er ó- lífrænt skordýraeitur, en Penicil- lin er lífrænn sveppagróður. Þrátt, fyrir það vill svo undarlega til að vankantar á báðum þessum efnum eru mjög hinir sömu. Cnæmi skordýra •OG SÝKLA Við notkun DDT hefur komið í Ijós að mörg skordýr öðlast ónæmi fyrir eitrinu og sama er að segja við notkun Penicillins, að fjöldi sýkla öðlast smám saman ónæmi gegn sveppunum. Hér er um að ræða algerlega nýtt vandamál, sem vísindin standa enn ráðþrota gegn. Nú, þegai- eftir nokkurra ára notkun, verka efni þessi ekki líkt því eins örugglega eins og í etríðslok. Á þessum tíma hafa að vísu verið fundin upp önnur sterk- ari efni til sömu nota, sem þó eru ! að vísu dýrari í framleiðslu, en margir eru andvígir því að hef ja almenna notkun þeirra vegna þess að bæði skordýr og sýklar muni smám saman verða ofnæm einnig , fyrir þeim nýju efnum. • HÆTTA Á MALARlUFARALDRI Fyrir nokkrn var haldinn fundur Alþjóða Heilhrigðis- málaslofnunarinnar í Róm. Eitt aðalviðfangsefni ráðstefnunnar var hið alvarlega vandamál, að niýflugan sem her malaríuna, er nú óðum tekin að vcrða ó- næm fyrir DDT, Þelta er mjög alvarlegt, cinkum vegna þess að almenningur í Asíulöndum er víða farinn að missa meðfa;tt () eðlilegt niótspvrnuþrek gegn inal.'ir'iuítni. vegna þess að sjúk- dóinnum hefur verið haldið í | skefjum í nokkur ár. Ráðstefnan tók til meðfeiðar í Tieild hvemig hafa mætti hemil á akordýrum sem bera með sér sjúk- dóma. Fjöldi vísindamanna var , þarna saman kominn og gáfu þeir j "Öt fjölda skýrslna, sem sýna að (íagnsemi DDT minnkar óðum. ! TIGGVÆNLEGAR FREGNIR FRÁ ÝMSUM HEIMSHLUTUM Augljósasta dæmið um þetta er húsflugan venjulega, sem nú er yfirleitt í öllum hlutum heims orð- in ónæm fyrir DDT og hún er einnig að verða ónæm fyrir ýmsu öðru sterkara skordýraeitri. S. W. Simmons fulltrúi banda- ríska heilbrigðisráðuneytisins: skýrði frá því að 35 mismunandii togiundir skordýra í Bandaríkjun-j um, sem geta borið sjúkdóma, eru' orðnar ónæmar fyrir DDT, meðal skordýra þessara eru lúsin, flóinj kakkalakkinn. í skýrslu frá Brázilíu er sagt að helztu mý- fUig-nategundirnar sem bera mala- Skordýr og sýklar verfe éiiæsn fyrir þessvni undraefsium Alexander Fleming, brezki vís- indamaðurinn, «em fann upp penicillin.. Sjálfur hefur hann nú viðurkennt að margir sýklar eru orðnir ónæmir fyrir undraefninu. ríu, séu enn móttækilegar fyrir DDT, nokkrar náskyldar tegundir eru þó þegar byrjaðar að verða ó- næmar. í Colombo á Ceylon eru flær og blóðmaurar orðin ónæm og í frönsku Guineu kakkalakkar, maurar og flær. 1 Egyptalandi er fjöldi mein-; dýra orðinn ónæmur og þegar sterkari skordýraeitur voru tekin í notkun (BHC og Chlordane), urðu flugur einnig ónæmar fyrir þeim eftir eitt ár. Þá var að ‘lokum skýrt 'frá því, að á sjálfri Ílalíu, þar sem skordýraeitrið DDT vann sinn fyrsta fræga sigur í hardögun- um 1943 og eftir frelsun ftalíu, sé almenningur nú smám sam- an að gefast upp á notkun þess! og taki hann nú upp að nýju hinar gömlu aðferðir til útrým- ingar skordýrum. ANTIBÍÓTÍSK EFNI Árið 1945 voru framleiddar 5' smálestir af Penicillin í heimin-; um. S. 1. ár nam framleiðslan í Bretlandi og Bandarikjunum ein- um meir en 300 smálestum. Penicillin var hið fyrsta af „antibíótísku" efnunum, þ. e. a. s. lífrænt efni, fengið úr sveppum, sem vinna bug á sýklum. Eftir það hefur heilt kerfi af „antibíótísk- um“ efnum verið fundið upp, en penicillin er ennþá það ódýrasta og almennast notað. En þegar þess var minnst, nú^. um áramótin, að 25 ár eru liðin síðan Alexander Flemming hóf rannscknir sínar á sveppagróðri, gætti síður en svo bjartsýni í skrif um sérfræðinganna um „antibíó- tísku“ lyfjaefnin. NOTIST MiEÐ VARÚÐ Því að eins og einn læknirinn skrifaði: „Þcgar nýtt „antibíó- tískt“ lyf er tekið almennt í nolkun, koma stöðugt í Ijós ný- ir vankantar á notkun þess. -- Viðnámsþróttur sýklanna eykst. Sjúklingum fjölgar sem liafa ofnænii fyrir lyfinu og geta eft- irköst þess verið hættulegri en upprunalegi sjúkdómurinn. Þuð verður því æ meiri nauðsyn á að læknarnir íliugi hvort notk- un þessura lyfja er bráðnauð- synleg og að skýra út fyrir sjúklingum, liví notkun þeirra sé varhugaverð. Eitt alvarlegasta vandamálið er að ýmsir kúlúsýklar hafa orðið ó- næmir fyrir penicillini. Sérstak- lega gætir þessa á fæðingardeild- um. En kúlúsýklar valda ýmis konar ígerðum og bólgu. Sjálfur höfundur penicillinisins, Fleming, ritaði nýlega: — -Það er sagt, að nær helmingur kúlu- sýkla á sjúkrahúsum sé ónæmur fyrir penicillin, en þessa gætir síður annars staðar utan sjúkra- húsanna". Kúlusýklarnir eru þó enn mót- tækilegir fyrir öðrum antibíótísk- um lyfjum, svo sem aureomycin, en við notkun þess verður að beita enn meiri varúð. í sambandi við það er aukin hætta á ofnæmi og einnig hætta á að gagnlegir gerl- ar í innýflum .manna eyðist, svo að hætta verði á ýmsum innýfla- sjúkdómum. (Eftir Observer. — 011 réttindi áskilin). Myndin hór fyrir ofan var tekin á aafingu á hinu nýja -leikriti )L. R. — Á myndinni eru Nói gamli og dýrin og leikstjórinn Lárus Pálsson. (Ljósm. Har. Teits.) 19 00 Síimifl í 101 SJÓÞSLMKUgUNN NÓI NÆSTA VW- fAmSEFNI LM, FRUMSÝNT N.K. MimnWDAG MIÐVIKUDAGINN 12. þ. m. frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur sjónleikinn „Nóa“ eftir franska leikritaskáldið André Obey undir leikstjórn Lárusar Pálssonar, en með aðalhlutverkið fer sá góði og vinsæli leikari, Brynjólfur Jóhannesson, sem á 30 ára leik- afmæli á þessu leikári. Mun þessa afmælis hans verða minnzt á eftir frumsýningunni. LEIKRITIÐ VAKTI DEILUP, í gærdag bauð stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur fréttamönnum á sinn fund og skýrði Lárus Sig- Mesta umferðarár. KAUPMANNAHÖFN, 5. jan. — S. 1. ár hefur umferð í Kaup- mannahöfn aukizt til stórra muna. Skýrslur herma að aldrei hafi slík umferð verið í borg- inni og verða gerðar ýmsar var- , úðarráðstafanir um umferð nú | þegar. _ Reuter. Menn hafa verið ópsarir á að nota DDT til að útrýma ýmsum liættulegum skordýrum. En nú kemur í ljós að slík óhófsleg notlc- un efnisins getur verið hættuleg. Á myndinni sést hvernig DDT hefur verið dreift í stórum stíl úr flugvélum. Brynjólfur Jóhannesson að máta hárkolluna. ! urbjörnsson, formaður L.R., þeim frá næsta viðfangsefni félagsins á þessu leikári. Er það „Nói“, sjónleikur í 5 sýningum, eftir Frakkann André Obey í þýð ingu Tómasar Guðmundssonar skálds. Leikrit þetta skrifaði Obey á árunum 1929—’30. Þegar leikrit þetta var frumsýnt, þótti það mikill leiklistarviðburður og vakti deilur, en Obey var einn af þeim, sem geröu uppreist gegn veldi naturalista á frönsku leik- sviði. Leikritið var skjótt sýnt um allar jarðir og nú á seinni ár- um hefur það aukið vinsældir sínar enn. ATBURÐIR SÖGUNNAR FÆRÐIP, NÆR í leikskránni fyrir Nóa segir Lárus Sigurbjörnsson í spjalli um leikritið og höfund þess: „Á ytra borði er sjónleikurinn um Nóa byggður á biblíusögunni um Nóa og syndaflóðið. Höfundurinn leggur enga áherzlu á það, að hann hafi skriíað sögulegan leik, ekki helgileik og ekki einu sinni biblíulegan leik. í uppistöðu not- ar hann gamla sögn, sem fylgt hefur mannkyninu frá örófi alda. Það er allt og sumt, en hann- klæðir endursögnina í nýstárleg- an búning og færir atburði sög- unnar nær okkur .... “ 133. HLUTVERK BRYNJÓLFS Með aðalhlutverkið, Nóa, fer Brynjólfur Jóhannesson, en hann á 30 ára leikafmæli á þessu leik- ári. Kom hann fram í fyrsta skipti hjá L. R. 24. okt. 1924 í hlutverki Baldurs í sjónleiknum „Stormar“ eftir Stein Sigurðsson. Siðan hefur hann leikið 132 hlut- verk hjá L. R. og verður Nói því 133. hlutverk hans. í leikskránni er grein eftir L. S. í tilefni þessa afmælis Brynjólfs. — Eftir frum- sýningu leiksins á miðvikudag- inn, mun afmælisins verða minnzt af leiksviðinu. Konu Nóa leikur Emelía Jón- asdóttir, en þar að auki koma fram í leiknum synir og tengda- dætur þeirra og allskyns dýx*. DÝRABÚNINGAR FRÁ BANDARÍKJUNUM Lárus Sigurbjörnsson skýrði frá því að upphaflega hefði verið ákveðið að frumsýna sjónleikinn á annan jóladag, en vegna örðug- leika með útvegun á dýrabúning- um, hefði orðið að fresta henni til Þrettándans, en hinir réttu búningar þá ekki enn verið komn ir og því enn orðið að fresta sýn- ingunni. En nú væri það fast- ákveðið að hafa hana, sem fyrr segir, 12. þ. m. — Við fengum, sagði Lárus, dýrabúninga frá Englandi fyrir milligöngu Norman Leakers, borgarritara í Birmingham og dugðu þeir til æfinga. En beir búningar, sem notaðir ve ða í sýningunum, eru keyptir frá Philadelphiu í Bandaríkjunum og fengnir hingað fyrir milli- göngu bandaríska sendiráðsins. Eru það búningar ýmissa dýra, t. d. ljóns, apa, kýr, bjarnar, tígr- isdýrs o. fl. En aðalástæðan fyrir þeim erfiðleikum, sem voru við útvegun búninganna frá Eng- landi var sú, að þetta leikrit er nú sýnt á fimm stöðum þar um þessar mundir. „FRÆNKAN SEXTUG“! Lárus gat þess að lokum, að árshátíð Leikfélags Reykjavíkur yrði haldin n. k. fimmtudag og þar yrði minnzt þessara merku tímamóta í leikferli Brynjólfs Jóhannessonar. Þá yrði og haldið upp á „sextugsafmæli Frænk- unnar“, en sá leikur yrði sýndur í 60. sinn í kvöld. Leikritið Nói er annað nýtt viðfangsefni L. R. á þessu leikári, hið fyrra var Erfinginn, sem sýnt hefur verið í vetur við ágætar viðtökur leik- húsgesta. Húrra fyrir brennandi skóla. GLASGOW, 26. des. — Mörg hundruð unglinga þyrptust sam- an í gær og hrópuðu húrra og létu gleðilátum er hinn 108 ára gamli skóli þeirra brann til kaldra kola, sem var næst elzti unglingaskóli á Skotíandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.