Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 3 Reykjavikurbréf: Laugardagur 8. ianúar Aukin franiBeiðsla — Hagstæðari greiðslujöfnuður — IMýársboðskapur fjögra stjórn- málaleiðtoga — Skygnst um við áramótin ARIÐ 1954 er liðið. Það var íslendingum um marga hluti hagstætt. Framleiðsla þjóðarinn- ar var með mesta móti og verð- mæti útflutningsafurðanna meira en nokkru sinni fyrr. Er gert ráð fyrir að það verði um 850 millj. kr. eða um 140 millj. kr. meira en árið 1953. Verðmæti innflutningsins mun hins vegar nema um 1100 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn verður því líklega óhagstæður um 250 millj. kr. Er það um það bil 155 millj. kr. lægra en á árinu 1953. Þegar hinar duldu gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar af siglingum, flugferðum, vátryggingum o. fl., ásamt dollaratekjum vegna land- varnarframkvæmdanna, hafa verið teknar með í reikninginn er talið öruggt að greiðslujöfnuð- ur náist í viðskiptunum við út- lönd á árinu 1954 og verði nokkru hagstæðari en árið 1953. Það er athyglisvert, að þetta gerist þrátt fyrir það, að gjaldeyristekjur vegna Mars- hallhjálparinnar höfðu fallið niður á árinu 1954 og erlend- ar lántökur voru þá einnig mjög litlar. Ennfremur munu gjaldeyristekjur af fram- kvæmdum vamarliðsins verða allmiklu minni á því ári en árinu 1953. Loks er þess að geta að á s.l. ári var flutt inn mjög mikið af byggingarefni, bifreiðum og nokkur vélskip til endurnýjunar fiskiflotan- um Hér stefnir því í rétta átt. tJtflutningur eykst og greiðslu jöfnuður þjóðarinnar við út- lönd verður hagstæðari. Meginhættan MEGINHÆTTAN, sem nú steðjar að íslenzku efnahagslífí er tví- þætt. Annars vegar hættan á nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, og vaxandi verð- bólga í kjölfar þess. Hins vegar er yfirvofandi jafnvægisröskun af völdum hinna gífurlegu fram- kvæmda hér við Faxaflóa, bæði almennra byggingarframkvæmda <og landvarnarframkvæmdanna. Aflábrestur á síldveiðum og skortur atvinnutækja í einstök- um landshlutum hefur dregið þessa hættu fram í dagsljósið á svo ótvíræðan hátt, að ekki verð- ur um villzt. Veltur mikið á, að við þessum vanda verði snúizt á réttan hátt og áður en of seint er orðið. Áramótahug'leiðingar stjórnmálaleiðtoga EITT af því, sem setti svip á ára- mótin nú eins og oftt áður voru áramótaávörp og hugleiðingar þjóðarleiðtoga og stjórnmálafor- ingja. Forseti lýðveldisins og for- sætisráðherra fluttu ávörp til þjóðarinnar í útvarp, annar á gamlárskvöld, hinn á nýársdag. Formenn flokkanna rituðu ára- mótahugleiðingar í blöð sín. í raun og veru gefa þessar ára- mótahugleiðingar stjórnmálaleið- toganna góða hugmynd um þau sjónarmið, sem uppi eru með þjóðinni og viðhorf einstakra hópa hennar til viðfangsefna líð- andi stundar. Enda þótt misjafn- lega sé til þeirra vandað verða þær taldar merkileg söguleg heimild um rás viðburðanna í efnahags- og stjórnmálalífi lands- manna. Hér á eftir verða rakin örfá aðalatriði úr áramótahugleiðing- um formanna Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins, Alþýðu flokksins og Sósíalistaflokksins. Aðvörunarorð forsætisráðherra ÓLAFUR THORS forsætisráð- herra, formaður Sjálfstæðis- Skyldan við söguna — Vinstri samstarf og veiðimenska — Afstaða Alþýðuflokksins til komgiúnista — „Ánægjulegasti atburður ársins44 Ólafur Thors forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins: „íslendingar hafa ekki þurft að greiða frelsi sitt með blóði. En þeim ber heilög skylda til þess að verja það með vinnu“. flokksins ritaði áramótahugleið- ingu í Morgunblaðið og flutti ávarp til þjóðarinnar í útvarp á gamlárskvöld. í grein sinni minntist formað- ur Sjálfstæðisflokksins m. a. á tvo merka atburði ársins 1954, hálfrar aldar afmæli innlendrar stjórnar og 10 ára afmæli lýð- veldis á íslandi. í stjórnmála- lífinu hefði verið fremur kyrrt. Unnið hefði verið „hljóðlega og hávaðalaust“ að framkvæmd málefnasamnings ríkisstjórnar- innar. Ólafur Thors ræddi því næst störf Alþingis nokkuð, það sem áunnizt hefði og verkefnin, sem framundan væru. — Rafvæðing landsins væri mest þeirra en hús- næðismálin og sköpun jafnvægis í byggð landsins væru einnig mikilvæg viðfangsefni. Ennfrem- ur drap hann á viðleitni ríkis- stjórnarinnar til þess að hrinda byggingu sementsverksmiðjunnar í framkvæmd. Um framhald stjórnarsam- starfsins kvaðst formaður Sjálfstæðisflokksins vilja ræða sem minnst. Sjálfstæðismenn legðu áherzlu á að fá efnt fyrirlieit stjórnarsáttmálans til gagns og blessunar öllum þeim fjölda fólks, sem treyst hefðu á loforð hans. Hann kvað Sjálf stæðisflokkinn vera reiðubú- inn til átaka. Hann væri nú sterkari og samstilltari en nokkru sinni fyrr. En hann kysi fyrst og fremst frið til starfa að hugsjónamálum sín- um og þess fólks, sem hefði sýnt honum trúnað. Skyldan við söguna í ÚTVARPSÁVARPI sinu lagði forsætisráðherra megináherzlu á það, að benda þjóðinni á skyldur hennar við sögu sína. Hann ræddi einnig þær miklu framfarir, sem orðið hefðu í landinu á skömm- um tíma og þær hættur, sem nú væru á vegi landsmanna í efna- hagsmálum. Kvað hann svo kom- ið, að á sig, bjartsýnismanninn, sæktu nú óþægilegar spurningar. Forsætisráðherra komst síðan m. a. að orði á þessa leið, er hann ræddi kapphlaupið um kröfur á hendur framleiðslunni: „Þetta kapphlaup er því hreint feigðarflan að óbreyttum hag framleiðslunnar. Öllum ber rík skylda til þess að láta sig þetta skipta, einfaldlega vegna þess, að íslendingum er voðinn vís, varist þeir ekki þá hættu, sem nú er á sveimi í hlaðvarpanum. Falli krónan nú er ekkert sennilegra en að nýtt gengisfall láti ekki bíða sín, og sízt ofmælt að óvíst er með öllu, hvar eða hvort þjóð- in fær þá stöðvað sig. Glundroð- inn, sem þá mun skapast í fjár- hags- og atvinnulífi þjóðarinnar leiðir íslendinga, líka þig, hlust- andi góður, með betlistaf i hendi út á óheillabraut, sem enginn veit hvar endar.“ Síðar í ávarpi sínu komst Ólaf- ur Thors að orði á þessa leið: „íslendingar hafa ekki þurft að greiða frelsi sitt með blóði. En þeim ber heilög skylda til þess að verja það með vinnu“. Kjarni þessa ávarps forsætis- ráðherra voru alvarleg aðvör- unarorð og hvatning til þjóð- arinnar um að eyðileggja ekki grundvöll afkomu sinnar með fyrirhyggjulausum kröfum á hendur lramleiðslunni. Formaður F ramsóknarf lokksins og vinstri samvinna HERMANN JÓNASSON, formað- ur Framsóknarflokksins ritaði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins: „Veiðimenn verða að vera klæddir sem líkustum litum landslaginu, sem þeir veiða í“. áramótahugleiðingu sína í Tím- ann á gamlársdag. Kvaðst hann í upphafi greinar sinnar, sem var mjög löng, hafa ákveðið að helga hana eingöngu einu umræðuefni: „Vinstri samvinnu í íslenzkum stjórnmálum“. Síðan rakti hann nokkuð flokkaskiptinguna hér á landfi, stefnur flokkanna, minnt- ist á sundrungina í röðum vinstri manna og það „öfugstreymi“ að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mik- il völd og áhrif í landinu, enda þótt „allir aðrir stjórnmálaflokk- ar teldu sig fyrst og fremst and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins — raunverulegrar stefnu hans og starfs“. Formaður Framsóknarflokksins endurtók síðan áratuga gamlar staðhæfingar um að Sjálfstæðis- menn hefðu barizt gegn hverju einasta umbótamáli þjóðarinnar á undanförnum áratugum. Veiðimennirnir og landslagið HERMANN JÖNASSON kvað Sjálfstæðismenn ekki aðeins hafa breytt um nafn á flokki sínum, heldur einnig um bardagaaðferð. Nú þættust þeir fylgjandi hverju máli, er þeir teldu að væri vin- sælt. Væri það mjög lævíslegt herbragð, því „veiðimenn verða að vera klæddir sem líkustum litum landslaginu, sem þeir veiða í,“ sagði formaður Framsóknar- flokksins, sem er löngu lands- kunnur veiðimaður og því mjög tamar samlíkingar úr veiðimál- inu. Næst deildi flokksforinginn hart á Sjálfstæðismenn fyrir „einokun útflutningsverzlunar- innar“ og fleiri slæm verk, m. a. ,,milliliðaokur“ og gróðabralP*. „Umbótaöflin aumkunarverð“ í SÍÐARI hluta áramótahugleið- inga sinna sneri formaður Fram- sóknarflokksins sér að því að sýna, hvernig á að mynda „vinstri að heyra). Hvenær hefur það komið fyrir, að fjórir menn, sem barizt hafa mót sameiginlegum andstæðingnum hafi sigrað, ef það var alltaf fyrsta áhugamál hvers um sig að berja á félögum sínum, og koma þeim fyrst und- ir? Svo skringilegt sem það má virðast er þó barátta umbóta- flokkanna við íhaldið með þess- um hætti. Það er ekki að furða, þótt árangurinn sé ekki glæsileg- ur meðan svona er haldið á spöð- unum." Samkvæmt þessum ummæl- um formanns Framsóknar- flokksins virðist hann hafa horfið frá þeirri skýringu Timans á ummælum hans i útvarpsræðu frá Alþingi í haust, að „kommúnistar væru ekki vinstri menn“ og því ekki „umbótaöfl". Nú talar hann á ný um „fjóra menn“, þ. e. fjóra flokka, Framsóknarflokk inn, Alþýðuflokkinn, Komm- únistaflokkinn og Þjóðvarnar- flokk íslands, sem berjist gegn „sameiginlegum and- stæðingi þ. e. a. s. Sjálfstæð- isflokknum. Það er því auð- sætt, að í útvarpsræðunni í haust hefur formaðurinn, þrátt fyrir ummæli Tímans um, „að kommúnistar væru ekki vinstri menn“, talið kommúnista með í þeim „um- bótaöflum", sem hann taldi bráðnauðsynlegt að sameinuð- ust gegn samstarfsflokki sín- um. Framsóknarmenn plús það sem á vantar EN þótt „umbótaöflin“ séu nú Haraldur Guðmundsson formað- ur Alþýðuflokksins: „Alþýðuflokkurinn litur svo á, að samstarf við kommún- ista um stjórn landsins og eða stjórn heildarsamtaka verka- lýðsfélaganna sé útilokað". stjórn“. Finnst honum útlitið í fyrstu hálf dapurlegt og kemst þá að orði á þessa leið: „Umbótaöflin, eins og þau eru nú, eru eitt aumkvunarverðasta fyrirbæri í þessu landi. (Ljótt er svona „aumkvunarverð" að áliti formanns Framsóknarflokksins eru þó ekki öll sund lokuð fyrir „vinstri samstarfi". Síður en svo. Samstarfsmöguleikarnir eru fyrir hendi. Um þá kemst formaður- inn að orði á þessa leið: „Skýrsla Hagstofunnar sýnir, að Framsóknarmenn + jafnaðar- menn + helmingur núverandi Sósíalistaflokks + Þjóðvarnar- menn hafa meiri hluta með þjóð- inni. Þær skoðanir, sem þing- menn þessara flokka telja sig umboðsmenn fyrir, eru því í meiri hluta í landinu — og eiga að stjórna samkvæmt því“. Þarna hefur hinn slyngi veiðimaður greinilega fundið rétta forskrift fyrir uppbygg- ingu „vinstri stjórnar“: Fram- sóknarflokkurinn plús jafnað- armenn, plús Þjóðvörn og það sem á vantar frá kommúnisi- um. !!! Hér hafa þá verið rakin aðal- atriði úr áramótahugleiðingu for- manns Framsóknarflokksins. — Gefst væntanlega tækifæri til þess að taka einstök þeirra til nánari athugunar og umræðu síð- ar, ef ástæða þykir til. Formaður Alþýðuflokksins og atvinnumálin HARALDUR GUÐMUNDSSON, formaður Alþýðuflokksins, hefur áramótahugleiðingu sína í Al- þýðublaðinu með þessum orðum um afkomuna á árinu 1954: „Tíðarfar yfirleitt hagstætt, af- koma landbúnaðarins góð, afla- brögð vélbátaflotans í betra lagi, atvinna nægileg, iðnaður vax- andi, verzlun og viðskipti með miklum blóma og hagur ríkis- sjóðs með ágætum.“ Þrátt fyrir þessi fögru eftir- mæli um árið 1954 gagnrýn.ir formaður Alþýðuflokksins síðan stefnu ríkisstjórnarinnar í við- skiptamálum og atvinnumálum. Hann vill „draga úr gróða auð- stéttanna, lækka verðlagið og dýrtíðina og auka þannig kaup- mátt launanna“. Ekki bendir hann þó á það, hvernig það skuli framkvæmt. Hann telur hiklaust, að vænta megi nýrrar gengis- lækkunar, ef ekki takist sam- vinna milli ríkisstjórnarinnar og þeirra aðilja, sem mestu ráða um verðlags- og kaupgjaldsmál. — Ræðir Haraldur Guðmundsson þessi mál af hófsemi og stillingu eins og hans var von og vísa. Samstarf við kommúnista útilokað UNDIR lok hugleiðinga sinna ræðir formaður Alþýðuflokksins átökin innan flokks síns á árinu og valdatöku kommúnista og samstarfsmanna þeirra í Alþýðu- sambandinu. Kemst hann m. a. að orði á þessa leið: „Alþýðuflokkurinn lítur svo á, að samstarf við komm únista um stjórn landsins og eða stjóm heildarsamtaka verkalýðsfélaganna sé útilok- að. Flokkur þeii ra starfa sam- kvæmt fyrirmælum erlends valds, afneitar lýðræðinu og starfsaðferðum þess, en að- hyllist ofbeldisaðgerðir og einræði minnihlutans eða al- rí’ði lítillar valdaklíku“. Síðan kemst Haraldur Guð- Framh. á bls. 10 Einar Olgeirsson, formaður Sam- einingarflokks alþýðu, sósíalista- flokksins: „Ánægjulegasti atburður í ís- lenzkum stjórnmálum líðandi árs var sigur vinstri einingar i kosningum til Alþýðusam- bandsþings og á Alþýðusam- bandsþingi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.