Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. jan. 1955 MORGVNBLÁ&IÐ Nýtt íslenzkt leikrst: „Þeir koma í haust ENN er sú gáta óráðin hverjar voru þær örlagaríku orsakir, er til þess leiddu, að hinn íslenzki kynstofn, er á síðari hluta 10. aldar tók sér bólfestu á Græn- landi, leið undir lok um eða skömmu eftir 1500. — Ýmsar til- gátur hafa verið uppi um þá voveiflegu atburði, er þarna hafa gerst, en hin sögulegu rök harm- leiksins eru enn myrkri hulin. — Vitað er, að ýtarlegar fornleifa- rannsóknir, er gerðar hafa verið í grænlenzku miðáldarbyggðun- um á síðustu áratugum, hafa leitt margt merkilegt í ljós, er lýtur að hversdagslífi Graenlendinga, verkmenningu þeirra og bjarg- ræðisvegum, og vera má, að frek- ari rannsóknir geti orðið til þess að rjúfa leyndina um örlög þess- arar fátæku og einangruðu þjóð- ar norðurhjarans. í leikritinu „í»eir koma I haust“ ber höfundur þess Agnar Þórðar- son, fram þau rök er hann telur hklegust fyrir gjöreyðingu „ís- lendingabyggða" í Grænlandi. — Hyggur hann meginorsakirnar hafa verið þær, að Grænlending- ar hafi, sakir hjátrúar og hindur- vitna, ekki borið gæfu til þess að skilja og meta að réttu Skræl- ingjana, hinn heiðna og frum- stæða þjóðflokk, er norðar bjó í landinu, en litið á hann sem galdralýð. fullan fordæðuháttar og fláttskapar. í stað þess að taka upp vinsamleg samskipti við Skrælingja og læra af þeim að búa í hinu hrjóstruga og harð- býla landi, töldu Grænlendingar sér skylt að fara með ófrið á hendur þeim og tortíma þeim og í því skyni gera þeir út gegn þeim hvern vopnaðan leiðangur- inn á fætur öðrum. Flestir hinna vösku leiðangursmanna eiga ekki afturkvæmt, en verða til á ís- auðnum norðursins eða falla fyr- ir vopnum Skrælingjanna. Þessi mikla blóðtaka verður Græn- lendingum örlagarík. Sakir mannfæðar geta þeir ekki stund- að búskapinn sem þörf krefur og eftir Agnar Þérðarson Leiksfjóri: HaraSdur Björusson Frumsýning í Þjáðleikhúsinu s.l. laugardag Haraldur Björnsson Arndís Björnsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. við það bætist að skip hafa ekki komið út þangað árum saman. Hungur og skortur á vopnum og öðrum nauðsynjum tekur því mjög að sverfa að fólkinu. Fer svo að lokum að það rís upp und- ir forustu Kolbeins, hins unga og djarfa „kotungssonar“, gegn valdhöfunum, fulitrúum kirkj- unnar og stórbændanna, þeim séra Steinþóri umboðsmanni Garðabiskups og Eiríki bónda í Görðum í Eystri-byggð, er manna mest hafa blásið að hatrinu á Skrælingjum og hvatt til leið- angranna á hendur þeim. Er Kol- beinn þegar færður í fjötra og tekinn af lífi, sakaður um galdra cg uppreisn. — Nú dregur senn að leikslokum. Fregnir berast um það, að Skrælingjar nálgíst óðum byggð Grænlendinga. Fólkið verður lostið ógn og skelfingu og í örvæntingu sinni tekur það að flýja út til hafsins eða inn til jöklanna. Séra Steinþór fremur sjálfsmorð, en heímasætan í Görðum, systurdóttir Eiríks bónda og heitmey Kolbeins, bíð- 1 ur komu Skrælingjanna — og hverfur með þeim út í dul sög- unnar. — Agnar Þórðarson hefur samið nokkur útvarosleikrit og tvær skáldsögur hafa komið út eftir hann. Þó má með fullum rétti líta á leikritið „Þeir koma í haust“, sem frumsmíð þessa unga leik- ritahöfundar. Og vissulega ber leikritið það nokkuð með sér, að hér er um frumsmíð að ræða. Kemur það einkum fram i því að höfundurinn hefur ekki ennþá náð fullum tökum á samtölum, svo að þau verða oft næsta bragð- dauf og rislág. Hinsvegar er bygging leikritsins furðugóð, átökin oft sterk og vaxandi til leiksloka. Einna s’stur finnst mér annar þáttur, bæði frá hendi höf- undarins og leikhússins. Það sem þar gerist vekur ekki áhuga áhorfandans og ullartætingurinn og landslagið er ekki sannfær- ancji. J,- Hinsvegar eru \sumar persónur leiksins allveg gerðar og þá fyrst og fremst Þóra, heimasætan í Görðum, sem er stórbrotin að skapgerð, og mikil kona í ást sinni og hatri. Þá er og kroopinbakurinn séra Steinþór, sterkur persónuleiki, hatursfull- ur eg samvizkulaus og aðsóps- mikill hvar sem hann fer, en frumleg er sú manngerð ekki. F.nnfremur má nefna Hermóð, i hinn hógværa og ]an<rþre''rtta bónda, sem er mjög sönn persóna, ýkjulaus, og gerð af næmum skilningi. Fndabót+ me!J>"ef-'' leiksins só harmsaga Grænlendinga þar til yfir lýkur, þá dylst engum, að höfundurinn hefur jafnframt í huea vandamál núÞ'mans og þau átök sem nú eiga sér stað þjóða á milli í heiminum. Við verðum jafn,7el áhorfendur að réttarhaldi í þriðja bætti, er minnir mjög á ,.hreinsunar“ réttarhöld þau er tíðkast með einni af voldugustu þjóðum heimsins, eftir því sem beim hefur oftsinnis verið lýst af kunnugum mönnum. En hvað sem því líður þá er friðarboð- skapur höfundarins auðsær og eykur á gildi leikritsins. Haraldur Björnsson hefur sett leikinn á svið og annast leik- stiðrnioa og ennfremur fer hann með hlutverk séra Steinþórs, sem er annað af tveimur veigamestu hlutverkum leiksins. Það verður að teljast hæpið mjög að leik- stjórar fari með veigamikil hlut- verk í leik, sem. þeir setja á svið, því að það hlýtur oftast að leiða til lélegri afreka, anna,hvort í leik eða leikstjórn hlutaðeiganda, eða hvorttveggja. Svo er og að þessu sinni. Er augljóst að Har- aldur hefur ekki náð þeim ár- angri í leikstjórn sinni nú, sem svo oft áður. Staðsetningar eru að visu dágóðar og svo er einnig um hraða leiksins, en sumt annað hefði þó mátt betur fara í leik- stjórninni og mun ég víkja að því litilsháttar síðar. Haraldur Björnsson fer, sem áður er sagt með hlutverk séra Steinþórs. Er leikur hans mjög athyglisverður og ris hátt er hann í síðasta þætti reynir að ná Þóru á sitt vald og lýsir fyrir henni þjáningum sínum og bung- hoerri revnslu er hann hefur orð- ið að þola frá æsku vegna van- skapnaðar síns. Persóna þessi verður manni minnisstæð, enda þótt hún geti vart talist nýsköp- uo leikarans, heldur sótt í handr- aða gamalla afreka. Ekki svo að skilja að Haraldur hafi ekki gætt þessa manngerð nokkrum nýjum dráttum, en gerfið og leikmátinn kemur mjög kunnuglega fyrir. Herdís Þorvaldsdóttir leikur Þóru, hina ungu og glæsilegu hefðarmey, skapmikla og stór- láta. Er leikur Herdísar lifandi og sannur og sýnir hún nú sem fyrr hversu örugg og mikilhæf leik- kona hún er. — En í síðasta þætti, í sturluninni, er leikur hennar þó með þeim hætti, að maður minnist ósjálfrátt Ofeliu í Ham- let. Er vissulega óþarfi fyrir þessa ágætu leikkonu að sækja þangað fyrirmyndina bér hefði hið vökula auga leikstjórans átt að koma til. — Þó að leikur Herdísar sé yfirleitt mjög góður nær hún þó tvímælalaust hæst í átökun- um milli hennar og séra Stein- þórs síðast í lokaþættinum. Helgi Skúlason fer með hlut- verk Kolbeins, hins vaska og gjörvulega bóndasonar og unn- usta Þóru. Er þetta stærsta hlut,- verk hans til þessa. Er margt gott um leik Helga. Hann skilur hlut- verkið til hlítar og leikur af sterkri innlifun og þrótti. Gerfi hans er einkar gott, hann er hvat- ur í hreyfingum, ör og djarfur í framkomu og í hvívetna hinn álit legasti maður. En framsögn hans er mjög ábótavant, einkum þegar honum er mikið niðri fyrir, sem stafar af því að hann skortir ennþá þá tækni, er til þess þarf að tala hratt en þó greinilega. Hér hefði leikstjórinn að ég hvgg getað um bætt með góðum leið- beiningum. En þrátt fyrir þetta ieysti Helgi hlutverk sitt þannig af hendi að mikils má af honum vænta er síundir líða. Eirík bónda að Görðum leikur Jón Aðils. Eiríkur er frá hendi höfundarins fremur illa úr garði gerður. Hann hefur í leiknum hlutverk höfðingjans, er þekktur að því að halda fast á málum sín- um, en þegar á herðir og til veru- legra átaka kemur, reynist hann smámenni og ístöðulaust hand- bendi sér verri manna. — Jón Aðils fer eins vel með þetta hlut- verk og efni standa til. • Arnbjörgu ráðskonu Eiríks bónda leikur Arndís Björnsdóttir. Þessi gamla kona er barn sins tíma, með bjargfasta trú á hand- leiðslu puðs og Jómfrú Maríu. en efast heldur ekki um kraft djöf- ulsins og allra hans ára. Gerir Arndís þessu hlutverki hin ágæt- ustu skil. Þá er og mjög góður leikur Gests Pálssonar í hlutverki Her- móðs bónda og Baldvin Halldórs- son er bráðskemmtilegur í hlut- verki Koðráns kapelláns. Önnur hlutverk eru smærri, en yfirleitt vel með þau farið. Lárus Ingólfsson hefur gert leiktjöld og búninga. Ég hef áður minnst á leiktjöldin í öðrum þætti, sem mér finnast fremur tilkomulítil. Að öðru leyti eru leiktjöldin allgóð. Búningarnir eru og hinir prýðilegustu, og hafa ekki látið mikið á sjá á löngum tíma. Leikhúsgestir tóku leiknum mæta vel. Voru höfundurinn og leikendur kallaðir fram hvað eftir annað að leikslokum og þeim fagnað mjög af áhorfend- um. Agnar Þórðarson hefur með þessu leikriti tekið af öll tvímæli um það, að hann hefur margt til brunns að bera sem leikritaskáld, og að hann er h'klegur til góðra afreka á því sviði í framtíðinni. Að lokum vil ég óska honum til hamingju með þessa athyglis- verðu frumsmið. Sigurður Grímsson. — ísland og Norlíur- hls 1 halda uppi ferðum á sumrum til Kaupmannahafnar, Stavanger, Oslo og Gautaborgar. Þá koma flugvélar Pan American Airways við á íslandi á ferð sinni milli Helsingfors og New York með viðkomu í Stokkhólmi og Osló. Á vetrum eru ferðir hinna ís- lenzku flugvéla nokkuð strjálli. ÝMSAR RÁÐ STAFANIR Meginhluti ferðafólks frá ís- landi leggur leið sína til Norður- landa. Á Norðurlöndum ríkir einnig áhugi fyrir ferðalögum til Islands. Til þess að auðvelda al- menningi meðal þessara þjóða að ráðast í slíkar ferðir, þarf að gera ýmsar ráðstafanir, m. a. bæta samgöngur á sjó, örfa flugferðir og veita auknar upplýsingar um margt, sem lýtur að ferðalögum um landið. Virðist ekki óeðlilegt, að Norðurlandaráðið stuðli að því, að samstarfsgrundvöllur þjóða þess verði treystur með sem nánustum kynnum fólksins í löndum þeirra. Framtíð allrar samvinnu þjóða í milli veltur á gagnkvæmum skilningi almenn- ings á sjónarmiðum, lífsvenjum og menningarháttum í hinum ýmau löndum.“ Herdís Þorvaldsdóttir og Haraldur Björnsson Verlið hafin á Skaoasfrönd SKAGASTRÖND, 10. jan. — Veður hefur verið mjög gott undanfarið, frost og stillur. — Þrír bátar verða gerðir út á ver- tíð héðan. Byrjaði fyrsti báturinn róðra í fyrradag og fékk 4 lestir. Ilinir tveir reru í gær og öfluðu þeir all sæmilega. — Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.