Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 í SAF J ARÐARBRÉ F ísafirði 10. janúar. ARIÐ 1954 mun hafa verið flest- um ísfirðingum hagstætt ár. Atvinna var með meira móti, en oft áður, og mun fjárhagsafkoma fólks yfirleitt hafa verið sæmi- lega góð. Atvinna var þó nokkuð misjöfn, eins og alltaf vill verða í bæjum, sem að mestu leyti byggja afkomu sína á stopulum Bjávarafla. Framkvæmdir varn- arliðsins í Aðalvík tóku mikið af vinnuafli til sín, þegar þær byrj- uðu í vor. Varð þá nokkur skort- ur á vinnuafli við framleiðslu- störfin, en þegar þeim fram- kvæmdum var hætt í haust, varð vart nokkurs atvinnuleysis. í desember var atvinnuástand aft- ur á móti með betra móti, sem að mestu leyti byggðist á því, að fjöldi aðkomuskipa lagði afla Binn hér á land til vinnslu, og skapaðist við það mikil atvinna. VÉLBÁTAÚTGERÐIN DREGST SAMAN Sjávarútvegurinn hefir gengið misjafnlega síðast liðið ár. Útgerð vélbáta frá ísafirði hefir stöðugt dregizt saman hin síðari árin. Er meginorsök þess minnkandi afla- magn bátanna á vetrarvertíðinni og alger aflabrestur á síldveiðum. Síðastliðinn vetur voru aðeins gerðir út fimm bátar með línu frá ísafirði, en auk þess voru 4 ísfirzkir bátar gerðir út frá ver- stöðvum við Faxaflóa, ýmist með línu, net eða botnvörpu. Til sam- anburðar má geta þess, að á ver- tíðinni 1948, fyrir sex árum, voru gerðir út 14 bátar frá ísafirði og veturinn 1953 voru þeir 10. Aflabrögð vélbátanna s.l. vetur voru í heild sinni lakari en árið áður í öllum verstöðvunum við Djúp. Þorskafli var að vísu held- ur meiri, en steinbítsafli hins vegar minni, þannig að meðal- afli í róðri varð allstaðar minni en árið áður. Heildarafli þessara 5 báta var 1175 tonn, og er það helmingi minna aflamagn, en kom hér á land á vertíðinni 1953. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 3728 kg. Er það 541 kg. minna en á vertíðinni 1953, og má af því nokkuð marka, hvert stefnir með útgerð vélbáta héðan frá ísafirði, ef ekki verða gerðar ráð- stafanir til friðunar fiskimiða línubátanna. Útlit er fyrir, að aðeins tveir af stærri bátunum verði gerðir út héðan á vertíð- inni í vetur. Er annar báturinn um það bil að hefja róðra, en hinn báturinn byrjaði róðra um miðjan nóvember og aflaði sæmi- lega, um 4 tonn í róðri. Auk þess hafa svo 4 smærri bátar stundað róðra héðan í haust. 3 ÞÚS. TONN TIL HERSLU Togaraútgerðin gekk eftír at- vikum sæmilega á árinu og skap- aði að venju mikla atvinnu, enda lögðu bæjartogararnir allan afla sinn á land hér á ísafirði Stund- uðu báðir togararnir ísfiskveið- ar megin hlutann úr árinu, nema hvað Sólborg var á saltfiskveið- um í tvo mánuði yfir vertíðina. Afli togaranna fór að verulegu leyti til vinnslu í frystihúsunum hér á ísafirði og í nágrenninu. Nokkur hluti aflans fór einnig til herzlu. Mun láta nærri að s.l. ár hafr verið hengd upp til herzlu rúm 3 þús. tonn af fiski. Er það helmingi meira íiskmagn en árið áður. Hefir skreiðarfram- leiðslan yfirleitt lánazt vel hér, og er útlit fyrir, að hún muni heldur aukazt á næstu árum. Saltfiskverkun var aftur á móti með minnsta móti á árinu, og veldur þar mestu um, að ekki hefir reynzt fært að fá mannskap á togarana til saltfiskveiða. MIKIL ATVINNA VIÐ RÆKJUNA Þrír bátar stunduðu rækju- ^ Vélbátaútgerðin dregst saman — Skreiðarframleiðsían \ vexti — Góður afli á rækjuveiðum — Iðnaðurinn færir út kvíarnar — Dýpkun innsiglingarinnar — Togara- útgerð og fiskiðnaður ísafjarðarkaupstaður veiðar mestan hluta ársins, og var afli þeirra yfirleitt ágætur. Var aðeins hlé á veiðunum í júlí- mánuði, en það er sá tími, sem rækjan fer úr skelinni, og er hún þá ónothæf. Hafa því 50—60 manns haft nokkuð stöðuga vinnu allt árið við hagnýtingu rækj- unnar. Hefir hún bæði verið fryst og soðin niður, og virðist mark- aður fyrir rækjuna vera orðinn nokkuð öruggur, bæði í Ameríku og Evrópu. Rækjan hefir öll ver- ið unnin í rækjuverksmiðju þeirra Guðmundar Karlssonar og Jóhanns Jóhannssonar. IÐNAÐURINN FÆRIR ÚT KVÍARNAR Iðnaður og verzlun hafa geng- ið vel á árinu, og hefir iðnaður- inn sérstaklega fært út kvíarnar. í Skipasmíðastöð M. Bernharðs- sonar h.f. hafa að staðaidri unnið um 35 menn við nýsmiði og við- gerðir véíbáta. Voru á árinu sjó- settir þaðan þrír nýir vélbátar, samtals 124 rúmlestir. Hafa þá verið byggðir 23 vélbátar í skipa- smíðastöð M. Bernharðssonar frá því hún hóf starfsemi sína. Fvrsti vélbáturinn, sem hleypt var af stokkunum á þessu ári, var m/b Friðbert Guðmundsson, en hann var sjósettur 1 febrúar í vetur. SKIPASMÍÐARNAR í desember voru sjósettir tveir nýir bátar frá stöðinni. Freyja II, 38 rúmlestir að stærð, eign sam- nefnds fiskveiðahlutafélags í Súg andafirði, og Vilborg, sem er 48 rúmlestir, eign Alberts Bjarna- sonar útgerðarmanns í Keflavik. Er það fjórði báturinn, sem hann lætur byggja fyrir sig hér á ísa- firði. Báðir þessir bátar eru byggðir úr eik, og eru þeir hin vönduðustu skip. í bátunum er 240 ha. G.M. díselvél og eru Eftir Jón Pál Halldós-sson ftéffarifara Mbl. á IsaíirÖi þeir báðir búnir fullkomnustu tækjum, svo sem fisksjá og dýpt- armæli. Á m.b. Vilborgu var bæði stýrishús og vélarreisn byggt úr stáli. Telur eigandi bátsins, að það sé mjög hentugt á bátum, sem hafa hraðgengar vélar, en þær ganga, sem kunnugt er mjög heitar, og hefir því oft reynzt erfitt að þétta vélarhúsið og því nokkuð viljað bera á leka. Teikn- ingar af bátunum gerði Eggert B. Lárusson, skipasmíðameistari, en yfirsmiður var Marzellíus Bern- harðsson, skipasmíðameistari. Nú um áramótin var lagður kjölur að tveim 15 tonna vélbát- um í stöðinni. Fer annar bátur- inn til Norðfjarðar, en hinn til Reykjavíkur. DÝPKUN INNSIGLINGAR- INNAR Á árinu var unnið að ýmsum merkum framkvæmdum, sem mikla þýðingu hafa fyrir allt at- vinnulif í bænum. Verður þar fvrst að telja dýpkun innsigling- arinnar um Sundin, sem iokið var við 12. febrúar s.l. Mun sá dagur ávallt verða talinn merkisdagur í samgöngumálum Ísí'irðinga. Má öllum ljóst vera, hversu geysilega þýðingu það hefir, að skip geti óhindrað komizt inn og út um höfnina á hvaða tíma sólarhrings ins sem er, en þurfa ekki alltaf að vera háð sjávarföllum. Áður en innsiglingin var dýpkuð, var höfnin raunverulega lokuð öilum stærri skipum, þ. á m. togurun- um, 10 tíma úr sólarhringnum, og tapaðist oft við það dýrmætur tími, sem skipin þurftu að bíða eftir flóði, svo að ekki séu nefnd þau skip, sem fóru heldur til annara hafna, til að fá afgreiðslu. Jafnhliða dýpkun innsiglingar- innar var landrými hafnarinnar stórlega aukið, þar sem mikill hluti af uppmokstrinum fór til að fylla upp athafnasvæði hafnar- innar. FISKVERKUNARSTÖÐ ÍSFIRÐINGS Lokið var við að útibyrgja fisk verkunarstöð ísfirðings h.f. við hafnarbakkann í Neðstakaupstað og var neðsta hæð hússins tekin til notkunar í fyrra vor. Verður væntanlega hægt að taka hinar tvær hæðirnar til notkunar mjög fljótlega. Verður þar komið fyrir saltfiskþurrkun og veiðarfæra- geymsiu, en auk þess verður hluti af miðhæö hússins notaður í sambandi við fyrirhugað frysti- hús, sem ætlunin er að félagið reisi á hafnarbakkanum. Freyja II, næst síðasti báturinn, sem skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á ísafirði smíðaði á siðastliðnu ári. Báturinn var smiðaður fyrir Súgfirðinga. ÍSFRAMLEIÐSLA í sumar iét Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. setja upp 2 ís- vélar í hinu nýja fiskverkunar- húsi, sem félagið xæisti í fyrra sumar. Þá hefir Olíuverzlun ís- lands h.f. látið setja upp 1000 tonna olíutank fyrir jarðolíu, og er olían nú afgx-eidd til skipanna við hafnarbakkann, á sama tíma og önnur afgreiðsla fer fram. Hafa báðar þessar framkvæmdir miög breytt til batr.aðar allri að- stöðu til afgreiðslu togara hér á ísafirði. LÝSISGEYMSLA OG SMÁBÁTAKÖFN Þá má nefna, að Fiskimjöl h.f. lét setja upp 300 tonna lýsisgeymi við fiskimjölsverksmiðju sína á Torfnesi, og bætir það stórlega aðstöðu verksmiðjunnar, til að taka við síld og öðrum feitfiski til vinnslu. Einnig var unnið að endurbótum á báðum frystinús- unum. Á vegum bæjarsjóðs voru hafn ar framkvæmdir við smábáta- höfn í Dokkunni. Er ætlunin að hlaða þar fram grjótgarð, sem á að vera sjóvamargarður fyrir ti'illubátana. SíMAKERFIÐ ENDURNÝJAB í sumar lét Landssíminn end- u'-nýja allt innanbæjarsímakerf- ið og voru allar símaleiðslur settar í iörðu. Var innanbæjarr-, kerfið orðið fullnotað og útilokað orðið að fá sima í ýmsum bsejarr.: hverfum. Ilefir notendasímuna því fjölgað mjög á þessu ári, og er nú hægt að koma fyrir um 50Q s'manúmerum. Þá lét flugmáTa- stjórnin setja upp radíóvita fvrir flugvélar í Suðurtanganum og annan í Bolungavík. Hefir þetta aukið stórlega örvggið í flug- samgöngum til bæjarins. 6 ÞTTS. FJÁF SLÁTRAD Árið var gott til lands og má segja að afkoma landbúnaðarins sé með betra móti. Vorið kom snemma og skilaði gróðri fljótt fi’am. Varð grasspretta með bezta móti, heyskapur gekk vel. nýting hevja var vfirleitt ágæt og liey- fengur góður. Seinni hluti sum- arsins var aftur á móti kaldur, og varð garðagróður því með lak- ara móti. Sauðburður gekk vel, og voru skepnuhöld allgóð. Dilkar voru þó með lakara móti af fialli í haust, og er orsök þess talin sú, hx-e síðari hluti sumarsins var kaldur. í haust var slátrað hér um 6000 fiár, en einnig seldu bændur mikið af gimbrarlömbum á fjárskiptasvæðin. AHrnikic5 var unnið að jarðabótum, 'eins óg undanfarin ár, og hefir orðið tals verð aukhing á ræktuðu landi. Það, sem af er vetri, hefir verið gott. snjólausí að kalla í byggð og eru bændur bví vel undir vetur- inn búnir. Áttu margir miklár fvrningar frá fyrra ári og eins var hevfeneur eóður í sumar, enda munu flestir hafa aukið bti- stofn sinn nokkuð. ^OGARARNIR — STÓR- VIRKUSTU ATVINNUTÆKIN Eins og áður er sagt. byggfst nfkoma ísfirðinga fvrst og fremst á úteerð og vinnslu sjávarafu-ða, en vélbátunum hefir fækkað ár frá ári. Af þessum sökum fer fiskaflinn si-minnkandi, og sú atvinna, sem hagnýting aflans í landi skapar, dregst saman. Á síðasta ári hafa togararnir í rauh- inni verið einu stórvirku fram- leiðslutækin, sem veitt hafa verkafólki á staðnum atvinnU, sem um hefir munað, en verö- iega skortir þó á, að verkafólk hafi jafna og stöðuga atvinnu. Hefir hin óti’vgga og stopula at- vinna gert það að verkum, áð margar fjölskvldur taka sig ár- lega upp o" flytja búferlum til annara staða á landinu, serri > bjóða upn ó tryggári atvinnu dgö betri lífskjör. Gean þessari öfug- bróun virðist það ráð vænlegaSt- tii úrbóta. að auka verulega frvstiiðnaðinn og jafnframt þarf að trvggja fiskvinnslustöðvunum á ísafirði eg i nágrenninu ve"U- ^ega aukíð hráefni til vinnslu. t e BYGGING NÝS FTSKJBJUVERS Togarafélagið ísfirðingur hef- ir nú í undirbúningi bvggingu’ mvndarlegs hraðfrvstihúss, seriíi áframhald af fiskverkunarstöði félagsins við hafnarbakkann Jb Neðstakaupstað. Hefir félaeið' sótt um lán til Framkvæmdabank: Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.