Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. * li ! ÚR DAGLEGA LIFINU \ >C— // Hinn eini sanni emingarvilii ■*" í verki T TNDANFARIN ár hafa lýðræð- ;U issinnar verið í meirihluta innan Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík. En það er eins og kunnugt er skipað full- trúum þeim, sem verkalýðsfélög- in í bænum kjósa á þing Alþýðu- sambands íslands. Þegar núverandi forseti Al- þýðusambandsins hóf stuðning sinn við kommúnista í verkalýðs- félögunum hafði það m. a. þær afleiðingar, að kommúnistar náðu meirihluta í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna. Var aðalfundur þess haldinn í fyrrakvöld og skyldi þar m. a. kosin ný stjórn. Kommúnistum gafst nú gott tækifæri til þess að sýna raun- verulegan einingarvilja. Þeir voru í hreinum meirihluta í Full- trúaráðinu og gátu því fengið alla mennina kjörna í stjórnina. En í samræmi við einingartal sitt hefði mátt ætla, að þeir hefðu borið fram lista með fulltrúum allra flokka, eða a. m. k. full- trúum frá hinum sósíalistaflokkn um, Alþýðuflokknum. En ekkert slíkt gerðist. Hin- ir einu sönnu „einingarmenn" lögðu fram hreinan flokks- lista, skipaðan kommúnistum einum. Voru þeir svo kjörnir í stjórn fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna. Þannig er þá sú „eining“ verkalýðsins, sem kommúnist- ar berjast fyrir. Þar sem þeir sjálfir hafa undirtökin, dett- ur þeim ekki í hug, að vinna með minnihlutaflokkunum. Þar sem kommúnistar eru hinsvegar í minnihluta, vilja þeir ólmir koma á „einingu". Þá er ekkert sjálfsagðara en að þeir fái að vera með í stjórn samtakanna. Þetta sannast ákaflega greini- lega í verkamannafélaginu Dags- brún. Þar hafa kommúnistar ver- ið í töluverðum meirihluta síð- an Héðinn Veldimarsson afhenti þeim félagið um leið og hann klauf Alþýðuflokkinn. Það hefur ekki hvarflað að leiðtogum kommúnista í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins, að minnihlutaflokkarnir þar ættu, að eiga minnstu hlutdeild í stjórn félagsins. í skjóli meirihluta síns hafa þeir kosið þar hreina flokks- stjórn kommúnista á hverju ári. Á Alþýðusambandsþing hefur Dagsbrún einnig sent eintóma kommúnista. Þetta er þá hinn umbúða- lausi sannleikur um „eining- arvilja“ kommúnistanna. — Hann getur ekki dulizt nein- um, sem Iiorft hefur opnum augum á aíúurðanna rás. Engu að síður eru til svo einfaldir menn, að þeir leggja trúnað á „einingarhjalið". Vegna þess, að nægilega margir slíkir menn voru til stjórr.a kommúnistar og hjálparmenn þeirra nú Alþýðusambandi ís- lands. Vegna þess hefur nú hrein kommúnistastjórn verið kjörin í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Og vegna alls þessa getur fimmtaherdeild kommún- ista nú notað heildarsamtök verkalýðsins á íslandi í þágu klíkuhagsmuna sinna. Allt lýð- ræðissinnað fólk skilur auðvitað, hvaða ólán hefur hent verkalýðs- samtökin og raunar þjóðina í heild með þessum atburðum. En sá skilningur hlýtur að hafa í för með sér nánari samvinnu en nokkru sinni fyrr milli lýðræðis- aflanna innan launþegasamtak- anna. Án slíkrar samvinnu verð- ur áhrifum kommúnista ekki hrundið. Reynslan hefur sýnt, að með einhuga átaki andstæðinga þeirra var auðveldlega hægt að hnekkja völdum þeirra. í sex ár fóru lýðræðissinnar með völd í Alþýðusamband- inu. Kommúnistar voru sífellt að tapa fylgi. Það var fyrst þá, er einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, fyrrverandi formaður hans en landfrægt skoffín og æsingaseggur, sveik sinn eigin flokk og gerðist leiguþý kommúnista sem hinn fjarstýrði flokkur gat komizt til valda í Alþýðusambandinu að nýju. ÍLí' ALMAR skrifar: TÓNLEIKAR OG LEIKLIST DAGSKRÁ útvarpsins fyrstu vikuna á þessu nýbyrjaða ári var fjölbreytt og vel til hennar vand- að. Var þá ekki byrjað á verri endanum, því að morguninn 2 janúar var flutt (af plötum) hið dásamlega tónverk Beethovens „Missa solemis" undir stjórn Arturo Toscanini, en ágæt hljóm- sveit og kór fluttu verkið, en Robert A. Ottoson gerði ágæt.a grein fyrir því í stuttu máli. — Þá er einnig yndisleg músikin úr ballettinum „Hnotubrjótur- inn“ eftir Tchaikowsky, sem leik- in var síðar þennan sama dag. Einnig var barnatíminn mjög skemmtilegur. Var þá fluttur fyrri hluti hins fræga og ágæta jólaævintýris eftir Charles Dick- ens (síðari hlutinn fluttur á fimmtudaginn), en Karl Guð- mundsson las það með ágætum. — Þá var og fluttur síðari hluti leikritsins „Litli-Kláus og Stóri- Kláus“ undir stjórn Hildar Kal- man, en fyrri hlutinn var fluttur í vikunni á undan. Ævintýraleik- ur þessi er bráðskemmtilegur og hafa börnin mikið yndi af hon- um eins og berlega kom í Ijós Jrá útvarpw í óí&uótit vlln þegar hann var sýndur í Þjóð- leikhúsinu fyrir nokkrum árum, enda var hann prýðilega leikinn. Um kvöldið þennan sama dag var svo flutt leikritið „Erfing- inn“, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt undanfarið við ágæta aðsókn. Er leikrit þetta mjög at- hyglisvert skáldverk, og leikend- urnir gera allir hlutverkum sín- um hin ágætustu skil. Má þar sérstaklega nefna afbragðsleik þeirra Guðbjargar Þorbjarnar- dóttur, er leikur Catherine, veiga-: mesta hlutverk leiksins, Þor- ] steins Ö. Stephensens, er leikur lækninn, föður hennar, Bene- dikts Árnasonar, er leikur Morr- is Townsend, ungan biðil Cather- ine og Helgu Valtýsdóttur, er leikur systur hans, lítið hlutverk, sem hún gerir frábær skil. ÁGÆT ERINDI ÞRIÐJUDAGINN 4. þ. m. flutti prófessor Símon Jóh. Ágústsson VeU andi óhripar: um 01 EINS OG áður hefur verið getið varði formaður Framsóknar- flokksins öllum áramótahugleið- ingum sínum í Tímanum á gaml- ársdag til þess að ræða um nauð- syn „vinstri samvinnu í íslenzk- um stjórnmáöum.“ Komst hann að þeirri niðurstöðu, að enda þótt umbótaöflin væru „eitt aumkv- unarverðasta fyrirbæri í þessu landi“ þá væri þó auðvelt að koma vinstri stjórn á laggirnar. Byggði hann þá skoðun sína á hagskýrslum. Komst hann að orði um þær á þessa leið: „Skýrsla Hagstofunnar sýnir að Framsóknarmenn -f jafnaðar- menn + helmingur núverandi Sósíalistaflokks + Þjóðvarnar- menn hafa meirihluta með þjóð- inni. Þær skoðanir, sem þing- menn þessara flokka telja sig um- boðsmenn fyrir eru því í meiri- hluta í landinu og eiga að stjórna samkvæmt því.“ „Þjóðviljinn“ gerir þessi um- mæli að umtalsefni í gær og fell- ur þau vel í geð. Kemst komm- únistablaðið m. a. að orði um þau á þessa leið: „En þótt Hermann láti að vísu í það skína, að ekki komi til mála að starfa nema með hálfium Sós- íalistaflokknum, þá er það svo miklu meiri framför en búast mátti við fyrir tveim árum, að um það má með sannindum segja, „að batnandi manni er bezt að lifa“. Það er von að komma skinn- unum þyki leiðinlegt, að for- maður Framsóknarflokksins skuli ekki vilja starfa „með nema hálfum Sósíalistaflokknum". — Hvað á þá eiginlega að gera við hinn helminginn, sem hann vill til einskis nýta? !!! „Þjóðviljinn" er greinilega mjög áhyggjufullur út af þessum verri helmingi flokks síns., En honum finnst Her- mann „batnandi maður“. Og nú brosa Brynjólfur og Einar til hægri, en formaður Fram- sóknarflokksins til vinstri því „veiðimenn verða að vera klæddir sem líkustum litum landslaginu, sem þeir veiða Ófullkomin þjónusta. FT heyrist að því fundið, að við íslendingar kunnum okk- ur ekki sem skyldi í ýmiskonar þjónustu — á veitingahúsum, í verzlunum, á opinberum skrif- stofum o. s. frv. Því miður mun mikið til í þessu. Kann að vera, að orsökin sá að einhverju leyti sú, hve öll opinber þjónusta á íslandi er tiltölulega ung — en það getur ekki orðið nein eilífð- ar afsökun og er aðilum, sem hér eiga hlut að máli skylt að leitast við að bæta hér úr, svo sem föng eru á — og sem fyrst. Nú skulum við heyra, hvað maður einn, sem skrifaði mér nú á dögunum hefir að segja — það er umkvörtun, ein enn, um ófull- komna þjónustu. Manr.inum far- ast orð á þessa leið: Skrapp inn á rakara- stofu. AÐ var núna stuttu fyrir jólin að ég gekk inn á eina af rak- arastofum bæjarins og ætlaði að láta klippa mig jólaklippinguna. Ég var í fyllsta máta ánægður með mig, var að enda við að borða spánýja ýsu til hádegisverð ar og var sem sagt í bezta skapi. Þegar ég kom inn á rakarastof- una, var þar aðeins einn maður fyrir, sem verið var að klippa og settist ég því alveg rólegur nið- ur og beið eftir því, að röðin kæmi að mér. Þegar rakarinn var búinn að klippa manninn, stóð ég upp og ætlaði að fá mér sæti í stólnum þar sem átti að klippa mig, en í þeim svifum kom mað- ur inn og gekk beint til rakarans og heilsuðust þeir kunnuglega. Maðurinn sagði, að sér lægi mik- ið á klippingu og rakarinn bauð honum umsvifalaust að setjast — hvorugur virtist taka hið minnsta eftir mér. Gekk beint út. ÞEGAR ég sá hverju fram vatt -—- að rakarinn ætlaði að raka hinn manninn á undan mér, gekk ég beint út úr rakarastofunni, hugðist fara á þá næstu og vita, hvort mér gengi betur þar. Er ég var um það bil að fara út úr dyrunum, tók rakarinn að kalla á eftir mér en auðvitað skeytti ég því engu, ég var of reiður til þess yfir óréttlæti því og ósvífni, sem mér hafði verið sýnd. — G. H. S. G.“ Myndskreytt dagatöl VELVAKANDI góður! Fyrir nokkrum dögum fékk ég erlendis frá, frá einum útlend- um kunningja mínum, snoturt lít- ið dagatal fyrir hið nýbyrjaða ár. Ákaflega þótti mér vænt um þessa litlu gjöf, því að hún var mér mikils virði, skreytt 52 myndum, jafnmörgum vikum ársins, frá landinu sem það kom frá, af náttúru þess og þjóðlífi. Ég held að kunningi minn hefði vart getað sent mér aðra gjöf jafna að verðmæti, sem mér þótti skemmtilegri og betri kynning á landi hans. Handhæg og skemmtileg landkynning. OG þá datt mér í hug: hvers- veena eru eVki gefin út slík dagatöl hér á íslandi? — við eigum þó nóg af fallegum ljós- myndum til að þetta væri fram- kvæmanlegt. Mynd.skreytt daga- töl eru í nágrannalöndum okkar gefin út með hverju nýju ári í fjölbreyttu úrvali og eru mjög vinsæl, ekki sízt til að senda út úr landinu til vina og kunningja erlendis. Eimskipafélag íslands hefir um langt skeið gefið út daga tal með einni mynd við hvern mánuð. Hafa margar afbragðs- fallegar íslenzkar myndir birzt í þessum dagatalsmyndum félags- ins. Það mun vera eina slíka mvndskreytta dagatalið, sem gef- ið hefir verið út fyrir það herrans ár 1955. Hví ekki fleiri? Þau þyrftu ekki að vera af neinni risastærð, aðalatriðið er, að myndirnar séu fallegar og vel valdar. Sennilegt er, að slík mynd prentun sé ærið kostnaðarsöm, en það er ekki endilega nauðsyn- legt, að slíkum dagatölum sé dreift út ókeypis, þau má selja á venjulegum markaði, eins og hverja aðra vöru. — Þau yrðu vinsæl bæði meðal Islendinga hér heima og handhæg og skemmti- leg landkynning út á við. — Stubbur." Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. >c stórfróðlegt erindi og prýðilega samið um franska heimspeking- inn og húmanistann Montagne, er uppi var á síðari helming sext- ándu aldar og frægur er fyrir hið mikla og frumlega rit sitt, „Essais", sem orðið hefur fyrir- mynd síðari bókmennta af sama tagi. Montaigne var fyrst og fremst einstaklingshyggjumaður, er dáði forna, klassiska list og menningu, en var svarinn óvinur allra kreddukenninga (dogmat- isma) á. hvaða sviði, sem var. Þá var og afbragðs skemmti- legt og fróðlegt erindi Björns Th. Björnssonar er hann flutti þenn- an sama dag um fjalirnar í Flatatungu, enda var erindið ágætlega samið og prýðisvel flutf. Er alltaf gaman að hlusta á Björn, enda er auðheyrt að hann vandar erindi sín og leggur í þau mikla vinnu. MINNZT SIGFÚSAR SIGFÚSSONAR, ÞJÓÐSAGNARITARA ERINDI Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara er hann flutti s. !. fimmtudagskvöld um fræðaþul- inn og þjóðsagnaritarann Sigfús Sigfússon, var vel samið og þar gerð góð grein fyrir hinu mikla starfi þessa merka fræðimanns. Sigfús var fæddur í Miðhúsum í Eiðaþinghá 1855 en dó 1935. Hneigðist hugur hans snemma að þjóðlegum fræðum og þjóðsögn- um, enda var hann þegar á náms- árum sínum í Möðruvallaskóla tekin að safna þjóðsögum. Þjóð- sagna og þjóðfræðasafn Sigfúsar er sem kunnugt er, geysimikið að vöxtum, um 3000 blaðsíður í prentuðu máli. Hefur mestur hluti þess verið gefinn út, en út- gáfunni mun verða lokið á þessu ári. Með þessu starfi sínu hefur Sigfús unnið mikið og merkilegt þjóðþrifastarf og mun hann jafn- an minnzt sem eins af okkar á- gætustu fræðaþulum, við hlið Jóns Árnasonar og slíkra manna. SÖNGUR KARLAKÓRSINS „FÓSTBRÆÐUR“ ÞENNAN SAMA dag var fluttur af segulbandi samsöngur karla- kórsins „Fóstbræður“, er haldinn var í Austurbæjarbíó 7. okt. í haust undir stjórn Jóns Þórar- inssonar. Var söngskráin mjög fjölbreytt og mátti þar meðal annars heyra hið svipmikla lag Þórarins Jónssonar, „Ár vas alda“, „Blástjyarnan1* í raddsetn- ingu Emils Thoroddsens og „Ól- afarkvæði“ raddsett af Sveinbirni Sveinbjörnssyni o. fl. Einsöngvari var Kristinn Hallsson en píanó- leikari Carl Billich. Kristinn Hallsson söng einsöng í tveimur lögum, hinu fagra og rismikla lagi „Lendkjending“ eft- ir Grieg og „Per svineherde“ sem er sænskt þjóðlag, er margir munu kannast við. — Kristinn Hallsson er glæsilegur söngvari, gæddur fagurri og þróttmikilli bass-baryton rödd, sem hann beitir af frábærri smekkvísi og mikilli kunnáttu. Er auðheyrt að hann er vandlátur við sjálfan sig og virðir list sína. En því aðeins að þetta tvennt sé fyrir hendi er hægt að ná langt á listamanna- brautinni. — Einsöngur Kristins að þessu sinni var með miklum glæsibrag, og minnist ég ekki að hafa heyrt „sólóna“ í „Land- kjending“ betur sungna. Einnig var með ágætum einsöngur hans í „Per svineherde". — Karlakór- inn „Fóstbræður“ er afbragðsgóð- ur, raddirnar vel þjálfaðar og bjartar og söngurinn fágaður undir öruggri og smekkvísri stjórn Jóps Þórarinssonar. ÓSKAERINDIÐ ÞÓRIR ÞÓRÐARSON guðfræði- dósent flutti að þessu sinni óska- erindið og fjallaði það um spurn- inguna: — Eru eldri áhrif í kenn- ingu Jesú frá Nazaret? — * Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.