Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ Styrjaldir veröa fjarstæöa Upplýsingar iransks vísindo- Boms um hættulegnr nfleiðingnr vetnissprengingn Myndin sýnir þar sem verið er að festa eina af stáleyjum Shell- olíufélagsins við hafsbotn. Súlurnar á flekanum eru einskonar tjakkar, sem látnir eru ganga niður á botn og gefa flekanum trausta festingu. iyggð nð skapasl i rúmsjó i Persaflóa Woldugar stáleyjar byggoar til olíuvinnslu OLIUVINNSLA í Arabíu fer stöðugt í vöxt. Er nú hvergi í heiminum unnin eins mikil olía úr jörð og þar. Þetta hef- ur m.a. valdið því, að byggð hefur risið upp víða í þurr- ustu hlutum Arabíu, þar sem eyðimörkin var áður í algleym ingi. Hafa íbúar landsins víða allgott af þessum viðskiptum, þeir auðgazt af þeim og hafa margir hverjir tileinkað sér vestræna menningu á ýmsum sviðum og vestrænan lúxus. Fyrir nokkru varð þess vart að olía finnst á þessum slóðum ekki aðeins í eyðimörkinni, heldur virðist hún liggja þarna í lögum undir geysistóru svæði, sem m.a. teygir sig langt austur undir Persaflóa. OLÍULINDIR f HAFSBOTNI Þessar rannsóknir sýndu það, að miklar olíubirgðir myndu liggja í botni Persaflóans sjálfs, undir hafinu, og veldur þetta því að öll hin stóru olíufélög keppast nú við að koma sér upp borturn- um úti í hafsauga. Stundum eru borturnarnir allt að því 10 eða 15 km frá ströndinni og hefur það verið vandaverk að ganga þannig frá smíði þeirra, að þeir þoli öll veður og sjógang. BORFLEKAR FESTIR Á IIAFSBOTNI Það sem einkum veldur vand- anum er, að ef borfleki skyldi haggast til hliðar í sjógangi, þá er mikil hætta á að jarðborinn brotni í sundur. Þess vegna hafa olíufélögin gripið til þess ráðs að láta borturnana standa á hafs- botni. En dýpi er sums staðar allmikið á þessum slóðum og hefur sú leið verið fundin upp, að gera risastórar súlur á flek- ana, sem er rennt niður á hafs- botninn og lyfta þær síðan flek- anum með öllum tækjum um 2Ó fet upp fyrir yfirborð hafsins. Líkist þessi aðferð nokkuð því, þegar bifreiðum er lyft upp með „tjakki". 1200 TONN AF STÁLI Þannig hafa nú þegar verið reistar allmargar stáleyjar úti í miðjum Persaflóa. — Hver eyja kostar um 20 milljón krónur og í hverri eru um 1200 smálestir af stáli. BYGGÐ í HAFSAUGA Margar af stáleyjunum hafa verið byggðar utan við landhelgi Arabíu, stundum 15 km frá ströndinni. Hafa olíufélögin þá íhugað hvort þeim sé heimili að reka þessa starfsemi sina án sér- staks leyfis, en niðurstaðan hef- ur orðið sú, að það er ekki talið heimilt. Þvert á móti hafa félög- in gert samninga við strandríkin um heimiid til olíuvinnslu á hafs- i botni og virðist nú almennt við- ' urkennd sú regla, að landgrunn- ! ið, jafnvel utan landhelgi, til- heyri strandrikinu. Allt virðist benda til þess að á botni Persaflóa séu einhverjar ! auðugustu olíulindir í heimi og má því vænta þess, að á næstu árum rísi heil borg þarna úti í hafsauga. — Cosfa Rica Framh. af bls. 1 STJÓRNMÁLASAMBANDI SLITID Fulltrúi Costa Rica í Washing- ton hefur tilkynnt að stjórn sín hafi slitið stjórnmálasambandi við Nigaragúa. ORSOKIN New York Times skrifar í dag að átök þessi séu ekki undan rifj um kommúnista runnin. Orsökin til hins slæma samkomulags j milli landanna tveggja sé persónu j leg á milli Figueres forseta í Costa Rica og Somoza forseta | Nigaragúa. Er þar nánast um' harða valdabaráttu að ræða. •— Hafa orðið hörð átök um forseta- embættið í Costa Rica í þremur kosningum siðan 1948 og hafa þeir er fallið hafa, flúið úr landi. Sagt er nú að þeir séu fyrir inn- rásarhernum nú. — Báðir þeir tveir, er i kosningunum biðu lægri hlut, voru vinir Somoza forseta í Nigaragúa, en hann hef- ur farið þar með völd í 20 ár og er nú orðinn fastur í sessi. SÍÐUSTU tvö ár hafa 10 vetnis- sprengingar verið gerðar á jörð- inni og mun hver vetnissprengja jafngilda að orku 1000—2500 atómsprengjum sömu tegundar og varpað var á Hiroshima á sín- um tima. Frá þessu skýrði franski vís- indamaðurinn Charles-Noel Martin í bók sem hann gaf ný- lega út og fjallar um áhrif vetnis- sprenginganna á umheiminn. Bók þessi heiur vaKið mikia athygli, einkum vegna þess, að Martin heiur orð á sér fyrir að vera ná- kvæmur vísindamaður, sem blandar ekki stjórnmálum í vís- indalegar athuganir sínar. Síðustu vetnissprengjuna sprengdu Rússar í sept. s.l. í Síberíu. Áður höfðu Bandaríkja- menn sprengt nokkrar í Kyrra- hafinu. Martin telur að áhrif þessara sprenginga séu miklu meiri .en látið hefur verið í ljós fram til þessa. Hann telur að fjöldi vís- indamanna hafi orðið þessara áhrifa varir, en þeir þori ekki að birta þær upplýsingar. í bók sinni minnist Martin á það að vetnissprengingarnar nái yfir tiltölulega allstóran hluta jarðkringlunnar og hann telur að aukaáhrif frá sprengingunum geti orðið svo mikil að lifandi verur á jörðinni getið beðið veru- legt tjón af. HÆTTULEGAR EFTIRHREYTUR En aukaáhrif vetnissprengjunn ar telur hann vera m. a.: 1) Við sprenginguna myndast allmikið magn af saltpéturssýru úr súrefni, köfnunarefni og raka loftsins. Magn hennar getur orð- ið nóg til að sýra regnið yfir ^tórum landsvæðum og það haft slæm áhrif fyrir gróður. 2) Sé vetnissprengja sprengd á landi (eins og gert hefur verið í tilraunum Rússa í Síberíu), mun hún þyrla í loft upp kringum 1 milljarð smálesta af duftbrenndu efni. Þetta duft getur svifið í háloftunum í fjölda ára, hindrað sólargeisla að komast til jarðar, en slíkt getur veldið auknu regni, sem aftur getur orðið til að breyta vindum. En slík truflun á ríkjandi veðráttufari getur valdið miklu tjóni. — Hammarskjöld Framn af bia. 1 inum, er hann kom til borgarinn ar, tókst ekki að fá orð upp úr honum um Kinaferðina. Einkarit ari aðalritarans, Svíinn Lind, sagði þó, að fjölskyldur amerísku flugmannanna 11, sem í fangelsi eru í Kína, verði enn um skeið að vera þolinmóðar. Lind sagði að Hammarskjöld gæti ekkert sagt fréttamönnum fyrr en hann hefði gefið S.Þ. skýrslu uni Kínaförina. Kvaðst Lind ekki vita hvenær Hammar skjöld legði fram þá skýrslu. •— Lind vildi ekkert tala um viðtök urnar í Kína. — Hammarskjöld og menn hans höfðu aðeins stutta viðdvöl í Japan en héldu síðan áfram áleiðis til New York. — Reuter—NTB. GEISIiAVIRKT KÖFNUNAREFNI 3) Frumeindir úr vetnis- sprengju breyta miklu magni af köfnunarefni andrúmsloftsins í geislavirkt efni, sem getur inni- haldið þau skaðlegu einkenni í 5600 ár. Jurtirnar munu taka hið geislavirka köfnunarefni til sin og síðan mun það ganga boð- leið inn í líkamsvefi manna og dýra. Er ómögulegt að gera sér í hugarlund hvíliku tjóni þetta gæti valdið. 4) Vetnissprengingar valda verulegri hækkun á geislavirkni jarðarinnar. En jafnvel aðeins óveruleg hækkun hennar getur • haft í för með sér veruleg áhrif I á erfðir og þroska manna. Martin segir að tilraunir hafi þegar sýnt að þessi hætta sé raunhæf. ' Þessar upplýsingar hins franska vísindamanns eru að vísu aðeins kenningar, sem enn hafa ekki verið sannaðar með raun- hæfum rannsóknum. Höfundur- inn telur þó að auðvelt væri að fá slikar sannanir þegar í sam- Ibandi við þær vetnissprengingar, er hafa verið framkvæmdar. Bið- ur hann alla vísindamenn að Charles-Noel Martin reyna að fylgjast með því, hve miklu aukning geislavirkni í andrúmsloftinu nemur á hverjum stað og ihuga hvaða áhrif það geti haft. STYRJALÐIR VERÐA FJARSTÆÐA Fram til þessa hafa veðurstof- ur allra landa lítið látið frá sér heyra um rannsóknir á geisla- virkni andrúmsloftsins. Það er samt staðreynd að hún eykst, þó að vísindamenn láti í það skína að um mjög litla aukningu sé að ræða. En íhuganir hins franska vís- indamanns ættu að sýna betur en nokkuð annað að með tilkomu atómvopnanna eru styrjaldir að verða fullkomin fjarstæða. Að vísu viðgangast enn í heim inum stjórnmálastefnur sem hafa að kjarna hótun um alheimsstyrj öld og byltingu. Hversu úreltar eru slíkar skoðanir ekki orðnar, þegar sérhver maður öðlast vitn- eskju um að styrjöld getur þýtt algera útrvmingu. Ef til vill er það vegna þessar- ar vitneskju sem menn eru nú smámsaman að öðlast að nú er svo komið loks eftir stanslausar stvrjaldir í þessari veröld síðan 1931 að loks ríkir friður um áll- an heim. Styrjaldir hafa verið afbrot ofbeldisins, en á atómöld koma þær ekki lengur til mála. Mesta anna ór Faxanna Þeir fluttu 795 farþega til Crœnlands ARIÐ 1954 varð mesta annaár í sögu Flugfélags íslands. Fluttir voru fleiri farþegar og meira vöru- og póstmagn en nokkru sinni fyrr á einu ári. Lætur nærri, að um þriðji hver íslendingur hafi flogið með „Föxunum" árið 1954. Alls ferðuðust 54.008 far- þegar með flugvélum Flugfélags íslands s. 1. ár, 46.480 á innan- landsflugleiðum og 7.528 milli landa. Nemur heildaraukning far- þegafjöldans 28% sé gerður samanburður á árinu 1953. Vöruflutningar jukust um 8% á s.l. ári, og voru flutt 993.687 kg., þar af 864.114 kg. hér innanlands. Mestir urðu flutningarnir í september, en þá voru fluttar rúmlega 120 smál. PÓSTUR Póstflutningar hafa sifellt far- ið minnkandi undanfarin ár. Á nýliðnu ári urðu hins vegar mikil umskipti í þessum flutningum, þar sem póstflutningar námu nú liðlega tvöfalt meira magni en 1953. Heildarmagn þess pósts, sem flutt var s.l. ár nam 150.096 kg. samanborið við 70 smál. í fyrra. Hafa póstflutningar með flugvélum innanlands aukizt til mikilla muna siðan nýr samning- ur gekk í gildi 1. okt. 1953 milli nóststjórnarinnar og Flugfélags íslands varðandi þessi mál. GRÆNLANDSFERÐIRN AR Farnar voru 23 ferðir til Græn- lands á árinu og fluttir 795 far- þegar. Þá voru fluttar um 16 smálestir af vörum og nokkuð af pósti. Var lent á ýmsum stöðum, bæði á sjó og landi. íslenzkar flugáhafnir hafa fengið mikla reynslu í flugi á norðlægum slóð- um með hinum tiðu Grænlands- ferðum Flugfélaps fslands, enda njóta íslenzkir flugmenn mikils trausts hjá þeim erlendum aðil- um, sem leigt hafa flugvélar F. í. til Grænlandsflutninga. ÁTTA FLUGVÉLAR Flugfélag íslands starfrækti 8 flugvélar á s.l. ári, og flugu þær samanlagt vegalengd, sem nem- ur um 1,7 milljón km. Jafngildir það 42 ferðum umhverfis hnött- inn. Flugtímar „Faxanna" urðu 6542, þar af var „Gullfaxi" einn á flugi í 1620 klukkustundir og flaug rösklega V2 milljón km. á árinu. <1 í> l \ TVÆR FLUGVÉLAR KEYPTAR Sökum hinna sívaxandi loft- flutninga ákváðu forráðamenn Flugfélags íslands að auka flug- vélakost félagsins, og voru því fest kaup á tveimur flugvélum á árinu, Douglasflugvél í Banda- rikjunum og Skymasterflugvél í Noregi. Með komu þessara flug- véla hingað til lands hefur í bráð verið bætt úr brýnni þörf á nýj- um flugvélakosti. Flugfélag ís- lands mun hins vegar stefna áfram að því marki að athuga möguleika og undirbúa kaup á fleiri flugvéium svo unnt verði að anna vaxandi verkefnum félags- ins í framtíðinni. UfsaveiSm í KEFLAVÍK, 12. jan. — Hugleið- ingar togaramanna um ufsaveið- ina hér í Keflavíkurhöfn vakti kátínu og öðrum þræði ánægju hér á Suðurnesjum. Þar kemur fram í fyrsti skipti, svo vitað sé, andúð togaraeigenda á rányrkju fiskimiðanna! Annað* var við- horfið þegar togararnir skófu botninn í Garðsjónum, og revnd- ar Flóann allan, sem tókst fvrir lagni og harðfylgi Ólafs Thors að fá verndaðann. Nú kemur fiskurinn líka upp í fjörusteina. Að vísu er það akoðun flestra, að þessi ufsi hafi átt eftir að stækka og ekki vitað í hvaða botnvörpu hann hefði veiðzt, er hann væri orðinn 10 sinnum stærri. — En nú er ufsaveiðinni hér i höfninni því miður lokið og jekki vitað nær hvalinn rekur næst. — Helgi S. BONN — Adenauer, forsætisráð- herra V.-Þýzkalands, fór s.l. laug- ardag frá Bonn til Búhler Höhe í Schwarzwald í frí. Forsætisráðí- herrann hefir ákveðið að taka 12 daga frí frá störfum, en mun þó ræða við Mendes-France í lok þessarar viku. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.